Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 43 Fólk í fréttum Bjami Magnússon Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, var hvergi smeykur þegar fréttamaður DV hafði samband við hann vegna jarðskjálftanna þar á dögunum. Hann taldi að mikið þyrfti aö ganga á áður en Grímsey- ingar sýndu á sér fararsnið. Bjarni fæddist að Syðri-Grenivík í Grímsey, 30.6.1930, og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var við vél- stjóranám á Akureyri 1948-49. Bjami hefur verið vélgæslumaður fyrir Rafmagnsveitur ríkisins frá 1960. Hann sat í hreppsnefnd frá 1Ö62-70 og hefur verið hreppstjóri frá 1969. Þá hefur Bjarni veriö vatnsveitustjóri Grímseyinga frá upphafi 1969, vitavörður frá 1969 og slökkviliðsstjóri frá 1987. Bjarni var einn af stofnendum Kiwanisklúbbs- ins í Grímsey og hefur verið bæöi ritari hans og formaður. Bjami kvæntist Vilborgu Sigurð- ardóttur ljósmóður, símstöðvar- stjóra og veðurathugunarmanni, f. 1.5.1929, dóttur Sigurðar Kristins- sonar, sjómanns í Hátúni í Grímsey, og konu hans, Kristjönu Jónu Þor- kelsdóttur. Bjarni og Vilborg eiga fimm börn. Þau eru: Siggerður Hulda, f. 16.6. 1952, íiskmatsmaður á Akureyri, en sambýhsmaður hennar er Guð- mundur Júhusson, vélstjóri og sjó- maður; Sigurður Ingi, f. 6.4.1956, vélstjóri, en hann rekur verkstæði í Grímsey, kvæntur Steinunni Stef- ánsdóttur, en þau eiga eina dóttur; Kristjana Bára, f. 4.10.1957, af- greiðslumaður hjá UKE í Grímsey, gift Héðni Jónssyni sjómanni, en þau eiga þrjú börn; Magnús Þór, f. 29.11.1963, gröfustjóri á Húsavík, en sambýliskona hans er Ásgerður Arnardóttir og eiga þau einn son; Bryndís Anna, f. 20.1.1969, starfs- stúlka á Hótel Höfn á Sigluflrði. Systkini Bjarna: Ingibjörg Hulda, f. 1922, en hún lést sextán ára; Sig- mundur, f. 1923, eftirhtsmaðurhjá Vinnueftirliti ríkisins á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur; Jóhannes, f. 1925, útvegsbóndi í Grímsey, kvæntur Guðrúnu Sigfús- dóttur; Jón, f. 1926, bílstjóri á Ólafs- firði, kvæntur Rögnu Karlsdóttur; Bjarni, f. 1927, en hann lést nokk- urra daga gamall, og Jórunn, f. 1932, húsmóöir í Grímsey, gift Einari Þor- geirssyni verkstjóra. Foreldrar Bjarna: Magnús Stefán, hreppstjóri í Sigtúni í Grímsey, f. 8.10.1899, d. 1.6.1969, og kona hans, Siggerður húsfreyja, f. 1.9.1900. Foreldrar Magnúsar vora Símon Jóhannes Jónsson, b. á Sauðakoti á Upsaströnd, og kona hans, Jórann, dóttir Magnúsar, b. í Sauðakoti, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Magnús var sonur Jóns Sigurðssonar, útvegsbónda á Bögg- visstöðum, Jónssonar og Sólveigar Benediktsdóttur. Símon var sonur Jóns Símonar- sonar, b. á Lækjarbakka, og konu hans Ingiríðar Jónsdóttur. Foreldrar Siggerðar voru Bjarni Gunnarsson, sjómaður frá Hóh í Þorgilsfirði, og kona hans, Inga Jó- hannesdóttir, en hún varð tæpra hundrað og tveggja ára. Systir Ingu var Guðrún, kona Snorra skóla- stjóra á Akureyri og móðir Jóhann- esar flugstjóra. Foreldrar Ingu vora Jóhannes Jónsson, b. á Þöngla- bakka i Þorgeirsfirði, og Guðrún Hallgrímsdóttir úr Fjörðum. For- eldrar Jóhannesar voru séra Jón Bjarni Magnússon. Reykjahn á Þönglabakka og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, Rögn- valdssonar. Foreldrar