Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 35 Afmæli Samúel Ingvarsson og Am- fríður Jóna Sveinsdóttlr Samúel Ingvarsson, Dalbraut 21, Reykjavík, er áttræður í dag. Samú- el og kona hans, Arnfríður Jóna Sveinsdóttir, eiga einnig flörutíu ára brúðkaupsafmæli. Samúel er fæddur í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum. Hann vann í Vélsmiðj- unni Magna og var sjómaður í Vest- mannaeyjum til 1954. Hann var bóndi á Heylæk í Fljótshlíð 1954- 1956 og Sámsstöðum í Fljótshlíð 1956-1962. Samúel bjó í Skálmholti í Flóa 1962-1966 og vann hj á V ega- gerð ríksins við brúarsmíði, fyrst á Selfossi og síðar í Rvík, 1966-1980. Fyrri kona Samúels var Ásta Gréta Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1917, d. 1945. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, b. á Seljavöllum undir Eyjaijöllum, ogkonahans, Sigríður Magnúsdóttir. Böm Samúels og Ástu era Jenný, f. 23. febrúar 1936, sambýhsmaður hennar er Jón Guð- mundsson, málameistari í Gauta- borg, hún á tvö böra, og Hulda, f. 30. nóvember 1937, gift Ágústi Hreggviðssyni, trésmið í Vest- mannaeyjum, eignuðust þau sex böm. Samúel kvæntist 7. september 1949 Amfríði Jónu Sveinsdóttur, f. 6. maí 1912. Foreldrar hennar voru Sveinn Sæmundsson í Nikulásar- húsum í Fljótshlíð og kona hans, Ingiríður Jónsdóttir. Börn Samúels og Jónu eru Ásta, f. 20. janúar 1949, tölvuritari í Rvík, hún á tvo syni, sambýlismaður hennar er Birgir Ó. Rikharðsson vélvirki, Tryggvi, f. 16. febrúar 1952, afgreiðslumaður í Þórshöfn, kvæntur Halldóru Haf- steinsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur, og Bjarni, f. 3. ágúst 1956, bifreið- arstjóri hjá Shell, kvæntur Sigur- laugu Waage, eiga þau fjóra syni. Fyrri maður Jónu var Tryggvi Ingvarsson, bróðir Samúels, d. 1945. Börn Jónu og Tryggva eru Ólafur, f. 21. febrúar 1932, stöðumælavörður hjá Rvíkurborg og á hann einn son, Garðar, f. 10. febrúar 1933, starfar hjá Vestmannaeyjabæ, kvæntur Kolbrúnu Huldu Sigurjónsdóttur og eiga þau sex böm, Guðrún, f. 6. desmber 1935, starfar hjá Hampiðj- unni, gift Ólaíi Grímssyni öryggis- verði og eiga þau fjögur börn, og Svanhvít, f. 13. nóvember 1938, gift Ole Ohlsson, major í Nivöröd í Dan- mörku, og eiga þau eina dóttur. Systkini Samúels eru Ólafur, f. 17. júlí 1899, d.,1987, verkamaður í Þor- lákshöfn, Óskar, f. 1902, d. 1987, bif- reiðastjóri í Rvík, kvæntur Elmu Jensen, Ingólfur, f. 12. september 1905, fyrrv. b. í Neðri-Dal, kvæntur Þorbjörgu Eggertsdóttir, Elín, f. 1. mars 1906, gift Sigurði Einarssyni, fyrrv. b. á Hólavatni í A-Landeyjum, Lilja, f. 28. júlí 1907, starfsmaður Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum, Tryggvi, f. 21. janúar 1910, verka- maður í Vestmannaeyjum, Svava, f. 5. ágúst 1911, gift Ögmundi Sig- urðssyni, útgerðarmanni í Vest- Samúel Ingvarsson og Arnfriður Jóna Sveinsdóttir. mannaeyjum, Lovísa, f. 20. júlí 1912, gift Óskari Ólafssyni, fyrrv. b. á Hellishólum í Fljótshlíð, Leó, f. 22. september 1913, verkamaður í Rvík, kvæntur Kristbjörg Kristjánsdótt- ur, og Ingibjörg, f. 11. janúar 1918, sambýlismaður hennar er Ólafur Bertelsen, verkamaður í Rvík. Foreldrar Samúels voru Ingvar