Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 11 JOV < Útlönd Bandaríkin tala ekki við Noriega Hermenn standa vörð í Panama en þar hafa verið verkföll að undanfömu. Sfmamynd Reuter Bandaríkin neituðu í gær að hafa boðist til að taka upp að nýju viðræð- ur við Manuel Noriega, leiðtoga landsins, um það að hann láti af völdum. Slíkar viðræður fóru út um þúfur í vor. Noriega sagði í viðtali við bandaríska dagblaðiö Miami Herald að Reag- an-stjómin heíði boðið honum aftur til viðræðna sem fælu það í sér að allar ákærur í Bandaríkjunum á hendur sér yrðu felldar niður ef hann léti af völdum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hetúr vísað þessum fréttum á bug. Peres biðlar til Araba Vandræði með úrgang Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, ræðir við fréttamenn eftir fund sinn með Menachem Begin, fyrrum forsætisráðherra. Símamynd Reuter Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels og formaður Verkamanna- flokksins, leitaði í gær eftir stuðningi Araba fyrir kosningarnar sem fram fara 1. nóvember. Sagði Peres að Arabar gætu ráðið fimmtán af eitt hundraö og tuttugu þingsætum og að þessi þingsæti gætu ráðið úrslitum um friðarumleitan- ir milli ísraela og Araba. Fyrir helgina átti Shamir, forsætisráöherra og leiðtogi Likudbandalags- ins, fund með Menachem Begin, fyrrum forsætisráðherra, í tilefni tíu ára afmælis Camp David samkomulagsins. Óttast blóðbað á Haiti Hópur ungra hermanna á Haiti krafðist í gærkvöldi umtalsverðra breytinga, þar á meðal afsagnar varnarmálaráðherra landsins, Will- iams Regala, og endurskoöunar á stjórn hersins. í kjölfar kröfu hermannanna mátti heyra skothríð öðru hverju í höfuð- borginni í gærkvöldi. Samtímis þessu tilkynnti hinn nýi forseti, Prosper Avril, um nýja stjóm. Starfsmenn erlendra sendiráða voru varaðir viö að vera á götum úti eftir aö tilkynnt var í útvarpi um að hópur hermanna hefði gert uppreisn og tekið liðsforingja til fanga. Engar fregnir hafa borist af mannvigum en borgarbúar segjast hafa heyrt skot- hríð. Óttast er að atvikið leiði til blóð- baðs. Mikil spenna ríkir nú á Haiti vegna fregnanna um uppreisnina. Óróleiki var þó fyrir eftir aö Avril hershöfð- ingi var útnefndur forseti landsins snemma á sunnudag í kjölfar valda- ránsins á laugardaginn. Það var ann- að í röðinni á þremur mánuöum. Hópur ungra hermanna hefur haldiö kyrru fyrir í forsetahöllinni frá því á laugardaginn til að ræða umbætur viö hina nýju leiðtoga landsins. Reuter Hermenn á Haiti í eftirlitsferð. Símamynd Reuter Viðvörun frá Moskvu vegna nýrra óeirða Yfirvöld í Kreml í Moskvu hafa varað við frekari óeirðum eftir að rúmlega tuttugu manns særðust í átökum á sunnudaginn milli Az- erbajdzhana og Armena sem deila um héraðið Nagorno-Karabakh. Einn Armeni lést af sárum sínum eftir átökin sem eru sögð þau mestu undanfarna mánuði. Beitt var bæði byssum og hnífum. Armenar, sem eru í meirihluta í Nagorno-Karabakh, hafa frá því í febrúar efnt til verkfalla til þess að þrýsta á yfirvöld í Kreml um að þeir fái yfirráð yfir héraðinu. Sovéskir hermenn eru í borginni Stepanakert, höfuðborg Nagorno- Karabakh, og lokuðu þeir aðgöngu- leiðum til borgarinnar eftir átökin. Ekkert símasamband var frá Moskvu til borgarinnar í morgun. Allt að tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns söfnuðust saman í Stepanakert í gærkvöldi til að leggja áherslu á kröfur sínar. Einn- ig var þess krafist af yfirvöldum að þau tryggðu öryggi Armena sem búa í Azerbaidzhan. Reuter ítalskir lögregtumenn við vestur-þýska skipið Karin B sem hlaðið er it- ölskum elturefnaúrgangi. Skipið sótti úrganglnn tll Nigerlu og tær nú hvergi að koma tll hafnar. Simamynd Reuter ítölsk stjómvöld reyna nú aUt hvað af tekur aö fá leyfi fyrir vestur- þýska skipiö Karin B í höfninni í Livomo á Ítalíu. Skipið er með eitur- efnaúrgang, sem það sótti fyrir ítali til Nigeríu, en fær nú hvergi leyfi til að koma til hafnar, ekki einu sinni á Ítalíu. Reuter Asbestsjúklingum dæmdar skaðabætur Sumarliði ísleifsson, DV, Árósurtu Nú er nýlokið réttarhöldum í Ála- borg sem staðiö hafa í hálft annað ár. Eitt stærsta samband verkafólks í Danmörku, Specialarbejderfor- bundet, höfðaði mál gegn stórfyrir- tækinu Dansk Eternikfabrik fyrir heilsutjón sem verkamenn hafa orð- ið fyrir vegna notkunar fyrirtækisins á asbesti í framleiðsluvörum þess. Segir blaöið Politiken að þeir sem fylgdust með réttarhöldunum hafi glöggt getaö séð afleiðingarnar. Sum vitnanna voru aöframkomin af sjúk- dómnum asbestlunga og gátu vart gert sig skiljanleg. Niðurstaða réttarhaldanna varð sú að verksmiðjan var dæmd sek. Koma dómsniðurstöður fram í tæplega þrjú hundruð síöna bók. Er þar bent á að allt frá því árið 1950 hafi verið vitað um að asbestryk gæti verið krabba- meinsvaldandi. Bent er á að eftir 1970 hafi verksmiðjan gert ráðstafanir til þess að draga úr rykinu en þó ekki nægilega til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru. Þá hafi verksmiðjan heldur ekki fylgst með því að verkamenn notuðu hlífðar- grímu í þeim mæli sem krafist var. Var verksmiðjan dæmd til þess að greiða tuttugu og fjórum verka- mönnum eða erfmgjum þeirra bætur en sýknuð af kröfum tólf starfs- manna. Voru bæturnar frá rúmum fimm þúsund krónum til rúmlega tvö hundruð og tuttugu þúsund danskra króna. Verkamannasambandið mun nú á næstunni leggja fram kröfu frá fimmtíu og þremur verkamönnum til viðbótar um bætur fyrir heilsutjón af völdum asbestryks. Loks má geta þess aö nú hefur umrætt fyrirtæki með öllu hætt að nota asbest í framleiðsluvörur sínar. Hefur sú breyting þýtt aukna fram- leiðslu og vaxandi útílutning. HAPPDRÆTTI 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregið 7. októker, Fieildarverónnœti vínninga 16,5 milljón. /jfttfr/mark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.