Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 40
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hveri viku greið- ast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Lögreglumaður á sundskýlu hljóp stroku- fangann uppi Gunnar Pétursson, strokufanginn sem auglýst var eftir í DV, náöist við Sundlaugina í Laugardal um klukk- an íjögur í gærdag. Lögreglumaður sem var í sundi náði Gunnari á hlaupum. Fangavöröur, sem einnig var í lauginni, varð Gunnars var. Eftir aö hann gerði lögreglumannin- um viðvart hófst eltingaleikur. Lögreglumaðurinn hljóp á eftir Gunnari í gegnum búningsklefa og afgreiðslu og náði honum í Lauga- læk. Lögreglumaðurinn hélt Gunn- ari þar til hjálp barst. ^ Gunnar hafði verið að gera tilraun- ir til að stela úr fötum sundlaugar- gesta. Hann er nú kominn bak við lás og slá á ný eftir að hafa gengið laus í sex daga. Gunnar Pétursson stal tveimur bíl- um á leið sinni til Reykjavíkur. Þær nætur sem hann var utan múranna svaf hann í opnum bílum eða stiga- göngum. Gunnar Pétursson sagðist mikið hafa farið í bíó þá daga sem hann var utan múranna. Sérstaklega tók hann fram aö hann heföi séð Rambp. Hann hefur játað tvö inn- ’^fc'ot. í báðum tilfellum náði hann áðeins að stela skiptimynt. Samlokur keypti hann í sjálfsala á Landspítal- anum. Gunnar reyndi að ná sam- bandi við fólk sem hann þekkir. Hann segir að þær tilraunir hafi ekki borið árangur. -sme Þorsteinn fluttur Þorsteinn Pálsson hefur nú flutt flest sitt hafurtask úr skrifstofu for- sætisráðherra í Stjórnarráðinu upp -*r Valhöll. Þegar Albert Guðmunds- son kom til fundar við hann í gær var ekki laust við að bergmálaði i skrifstofunni. Þó má Þorsteinn allt eins búast viö að starfsstjóm hans sitji áfram í nokkrar vikur ef marka má söguna. -gse LOKI Eftir stólamissinn er hann kallaður Matthías „Rúst" eins og annar frægur flugkappi! Islensku strákarnir stóðust prófið - sigruðu Bandaríkjamenn, 22-15, í Seoul 1 morgun Gylfi Kristjánsson, DV, Seoul: íslensku landsflðsmennirmr í handknattleik stóðust próflð. Þeir náðu aö yfirvinna taugaspennuna í fyrsta leik sínum í handknatt- leikskeppni ólympíuleikanna og vinna öruggan sigur á Bandaríkja- mönnum, 22-15, en leiknum lauk á tíunda tímanum í morgun að ís- lenskum tíma. Leikurinn var hnif- jafn lengi vel, jafnt á öllum tölum þar til staöan var 11-11 snemma í síðari hálfleik en þá skildi leiöir og íslendingar gerðu 11 mörk gegn 4 á síðasta kaflanum. Fyrri hálfleikur var hnifjafn, jafnt á ölium tölum frá 1-1 til 8-8. Lítið skorað enda varnarleikur beggja í fyrirrúmi og markvarsla frábær. Þorgils Óttar Mathiesen skoraði fyrsta markið og síðan voru liðin yfir til skiptis. Þeir Þor- gils Óttar og Einar Þorvarðarson markvörður voru í aðalhlutverki i háifleiknum, Þorgils Óttar skoraði 5 mörk af línunni og Einar varði sjö skot. Kristján Arason fór heldur betur í gang í upphafl síðari hálfleiks og skoraði fimm fyrstu mörk íslands. Þó var jafnt að 11-11 en tveggja markaforystanáðistloksins, 13-11, eftir nokkrar mínútur. Eftir mik- inn barning og frábæra mark- vörslu