Ingvarsson, b. í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, og kona hans, Guð- björg Ólafsdóttir. Ingvar var sonur Ingvars b. í Neðri-Dal Hallvarðsson- ar, b. og smiðs í Neðri-Dal, Jónsson- ar. Móðir Ingvars Hallvarðssonar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, Guðmundssonar, lan- gafa Guðmundar, afa Þorsteins Pálssonarforsætisráðherra. Móðir Ingvars Ingvarssonar var Ingibjörg Samúelsdóttir, b. á Tjörnum, Páls- sonar, klarínettuleikara á Syðstu- Mörk, Árnasonar. Guðbjörg var 'af Kvoslækjarættinni, dóttir Olafs b. á Helhshólum í Fljótshlíð, Jónssonar, og konu hans, Elínar Jónsdóttur. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kelduhvammi 4 eftir kl. 15 í dag. Kristmundur Guðmundsson Kristmundur Guðmundsson, Hjarðarholti 4, Akranesi, er sextug- urídag. Kristmundur fæddist á Kaldrana- nesi í Strandasýslu og ólst upp á Hólmavík en þangað fluttu foreldrar hans árið 1933. Hann fluttist til Akraness árið 1955 og hefur búið þar síðan. Kristmundur fór ungur til sjós en réð sig til Sementsverksmiðju ríkis- ins þegar verksmiðjan tók til starfa á Akranesiárið 1958. Áramótin 1955/1956 kvæntist Kristmundur Salvöru Ragnarsdótt- ur, Sigurðssonar af Akranesi, og konu hans, Friðbjargar Friðbjam- ardóttur. Böm Kristmundar og Salvarar eru Rósa, fædd 13. apríl 1956, býr í Hafnarfirði og er gift Valgeiri Má Ásmundssyni, þau eiga þrjá drengi; Friðbjörg, fædd 15. október 1959, býr í Reykjavík og er gift Guðlaugi Birki Sveinssyni, þau eiga 2 drengi; Anna, fædd 9. janúar 1968, býr í foreldra- húsum. Foreldrar Kristmundar eru Guð- mundur Jón Arngrímsson, f. 28. júlí 1893 í Reykjarvík, og Rósa Kristín Kristmundsdóttir, f. 25. september 1898, í Goðdal. Faðir Kristmundar er látinn en móðir hans lifir í hárri elli. Föðurafi Kristmundar var Arn- grímur, f. 16. júní 1861, d. 9. mars 1934, Jónsson á Skarði í Bjamar- firði, síðast á Svanshóli, Arngríms- son. Kona Jóns var Guðríður Páls- dóttir. Arngrímur Jónsson var bóndi í Reykjarvík frá 1885 til æviloka. Hann kvæntist Kristbjörgu Rósalíu Magnúsdóttur frá Reykjarfirði, Magnússonar. Móðurafi Kristmundar er Krist- mundur Jóhannsson, f. 9. júlí 1868, d. 10. júlí 1948, sonur Jóhanns Páls- sonar í Reykjarvík og konu hans, RósuJónsdóttur. Kristmundur Jóhannsson var húsmaður á Kaldbak 1897-1900, bjó í Sunnudal frá 1900 til 1912 og í Goðdal frá 1912 til 1933. Hann hlaut konungleg verðlaun fyrir búnaðar- framkvæmdir og er það í frásögur fært að hann hitaði bæ sinn með hveravatni. Bjöm Bjamason Björn Bjamason, Hellisgötu 25, Hafnarfirði, er sjötugur í dag. Bjöm er fæddur á Mýmm í Borg- arfirði og þar ólst hann upp. Með foreldrum sínum fluttist hann til Skíðastaða í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann flutti frá Skíðastöðum um 1940 og til Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum Hreyfils og starfaði lengi sem leigubílstjóri. Eft- ir 20 ára búsetu í Reykjavík flutti Bjöm til Hafnarfjarðar og vann þar lengi sem hafnarvörður. Bjöm hefur verið í sambúð um fjörutíu ára skeið með Valgerði Björgvinsdóttur, dóttur Björgvins Ámasonar og Stefaníu Þorgríms- dóttur. Börn Björns og Valgerðar em Ás- laugur Bjöm, f. 2. janúar 1945; Stef- án Björgvin, f. 24. júní 1946; Bjarni