Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 18
Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Díana Bretaprinsessa er nú á ferð og flugi um aflar Bretlandseyjar að heimsækja hin og þessi barna- sjúkrahús og klappa börnunum á kollinn. Vesali'ngs konan hefur ekkert annað að gera vegna þess að Karl, maður hennar, er aldrei heima. Hann er alltaf á einhverju flandri, annaö hvort á íslandi með gamalli kærustu eða í Skotl- andi að klífa fjöll. Þannig að aum- ingja Díana verður að finna sér eitthvað að gera. Hann Kalli þarf nú að fara að passa sig. Vanessa Vadim, dóttir Jane Fonda og Rogers Vad- im, fékk sér undarlega sumar- vinnu í sumar. Vinkonan fór til Nicaragua til að hjálpa til við að byggja skóla. Hún gerði þetta af hugsjónaástæðum og segir að fólkið í Nicaragua sé gott fólk sem óttist ekkert frekar en innrás frá óvinunum, Bandaríkjamönnum. Núna fer hún aftur til Bandaríkj- anna þar sem hún heldur áfram menntaskólanámi sínu í Brown háskólanum sem er skóli fyrir hugsandi fólk með peninga. Mamma hennar gat sér frægð hér á árum áður þegar hún fór til Norður-Vietnam og gaf skít í bandaríska hermenn í Vietnam. Eftir það var hún kölluð Hanoi- -Jane. Kirk Douglas skýrði nýlega frá því að hann heíði lifað allfjörugu ástarlífi hér áður fyrr og átt kynni við margar glæsilegustu og frægustu konur skemmtanaiðnaðarins. Þegar hann var upp á sitt besta átti hann ævintýri með stjömum á borð við Joan Crawford og Ritu Hayworth. Hann vafði þessum dömum um fmgur sér eins og ekkert væri. Það var aðeins ein sem sagði nei. Það var Lucy Ball. ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Balletdansarinn kominnút Jacqueline Bisset er nú búin að fá sig fullsadda af fyrrverandi ballet- dansaranum Alexander Godunov og er hreinlega búin að sparka honum á dyr eftir sex ára sambúð. Vill hún nú ekki sjá hann framar. Bisset, sem er fjörutíu og þriggja ára, hafði verið í Evrópu og á meðan var hinn þrjátíu og átta ára gamli Godunov eins og rófulaus hundur út um allan bæ í Los Angeles. Hann var með standandi partí í fína húsinu hennar Jackie, sem Clark Gable og Carol Lombard bjuggu eitt sinn í. Kvenfólkið rann út og inn eins og þar væri vængjahurð í stað úti- dyra. Þegar Jackie kom heim hafði hún snör handtök, og vísaði manninum á dyr. Hún hefur margoft lýst þvi yfir að hún hafi ekki trú á hjónabandi því að spennan detti úr öllum sambönd- um þegar fólk fari að horfa á hvort annað raka sig og þvo sér dag éftir dag. Þetta hefur Godunov talið að þýddi að hann gæti leitað á önnur mið, þegar sá gállinn væri á honum, en Jackie hafði ekki hugsað sér hlutina nákvæmlega þannig og því fór sem fór. Það verða víst ekki margar svona myndir teknar af þeim Alexander God- unov og Jacqueline Bisset á næstunni, því að hún er búin að varpa honum á dyr. Karl Bretaprms skammar kvik- myndagerðarmenn Karl Bretaprins er ekki ýkja vin- mæli prinsins hefðu verið sérlega sæll meðal sjónvarpsfólks eða kvik- óheppileg og tilgangslaus. myndagerðarfólks í Bretlandi eftir Eifingi bresku krúnunnar sagði aö að hann sakaði það um að bjóða al- hann væri lítið hrifmn af kvik- menningi upp á eintómt ofbeldi og myndagerðarmönnum sem nota of- þar að auki upphefja það fram úr beldi „og skilgreina þessa svokölluðu hófi, rétt eins og ofbeldi sé til fyrir- list sína þannig að sýna þurfi lífið myndar. eins og það raunverulega er.“ Karl var að flytja ræðu við opnun Otto Plaschkes, formaður samtaka hreyfimyndasafns í London, stærsta kvikmynda- og sjónvarpsframleið- kvikmynda- og sjónvarpssafns í enda, sagði að engin bein tengsl væru heimi. milli ofbeldis á hvíta tjaldinu og of- Samtök breskra kvikmynda- og beldis á götum úti. sjónvarpsframleiðenda, sem eru í „Það hefur ekki verið sannað,“ forsvari fyrir tvö hundruð og sextíu sagöi hann. breska framleiðendur, sögðu að um- Karl Bretaprins, sem er verndari bresku kvikmyndastofnunarinnar, prófar hér gamalt tæki til skoðunar á filmum við opnun hreyfimyndasafnsins í London. Jannike og Don Johnson saman? Jannike Björling, sem nú er skilin Nú má enginn frægur eða myndar- Don Johnson segir að Barbra Streisand muni ekkert athugavert sjá við hegðun hans. viö Björn Borg eins og kunnugt er, legur stoppa í Svíþjóð án þess að er orðin ein vinsælasta borðdaman í kallað sé í Jannike til að stytta hon- Svíþjóð. um stundir við borðhaldið. Um daginn var Prince í heimsókn MkJ hjá Svíum og viti menn, Jannike sat við hliðina á honum viö boröhald. Á dögunum millilenti síðan hjarta- knúsarinn Don Johnson i Stokk- 1 Ixilnu i niu klukkiiNUinilii' cg vur að »Wj,Þ, Tl:'} sjálfsögöu drifinn út að borða. Þar ■Spjí var Jannike mætt, og meira en það K'r'í: • ,. Jœ \ því eftir borðhaldið sat hún í kjöltu Wmi,, -r; aSBí kappans og þau horfðust í augu þar mm ': fpi ^ Don þurfb aö fara út á flugvöll. IgPpí' '4Œk flj Leyndist engum viðstöddum að hann Jjjj vildi helst fá að pakka henni niður í ■if , jByj töskuogtakahanameðsértilBanda- ÆL I ríkjEinna. , r'' jjg. N. JH Þegar hann var spurður út í það É'Vdffi hvað hann héldi að Barbra Streisand myndi segja um svona hegðun, sagði Don aö hann ætti enga konu og Bar- HBgHfiÞ.'b.. ' bra væri aðeins vinkona hans, mjög goð aö vtsu- ýSjjjH Einhverjar rætnar tungur sögðu 'Sf§K ’• V að Jannike hefði síðan farið með Don \ < | upp á hótelherbergi en l>aö ku vera £2 , I \ Y ?] bin argasta lygi. Þau ætla víst að hittast i Miami í tó 1 m haust. Jannike sat í kjöltu Don Johnson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.