Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 13 Meiming Spor Kolbrún Sigurðardóttir Sverrir Guðjónsson Þórdis Mósesdóttir: Ljóðspor Námsgagnastofnun 1988. Undanfarin tvö ár hefur Náms- gagnastofnun ríkisins látið vinna að útgáfu nýrra skólaljóða til þess að bæta úr brýnni þörf fyrir kennslubók til notkunar í grunnskólum. Skóla- ljóð, sem Kristján J. Gunnarsson tók saman, eru nú alveg ófáanleg og síð- ustu þrjú árin hafa skólamir ekki haft 'neina ljóðabók til úthlutunar á miðstigi grunnskólans. Handa ungl- ingastiginu hafa verið tiltæk ljóöa- söfn, sem Finnur Torfi Hjörleifsson og Hörður Bergmann tóku saman, og Nútímaljóð í samantekt Erlendar Jónssonar og Litlu skólaljóðin hans Jóhannesar úr Kötlum handa byij- endastigi. Það er hárrétt stefna hjá Náms- gagnstofnun að endurútgefa ekki eldri bækurnar sem úreldast hversu góðar sem þær hafa verið. Nú í haust kom út fyrsta bókin af þremur, Ljóðspor, og er hún ætluð 4.-5. bekkjum. Einmitt þessa dagana er verið að afhenda börnunum þessa gullfallegu bók. Væntanlega kemur svo næst bók handa unglingunum og síðan byijendabókin. Kennararnir Kolbrún Sigurðar- dóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís Mósesdóttir önnuðust söfnun og samsetningu efnisins og hafa sann- arlega leitað víða fanga og skilað góðri vinnu. Þau kappkosta að efnið henti markmiðum kennslunnar en gefi jafnframt sem sannasta mynd af íslenskri ljóðlist. Það vakir auð- sýnilega ekki fyrir þeim að taka sam- an úrval eftir þjóðskáldin og það er þessi mikla breidd í efnisvali sem er höfuðkostur bókarinnar. Hver og einn getur fundið eitthvað við sitt hæfi og fær tækifæri til að vega og meta á eigin forsendum. Ljóðin eru með örfáum undantekn- ingum frá 19. og 20. öld. Yngsta skáld- ið er aðeins tvítugt. Alls eru í safninu ljóð eftir 138 skáld og auk þess á ann- an tug þjóðkvæða. Yfirleitt eru fá ljóð eftir hvem höfund. Af einstökum skáldum á Jóhannes úr Kötlum flest kvæði eða ellefu. Hlutfall eldri og samtímaljóða er nokkuð jafnt og hlutur kvenna er ekki fyrir borð bor- inn. Nýjungar Þau Kolbrún, Sverrir og Þórdís fara ekki troðnar slóðir og er margt nýstárlegt í vinnubrögðum þeirra. Þau byggja á fenginni reynslu úr skólastarfi og hafa forðast ýmsa agnúa sem voru á eldri skólaljóðum. Þau láta ekki fylgja kennsluleið- beiningar í sérstöku riti eins og venja hefur verið og reynslan sýnt að nýt- ist misjafnlega. Ljóðunum er raðaö eftir þemum í 20 kafla eða efnisflokka og fylgja verkefni og orðskýringar hveijum kafla. Hvorutveggja er þó stillt í hóf og unnið af smekkvísi. Aðeins örfá orð eru skýrð. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að hvert einasta erfitt orð sé útskýrt, þá breyttist bókin í oröasafn, aftur á móti verða orðskýringarnar dæmi um það hvemig á að skýra orðin og þær verða til að undirstrika hve mik- ilvægt er að skilja hvert orð til hlítar eigi merking ljóðs að nást. í hverri skólastofu eiga svo að vera til orðabækur og önnur handhæg upp- flettirit á skólasafninu. Við saman- tekt bókarinnar er gengið út frá því að handbækur séu notaðar. Það er til að mynda ekki sagt annað um höfundana en fæðingarár og dánarár sé um látna höfunda að ræða. Bókina prýða 24 grafískar myndir eftir 11 íslenska listamenn. Á undan hveijum kafla er mynd og með kafl- anum Hringrás ársins era að auki