Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Fréttir Albert Guðmundsson: Nýviðreisn með Borgara- flokki sterkasta stjórnin margir innan AlþýðufLokks sömu skoðunar „Þaö fer ekkert á milli mála aö sterkasta stjórnin og mesta breyt- ingin frá því sem áður var er Sjálf- stæðisflokkurinn, Borgaraflokkur- inn og Alþýðuílokkurinn,"' sagði Albert Guðmundsson í morgun. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur far- ið inn á mildari stefnu að undan- fornu. Til dæmis vilja sjálfstæðis- menn fella niður matarskatt og lækka lánskjaravísitölu. Þeir virð- ast vera að koma aftur inn á sína gömlu stefnu. Ummæli Jóns Bald- vins síðan viðræðurnar hófust virðast vera þess eðlis að Alþýðu- flokkurinn sé aö nálgast stefnu Borgaraflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Hann er farinn að tala um að hægt sé að lækka matar- skattinn og laga lánskjaravísi- töluna og hverfa frá fleiru sem kvelur fólkið í landinu. Hann virð- ist vera að koma inn á þessa mildu stefnu.“ - Hindra viðræður ykkar við sjálf- stæðismenn að þið ræðið við Stein- grím Hermannsson? „Nei. Ef hann vill ræða við okkur munum við að sjálfsögðu ræða við hann. En ég sé ekki í augnablikinu hvernig meirihlutastjórn Stein- grímur ætlar aö mynda. Hann hef- ur gefið í skyn að undanfórnu að Borgaraflokkurinn sé eitthvað sem hann ætlar að grípa til ef allt annað bregst. Við erum ekkert skott á ein- hverri skepnu sem hann er að búa til. Við verðum ekki varaskeifa sem Framsóknarflokkurinn getur grip- iö til,“ sagði Albert. Albert sagði alla þingmenn Borg- araflokksins standa á bak við við- ræöur við Sjálfstæðisflokkinn. Miklar efasemdir hafa verið um hug Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur til þessara viðræðna. Albert full- yrti hins vegar að hún stæði heils- hugar með öörum þingmönnum í þessum viðræðum. Albert á marga skoðanabræður innan Alþýðuflokksins sem telja nýja viðreisn besta og sterkasta kostinn í stöðunni, samkvæmt heimildum DV. Aðrir hugsanlegir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks eru Alþýðu- bandalag og Framsókn. Samstarf þessara flokka við Sjálfstæðisflokk og Borgaraflokk er þó ólíklegt. -gse Á fundi alþýðubandalagsmanna i gærkvöldi var samþykkt að binda áframhald viðræðna við Framsókn og Al- þýðuflokk við þátttöku Kvennalistans. Krafa Alþýðubandalagsins um samningana í gildi hafði áður stefnt þessum viðræðum i hættu. DV-mynd GVA Þorsteinn Pálsson, formaöur SjálfstæöisfLokkslns: „Stöndum ekki á móti þingræðinu“ „Okkar viðræður voru byijaðar strax á sunnudaginn svo að við erum síður en svo að standa á móti þing- ræðinu með viðræðum okkar við Borgaraflokkinn enda er hér ekki um stjómarmyndunarviðræður að ræða,“ sagði Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvort ekki mætti líta á viðræður Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks sem stjóma- myndunarviöræður á meðan annar hefði umboðið. - En um hvað em flokkarnir þá aö ræða? „Það hefur komið í ljós að þessir flokkar eiga málefnalega samleiö og því er skylda þeirra að ræðast við,“ sagði Þorsteinn. Hann bætti því við að matarskatturinn hefði vissulega hjálpaö til við að skapa sameiginleg- an flöt í viðræðum þessara flokka. Viðræður sjálfstæðismanna og Borgaraflokks hcdda stööugt áfram og á sameiginlegum þingflokks- og miðstjórnarfundi sjálfstæðismanna í gær, sem tók hátt í þrjá tíma, voru tilraunir Þorsteins samþykktar. -SMJ Með fullar hendur af öðrum verkum - segir Steingrímur J. Sigfusson „Það em auðvitað margir innan Alþýðubandalags og Alþýðuflokks sem hafa áhuga á því að þessir flokk- ar ásamt fleiri félagshyggjuöflum starfi betur saman. Þaö er ekkert skrýtið að menn gleðjist yfir þeim möguleikum sem núna opnast upp til að ræða það í alvöm. Ég er ekkert hissa á því. Ég held að