Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. KENNARAR - KENNARAR Héraðsskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp vantar 2 áhugasama kennara til að kenna ensku, dönsku, íslensku og samfélagsgreinar. Mjög góð vinnuaðstaða og gott ódýrt húsnæði. Nánari upplýsingar eru fúslega veittar hjá skólastjóra í símum 94-4840 og 94-4841 og hjá grunnskóla- deild menntamálaráðuneytisins, sími 91 -25000. Héraðsskólinn Reykjanesi FRÁ FJÖLBRAUTASKOLANUM í BREIÐH0LTI Líffræðikennara vantar strax að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Kennsla er mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13.15 til 16.15. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600 og hjá deildarstjóra, Ástþóri Gíslasyni, í síma 44091. Skólameistari Útlönd Deng styður Bush Leiötogi Kína, Deng Xiaoping, í morgun eftir aö hann kvaðst vonast eftir sigri Bush í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Hinn aldni leiðtogi Kína, Deng Xia- oping, kom hinum bandarísku gest- um sínum á óvart í morgun með því að segjast vona að hinn gamli vinur sinn, George Bush, vinni forseta- kosningamar í Bandaríkjunum í haust. Að viðstöddu fjölmenni bað Deng Xiaoping Frank Carlucci, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, fyrir sérstakar kveðjur til Reagans forseta og Bush varaforseta. Carlucci og aðrir bandarískir gest- ir, sem nú eru í heimsókn í Kína, eru sagðir hafa farið að skellihlæja sem varð til þess að Deng sjálfur hló svo- lítið með sjálfum sér. Greinilegt þótti aö yfirlýsing Dengs kom Carlucci á óvart og var hann fljótur að skipta um umræðuefni. Nefndi hann að hann væri fjórði vamarmálaráðherra Bandaríkjanna sem kæmi í heimsókn til Kína og að tengslin milli landanna tveggja væru sterk. Bush var ýfirmaður skrifstofu sendinefndar Bandaríkjanna í Pek- ing á ámnum 1974 til 1976, áöur en stjómin í Peking var formlega viður- kennd af Bandaríkjunum sem varð ekki fyrr en 1979. Enda þótt Deng hafi látið af háum stöðum innan kommúnstaflokksins í nóvember á síðasta ári er hann enn yfirmaður hermálanefndar flokksins og valdamesti maður Kína. Deng varð 84 ára í síðasta mánuði og virð- ist vera við góða heilsu. Á meðan á heimsókn Bandaríkja- mannanna hefur staðið hafa kin- versk yfirvöld farið varlega í sakim- ar varöandi athugasemdir um for- setakosningamar í Bandaríkjunum og væntanlegur eftirmaður Dengs, aðalritari kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, hafði það á orði við bandarísku gestina fyrir viku að bæði repúblikanar og demókratar hefðu lagt sitt af mörkum til að styrkja vináttubönd þjóðanna. Reuter SÆNSKA 0G N0RSKA TIL PRÓFS Á GRUNNSKÓLASTIGI (í STAÐ DÖNSKU) Nemendur mæti í innritun í Miðbæjarskólanum, Frí- kirkjuvegi 1, eins og hér stendur: Mánudaginn 12. september: kl. 17.00 5. bekkur kl. 17.30 6. bekkur kl. 18.00 7. bekkur kl. 18.30 8. bekkur kL 19.00 9. bekkur AUGLÝSING - LÖGTAKSÚRSKURÐUR Bæjarfógetinn á Selfossi hefur hinn 1. september 1988 kveðið upp lögtaksúrskurð á gjöldum utan staðgreiöslu, álögðum í Selfosskaupsstað 1988, samkv. 98 gr. sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981 en þau eru útsvar og aðstöðugjald, ásamt öllum kostnaði, áföllnum og áfallandi, svo og dráttarvöxt- um að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýs- ingar. Innheimta Bæjarsjóðs Selfoss Arafat lofaður á her- numdu svæðunum Leiðtogar Palestinuaraba á vest- arabar standi með Arafat og styðji mæh aðalritarans. urbakka Jórdanar og Gaza-svæð- tilraunir hans til að afla stuðnings Einnig er hvatt til þess að her- inu hafa farið fram á að fólk styðji við málstað Palestínuaraba, 1 Evr- teknu svæðin verði undir stjórn Yasser ArafaL I dreifibréfi, sem var ópu en Arafat á að ávarpa Evrópu- Sameinuðu þjóöanna þar til ísrael- prentaö í gær, er Arafat nefiidur þingið í þessum mánuði. ar hafa haft sig á brott þaöan. með nafhi sem leiötogi Frelsis- í dreifibréfinu er Javier Perez de Mikilóeiningerumaðferðirmeð- hreyfingar Palestínuaraba og er Quellar, aðalritara Sameinuöu al Palestfnuaraba og ekki eru ailir það í fyrsta skipti frá því aö átökin þjóðanna, hrósað mjög fýrir um- sáttir við þaö viðhorf aö rétt sé að hófustaöArafaterheitiöstuðningi mæli sín eftir fund meö Arafats, ræða við ísraelsmenn um lausn á svæðinu. er hann talaöi um Palestínufólk 1 málsins. I dreifibréfinu er hvatt til þess að Palestínu. fsraelar víttu þessi um- Reuter Skotnir á staðnum Þjófnaður og ofbeldi hefur aukist í Rangoon í Burma undanfarna daga og í morgun skipuðu yfirvöld svo fyrir að þeir sem yrðu staðnir að því að stela úr verksmiðjum og vöru- geymslum yrðu skotnir á staðnum. Tilkynning yfirvalda var lesin upp í útvarpinu í Rangoon sem er í raun hin eina opinbera stofnun sem enn er undir yfirráðum stjómarinnar. Ennfremur var tilkynnt að hermenn myndu ekki grípa inn í friðsamlegar mótmælagöngur. Stjómarerindrekar í Burma segja að þar ríki algjört stjórnleysi og í fyrsta sinni í marga mánuði er sagt að merkja megi hræðslu í fari þeirra er þeir ræða við fréttamenn. íbúar höfuðborgarinnar reyna eftir megni að vernda eigur sínar og líf og reisa sér vígi. Andstæðingar stjórnarinnar hafa hótað því að allsherjarverkfall skelli á í fyrramálið ef Maung Maung for- seti segir ekki af sér í síðasta lagi í kvöld. í gærkvöldi sakaði einn helsti leið- togi stjómarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, leyniþjónustumenn hersins um að borga bófum fyrir að koma á ókyrrð í höfuðborginni. Munkar og stúdentar hafa reynt að halda uppi reglu í fjarvist lögregl- unnar. Stjórnarerindrekar segja að þó svo að einhverjir fengju greitt fyrir þjófnaði þá mætti ætla að flestir þeirra sem legðu stund á þjófnað nú gerðu það í neyð vegna hungurs og fátæktar. Reuter ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA W-50% afsláttur GÓLFDÚKAR - VEGGDÚKAR - VEGGFÓÐUR O.M.FL. VEGGFÓÐRARINN- MÁLNING & JÁRNVÖRUR Síðumúla 4, Símar 687171 og 687272.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.