fjórar myndir, ein fyrir hveija árstíö. Myndimar auka stórlega gildi bók- arinnar. Þær eru valdar af næmi, þó finnst mér að frábærar myndir Ragnheiðar Jónsdóttur komi varla nógu vel yfir í prentuninni, þoh ekki þessa minnkun, eins sakna ég lifandi áferðar japanska pappírsins í ein- Leiksystkinin eftir Kjartan Guðjónsson. Bókmenntir Vilborg Dagbjartsdóttir staklega fínlegum myndum Rúnu. Það er alltaf vandasamt að flytja myndir yfir á annað efni án þess að þær missi eitthvað. Myndir Jóns Reykdals af árstíðunum og myndir Kjartans Guðjónssonar njóta sín hins vegar fullkomlega í þessu formi. Nákvæmni og smekkvísi Þorsteinn Þorsteinsson, kunnur fræðimaður og ljóðaþýðandi, bjó ljóðasafnið og orðskýringarnar til prentunar.,Hann hefur unnið verk sitt af vísindalegri nákvæmni og smekkvísi. Stafsetning og greinar- merkjasetning eldri ljóðanna er færð í nútímalegt horf en samtímaskáldin halda sinni sérvisku. Þorsteinn mun einnig hafa leitað bestu heimilda um eldri ljóðin og lét þá ekki útgáfur duga heldur fór hann beint í handrit- in. Ýmsum varð hverft við að lesa Réttarvatn Jónasar Hallgrímssonar: Efst á Arnarvatnshæöum oft hef ég klári beitt. Reyndar geta þeir Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson í Kallaðarnesi um það í skýringum með ljóðinu í útgáfu sinni frá 1913 að Jónas hafi strikað yfir fáki og sett klári í staðinn. Þeir skýra ekki hvers vegna þeir breyta því. Nú vilja barnakennarar náttúru- lega halda í rómantískara orðið og strika sjálfsagt yfir klári. Bókin er 192 bls. í frekar stóru broti. Aftast era ljóðlyklar og skrár yfir höfunda og heimildir, mjög að- gengilegt og vel unnið. Letriö er hæfilega stórt og umbrot vel heppn- að. Kápumyndin er htprentun eftir málverki Jóhannesar S. Kjarvals, Flugþrá, og fer vel á því. Ákjósanlegt hefði verið að bókin væri í vandaðra bandi en þá heföi hún víst orðið of dýr. Loks get ég ekki stillt mig um að benda Námsgagnastofnun á að rétt væri að höfundarréttarmerkja skáld- unum ljóð sín á sama hátt og mynd- verkin eru réttarmerkt sínum höf- undum. Það hefði heldur ekki sakað að hafa með klausuna Öll réttindi áskihn o.s.frv. Vilborg Dagbjartsdóttir írétta átt Nýjar bækur Orugglega ég Út er komin ljóðabókin Örugglega Ég eftir Önnu Svanhildi Björnsdótt- ur. í bókinni eru 24 ljóð ásamt ht- prentuðum vatnslitamyndum eftir Blöku Jónsdóttur. Benedikt Gunn- arsson gerði kápumynd. Ljóð eftir Önnu hafa áöur birtst í Lesbók Morgunblaðsins. Bókin er útgefin af höfundi og prentuð í prent- smiðjunni Odda í 500 tölusettum ein- tökum. Bókin mun fyrst um sinn fást hjá höfundi og í Bókaverslun Lárusar Blöndal. ÖRUGGLEGA ÉG LJÓÖ Anna S. Björnsdöttir Minnum hvert annað á - Spennum beltán! yUMFERÐAR RAÐ Gabríe TSpÉ HÖGGDEYFAR I W j STERKIR, ÖRUGGIR^^ V ÓDÝRIR! Ærn HABER G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 ■8 47 88 Vinningstölurnar 17. sept. 1988 Heildarvinningsupphæð: kr. 4.156.884,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var færist 1. vinningur yfir á 1,'vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 332.286,- fékkeinn vinningshafi. Fjórar tölur réttar kr. 573.195,- skiptast á 63 vinningshafa, kr. 9.098,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.337.454,- skiptast á 2.608 vinningshafa, kr. 512,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.