Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 3 Fréttir Synjað um kennarastöðu í Vestur-Landeyjum: Ætlar í mál við menntamálaráðherra - segir Eggert Haukdal hafa beitt pólitískum áhrifum „Birgir ísleifur menntamálaráð- herra hefur synjaö mér um kennslu- starfið. Ég hef verið beittur órétti og ætla því að fara í mál við ráðherr- ann. Einnig mun ég vísa málinu til umboðsmanns Alþingis jafnhliða málaferlunum," sagði Vigfús Andr- ésson, frá Berjanesi í Rangárvalla- sýslu, í viðtali við DV. Vigfús sótti um kennslustarf í Vest- ur-Landeyjum í lok marsmánaðar sl. Aðeins einn sótti um á móti Vigfúsi. Það var kennslukonan sem gegnt hefur starfmu sl. þrjú ár. Hún er réttindalaus en Vigfús hefur réttindi og fjögurra ára starfsreynslu. „Engu að síður hefur menntamálaráðherra nú synjað mér um starfið," segir hann. Umsókn kennslukonunnar var hins vegar ekki hafnað, eins og umsókn Vigfúsar, heldur var hún send til undanþágunefndar. Vigfús kvaöst í samtali við DV álíta að pólitík hefði ráðið ákvörðun Birg- is ísleifs menntamálaráðherra. Kennslukonan væri frænka Eggerts Haukdal og hann hefði „allar nefndir þarna í vasanum.“ Vigfús sagði aö skólanefndin hefði mælt gegn sér. „Raunar sendi hún bréf með óhróðri og lygum um mig í ráðuneytið. Hþis vegar mælti fræðslustjórinn í um- dæminu, Jón R. Hjálmarsson, með mér,“ sagði Vigfús. Hann hefur þegar vísaö málinu til Kennarasambands íslands og Kenn- arasambands Suðurlands. -JSS Átak í snyrtingu er í gangi í Reykjavík þessa dagana. Víða má finna rusi og annan óþverra í borginni. Ökumenn og farþegar i bilum virðast oft gripa til þess ráðs að henda rusli út um bílgluggana. Meðfram Ártúnsbrekkunni má glögglega sjá afleiðingu þessa sóðaskapar. DV-mynd S Menntamálaráðuneytið: Vigfös hafði engin meðmæli „Samkvæmt 13. grein í lögum nr. 48/1986 er gert ráð fyrir að hægt sé að hafna manni meö réttindl Haíi hann ekki meðmæli skólastjóra, skólaneötdar eða fræðslustjóra getur skólastjóri leitað til undan- þágunefndar og fengið að lausráða mann sem ekki er með réttindi og Vigfús hafði engin af þeim með- mælum sem talin eru hér að fram- an,“ sagði Sigurður Guðmundsson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, um málefni Vigfúsar Andréssonar. „Ráðherra vildi láta reyna á þetta og ákvaö að skjóta máli Guðrúnar til undanþágunefndarinnar en ég tel að þrátt fyrir það sé ekki búið að hafna umsókn Vigfúsar." -JSS 75 ára kona slasaðist 1 bil á Reykjavegi: Tvær háskaiegar hraðahindranir „Ég er með kraga um hálsinn þar sem ég tognaði báðum megin við efsta hálslið. Ég var í bíl með syni mínum. Hann ók ekki hratt en þar sem hraðahindranirnar eru ekki merktar og háar kom mikill skellur á bíhnn þegar hann ók yfir fyrri hindrunina. Ég sat í afursætinu og höfuðið á mér skall upp í þak bíls- ins,“ sagði sjötíu og fimm ára gömul kona sem varð fyrir óhappi á Reykja- vegi um síðustu helgi. Konan var flutt á slysadeild þar sem kragi var settur um háls henn- ar. Hún veit ekki með vissu hvenær hún losnar viö hann en hún hefur haft þrautir í hálsi öðru hverju frá því að hún varð fyrir óhappinu. Konunni þótti hryllilegt til þess að hugsa að þessar hraöahindranir, sem væru mjög brattar, væru ekki betur merktar. Hún segist vera viss um að hún sé ekki eina manneskjan sem slasast hefur vegna þessa. -sme Fáskrúðsíjörður: Sprúttsali hefur játað vínsölu Leigubílstjóri á Fáskrúðsfiröi hef- ur við yfirheyrslur játað ólöglega vínsölu. Erfitt er að henda reiður á hversu mikið magn og í hve langan tíma maðurinn hefur stundað sprútt- söluna. Grunur leikur á að maðurinn hafi stundað þessa ólöglegu starf- semi í áraraðir. Sigurður Eiríksson sýslumaður sagði að afbrot af þessu tagi væri erfitt að sanna. Helst yrði að standa menn að verki. Þótt það tækist sann- aði það ekki eldri brot. Mál sprúttsal- ans er hjá ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhald málsins. -sme Frímúrarareglan: Indriði Pálsson kosinn æðsti maður Indriði Pálsson, forstjóri olíufé- íslandi. Gunnar J. Möller gegndi lagsins Skeljungs, hefur verið kosinn þessari stöðu á undan Indriða, en æðsti maður Frímúrarareglunnar á hannléstfyrráþessuári. -hlh • Þú leikur annað hvort á móti tölv- unni eða við annan mótherja. • Tilheyrandi sprengjuhljóð. • Gengur fyrir rafhlöðu. • íslenskar leiðbeiningar. • Frábært verð. Soluaðilar úti á landi óskast Marco hf. Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 680690 Útsölustaðir: Reykjavík: Hjá Magna, Genus, Leik- bær, Hagkaup. Leikbcer, Hafnarfirði. Vöruh. Hólmkjör, Stykkishólmi. Amaró, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.