Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Fréttir Kraftur ’88: Kraftajötnar kepptu í Reiöhöllinni Reiöhöllin í Víöidal nötraði og skalf þegar kraftajötnarnir, sem þátt tóku í keppninni Kraftur '88, tóku á hon- um stóra sínum og áhorfendur hvöttu þá- til dáða. Það voru fimm þátttakendur sem hófu keppnina. Jón Páll Sigmarsson var ekki meðal þeirra þar sem læknar hans höfðu ráölagt honum að hvíla lengur meiðsli sem hann hlaut í keppninni um titilinn sterkasti maður heims 1988. Jeppadráttur Lagðar voru sjö þrautir fyrir kepp- endurnar og sú fyrsta þeirra • var jeppadráttur. Áttu keppendurnir að draga Bronco-jeppa 20 metra á sem skemmstum tíma. Hjalti „Úrsus“ Árnason sigraði í þessari þraut en hann dró jeppann til sín á 14,10 sek. Annar varð Guðni Sigurjónsson á 14,27 sek. og þriðji varð Mágnús Ver Magnússon á 14,70 sek. Bill Kazmaier dró jeppann á 14,85 sek. og tími Torfa Ólafssonar var 15,60 sek. Rafgeymalyfta í annarri þrautinni áttu keppendur að halda 25 kg rafgeymi með beinum handleggjum sem lengst fyr- ir framan sig. I þessari grein sigraði Kazmair með miklum yfirburðum en tími hans varö 48,65 sek. Magnús Ver náði öðru sætinu á 38,17 sek. en Hjalti varð þriðji með 32 sek. Lóðakast í lóðakastinu áttu keppendur að kasta 25 kg lóði aftur fyrir sig yfir rá. Enn var það Kasmair sem sigraði í þessari grein og lét hann sig ekki muna um það að setja nýtt heimsmet í lóðakasti innanhúss. Kazmair kast- aði lóðinu 16,6 fet en Torfi og Magnús köstuðu því báðir 16 fet. Drumbalyfta Eftir lóðakastið réðust keppend- umir á trédrumb einn mikinn sem þeir jafnhentu fyrir ofan höfuð sér. Var lóðum bætt á enda drumbsins til að auka þyngd hans. Kazmair fór létt með keppinauta sína í þessari þraut og var búinn að hrista þá af séreftir að hafa lyft 155 kg. Hjalti var sá íslendinganna sem lengst hékk í Kaz en hann lyfti 150 kg. Magnús Ver varð svo í þriðjá sæti með 140 kg. Hu Blindhœð framundan. Viðvitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til haBgri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! yujJFERDAR Augun í Bill Kazmair neista af einbeitingu þegar hann sveifiar 25 kg ióðinu og setur nýtt heimsmet með því að kasta því yfir 16,6 feta háa rá. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson Magnús Ver Magnússon hreppti titilinn sterkasti maður íslands 1988 eftir harða keppni við Hjalta „Úrsus“ Árnason. Hér tekur Magnús hrikaiega á í rafgeymalyftunni. Tunnuhleðsla Hér kepptu tröllin um það hvert þeirra yrði fljótast að hlaða fimm 7 kg lýsistunnum upp á pall eftir að hafa hlaupið með þær 10 metra. Þeir Magnús Ver og Kazmair urðu jafnir í þessari grein en tímar þeirra voru 23,25 sek. Guðni Sigurjónsson varð svo í þriðja sæti með 26,63 sek. Bílveltuhlaup í þessari þraut átti að hlaupa 30 metra vegalengd á sem skemmstum tíma og velta tveimur bílum á hliðina í leiðinni. Enn sigraði Kazmaier en hann leysti þrautina á 13,49 sek. Magnús Ver varð annar á 18,09 sek. og Torfi þriðji á 24,74 sek. Guðni Sigurjónsson náði ekki aö velta fyrri bílnum en setti hann svo harkalega ofan á lærið á sér að hann ristarbrotnaði 'og varð að hætta keppni. Fyrir þremur árum varð Guðni einnig að hætta keppni í keppninni um hver væri sterkasti maður íslands eftir að hann hand- leggsbrotnaði í sjómanni við Hjalta. Sekkjaburður í síðustu greininni áttu keppendur að hlaupa 30 metra vegalengd með Guðni Sigurjónsson varð að hætta keppninni eftir að hann ristarbraut sig við að reyna að velta bil í einni þrautinni. Hér jafnhendir hann 100 kg trédrumb. 100 kg poka á bakinu og draga síðan 200 kg poka til baka. Kazmaier lenti í miklum erfiðleikum í þessari þraut því að flísar úr gólfplönkunum klofn- uðu upp úr gólfinu þegar Kaz dró pokann eftir því og festist pokinn við gólfið. Kaz varð að láta sér lynda annað sætið í þessari grein en sigurvegar- inn varö Magnús Ver Magnússon. Hjalti hreppti þriðja sætið í þessari þraut. Úrslit Keppninni lauk með sigri Bill Kaz- maiers sem sýndi mikla yfirburði. Annar varð Magnús Ver Magnússon en hann hreppti titilinn sterkasti maður íslands 1988. Hjalti Úrsus Árnason varð síðan í þriðja sæti. Jóhann A. Kristjánsson Hjalti „Ursus" Arnason hleypur hér með 70 kg lýsistunnu i fanginu en Hjalti lenti í öðru sæti keppninnar. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 10-12 Allir nema Ib.SP Sparireikningar 3jamán. uppsögn 12-14 Sb.Ab 6mán. uppsögn 13-16 Ab 12mán. uppsögn 14-18 Ab 18mán. uppsögn 22 Ib Tékkareikningar, aln\, 3-7 Ab Sértékkareikningar 5-14 Ab Innlán verötryggö Spariréikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 4 Allir Innlánmeð sérkjörum 11-20 Lb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,25-8 Vb.Ab Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv) 23,5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 25-36 Bb.lb,- Vb.Sp Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 26-28 Sb Utlán verðtryggö Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,- Útlán til framleiðslu Sp Isl. krónur 23-34 Lb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadakr 10,25-11 Úb.Sp Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp Vestur-þýskmörk 7-7,50 Allir nema Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. sept. 88 39,3 Verðtr. sept. 88 9.3 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 2254 stig Byggingavisitala sept. 398 stig Byggingavísitala sept. 124,3stig Húsaleiguvísitala Haekkaði8%1.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,259 Einingabréf 2 1,869 Einingabréf 3 2,083 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,535 Kjarabréf 3,200 Lífeyrisbréf 1.639 Markbréf 1,726 Sjóðsbréf 1 1,589 Sjóösbréf 2 1,370 Sjóðsbréf 3 1,133 Tekjubréf 1,574 Rekstrarbréf 1,2841 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: A'mennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr. Hampiðjan 116 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og vi'ö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn. Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.