Jóns voru Jón Reykjalín, prestur að Ríp í Skagafirði, og Sigríður Snorradótt- ir, prests í Hofþingum, Bjömssonar. Foreldrar séra Jóns eldra voru séra Jón Þorvarðsson, prestur á Breiöa- bólstað í Vesturhópi, og kona hans, Helga Jónsdóttir í Reykjahlíö, Ein- arssonar. Afmæli Þórunn Lárusdóttir Þórunn Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri, Markarvegi 10, Reykjavík, er sextug í dag. Þórann er fædd á Bæ í Kjós og ahn upp á Káranesi í Kjós. Að loknu barnaskólanámi innritaðist Þórann í Kennaraskóla íslands og lauk þar námi vorið 1948. Hún kenndi hluta- kennslu einn vetur en hóf sumar- starf á skrifstofu Ferðafélags ís- lands árið 1961. Þórunn réðst siðan til Kristjáns O. Skagfjörö og vann þar á skrifstofu. Árið 1975 fór Þór- unn aftur á skrifstofu Ferðafélags- ins og tók við stöðu framkvæmda- stjóra árið eftir og þeirri stöðu gegn- irhún enn. Áhugamál Þórunnar era ferðalög innanlands og góð umgengni um óbyggðir landsins og hún gegnir ýmsum trúnaðarstöðum í tengslum við áhugamál sín. Má þar nefna að Þórunn situr í stjórn Landvemdar og Félags eigenda sumardvalar- svæða. Eiginmaður Þórunnar er Haukur Bjarnason, f. 28.9.1925, aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Hann er sonur Bjarna Guðnasonar trésmíðameist- ara og Margrétar Hjörleifsdóttur. Þauerabæðilátin. Börn Þórannar og Hauks eru Margrét Birna, f. 31.10.1948, bóndi á Skáney í Reykholtsdal. Maður hennar er Bjarni Marinósson og eiga þau 3 börn; Lárus Kristinn, f. 15.10.1952, kona hans er Helga Kristín Kristmundsdóttir og eiga þauþijúböm. Faðir Þórunnar var Lárus, f. 15.10. 1898, bóndi á Káranesi í Kjós, Pét- ursson, bónda í Miödal í Kjós, Árna- sonar, bónda í Hagakoti, Árnasonar. Móðir Lárusar var Margrét Benja- mínsdóttir, bónda í Miðdal og Flóa- koti, Jónssonar. Benjamín var kvæntur Kristínu Þorkelsdóttur frá Presthúsum. Móðir Þórunnar er Hannesína Kristín Jónsdóttir, f. 10.9.1896, og Þórunn Lárusdóttir. býr hún á Káranesi. Móðurfaðir Þórunnar var Jón, bóndi á Kára- nesi, Halldórsson, frá Kjalarnesi, Gíslason. Jón var kvæntur Ragn- hildi Gottsveinsdóttur, bónda á Sjávarhólum á Kjalarnesi, Gott- sveinsson. Jóhanna Lyngheiður Jóelsdótlir Jóhanna Lyngheiður Jóelsdóttir húsmóðir, Barónstíg 30, Reykjavík, ersextugídag. Jóhanna fæddist í Berjanesi í Vestur-Landeyjum, en ólst upp í for- eldrahúsum í Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum. Hún vann þar öh almenn sveitastörf en fór í vist í Reykjavík tuttugu og eins árs. Hún giftist Brynjólfi Magnússyni, starfsmanni hjá Reykjavíkurborg, f. 9.10.1922. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon og Óhna Magný Sæmundsdóttir frá Ólafsvík. Jóhanna og Bryngjólfur eignuðust átta börn en misstu son sínn sautján ára, næstyngstan barnanna. Börn þeirra; Sigurvin, f. 1951, verkamað- ur í Vestmannaeyjum, en hann á einn son, Brynjólf; Ólína Magný, f. 20.7.1954, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Birgi Sigurðssyni verkamanni, hún á þijú börn; Sigríður, f. 3.5.1956, húsfreyja að Vatnsholti II í Vihinga- holtshreppi, gift Ragnari Guð- mundssyni b. þar, þau eiga þrjú böm; Lilja, f. 