Gunnar, f. 4. júlí 1949; Óskar, f. 18. október 1955, og Hólmfríður Stein- unn,f. 10.júlíl958. Foreldrar Bjöms eru Bjarni Bjamason og Áslaug Ásmundsdótt- ir. Systkini Bjöms eru Gunnar, sem er látinn; Áslaugur, rafvirki, býr í Reykjavík, oghálfsystir, samfeðra, Björn Bjarnason. Ingibjörg Steinunn, býr í Reykjavík og vinnur á Landspítalanum. *• Til hamingju með daginn! Gunnfriður Jóhannsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Rósa Guðnadóttir, Sóltúni 2, Keflavík. Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli 1, Austurbæ, Hofshreppi. hreppi. Gísli Ólafssón Antonsson, Ilólmagrund 18, Sauöárkróki. María Björnsdóttir María Björnsdóttir, Elhheimihnu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, eráttræðídag. María fæddist á Holtsgötu 9 í Reykjavík, dóttir Arndísar Guö- mundsdóttur frá Bóh í Biskupstung- um. María var ekki fædd þegar fað- irhennarlést. TveggjaviknagömulfluttistMar- • ía að Hvammi í Kjós til Halldórs Ólafssonar og Rannveigar Jónsdótt- ur. Maríabýrnúnaíherbergi39aá s, , , Grund. Maria Björnsdóttir. Guðmundur T Guðmundur Torfason Magnús- son, Þrúðvangi 5, Hafnarfirði, er fimmtugurídag. Guðmundur er sonur Magnúsar Haraldssonar heildsala, sem ættað- ur er frá Háeyri á Eyrarbakka, og Sigríðar, dóttur Guðmundar Jó- hannessonar Samsonarsonar og Júlíönu Guömundsdóttur Torfason- ar. . Magnússon Eiginkona Guðmundar er Petrína R. Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau eru Sigríður María Sund- in, búsett í Brasilíu, Guðmundur Örnog ÁgústPétur. Guðmundur tekur á móti gestum á heimili sínu, Þrúðvangi 5, Hafnar- firði, fóstudaginn 9.9. eftir klukkan 20. Leiðré Rangfærslur komu fyrir í grein um Ágúst Guömundsson, 30. ágúst. Áslaug er gift Inga Valgeirs- syni, Karl Sæmundsson er fæddur 29. september 1909. Matthildur ittingar Helgadóttir, kona Ágústs, er fædd á Flateyri. Einnig urðu vitleysur í framætt Guðjóns Guðjónssonar, í grein um hann sama dag. Tilmæli til afmælisbarna Daníel StefiVnsson, Reykjalilíð 14, Reykjavík. Aðalhjörg Egilsdóttir, Þórsmörk 5, Selfossi. Gíslína Sigurðardóttir, Sæviðarsundi 13, Reykjavik. Margrét Stefánsdóttir, Tunguvegi 19, Reykjavik. Kjartan Guðmundsson, Vanabyggð 6A, Akureyri. Pétur Júliusson, - Skallagrimsgötu 7A, Borgarnesi. Elsa Guðbjörg Jónsdóttir, Sæbergi, Borgarfiaröarhreppi. Gunnlaugur Haraldsson, ” Laugavegi 14, Siglufirði. Una Runólfsdóttir, Kambahrauni 7, Hveragerði. Hafdís Sigurbjörnsdóttir, _ Lálandi 14, Reykjavík. Guðbjörg Haraldsdóttir, Sæviðarsundi 9, Reykjavík. Benedikt Benediktsson, Vatnsskarði, Seiluhreppi. Sævar Guðmundsson, Arnarholti, Stafholtsfimgna- Sveinn Jónsson, Tjamarlöndum 14, Egilsstööum. Eygló Halldórsdóttir, Frostafold 151, Reykjavik. Sveinn Jónsson, Njarðargrund 1, Garðabæ. Lilja Karlsdóttir, Hjahagötu 5, Miðneshreppi. Guðmundur I. Jónsson, Austurströnd 10, Seltjarnamesi. Ingibjörg Eysteinsdóttir, Furugerði 15, Reykjavík. ' Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Timguseli 3, Reykjavik. Hlif Traustadóttir, Kirkjugerði 17, Vatnsleysustrand- arhreppi. Ragnheiður Grétarsdóttir, TorfUfeih 23, Reykjavík. Inga Stefánsdóttir, Molastöðum, Holtshreppi. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.