Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Iþróttir DV kynnir íslensku ÓL-farana Nafn: Ragnar Guðmundsson. Aldur: 20 ára. Hasð: 1,76 m. Þyngd: 70 kg. Fclag: Ægir. Toppurinn á mínum ferli „Eg er mjög spenntur aö fara á ólympíuleikana í Seoul og þá sérstaklega eftir upplýsinga- fundinn sem haldinn var með íslensku þátttakendunum í gærkvöldi. Þar var þátttaka okkar rædd fram og til baka og skýrðust þá ýmsir hlutir sem ef til vill voru óljósir fyrir manni áður,“ sagði Ragnar Guðmundsson sundkappi í samtali við DV en hann verður meðal sex íslenskra sund- manna sem taka þátt í ólympíu- leikunum í Seoul sem hefjast 17. september. Ragnar Guðmundsson byrj- aði að æfa sund átta ára gamall og hefur allan sinn feril verið í Sundfélaginu Ægi. Ragnar hef- ur á undanfórnum árum bætt árangur sinn stórkostlega í sundinu og er í dag okkar allra fremsti langsundsmaður. „Undirbúningurinn fyrir ólympíuleikana er nú búinn að standa yfir í eitt ár. Ég hélt utan til Svíþjóðar og þar hefur undir- búningurinn að mesta staðið yfir. Þar æfði ég við frábærar aðstæður og þar var einnig mjög gott að dvelja. í Svíþjóð æfði ég með bestu langsunds- mönnum Svíþjóðar og var það ómetanleg reynsla. Svíar hlúa mjög vel að sundfólki sínu enda eru þeir nú komnir í allra fremstu röð.“ „Á tæpu heilu ári hef ég bætt tíma minn í 1500 metra skrið- sundi um 15 sekúndur. Á Evr- ópumótinu í Strasbourg í ágúst í fyrra synti ég 1500 metrana á 16:16,00 en á Norðurlandamót- inu í sumar synti ég á 16:04,00. Ég varð Norðurlandameistari en að vísu keppti ekki besti sundmaður Svía í því sundi. Samt var ég mjög ánægður með árangurinn," sagði Ragnar Guðmundsson. „Á ólympíuleikunum mun ég einnig keppa í 400 metra skriö- sundi. Ég lít á það sund sem nokkurs konar upphitunar- sund fyrir 1500 metrana. Ég stefni að því að verða fyrsti ís- lendingurinn að synda 1500 metrana undir 16 mínútunum. Ég veit ekki hvar ég stend mið- að viö hina keppendurna en ég geri mitt besta. Eg hlakka mikið til ólympíuleikanna enda er þetta draumur sem maður hef- ur lengi dreymt um að rættist. Þetta er toppurinn á mínum ferli,“ sagði Ragnar Guðmunds- son. -JKS búfnn að skjóta viðstöðulaust á mark Monaco og á þeirri neðri er honum inniiega fagnað af fálögum sínum. DV-myndir Brynjar Gauti • Atli Eðvaldsson i einu af mörgum skallaeinvígjum sinum við frönsku varnarmennina. Hér lýtur Remy Vogel í lægra einu sinni sem oftar í leiknum. Sigurstund fyrir íslenska knattspymu í gærkvö! Engin hepi - sarmfærandi sigur Vals á frönsku meisturun Valsmenn unnu einhvern stærsta sigur íslenskra knattspymumanna frá upphafi á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi, ekki aðeins með því að vinna 1-0 sigur á Frakklandsmeisturum Monaco - heldur einnig með því hvem- ig þeir unnu þennan sigur. Því hann byggðist ekki á heppni - nei, hann var fyllilega sanngjam og það voru Hoddle, Ámoros, Battiston, Toure, Ettori og all- ir hinir í liði furstadæmisins sem gátu þakkað sínum sæla fyrir að ekki fór verr. Erfiðar upphafsmínútur Fyrstu tuttugu mínútumar vom Valsmönnum erfiðar, gegn vindinum og grimmum leikmönnum Monaco sem pressuðu stíft og gáfu miðjumönnum Vals engin færi á að athafna sig. Á þess- um kafla