Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Fréttir Birgir isteifur Gunnarsson menntamálaráöherra tók á móti konungi og forseta við komuna til Reykholts. DV-mynd Brynjar Gauti. . mm t Konungur fer í Viðey og veisla í Þingholti Ólafur fimmti Noregskonungur heldur í dag í Ámasafn þar sem hann htur á forn handrit og nýtur til þess leiðsagnar dr. Ólafs Halldórssonar. Frá Árnasafni verður haldið yfir göt- una í Norræna húsið þar sem for- stöðumaður hússins, Knud Ödega- ard, tekur á móti gestum og sýnir þeim húsið. Kóngurinn fer því næst í Listasafn íslands og mun Hrafn- hildur Schram sýna honum safnið. Ólafur fer úr listasafninu um borð í bát og sighr út í Viðey þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri mun leiða konung um eyjuna og bjóða upp á hádegisverð. SíðdegiskafSð drekk- ur konungur í Höfða en seinna í eftir- miðdaginn verður móttaka utanrík- isráðherra í Ráðherrabústaðnum. Þangað munu mæta erlendir sendi- herrar sem hérlendis dvelja. Heimsókn Ólafs Noregskonungs: Olafur myndaði lagn- ingu homsteins með vasamyndavél Dagurinn hjá Ólafi flmmta Nor- egskonungi hófst með skoðunar- ferð í Skógræktarstöð ríkisins á Mógilsá í Kollafirði, í fylgd með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands. Þar sýndi Siguröur Blöndal konungi stööina og fræddi hann um starfsemi hennar. Eftir um það bil klukkutíma skoöunarferö um skógræktarstöðina var haldið í átt til Þingvalla þar sem Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og eigin- kona hans, Ingibjörg Rafnar, tóku á móti Ólafi. Séra Heimir Steins- son, þjóðgarðsvöröur og sóknar- prestur, sagði konungi frá sögu staöarins. Hádegisverður var síðan snæddur að Hótel Valhöll en í aðal- rétt var Ólafi bóðið upp á glóðaðan Þingvallasilung með ristuðum möndlum og drottningarsósu. Frá Þingvöllum flaug konungur síðan, ásamt forseta íslands, í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, til Reykholts í Borgarflrði. Þar tóku á móti þeim Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráðherra og eigin- kona hans, Sonja Bachmann, ásamt Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Eddu Guðmundsdóttur. Einnig tóku á móti konungi Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra, Rúnar Guðjónsson sýslumaöur, Þór Magnússon þjóðminjavöröur og fleiri. Leiöin lá beint að Snorralaug þar sem konungur dvaldist dágóða stund og skoðaði en síðan var hon- um sýndur fomleifauppgröftur skammt frá. Eftir fornminjarnar var farið í nýbyggingu en búið er að steypa grunn að Snorrastofu. Þar blessaði séra Geir Waage sókn- arprestur húsin en síðan lagöi for- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, homsteininn að bygging- unni. Á meðan myndaði Olafur konungur viðburðinn meö vasa- myndavél. Vigdís Finnbogadóttir hélt stutta tölu og blessaði húsin og sagöist vonast til þess að minning Snorra liföi því þá lifði íslensk tunga. Jón- as Jónsson, skólastjóri að Reykjum og sóknamefndarformaður, bauð Ólaf velkominn og færði konungi Helgastaöabók aö gjöf. Ólafur kon- ungur, sté næstur á stokk og fór fogrum orðum um Snorra og tengsl þjóðanna tveggja. Því næst afhenti hann Birgi Isleifi Gunnarssyni menntamálaráðherra eina milljón norskra króna (6,7 milijónir ísl. krónur) til frekari uppbyggingar Snorrastofu. Birgir þakkaði kon- ungi fyrir og færði Jónasi Jónssyni sóknamefndarformanni gjöfina. Því næst gengu menn til stofu í Reykholtsskóla, drukku kaffi og ávörp vora flutt en aö því loknu flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með Noregskonung og forseta ís- lands til ReyKjavíkur. -JFJ Noregskonungur við Snorralaug. Með konungi á myndinni eru Vigdfs Finnbogadóttir forseti og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Að baki þeirra má meðal annarra sjá ráðherrana Blrgi ísleif Gunnarsson, Jón Sigurðsson og Steingrím Hermannsson. DV-mynd Brynjar Gauti. Drekkur Ólafur fimmti Noregskonungur heldur út í Viðey í dag þar sem borg- arstjórinn í Reykjavík, Davíð Odds- son, mun taka á móti honum og sýna honum eyjuna. Eftir aö konungur hefur barið eyjuna augum verður sest aö snæöingi í nýuppgeröri Við- eyjarstofu sem tekin var í notkun Konungur í Vlðey: einn kampavín með matnum þann 18. ágúst. Á boðstólum verða gimilegar kræsingar sem fyrr. í forrétt veröur boriö fram humarragú í smjördeigs- sósu og hvítvín drukkiö með. í aöal- rétt verður léttsteiktur lambavöðvi með flóra íslands og kryddaður með vallhumli. Með þessu verður til- heyrandi grænmeti og ijómasósa meö vallhumli og frönsku krydd- smjöri. Gestir munu skola þessu nið- ur með rauðvíni en Ólafur konungur mun einn drekka kampavín með matnum. Það er víniö Brat Intemal sem verður fyrir valinu, mode Chan- don. í eftirrétt veröa síðan veittir ferskir ávextir í kramarhúsi. Um 60 gestir verða í mat í Viðeyjar- stofu en matreiöslumeistari er Vil- hjálmur Hafberg. Auk Vilhjálms verða þrír aðrir matreiðslumeistarar við vinnu og tíu manns munu þjóna gestum til borös. JFJ í kvöld heldur konungur síðan veislu til heiðurs frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Veislan fer fram í Þing- holti, á Hótel Holti. Fram verða reiddar dýrindis kræsingar. í forrétt verður boðið upp á þrjár tegimdir af laxi, reyktur, grafinn og sítrónumar- ineraður. Með þessu verður boðið upp á tilheyrandi sósur. í aöalrétt fær Noregskonungur hreindýrakjöt á norskan máta með vilhbráðarsósu en í eftirrétt verður reiddur fram ávaxtaís með heitri aprikósusósu. ,,Það leggst vel í mig að elda fyrir Olaf Noregskonung. Hingaö hafa komiö nokkrir stórhöfðingjar og borðað þannig að ég er ekkert stress- aðri en venjulega. Þetta er ábyggilega öndvegismaður sem gaman er að elda ofan í,“ sagði Eiríkur Ingi Friö- geirsson, matreiðslumeistari á Hótel Holti. JFJ Andarneflu var hjálpað úr vest- urhöfninni í Reykjavík í gær- kvöldi. Andamefjan var villt inn við Danfelsslipp. Félagar ur Björgunarsveitinni Ingólfi aö- stoöuðu hana. Fyrr um kvöldiö hafði sést til hennar í Sundahöfn. Taliö er að sama andarnefjan hafi lent f vandræðum við Akra- nes á sunnudag og mánudag. Björgunarsveitinni Hjálpinni á Akranesi tókst aö aöstoöa hana og koma henni til sjávar á ný. -sme vesturhöfninni í Reykjavik i g»r- kvöldl. DV-mynd Sigurgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.