Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 36
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Fréttir Kvennalistinn: Ræða við Steingrím Niðurstaða fjölmenns fundar hjá Kvennalistanum í gær var sú að hann fer fram á samstjóm allra flokka. „Þetta yrði starfsstjórn með jafnri þátttöku allra ílokka og til- gangurinn yrði sá að koma saman aðgerðum sem allir virðast vera sam- mála um að þurfi á næstunni," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, en nú kl. 11 gengu fulltrúar Kvennalistans til viðræðna við Steingrím Hermannsson sem nú hefur síjómarmyndunarumboðið. - En Kvennalistinn vill fyrst og fremst kosningar: „Það er hins vegar okkar skoöun að það sé rétt að boða strax til kosninga enda ástand mála nú allt annað en í fyrra og eðlilegt að vilji þjóðarinnar komi fram,“ sagði Kristín: -SMJ Ólafur G. Einarsson: Þurfum ekki meiri tíma - til að ná samkomulagi við Borgaraflokk „Eg tel að við þurfum ekki meiri tíma til að ná þessu saman - sam- komulag gæti alveg eins náðst í dag,“ sagði Ólafur G. Einarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðis- ílokksins, um viðræðurnar við Borg- araflokkinn. Hann sagðiaö tilgangur Sjálfstæðismanna með viðræðunum væri sá að vera tilbúnir þegar og ef til þeirra verður leitað um að leiða stjórnarmyndunarviðræður. Hann sagði að ekki væri' um það að ræða að flokkarnir væru að bræða saman málefnasamning heldur væri æltunin að geta teflt fram sameigin- legum þingstyrk þeirra í stjórnarvið- ræðum. Flokkarnir funduöu í tvo tíma í gærkvöldi og sátu hann fjórir fulltrú- ar frá hvorum flokki. Friðrik Soph- usson-, Birgir ísleifur Gunnarsson, Halldór Blöndal og Ólafur G. Einars- son fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Júl- íus Sólnes, Ingi Björn Albertsson, Guðmundur Ágústssön og Benedikt Bogason fyrir Borgaraflokk. -SMJ Taflfélag Kópavogs Öll starfsemi Taflfélags Kópavogs mun í vetur flytjast úr Kópavogsskóla í Hjalla- skóla við Álfhólsveg. Þessi breyting á starfsemi félagsins er gerð í þeim tilgangi að koma betur til móts við hina hröðu uppbyggingu byggðar austast í bænum. Æfmgar í formi hraðskákmóta verða á miðvikudögum kl. 20 og verður fyrsta æfmgin 21. september. Æfmgar imglinga 16 ára og yngri verða á þriðjudögum kl. 18 og verður fyrsta æfmgin 27. septem- ber. Þær verða bæði byggðar á skák- kennslu svo og mótum. Allar nánari upp- lýsingar um starfsemi T.K. gefur Harald- ur Baldursson í síma 42149. Skáldsagnakeppni Stór- stúku íslands í tilefni af 90 ára afmæli Æskunnar í október sl. efndi Stórstúka íslands til skáldsagnakeppni. Áskilin voru réttindi til að taka hvaða handriti sem var eða hafna öllum. Sjö handrit bárust og full- nægði ekkert þeirra gæðakröfum útgef- anda. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að framlengja frestinn til maí- loka 1989. Verðlaun eru 200 þúsund krón- ur að viðbættum venjulegum ritlaunum. Handrit sendist, merkt dulnefni, til Stór- stúku íslands, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Dómnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða handriti sem er eða hafna öllum. ÞÓRSMÖRK ' Framsókn næststærst I niðurstöðum skoðanakönnunar sem Stöð 2 lét gera um fylgi stjórn- málaflokkanna í gær, kom í ljós að Framsóknarflokkurinn myndi hljóta 22.6% atkvæða. Alþýðuflokkurinn myndi hljóta 13.5%, Sjálfstæðisflokk- urinn 25.6%, Alþýðubandalag 10.8%, Borgaraflokkur 3.5%, Kvennalisti 21.3% og Flokkur mannsins 1.1%. Aðrir flokkar myndu hljóta minna en 1% atkvæöa. 