þetta sé hins vegar eitthvað sem menn eru að velta vöngum yfir hvort sé hugsanlega mö'gulegt í ljósi nýrra aðstæðna frek- ar en að þaö sé eitthvað langt á veg komið,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, um þau ummæli Olafs Ragnars Grímssonar, formanns flokksins, í DV í gær um að stefnt væri að víðtæku samráði A-flokk- anna nú. - Eru þessar vangaveltur ekki tíma- bærar? „Menn hafa nú fullar hendur af öðmm verkum eins og er,“ sagði Steingrímur. -gse Ólafur Ragnar Grímsson: Einstakt tækifæri fyrir félagsöflin „Það var ákveðið í gær að nú þyrfti að reyna á það til hins ýtrasta hvort Kvennalistinn vildi vera með. Hér er að skapast einstakt tækifæri, sem ekki hefur verið í langan tíma, til að þau öfl, sem aðhyllast hugsjónir jafn- réttis og félagshyggju, nái saman. Þau gætu nú hrint í framkvæmt ýmsum veigamiklum málum varð- andi dagvistunarmál, launamál kvenna og ýmis þau stefnumál sem Kvennalistinn og ýmsir aðrir flokkar hafa haft á stefnuskrá sinni,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. - Er ekki borin von að fá Kvennalis- tann í stjórn nema kosningar fari fram innan mjög skamms tíma? „Út af fyrir sig hafa kosningar ekki verið tímasettar. Við teljum alls ekki hægt að ganga frá málinu þannig að mynda eigi þjóðstjóm án þess að það hafi verið skoðaö hvort hægt sé að hrinda í framkvæmd ýmsum stórum jafnréttismálum. Áskorun okkar til þeirra er sú að þær skoði í alvöru hvers konar tækifæri getur verið að skapast hér til að koma ýmsum veigamiklum jafnréttis- og félags- málum í framkvæmd. Þær megá ekki ganga frá þessu án þess að það sé skoðað. Þó þessi öfl komi sér saman þá er engin mótsögn í því að jafn- framt sé leitað eftir vilja þjóðarinn- ar,“ sagði Ólafur Ragnar. -gse Stj ómarmyndun Steingríms: Boltinn hjá Kvennalista Steingrímur Hermannsson hitti fulltrúa Kvennalistans í morgun klukkan ellefu. Viðbrögð þeirra munu ráða miklu um áframhald við- ræöna hans og Jóns Baldvins Hannibalssonar við Alþýðubanda- lagið. Á þingflokks- og miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins í gær var samþykkt að binda áframhaldandi viðræður enn fastar viö þátttöku Kvennalistans. Kvennalistinn samþykkti hins veg- ar í gær að eðlilegasti kosturinn í dag væri þjóðstjórn allra flokka sem tæki ákvörðun um bráðaaðgerðir fyrir kosningar. Ef Kvennalistinn hafnar viöræðum og þátttaka Alþýðubandalagsins í þeim er algjörlega bundið við þær er úti um tilraunir Steingrínis til að mynda meirihlutastjórn. Einn þeirra sem þátt taka í viðræð- unum sagði í samtali við DV að Al- þýðubandalagsmenn þyrðu varla að hreyfa sig á milli húsa af ótta við konurnar. Ef Alþýðubandalagið tekur áfram þátt verður Steingrímur að setja traust sitt á Stefán Valgeirsson. -gse Dregiö í ólympíuleik DV: Fyrsti vinningshafinn á Akranesi Mikil þátttaka hefur veriö í ólymp- íuleik DV og Fjarkans í samvinnu við Bylgjuna og Flugleiðir. Hafa streymt inn umslög með fiörkum og úrklippum úr DV. í gær var dregiö í fyrsta sinn í leiknum en gefinn er viku frestur til að senda inn fiarkana til DV. Þaö var Þorsteinn Ásgeirsson sem dró einn fiarka úr vænni hrúgu slíkra með nafni Alfreðs Gíslasonar handboltamanns í beinni útsendingu á Bylgjunni. Upp kom fiarki sem sendur hafði verið inn af fiölskyldunni á Bjarkar- grund 4 á Akranesi. Þorsteinn náði þegar sambandi við vinningshafana og var að vonum mikil ánægja með að hljóta ferða- vinning með Flugleiðum til Glasgow eða London. Væntanlega yrði Lon- don fyrir valinu að sögn húsmóður- innar á heimilinu sem varð fyrir svörum. -JR Þorsteinn Asgeirsson þáttagerðarmaður á Bylgjunni dregur nafn fjölskyld- unnar á Bjarkargrund 4 á Akranesi sem hlaut aö launum ferðavinning með Flugleiðum til London eða Glasgow. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.