25.4.1958, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Fannberg Einari Stefánssyni verkamanni, þau eigaþrjúböm;Ástrós,f. 16.11.1959, húsmóðir í Reykjavík, hún á einn son; Jóel, f. 3.10.1961, verkamaöur í Reykjavík í foreldrahúsum; Óskar Bjami, f. 14.11.1963, hann lést af slysfórum sautján ára; Guörún, f. 12.12.1966, húsmóðir í Reykjavík, húnátvöböm. Jóhanna á fimm systkini. Þau eru: Guðbjörg Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, ekkja eftir Hjalta Guö- mundsson leigubhstjóra, hún á þijú böm; Helga Ingibjörg, húsmóðir í Reykjavík, gift Friðrik verkamanni, hún á fjögur börn; Baldur EgOl, lengst af borgarstarfsmaður; Eiriar, verkamaður og sjómaður i Reykja- vík, sambýhskona hans er Þórdís; Jóhn, húsmóðir í Reykjavík, gift Bjama verkamanni, hún á eitt barn. Foreldrar Jóhönnu vora Sigríður Jóhanna Lyngheiður Jóelsdóttir. Guömundsdóttir húsmóðir og Jóel Einarsson, b. að Stíflu í Vestur- Landeyjum og Gularáshjáleigu og síðar verkamaður í Reykjavík. Hl hamingju með daginn 90 ára 60 ára Gunnhildur Árnadóttir, Vesturgötu 53, Reykjavik. Haukur Leifsson, Hrafnagilsstræti 35, Akureyri. Fjóla Einarsdóttir Safamýri 44, Reykjavík. 85 ára Rósfriður Sigtryggsdóttir, Samkomugerði 2, Saurbæjar- hreppi. 50 ára Kristján Jóhannesson Drafnargötu 9, Flateyri. 75 ára 40 ára Sigmundur Jóhannesson, Faxabraut 1, Keflavík. Sævar Öm Guðmundsson, Frostafold 2, Reykjavík. Ámi F. Vikarsson, Dalatúni 15, Kópavogi. Elias B. Jóhannsson, Heiöarbraut 7a, Keflavík. Kristjana Magnúsdóttir, Hjahabraut 80, Hafnarfirði. Guðbjörg A. Överby, Hafnarholti 18, ísafirði. 70 ára Hulda Pétursdóttir Freyjugötu 32, Sauöárkróki. Jón Vilhjálmsson, Hlíöarhvammi 7, Kópavogi. Þorvaldur Sæmundsson, Skipholti 47, Reykjavík. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Einar Haukur Ásgrímsson Einar Haukur Ásgrímsson véla- verkfræðingur, Móaflöt 29 í Garðabæ, verður sextugur á morg- un. Einar Haukur er fæddur og uppal- inn í Hafnarfirði. Foreldrar hans era Ásgrímur M. Sigfússon, f. 10. ágúst 1897, d. 15. febrúar 1944, út- gerðarmaður í Hafnarfiröi, og Ágústa G. Þórðardóttir, f. 16. desem- ber 1903, d. 13. desember 1979. Einar Haukur tók stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands árið 1949 og verkfræðipróf frá Háskólanum í Birmingham í Englandi árið 1955. Hann starfaði hjá íslenskum aöal- verktökum 1955-1956 og hjá Sindra- smiðjunni 1956-1957. Einar Haukur vann hjá Olíuverslun íslands prin 1957-1959 og hjá Tunnuverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði og Akureyri árin 1959 til 1965. Árið 1965 réðst Einar Haukur á Verkfræðistofu vamarhðsins á Keflavíkurflugvehi og þar starfar hann enn. Einar Haukur er kvæntur Ásdísi Helgadóttur sjúkraliöa. Hún er fædd 6. september 1929 að Seglbúðum í Landbroti, dóttir Helga Jónssonar og Gyðríðar Pálsdóttur. Kjörbörn þeirra era Ásgrímur Helgi, f. 30. júh 1969, og Gyða Sigríö- ur,f.22.júlíl971. Systir Einars Hauks er Vera M. Ásgrímsdóttir og er hún gift Guð- mundi Guðmundssyni, beinaskurö- lækni í Svíþjóð. Þau eiga þrjá syni. Einar Haukur ætlar að taka á móti gestum heima að Móaflöt 29, Garöabæ, í dag kl. 17. Einar Haukur Asgrimsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.