Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 19 Sviðsljós Of mikið ofbeldi Brigit Nilsen, sem eitt sinn var frú Stallone, er nú haröákveöin í aö gifta sig aft- ur. Þaö verður brúökaup um jólin í Danmörku, í sömu kirkju og Janni Spies gifti sig í um daginn. Það er auðvitaö ameríski fótbol- takappinn Mark Gastineau sem trítlar upp að altarinu með henni en nú er allt orðið gott aftur milli þeirra. Á dagskránni hjá þeim er aö eignast bam en í sumar lét Gitte eyða fóstri þegar allt var í steik hjá þeim skötuhjúunum. Nú er spurningin: Giftir hún sig líka í hvítu? Myndin, sem heitir „Buster“, segir sögu Busters Edwards, sem sat i níu ár í fangelsi fyrir sinn þátt í ráninu og árásinni á póstlest árið 1963. Edwards fékk engu að síöur kon- unglegar móttökur frá þijú hundruð aðdáendum sínum þegar hann kom á frumsýninguna. „Ég er mikill aðdáandi konungsjöl- skyldunnar og sennilega hefði það orðið stærsta stund lífs míns hefði ég fengið að hitta hana. Það hefði nú verið fallegt af þeim að leyfa mér að hitta sig, en það var víst ekki vin- sælt í höllinni," sagði Edwards við blaðamenn. Ungfrú sólskin Diana Ross aftur mamma Það kom heldur betur á óvart nú á dögunum þegar fréttist aö Diana Ross hefði alið barn. Það vissi nefni- lega enginn að von hefði verið á barni hjá henni. Þaö var í október í fyrra sem hjón- in Diana Ross og Arne Næss eignuð- ust sitt fyrsta bam, drenginn Ross Arne. Diana hefur foröast Ijósmynd- ara eins og heitan eldinn állar götur síðan, en allir héldu að það væri ein- göngu til að vernda soninn, því hún ku vera óskaplega hrædd viö að hon- um verði rænt eða gert mein á annan hátt. Enda ætti að vera hægt að kreíj- ast sæmilegrar upphæðar í lausnar- gjald frá foreldrunum, sem bæði eru margmilljónerár. Diana, sem er fjörutíu og fjögurra ára gömul, þohr einfaldlega ekki að láta sjá sig meö kúlu á maganum og hefur passað þaö að engar myndir Ólyginn sagði. . . Karl Bretaprins og Díana prinsessa mættu ekki á frumsýningu myndar um Lestarránið mikla á fimmtudag- inn í síðustu viku af þeirri ástæðu að í myndinni væri ofbeldi hafið til skýjanna. AðaUeikarar í myndinni eru rokk- söngvarinn Phil Collins sem leikur Edwards, og Julie Walters, sem leik- ur konu hans. Hér eru aðalleikararnir í myndinni Buster, þau Phil Collins og Julie Walters, ásamt Buster Edwards sjálfum við frumsýninguna í London á fimmtudag i siðustu viku. Stúlkurnar sem komust i úrslit voru að vonum í sólskinsskapi. Þau eru ekki lengi að þvi sem litið er hjónakornin Diana Ross og Arne Næss. Tvö börn á einu ári þykir bara sæmileg frammistaða. verði til af henni í því ásigkomulagi. Á blaöamannafundi, sem haldinn var í tilefni barnsfæðingarinnar, var skýrt frá því að faðir barnsins nýja væri Arne Næss.-Þakka skyldi henni Diönu að fara ekki að eiga bam með einhverjum öðrum en manninum sínum. Janni Spies var í ameríska sjónvarpinu um daginn og sagði að öll fjölmiðlaat- hyglin, sem hefði skapast vegna sambands hennar við Andrew Bretaprins, sem nú er hertoginn af Jórvík, hefði eyðilagt líf sitt. Það var einmitt það. Var það ekki þannig að hún var óþekkt klárn- leikkona áður en hún hitti prins- inn? Eru hlutirnir ekki frekar þannig að hún áathygli fjölmiðla á sambandinu allt sitt áð þakka? Eitt er víst að ekki hafa fjölmiðlar áhuga á henni í dag vegna þess hve hún sé góö leikkona. Ja, sjaldan launar kálfur ofeldið. Frændur okkar Danir eru þeirrar gæfu aðnjótandi að þeirra sumur bjóöa upp á miklu meira sólskin en okkar sumur. Það er þess vegna ekk- ert undarlegt við það þótt þeir kjósi sér ungfrú sólskin á hverju sumri. Þessi keppni fer fram síðsumars ár hvert og ekki vantar það að þær eru glæsilegar stúlkumar, sem þátt taka, rétt eins og stúlkurnar okkar sem taka þátt í fegurðarsamkeppn- um á Fróni. Sviðsljósi fannst rétt að gefa les- endum sínum kost á að dæma um fegurð frændsystra okkar þótt þessar myndir séu ekki úr úrshtum, heldur undanúrshtum. Eftir að keppninni var lokið slöppuðu stúlkurnar al og klæddu sig úr þeim fötum sem þeim fundust of þvingandi. ekkja danska ferðaskrifstofu- kóngsins Simon Spies, gifti sig á dögunum. Sá heppni heitir Christian Kjær. Danskir blaða- menn klóra sér nú í hausnum vegna þess að brúðhjónin eru far- in í brúökaupsferð og það er eins og jöröin hafi gleypt þau. Ekkert gengur þótt allir rannsóknar- blaðamenn Danmerkur séu komnir í málið. Á meðan hjóna- kornin ekki finnast eru dönsku blöðin svo aö velta sér uþp úr því að Janni gifti sig í hvítu og þetta er hennar annað hjónaband! Koo Stark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.