630 manns voru í Jarðarfarir Þráinn M. Ingimarsson pípulagn- ingameistari, Nönnugötu 5, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 14. september. Jarðarfórin fer fram frá • Fríkirkjunni föstudaginn 23. septem- ber kl. 15. Guðrún Bjartmarsdóttir frá Sandi, Grímshaga 8, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 13. september sl„ verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. september kl. 13.30. Gunnfríður Jóhannsdóttir sauma- kona, sem andaðist á Dalbraut 27 12. september, verður jarðsungin frá •*Áskirkju miðvikudaginn 21. septem- ber kl. 15. Guðrún De Fonteney, fyrrum sendi- herrafrú Dana á íslandi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 23. september nk. kl. 15. Ira Martin Zela hefur verið jarösung- inn í Bandarikjunum. Minningarat- höfn fer fram í Fossvogskapellu í dag, 20. september, kl. 16.30. Ragnar Gísli Thorvaldsson lést 16. september sl. Jarðarförin fer fram úrtakinu og tóku 58.9% afstöðu. Of- angreindar niðurstöður miðast ein- ungis við þá sem tóku afstöðu. Þá leist meiri hluta spurðra eða 64.2% illa á meirihlutastjórn Al- þýðuflokks, Framsóknar og tveggja annarra flokka. Loks vildu 39.3% kosningar strax, 9% vildu kosningar fyrir áramót, 12.8% í vor og 38.8% gáfu önnur svör. Andlát Sveinrún Jónsdóttir frá Seyðisflrði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 18. september. Guðmundur E. Einarsson, fyrrver- andi bifreiöastjóri, Meðalholti 3, lést sunnudaginn 19. september. Haukur Leifsson, Álfalandi 7, Reykjavík, lést af slysförum á Mall- orca 15. september. Sigriður Helga Halldórsdóttir, Stekk- um 5b, Patreksfirði, lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar laugardaginn 17. september. Guðrún Sigurðardóttir, Flókagötu 10, lést í Landspítalanum 17. septem- ber. Þorvaldur Árnason frá Víkurbakka, Árskógsströnd, andaðist á hjúkr- unarheimilinu Seli 16. september. Hlynur Ingi Búason, lést af slysförum 16. september. Jón Ármann Helgason, Stekkjarholti 13, Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 18. septem- ber. Haraldur Björnsson, Hjaltabakka 12, Reykjavík, lést föstudaginn 16. sept- Kort af Þórsmörk Ferðafélag íslands hefur nýlega gefið út kort af Þórsmörk og nágrenni. Land- kostir sf. á Selfossi sáu um að teikna kortið. Á þessu korti eru merktar göngu- leiðir út frá Sæluhúsi Ferðafélags Islands í Langadal/Skagfjörðsskála. Jón Böð- varsson, fyrrverandi skólameistari, skrifar ágrip af sögu Þórsmerkur á bak- hlið kortsins og lýsingu á gönguleiðum sem merktar eru á kortinu. Einnig sá Jón um að setja ömefni inn á kortið sam- kvæmt ömggustu heimildum og koma fram nokkrar leiðréttingar frá eldri kort- um af svæðinu. Kortið er brotið í hentuga stærð svo það fari vel í vasa, enda til þess gert að fólk hafi það með í göngu- ferðir um Mörkina. Þetta kort er einnig gefið út með enskum texta og annaðist Terry G. Lacy þýðinguna. -JSS frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. september kl. 13.30. Sigurður Guðjónsson, Skipasundi 39, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 22. september kl. 15. Útför Bergs Bjarnasonar bifreiða- stjóra, Holtsgötu 11, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkj u mið- vikudaginn 21. september kl. 13.30. Guðmundur Björnsson, Hjallalandi 27, verður jarösunginn frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 22. september kl. 13.30. Jónas Pálsson, Staðafelli, Stykkis- hólmi, sem andaðist að kvöldi þriðju- dagsins 13. september, verður jarð- sunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. september kl. 14. Gyða Guðmundsdóttir, Leifsgötu 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá 'Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Fundir Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Gestur fund- arins verður frú Sigríður Ingimarsdóttir,. varaformaöur Kvenfélagasambands ís- lands. ember. Spilákvöld Spilakvöld SÍBS og SAO Vetrarstarf Samtaka gegn astma og of- næmi og SÍBS deildanna í Reykjavik og Hafnarfirði er nú aö hefjast. Fyrsta spila- kvöld vetrarins er í kvöld, þriðjudags- kvöld. Spilað veröur í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð, kl. 20.30. Góö verðlaun verða veitt hvert kvöld auk heildarverðlauna. Kaffiveitingar. Allir eru velkomnir. Tilkyniiingar Neskirkja - starf aldraðra Farið verður í ferð um Þjórsárdal sunnu- daginn 25. september. Lagt verður af stað ffá kirkjunni kl. 13, skoðaður sögualdar- bærinn á Stöng og fleira. Veitingar verða bomar fram í félagsheimilinu Árnesi. „Leiklist á fjölmiðlaöld“ Leiklistarsamband íslands stendur fyrir leiklistarþingi laugardaginn 1. og sunnu- dagmn 2. október 1988. Þingið mun fjalla um samband leiklistar og fjölmiðla út frá ýmsum sjónarmiðum. Fundarstaður er Leikhúskjallarinn og hefst þingið stund- vislega kl. 10 árdegis. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku og þurfa þátttökutil- kynningar að berast skrifstofu FÍL fyrir 22. september nk. Skrifstofan er opin virka daga kl. 15-17 og síminn er 26040. Leikfélag Reykjavíkur sala áskriftarkorta Sala áskriftarkorta fyrir þetta leikár er hafm og stendur yfir daglega kl. 14-19 í Iðnó. Hægt er að panta kort í síma 16620. Einnig er mögulegt að greiða kort með Visa og Eurocard gegnum síma. Áskrift- arkort fyrir þetta leikár gilda á eftirtaldar sýningar: 1. Sveitasinfónía, 2. Sjang-Eng, 3. Þijár systur, 4. Maraþondans. Verð áskriftarkorta er 4.250. Þá er einnig hafin sala gjafakorta. Gjafakort gildir fyrir tvo leikárið 1988-’89 á eina sýningu í Iðnó. Starfsmannafélög, fyrirtæki, klúbbar og allir aðrir hópar (fleiri en 20) fá afslátt á almennu miðaverði. Hópar geta pantað með löngum fyrirvara í s. 13191. Aldraðir og skólafólk fá einnig afslátt af miða- verði. Hópsala til aldraðra og skóla í s. 13191. Öll einstaklingssala í s. 16620. Fundarboð í tengslum við vinnuþmgið verður haldið málþing í Norræna húsinu fimmtudaginn 22. september kl. 15.00. Þar munu erlendu gestimir greina frá því sem á döfinni er í heimalöndum þeirra í málefnum einhverfra. Einnig verður greint frá þróun mála hér á landi. Aö þessu loknu verða opnar umræður og fýrirspumum svarað. AUt áhugafólk er velkomið ó þetta málþing. Nánari upplýsingar veita RagnaFreyja Karlsdóttir, vs. 82528, og Sigríður Lóa Jónsdóttir, vs. 79760. • 1 ■■'■ 1 fci ií If/:. íif a - ''' jPSj Hljómsveitin Gildran með nýja plötu Hljómsveitin Gildran Kefur sent frá sér sína aðra hljómplötu og ber hún nafnið Hugarfóstur. Platan hefur að geyma 9 lög, ÖU eftir meðlimi hljómsveitarinnar, og em textar sem fyrr eftir Þóri Kristins- son. Einnig kemur út geisladiskur með sömu lögum auk tveggja laga af hljóm- plötunni Huldumenn sem GUdran sendi frá sér í fyrra. Hugarfóstur var hljóðritað í Stúdíó Stemmu í mars og apríl sl. Upp- tökumenn vom Sigurður R. Jónsson og Gunnar Smári Helgason. Hljómsveitin er skipuð þeim Birgi Haraldssyni, söngur og gitar, ÞórhaUi Ámasyni, bassi, og KarU Tómassyni, trommur. Það erhljóm- plötuútgáfan Steinar h/f sem sér um út- gáfu og dreifingu plötunnar. Fyrirhuguð röð sýninga í Gall- erí Borg, Pósthússtræti 9, fyrir áramót er þessi: Hringur Jóhannesson, oliumálverk og Utkrítarmyndir, 15.-27. september 1988. Jón Þór Gíslason, olíumálverk og teikn- ingar, 6.-18. október 1988. Helga Egilsdóttir, ohumálverk, 20. okt- óber - 1. nóvember 1988. Baltasar, grafikmyndir, 3.-15. nóvember 1988. Kristján Davíðsson, oUumálverk, 17.-29. nóvember 1988. Uppboð á vegum Galleri Borgar verða haldin 2. október og 4. desember 1988. Um skilnaðarhóp Fræðslu- og umræðunámskeið fyrir skjólstæðipga, sem nýlega hafa farið í gegnum skUnað, hefst mánudaginn 26. sept. nk. klukkan 20.15. Haldnir verða sex fundir vikulega. Stjórnendur námskeiðs- ins eru Nanna K. Sigurðardóttir félagsr- áðgjafi og Sigrún JúUusdóttir félags- ráðgjafi. Hópstarfið byggist á fræðslu um skiln- að (félagslega og tUfmningalega) og er vettvangur til aö miðla gagnkvæmum skilningi og reynslu. Unnið verður úr þessum efniviði þannig'aö aukið innsæi og skiiningur geti losað um meinlokur og togstreitu. Um hefðbundna meðferð er þvi ekki að ræða heldur innsæi, stuðn- ing og fræðslu. Stjómendur námskeiðsins veita nánari upplýsingar og taka við tilvísunum um þátttöku tU fóstudagsins 16. sept. nk. milli kl. 17 og 19 í síma 25770. Einnig er hægt að leggja skUaboð í símsvara (25770) á öðrum tímum. Nýtt Ijóðasafn fyrir grunnskóla A undanfómum tveimur árum hefur á vegum Námsgagnastofnunar verið unniö að undirbúningi útgáfu ljóða fyrir ís- lenska grunnskóla. Nú er komin út fyrsta bókin skv. þeirri áætlun og hefur hún hlotið heitið Ljóðspor. Bókin er ætluð tU kennslu í 4.