vom Valsmenn hikandi og ragir við að taka frumkvæði, misstu boltann yfirleitt strax og hann vannst. Vamarlega séð léku þeir hins vegar geysilega vel og ömggt strax frá byrjun. En hugmyndaflugið vantaði í sóknar- leik frönsku meistaranna, þeir sýndu skemmtilega takta á miðjum vellinum en ógnuðu einungis með háum fyrir- gjöfum inn í vítateig Vals sem Guð- mundur H. Baldursson markvörður hirti hveija á fætur annarri eða þá vamarmennirnir skölluðu frá af ör- yggi. Tvö færi Vals í fyrri hálfleik Monaco fékk ekki eitt einasta mark- tækifæri undan vindinum í fyrri hálf- leik, átti ekki eitt einasta skot á Vals- markið, og smám saman tókst Valshð- inu að vinna sig inn í leikinn og framar á völlinn. Það fékk tvö færi til að ná forystunni fyrir hlé, Ettori varði frá Guðmundi Baldurssyni sem komst inn fyrir vömina eftir aukaspymu Sævars Jónssonar og Valur Valsson komst einn gegn Ettori en skaut framhjá. Valur náði undirtökunum Það vom síðan Valsmenn sem höfðu undirtökin í seinni hálfleiknum. Sævar var snemma í dauðafæri á markteig og renndi boltanum hárfínt framhjá stöng, og síðan kom sigurmarkið á 56. mínútu. Góð fyrirgjöf Vals Valssonar frá vinstri, Ath Éðvaldsson kom á ferðinni inn í vítateiginn og skoraði með viðstöðu- lausu skoti, 1-0. Virkilega vel að verki staðið hjá báðum. Valsmenn líklegri til að bæta við Siguijón Kristjánsson fékk tvö færi th að koma Val í 2-0, fyrst bjargaði Battiston í hom en síðan hitti hann ekki boltann á markteig eftir að Ath hafði brotist af harðfylgi inn í vítateig- inn. Á milli fékk Monaco hættulegt færi, sitt eina í leiknum. Fofana slapp þá inn fyrir vöm Vals og komst einn gegn Guðmundi markverði sem var fljótur út á móti honum og bjargaði glæsilega með úthlaupi. Valsmenn voru hklegri til að bæta við en Monaco að jafna það sem eftir var og Ettori varði vel hættulegan skalla frá Atla rétt fyrir leikslok. í lokin vom það leikmenn Monaco, ekki Valsmenn, sem héldu boltanum á eigin vaharhelmingi, greinilega búnir að sætta sig við eins marks tap. Monaco þoldi ekki mótspyrnuna Vörn Vals var mjög örugg og Guð- mundur afgerandi í vítateignum fyrir aftan hana, og hið léttleikandi hð Monaco komst aldrei neitt áleiðis. „Mótspyman fór strax í skapið á þeim en þegar þeim tókst ekki að pirra okkur með grófum leik gáfust þeir hreinlega upp,“ sagði Ath Eðvaldsson við DV og einmitt það gefur góða hehdarmynd af þróun leiksins. Það voru ekki Vals- menn sem þurftu að grípa th hörku Bremen fékk skell í Beriín Siguröur Bjömason, DV, V-Þýakalandr Dynamo Berlín, austur-þýsku meist- aramir, komu á óvart með stórsigri, 3-0, á vestur-þýsku meisturunum Werder Bremen í gærkvöldi. Framheijamir fljótu, Thomas Doll og Andreas Thom, skoraðu sitt markið hvor og fóra oft hla með vamarmenn Bremen. Frankfurt náði markalausu jafntefli gegn Grasshoppers í Sviss þrátt fyrir að leika með 10 leikmenn í seinni hálfleik eftir að Sievers vair rekinn af leikvehi. Köln vann mjög góðan útisigur á Ant- werpen í Belgíu, 4-2. Skemmtheg úrsh fyrir Christoph Daum, þjálfara Köln, þv hann var aöstoöarþjálfari félagsins i meðan George Kessler réð þar ríkjun en Kessler þjálfar nú Antwerpen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.