Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 7 Abba Marcos biskup og Abba Athanasios vigslubiskup. DV-mynd Róbert Jörgensen Biskupar koptísku kirkjunnar í Stykkishólmi Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Vikuna 11.-17. þessa mánaðar var bænavika kaþólska safnaðarins. Af þessu tilefni komu til Stykkishólms tveir biskupar koptísku kirkjunnar í Egyptalandi. Þetta voru þeir Abba Marcos, biskup koptísku kirkjunnar í Frakklandi, og Abba Athanasios, vígslubiskup koptísku kirkjunnar í Frakklandi. Aðspurðir sögðu þeir að þeir væru frá klaustri sem staðsett er fyrir sunnan Kairó. Þeir starfa í Frakk- landi en þar eru um 4000 manns í söfnuði þeirra, allt Egyptar. Biskup- arnir dvelja einn mánuð á ári í Egyptalandi, aðra hluta ársins starfa þeir í Frakklandi. Þeir sögðu að 'koptíska kirkjan sé elsta kirkjudeild kristninnar og var hún stofnuð þegar guðspjallamaður- inn Markús kom til Egyptalands, og varð þá egypska þjóðin alkristin, en nú eru um 8 milljónir í þessari frum- kristnu kirkjudeild. Til gamans má getá þess að orðið coptik þýðir egypskt og er komið úr grísku. Ótíð á Austuriandi Ægir Kiistmsson, DV, Fáskiúðsfirði: Mikil ótíð hefur hrjáð bændur á Austurlandi í sumar. Gras, sem sleg- ið var fyrri hluta ágústmánaðar og ekki náðist í hús, hefur hrakist á túnum í mánaðartíma og er orðið ónýtt fóður, o" hafa nokkrir bændur hent því. „Við höfum orðið fyrir miklu tjóni og mikil fóðurbætiskaup eru fyrir- sjáanleg í vetur þótt eitthvert hey náist í hús eftir þetta en tún eru svo blaut að það þyrfti viku þurrk til að hægt væri að fara með tæki út á þau,“ sagði Sigmundur Eiríksson, bóndi á Gestsstöðum. Sigmundur sagði hátt í fjörutíu ár síðan svona óþurrkasumar hefði vérið á Austur- landi. Víða komu tún kalin undan snjó í vor og þó borið hefði verið á þá bletti væru þeir svo veikir núna vegna bleytu að ekki væri hægt að fara um með vélar nema stórskemma þau og því heföu áburðarkaup í vor ekki skilað sér sem skyldi. Því væri tjón bænda enn meira. í haust á að skera niður fé vegna riðu á sex bæiurr í Fáskrúðsfjarðar- hreppi og ver. - fé þá eftir á tíu bæjum í i^eppnum að sögn Sig- mundar. Vestmannaeyjar: 19StephTk"p„ti fyr.it yffl fymtm Eðvarð Matthíasson, 18 ára Eyja- íslandsmeistara og vann allar lot- peyi, einn fjögurra íslendinga sem umar fiórar. Næst keppti hann við nú keppa við ballskákarsnillinginn Eðvarð og lauk viðureigninni með Stephen Hendry, náði frábærum sigri Stephens, 4-2. Það er frábær árangri í viöureign við hann. Step- árangur hjá Eövarð að ná að vinna hen Hendry er að sögn Stöðvar 2 lotu gegn manni af þessum styrk-' liklegur heimsmeistari og mikið leika. undrabam í þessari íþrótt, aöeins Fréttir Nýtt ríki opnar í Mjódd: Minniverslunmeð áherslu á létt vín Ný áfengisútsala opnaði í Mjódd- inni í dag. Er verslunin minni en aðrar verslanir ÁTVR, en með sjálfs- afgreiðsluformi. Aðal áherslan verö- ur lögð á létt og millisterk vín, á kostnað sterkra drykkja. „Fólk mun aldrei geta gengið að því vísu að fleiri en tvær tegundir af sterkum vínum muni fást þarna í einu. Það er um tólf tegundir að ræða og verður breytilegt hvaða tegundir vérða inni hverju sinni. Þess i stað verða fleiri tegundir léttra vína, um 10-20 tegundir umfram-það sem er í hinum útsölunum. Verslunin er minni en hinar og þvi ekki hægt koma jafnmiklu af vínum fyrir. Þetta verður fín verslun,“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, viö DV. Þetta ríki kemur í stað konuríkis- ins svonefnda sem var á Laugarás- veginum, en það ríki flutti í raun niður á Snorrabraut. Má segja að Snorrabrautarríkið hafí flust í breyttri mynd í Mjóddina. Nýja ríkið hefur ekki fengið gælu- nafn, en Höskuldur segir almenning fljótan að fmna upp á slíku. Öpin- Lokafrágangur i nýja ríkinu í Mjóddinni i gær. Afengisverslunin var siðan opnuð í morgun. DV-mynd Brynjar Gaufi berlega heitir þetta ríki „Vínbúðin í Birgir Stefánsson. áður verslunar- Mjódd“. stjóri á Snorrabraut. Verslunarstjóri nýja ríkisins er -hlh Gárungar segja að í dag sé féð orðið það fátt i réttunum að tveir menn séu orðnir á hverja kind. Að minnsta kosti var svo komið í Skeiðaréttum í Skeiðahreppi á föstudag þar sem þessi hressilega mynd var tekin. Stráksi elti lambið langar leiðir af mikilli innlifun, sisvona bara til að ná taki á henni. Yngsta kynslóðin hafði mjög gaman af að elta féð, rétt eins og þeir fullorðnu. En þegar taki var náð vissu krakkarnir ekkert hvað átti að gera við skepn- una. Var einhver að tala um kynslóðabil? -GKr/DV-mynd EJ Hundrað þúsund Visa-kort útgefín Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa, afhendir Sigurði R. Gíslasyni jarð- fræðingi,100.000. korthafa Visa, kort hans ásamt ávisun á 100.000 króna ferð- aúttekt. Á myndinni eru einnig Óskar Hallgrimsson markaðsstjóri og Margrét Ólafsdóttir, deildarstjóri kortadeildar Visa. Hundraðþúsundasta Visa-kortið var afhent handhafa fyrr í þessum mánuði. Sá heppni var Sig- urður R. Gíslason, jarðfæð- ingur og starfsmaður Raun- vísindastofnunar Háskól- ans. Honum var aíhent 100.000 króna ferðaúttekt að eigin vali í hófi sem Visa hélt ólympíufórum íslands í Viðeyjarstofu á dögunum. í síðasta mánuði voru rétt 5 ár liðin síðan Visa ísland hóf starfsemi sína. Síðan hefur korthöfum fiölgað jafnt og þétt, þeir voru 7.500 í árslok 1983, 27.500 í árslok 1984, 46.000 í árslok 1985, 66.000 í árslok 1986 og 88.000 í árslok 1987. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.