-6. bekk. Á næsta ári er fyrir- hugað að gefa út ljóð fyrir 7.-9. bekk og þá næst Ijóð fyrir 1.-3. bekk. Á vegum Námsgagnastofnunar hafa kennararnir Kolbrún Sigurðardóttir, Sverrir Guð- jónsson og Þórdis S. Mósesdóttir annast söfnun og samsetningu efnisins. í Ljóð- sporum em ljóð eftir 138 ljóðskáld. Flest em Ijóðskáldin frá nitjándu og tuttugustu öld en hlutur ungra skálda er veigamik- U1 í safninu. Bókin er aUs 192 blaðsíður, sett og prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Frístælkeppni Nú er unnið að undirbúhingi fyrir frí- stælkeppnina 5. mars 1989 sem haldin er á Hótel Islandi á vegum tímaritsins Hárs og fegurðar. Nýveriö kom út kynning- arbæklingur á ensku um frístælkeppnina sem er sendur til ijölmiðla og til hár- greiðslusambanda um aUan heim. Einnig veröur kynning á frístæUteppninni víða um heim í tímaritum sem timaritið Hár og fegurð hefúr góð tengsl við. Bækling- urinn er einnig sendur til tískuhönnuða í helstu tiskuborgum heimsins. Keppnin verður einnig kynnt á heimsmeistara- mótinu í Diisseldorf, Salon International í London, Intemational Beauty Show West ’88 í Los Angeles Kaliforníu og The World Hairdress Congress í London. Framkvæmdastjóri keppninnar er rit- stjóri tímaritsins Hárs og fegurðar, Pétur Melsteð, keppnisstjóri er Torfi Geir- mundsson. Tapað fundið Læða í óskilum í Mosfellsbæ LítU hvít læða, grábröndótt á baki, rófu og höfði, hefur verið í óskUum í Barr- holti sl. 2-3 vikur. Eigandi hennar er vin- samlegast beðinn aö hringja í síma 666692. Mirmingarkort Minningarkort Kvenfélags Háteigskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúðinni Bók, Miklubraut 68, Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, hjá Láru Böðvarsdóttur, BarmahUð 54, s. 16917, Guðrúnu Þor- steinsdóttur, Stangarholti 32, s. 22501, og Jónínu Jónsdóttur, Safamýri 51, s. 30321. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðUar til sölu: Þuríöur Ágústsdóttir, Austurbrún 37, s. 81742, Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775, Þjónustuíbúðir aldraöra, Dalbraut 27, Helena Halldórsdóttir, Norðurbraut 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, s. 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84 og Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 miUi kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minning- arkorta fyrir þá sem þess óska. Marel hf. með umboð fyrir Berkelvörur Nýlega var undirritaður samningur milli Marel hf„ Höfðabakka 9, og Berkel Int- emational B.V. Rotterdam, HoUandi, um að Marel hf. yfirtaki sölu og þjónustuum- boð fyrir allar Berkelvömr á íslandi með söluleyfi til sjávarútvegs annars staðar í Evrópu. Berkel Intemational er þekkt fyrirtæki sem hefur um áraraðir haft leiðandi markaösstöðu fyrir margar af framleiðsluvörum sínum. Helst má þar nefna kjötskurðarvélar, kjötsagir, kjöt- mamingsvélar, hakkavélar, brauðskurð- arhnífa, iönaðarvogir, afgreiðslukassa og ýmiss konar verðmerkingarvogir fyrir verslanir. Marel hf. er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir rafeindavogir og fram- leiðslustýringarkerfi fyrir fiskiðnað. Fyr- irtækið var stofnað árið 1983 og hefur síðan verið í örum vexti. Með samningi þessum er Marel hf. að auka Qölbreytni þeirrar vöm sem fyrirtækið hefur á sölu- skrá. Einnig munu framleiðslu- og þjón- ustudeildir fyrirtækisins nýtast mun bet- ur en ella. Leiðrétting Fæöingardagur Ragnars Hjálmtýssonar, eins piltanna er lést í umferðarslysinu í Gnúp- verjahreppi, misritaðist í DV í gær. Rétt er að Ragnar fæddist 4. maí 1970 en ekki 4. apríl. DV biöst afsökunar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.