Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. LífsstHl Rakel Yr Isaksen og Guörún Halla Sveinsdóttir eru gestgjafar danskra stelpna. Þær eru báöar í 6. bekk í Hjallaskóla og byijaðar að safna fyr- ir for sinni til Danmerkur. Væntan- iega fara þær út sumarið eftir 7. bekk eins og eldri skólafélagar þeirra hafa þegar gert. - En hvemig kom það til að þær fengu pennavini? „Það var rétt eftir jól í fyrra, þegar við vomm í 5. bekk, að við fengum senda bekkjarmynd af danska bekknum,“ sagði Rakel. „Við mátt- um velja pennavininn af myndinni, eiginlega þann sem okkur leist best á, og hvert okkar skrifast á við einn en sumir tvo.“ Nú era dönsku pennavinirnir þeirra í heimsókn hér á landi. Sumir höfðu ekki aðstöðu til að hýsa penna- vin og því hýsa sumir tvo. „Ég skrifast til dæmis á við eina sem heitir Maria, en hýsi aðra stelpu til viðbótar," heldur Rakel áfram. Guðrún Halla hýsir aftur á móti eina danska steipu. íslenskir grannskólanemendur hefja dönskunám í 5. bekk og vora stelpumar mjög sammála um að pennasambandið yki við dönsku- kunnáttu þeirra. „Við byrjuðum að læra dönsku í fyrra og höfum lært mjög mikið. En stundum notum við ensku til að hjálpa okkur,“ sagði Guðrún Halla. „En það er ofsalega erfitt að skilja Kaupmannahafnarkrakkana, þau tala lengst niðri í koki. Það er miklu auðveldara að skilja krakkana frá Jótlandi." Gestgjafamir hafa farið viða um nágrenni Reykjavíkur og Suður- landið í kynnisferðir með hina dönsku félaga sína. Má þar nefna Krísuvík, Bláa lónið, Grindavík og fleiri staði á Reykjanesi. Hópurinn hefur farið í bæjarferð til Reykjavík- ur og skoðað helstu staði. En era dönsku krakkamir eitthvað frá- brugðnir íslenskum jafnöldram sín- um? „ Aðallega stelpumar, þær mála sig aUt of mikið,“ sögðu Rakel og Guð- rún Halla. „Það finnst okkur skrýtið að tólf ára stelpur máli sig svona Birgir Már Ragnarsson og Friðrik Rafn Guómundsson vildu að sam- skiptin við Danina héldu áfram um ókomin ár. DV myndir Brynjar Gauti Tíðarandi „Nu bliver vi beromte," sagði Juri Carelius t.v. þegar mynd var tekin af honum. Félaga hans, Frans Sorensen, finnst veðrið á íslandi vera svipað og heima í Danmörku. DV-myndir Brynjar Gauti mikið. Þær era bara eins og mamma,“ bætti Guðrún Halla viö. „Og svo eru þær miklu meira fyrir stráka en stelpur á okkar aldri. Eig- inlega era þær hættar að vera krakk- ar - vilja að minnsta kosti vera full- orðnari. En þetta á miklu fremur við Kaupmannahafnarkrakkana, þeir era fullorðinslegri en þeir jósku,“ sögðu þær stöllur. „Strákamir era miklu venjulegri eða eins og við eig- um að venjast hér.“ Þær voru sammála um að áhuga- mál og hugmyndir um lífið og tilver- una væra mjög lík á milli landanna tveggja. En dönsk poppmúsík átti ekki alveg upp á pallborðið. „Eiginlega eru dönsku lögin asna- leg, en kannski er þetta ekki að marka - við eram vanari íslenskum og enskum,“ sögðu þær. „Við hlökkum mikið til að fara til Danmerkur og við höfum verið að safna alveg frá í fyrra. Við höfum eignast marga vini sem gaman verð- ur að heimsækja." -JJ Rakel Ýr og Guðrún Halla voru byrjaðar að safna fyrir Danmerkurför ásamt bekkjarfélögum sínum. Erfitt að skilja „Við vorum búin að safna síðan í 6. bekk,“ sögðu fjórir 8. bekkingar sem DV hitti að máli. „Pennavinina fengum við í 5. bekk. Fyrst kom bréf frá dönsku krökkunum og við völd- um pennavini úr eftir áhugamálum og öðrum upplýsingum. En mynd- imar komu seinna." Nemar í 8. bekk í Hjallaskóla heim- sóttu dönsku vinina sína í sumar. Ferðin stóð yfir í tvær vikur, frá 20. ágúst til 3. september. Þau ferðuðust víða um Danmörku en bjuggu hjá krökkum í Kaupmannahöfn og Bramming á Jótlandi. Öll voru þau mjög ánægð meö Danmerkurförina og töldu sig hafa lært mikið. „Þó svo að við kunnum orðið nokk- uð í dönsku er mjög erfitt að skilja dönskuna í Kaupmannahöfn. Reynd- ar töluðum við mikið saman á ensku. Það er líka auðveldara fyrir dönsku krakkana, því þau áttu sturidum bágt með að skilja okkur. En þegar við komum til Bramming var miklu auð- veldara að tala og skilja dönsku. Jóska er auðskiljanlegri fyrir íslend- inga,“ sögðu krakkarnir en sögðust þjálfast mikið í málinu því öll bréfa- skiptin færu fram á dönsku. Krakkarnir vora sammála um að lífið í Kaupmannahöfn og Brammen væri ólíkt. Reykingar væra algengar hjá þessum aldurshópi í Kaup- mannahöfn og „alltaf einhver partí. Krakkarnir í Bramming era líkari okkur í hugsunahætti.“ - Nú fóruð þið víða um Kaupmanna- höfn, var eitthvað öðravísi en þið áttuð von á? „Það var aðallega Strikið og Tívolí. Strikið var ekki stærra eða meira en Laugavegurinn. Svo var allt of mikið af fólki og mikil þrengsli," sögðu stelpurnar. „í búðunum var úrvaliö af fötum ekki meira en hér og alls ekki ódýrara." Strákunum fannst „Bakkinn" skemmtilegri en Tívoli. „í Tívolí er meira um skemmtiat- riði og svoleiöis en á Bakkanum meira af tækjum.“ Krakkarnir voru sammála um að danskir jafnaldrar byggju við mjög svipaðar aðstæður og þau. Fjárráð væru svipuð og áhugamál líka. „Við skoðuöum margt sem við höfö- um lesið um áður. Eins og Sívali- turninn í Kaupmannahöfn og dóm- kirkjuna í Hróarskeldu. Reyndar skoðuöum við margar kirkjur og höfum aldrei farið jafnoft í kirkju á jafnstuttum tíma.“ Legoland var líka skoðað og æsku- heiiriili H.C. Andersens. - Nú farið þið í 9. bekk á næsta ári, munu samskiptin við dönsku krakk- ana halda áfram? „Alveg öragglega," sammæltu þau. „Við erum búin að eignast marga vini og eigum eftir að halda þeim vinskap. Við vonumst tri að þau komi aftur tíl okkar og að við förum til þeirra." Inga Anna Sveinsdóttir og Kristjana Sigurbjörnsdóttir eru I 8. bekk og nýkomnar úr Danmerkurreisu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.