hins bandaríska Kesslers, sem m.a. varði tvisvar frá Þorgils Óttari úr hraðaupphlaupum ineð fárra sekúndna miUibili, komst ís- land í 15-12. Þar með var ísinn brot- inn og sigurinn var ekki í hættu upp frá því. Kristján Arason skoraði 8 mörk, 3 þeirra úr vitaköstum. Þorgils Ótt- ar skoraöi 7 og krækti auk þess í þrjú vítaköst. Guðmundur Guð- mundsson skoraði 4, öll úr hraöa- upphiaupum á lokakaflanum og þeir Alfreð Gíslason, Bjarki Sig- urðsson og Sigurður Gunnarsson gerðu eitt mark hver. Einar Þor- varðarson átti frábæran leik í markinu og varöi 17 skot en meidd- ist seint í leiknum og haltraði af velii. Ekki var Ijóst í morgun hve alvarleg meiðslin væru. Annar leikur Islands í keppninni verður gegn Alsír á sama tíma á flmmtu- dagsmorguninn en önnur úrslit í riðlinum í morgun urðu þau aö Sovétmenn sigruöu heims- ög ólympíumeistara Júgóslava, 24-18, og Svíþjóð vann Alsír, 21-18. Matthias kominn heim frá Seoul og lítur á klukkuna eftir flugið. His sama gera þingmennirnir Ragnhildur Helga- dóttir og Salóme Þorkelsdóttir. DV-mynd GVA Matthías á flugi í33tíma Matthías A. Mathiesen samgöngu- ráðherra mætti á þingflokks- og mið- stjórnarfund Sjálfstæðisflokksins eftir þrjátíu og þriggja tíma flug frá Seoul. Eins og fram kom í DV í gær var hann staddur þar þegar hann missti ráðherrastólinn eins og þegar hann missti hann í stólaskiptum sjálfstæðismanna árið 1985. -gse Veður á morgun: Rigning á Norður- og Austuriandi Austan- og norðaustanátt með rigningu um austanvert landiö og á annesjum norðvestanlands en þurrt vestanlands. Hiti á landinu verður 6-11 stig. Skákmótið 1 Tilburg: Timmanvann Jóhann Jóhann Hjartarson tapaöi fyrir Jan Timman frá Hollandi í gær í 9. um- ferð skákmótsins í Tilburg. Karpov vann Van der Wiel og Nikolic vann Húbner. Portisch og Short gerðu jafntefli. Karpov er efstur með %'A vinning en Jóhann er neðstur ásamt Van der Wiel með 3 vinninga. -SMJ Skákmótið í Sochi: Jafhteflin enn við lýði Jón L. Árnason gerði jafntefli við Watson frá Englandi í 12. og næstsíð- ustu umferðinni á mótinu við Svarta- haf. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Holmov. Dolmatov er efstur með 8 vinninga og biðskák við Jón L. Jón, sem ermeö 6 vinninga, taldi sig hafa betri stöðu en óvíst hvort þaö dygði til sigurs. -SMJ Stæisti lax sumarsins Iðan í Árnessýslu komst á toppinn í veiðinni í gærdag er stærsti lax sumarsins veiddist, 29 punda lax. Tók hann fluguna Thunder and ligtning. Viðureignin stóð yfir í stutt- an tíma. Veiði á Iöunni hefur verið góð síöustu daga. Iðan er einhver frægasti stórlaxastaður í veiðiá hér- lendis og margir vænir laxar sést bylta sér í sumar. Stærsti laxinn á stöng í gegnum árin veiddist á Ið- unni, 38,5 punda. -G.Bender Útafakstur á Eiðistorgi í nótt var bifreið ekið út af Eiði- storgi á Seltjarnarnesi. Engin slys uröu á fólki. Ökumaður er grunaður um ölvun. Sautján árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Tíu ökutæki voru flutt með krana úr miðbæ Reykjavíkur vegna ólöglegrar stöðu. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.