Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Uppl. i simum 10004/21655/11109 Mímir ■MOMMIMMMMllilliiimilU UB m\ LOFTPRESSUR GÆDAVARA Á GÓÐU VERÐI 200 ml kr. 18.258,- m/sölusk. 340 ml kr. 38.817,- m/sölusk. SÖLUAÐILAR: íselco sf.. Reykjavík Húsasmiðjan, Reykjavík Byggingaversl. KÁ, Selfossi Kaupfélag Rang., Hvolsvelli Vélsmiðja Hornafjarðar, versl. Kaupfélag isfirðinga, timbursala Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Norðurljós, Akureyri Kaupfélag Þingeyinga, véladeild Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði Kaupfélag Borgfiróinga. ISELCO SF. Skeifunni 11d - simi: 686466 ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA DANSKA PORTÚGALSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Uppl. í símum 10004/21655 Mímir Sviðsljós_________________________________DV íslandsferðin eyðilagði hjónabandið Hið stormasama hjónaband Karls Bretaprins og Diönu prinsessu, sem staðið hefur í sjö ár, varö fyrir enn einu áfalhnu þegar Karl neitaöi aö stytta sjötta fríið, sem hann fer einn í á þessu ári, til að koma heim og sjá hina nýju dóttur bróöur síns og konu hans, Fergie. Diana þurfti aö fara ein að heim- sækja hertogahjónin af Jórvík á með- an Karl var í laxveiði á íslandi ásamt gamalli kærustu og manninum hennar. „Díana þurfti að fara ein og hún varð alveg æf,“ sagði náinn vinur prinsessunnar. „Hún sagði við mig: „Hann situr örugglega aleinn með vinkonu sinni við einhverja á og það finnst honum skipta meira máh en að gleðja mig. Það er verst að hann dettur ekki í ána!“ Karl heföi auðveldlega getað komið aftur degi fyrr. En hann sagði Díönu að hann kysi frekar félagsskapinn á íslandi og veiðamar en að heim- sækja fæðingardeildir. Díana grátbað hann en hann neit- aði, jafnvel þótt htla frænka hans sé fyrsta prinsessan í konungsfjölskyld- unni síðan Anna fæddist, fyrir þrjá- tíu og átta árum. Karl sagöi Díönu að sér þætti þaö fáránlegt að breyta áætlunum sínum bara vegna þess að það hentaði einhverju barni." Díana fór með syni sína tvo, þá Vilhjálm og Harry, í heimsókn til nýjasta meðhms konungsfjölskyl- dunnar þann 10. ágúst. Daginn eftir flaug Karl heim úr fimm daga veiðiferð sinni til íslands meö laföi Dale Tryon, sem er ein af hans uppáhaldsvinkonum, og eigin- manni hennar. Þótt hann væri að- eins í þrjátíu km fjarlægð frá fæðing- ardeildinni, sem Fergie lá á, fór hann ekki í heimsókn til hennar, að sögn þeirra sem til þekkja. í staðinn fór hann klukkutíma síð- ar með Díönu og sonum sínum í ár- legt sumarleyfi fjölskyldunnar á Mallorca með spænsku konungsfjöl- skyldunni. Diana hringdi í vin sinn frá Mall- orca og sagöi honum aö vel hefði verið hægt aö seinka flugvéhnni svo að Karl gæti komist til að sjá litlu frænku sína en hann hefði ekki tekið það í mál. Karl stytti síðan fríið á Mallorca um fjóra daga til að geta farið í lax- veiði til Skotlands í lok ágúst. Þar var lafði Tryon líka og gisti í sama kastala og prinsinn. íslandsferð Karls, sjötta frí hans án Díönu á þessu ári, og það hve þau hjónakomin veija htlum tima saman hefur komið af staö vangaveltum um hugsanlegan skilnaö. I janúar fór Karl í frí upp í sveit og var í viku án þess að hafa Díönu eða syni sína með sér. Skömmu síðar fóru þau saman til Ástralíu en hann hann fór í safari í Tansaníu aö því loknu en Diana flaug beint heim. í mars fór hann í veiðiferð með lafði