Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Erlend myndsjá Skotið á böm Ekkert lát er á átökum á vesturbakkanum og Gazasvæöinu og um helg- ina skutu ísraelskir hermenn á að minnsta kosti sjö Palestínumenn, þar á meðal tvö börn. Á myndinni má sjá tvær palestinskar stúlkur sem bföa fregna af systur sinni sem skotin var í höfuöið af hermönnum i flóttamannabúðum á vesturbakkanum. Símamyncl Reuter Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna með palestinskan ungling sem fékk í sig skot á vesturbakkanum á laugardaginn. Sfmamynd Reuter Bardagahlé Heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir í Noregi. Menn gefa sér samt tíma til að leggja frá sér stríðstólin til þess að ganga til altaris. Símamynd Reuter Slóð Gilberts Diane Dunn og Terence Ferguson í því sem áður var svefnherbergi þeirra. Þau búa i San Antonio i Texas þar sem fellibylurinn Gilbert fór um vægar en yfir Mexí- kóflóa. Simamynd Reuter Nokkrir íbúa Matamoros sem leituðu skjóls i kirkju á meðan Gilbert gekk yfir. Símamynd Reuter í stað þess að enda ógnarferð sína í Texas, eins og spáð hafði verið, gekk fellibylurinn Gilbert aftur yfir Mexíkó. Er talið að nokkur hundruð manns hafi látið lífið og tvö hundruð þúsund manns eru heimilislausir eftir náttúruham- farirnar. Á myndinni má sjá björgunarstarfsmenn í Matamoros i Mexíkó hlaupa í skjól. Simamynd Reuter Kirkjunnar menn í Suður-Afriku eru óán- ægðir með að páfi, sem nú hefur lokið heim- sókn sinni í álfunni, skuli ekki í ræðum sínuth hafa nefnt ástandið í landinu með beinum orðum. Teija þeir aö stjómvöld í Suður-Afr- íku, þar sem mannréttindasamtök eru bönn- uð og kirkjuleiðtogar í fangelsi, séu hin án- ægðustu með þessa afstöðu páfa. Páfi notaði hins vegar tækifærið í Mósam- bik, áður en hann hélt til páfagarðs, til að minna íbúa fátækrahverfis í Maputo á að fæðingartakmarkanir væru af hinu illa sem og fóstureyöingar. í tllefni af heímsókn páfa til Mósambik var frlðardúfum sleppt og þessi sá ástæðu til aö tylla sér á prestshöfuð. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.