Tryon og manni hennar til Skotlands og tveimur mánuðum síð- ar fór hann aftur til Skotlands án Díönu. í mai harðneitaöi Karl síðan að fresta fríi á Ítalíu, jafnvel þótt Harry, þriggja ára sonur hans, þyrfti að gangast undir aðgerð vegna kviðshts. Ekki gagnaði neitt þótt Díana grát- bæöi hann. Karl ver svo litlum tíma með fjöl- skyldu sinni að synir hans eru farnir aö þekkja lífvörð sinn, Dave Sharp, sem sinn annan föður. Hið konunglega hjónaband er orðið svo brothætt aö strax í maí síðast- liðnum skýröi breska blaðið the Da- ily Express frá því aö breska ríkis- stjórnin væri loks farin aö velta fyrir sér stóru spurningunni hvort hjóna- bandið gæti endaö með skiinaöi. Einn, sem þekkir vel til í konungs- fjöskyldunni, segir að nú sé spurn- ingin sú hve lengi Díana geti þolað þessa opinberu auðmýkingu. Síðasta freisting Krists sýnd á Ítalíu Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorsese, Síöasta freisting Krists, hefur valdið gifurlegum deilum hvar sem hún hefur verið sýnd. í Banda- ríkjunum hafa mótmæh brotist út hvarvetna sem reynt hefur verið að sýna hana og „sanntrúaðir" fjöl- menna við kvikmyndahús, sem tekið hafa hana til sýningar, til að mót- mæla. Kvikmyndaunnendur hafa hingaö til ekki látiö þessi mótmæh á sig fá og þyrpast ótrauðir tll að sjá þessa mynd, sem sennilega hefur hlotið sína bestu auglýsingu vegna mót- mæla guðhræddra. Styrinn stendur um það að í mynd- inni er Jesús sýndur á krossinum og látinn hugsa til baka og rifja upp lífs- feril sinn. Eitt atriði myndarinnar sýnir hann eiga ástarstund með Mar- íu Magdalenu og það var meira en margir gátu þolað. Ekki var þó myndin bönnuð í Bandaríkjunum nema á stöku stað. Á Ítalíu komu fram kröfur um að myndin yröi bönnuð vegna þess aö margir töldu sig vita aö hún væri eitt allsherjarguölast. Allt kom fyrir ekki og um helgina var kveðinn upp úrskurður þess efnis að engin ástæða væri til að banna hana og sýningar hefjast í þessari viku. Leikstjórinn, Martin Scorsese, kom til Ítalíu þegar úrskurðurinn var ljós til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar. Martin Scorsese, leikstjóri myndarinnar Siðasta freisting Krists, við komuna til Feneyja þar sem hann ætlar að verða viðstaddur frumsýningu myndarinn- ar. Nokkrir krakkanna við styttu Leifs Eiríkssonar, sem krakkarnir eru sannfærð- ir um að hafi fundið Ameríku. Fyrir miðri mynd er Sveinn Ragnarsson, 14 ára. Lengst til vinstri er Lt. Martin J. Bagay, presturinn sem var i forsvari fyrir hópinn. Dv-mynd s Biblíuvaka í Reykjavík Laugardaginn 3. september héldu nokkrir krakkar, sem búa á Kefla- víkurflugvelh, til Reykjavíkur til að skoða sig um og fara á biblíuvöku í bænum. Krakkamir eru bandarískir en í hópnum var einn íslenskur pilt- ur, Sveinn Kjartansson, fjórtán ára. Fyrir hópnum fór Lt. Martin J. Bagay, sem er prestur á Keflavíkur- flugvelli. Krakkamir komu til borgarinnar á laugardagsmorgun og skoöuðu sig um. Farið var í Þjóðminjasafnið, Kringluna, að Tjörninni og í sund. Um kvöldið var haldin kvöldvaka og biblíulestur í farfuglaheimihnu við Laufásveg. Gist var þar um nóttina. Á sunnudagsmorgun héldu krakk- arnir aftur til Keflavíkurflugvallar. í ferðinni fóru þau einnig að styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholti til að sjá íslendinginn sem fann Vín- land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.