Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 17 Lesendur Verð á sælgæti: Oftar hærra verð á íslensku Fjórar vinsælar tegundir sælgætis, þrjár erlendar og ein íslensk. Mikill munur á verði - og þyngd, segir í bréfinu. Björg Einarsdóttir skrifar: Það er mikil sala í sælgæti hér- lendis og hefur svo verið allt frá því ég man eftir, mun meiri finnst mér en annars staðar tíðkast. Ég hef t.d. hvergi séð það fyrirbæri að fólk standi í hnapp inni í sælgætis- búðum og drekki gosdrykki og eti sælgæti með. - Þetta er alveg sérís- lenskt fyrirbæri að ég held. Ég er sjálf hins vegar ekkert að lasta þetta. Ég er ein í þeim hópi sem finnst sælgæti vera „reglulegt sælgæti" og kaupi mikið af því. Alltof mikið. En það er nú ekki aöalefnið heldur 'verðlagningin á því. Mér finnst sælgæti vera orðiö alltof dýrt hér og verðið hækkar stanslaust, án tillits til allrar verð- stöðvunar og eftirlits. Og ósamræmið í verðlagning- unni er gífurlega mikið og áber- andi. Ég sendi hér með sem dæmi umbúðir utan af þeim tegundum sem ég kaupi mest og ég tel að hafi verið vinsælar alllengi. Þrjár sæl- gætistegundirnar eru útlendar og ein íslensk. Þær útlendu eru allar 60 g að þyngd en sú íslenska 40 g. Veröið er 30 kr. á hverri hinna út- lendu en 40 kr. á þeirri íslensku. Þetta þykir mér miður þar sem íslenska sælgætið, einkum súkkul- aði, ber af í bragðgæðum. Sums staðar kostar þessi íslenska sæl- gætistegund meira að segja 42 kr. Það er mjög slæmt fyrir íslenskan iðnað að oftar en ekki eru sambæri- legar vörur viö erlendar dýrari. Þetta er áberandi í sælgætisiðnað- inum. Einnig eru sömu sælgæti- stegundir misdýrar frá verslun til verslunar. Og það er líka slæmt. ^ Svart framundan hjá SÁA: A borgin að borga brúsann? Kristinn Einarsson hringdi: Einhvers staðar las ég það nýlega, að það væri segin saga að þegar frétt- ist um fyrirtæki sem tækju skyndi- lega upp á því að fara að „hagræða" hjá sér, eins og það er kallað þegar farið er að huga að rekstrinum, þá væri skammt í gjaldþrot. Þetta kom mér í hug í gærkvöldi (15. sept.) er ég hlýddi á umræðuþátt á Stöð 2 þar sem rætt var við einn talsmann SÁÁ um verkefnin fram- undan, nýja tegund happdrætta og verkefnin yfirleitt. Oft er það einn hðurinn í „hagræðingunni" að ein- hver fjölmiðillinn er fenginn til að „taka viðtal" við einhvern hjá því fyrirtæki sem er illa statt til að skapa góða ímynd af öllu saman. Þessi þáttur minnti mig einnig á það, sem kunningi minn sagði mér fyrir stuttu, að SÁÁ hefði nýlega fengið myndarlega aðstoð frá okkur öllum, með því að borgarráð sam- þykkti beiöni frá þessum samtökum um niðurfehingu fasteignagjalda og svo aftur síðar í formi fjárstuönings upp á 3-4 mihjónir króna! í dagblaðinu Tímanum sé ég svo í dag að enn eru samtökin SÁÁ á ferö- inni og biðja borgina um aðstoð og að heUdarskuldir samtakanna nemi nú 105 miUjónum króna. í Tímanum er svo viðtal við formann samtak- anna og hann er spurður hvort sam- tökin eigi von á fyrirgreiðslu frá borginni. Svar hans er svohljóðandi og orðrétt upp úr Tímanum: „Við höfum áður beðið borgina um pen- inga, gerðum það síðast á 10 ára af- mæUnu, og þá kom tiUaga frá minni- hlutanum í borgarstjórn um að við fengjum einhveria peninga. Við feng- um 750 þúsund frá borginni þá.“ Mér er spum: Er það einungis minnihlutinn í borgarstjórn sem sér um fyrirgreiðslu frá Reykjavíkur- borg? - Eg held ekki. Eða var það ekki borgarráð sem samþykkti nið- urfelhngu fasteignagjaldanna og styrkinn upp a 3-4 milljonir krona? Eða hefur SÁÁ kannski ekki fengið neina styrki nema fyrir tilstilli minnihlutans í borgarstjórn? Gaman væri að fá staðfestingu á þessum styrkjum. En mér og mörgum fleir- um finnst að borgin ætti að fara hægt í sakirnar með frekari fyrir- greiðslu til ýmissa samtaka (ekki bara SÁÁ, það má Uka nefna samtök eins og JC-hreyfinguna og fleiri) úr sameiginlegum sjóði borgarbúa. - Borgin hefur ekki látið sitt eftir liggja í aðstoð sinni við SÁÁ, en það er ekki hægt að ganga endalaust í vasa okkar skattborgaranna. Atkvæðin liggja víðar en í SÁÁ. Samkvæmt heimildum lesendasíðu DV er það rétt með farið að Reykja- víkurborg hafi samþykkt niðurfell- ingu fasteignagjalda SÁÁ og veitt samtökunum fjárstuöning sem nem- ur um þremur og hálfri milljón króna fyrir ekki löngu síðan. r Verslun til sölu Til sölu verslun á besta stað við Laugaveg. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til DV fyrir nk. laugardag, merkt „Verslun 357“. VERKAKVENNAFLÉAGIÐ FRAMSÓKN ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör fulltrúa á 36. þing ASÍ 21. nóv. 1988 og er hér með auglýst eftir tillögum um fulltrúa á þingið. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 27. sept. 1988. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum þer að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, 26. september 1988 á neðangreindum tíma: Árskógar 17, íbúð nr. 1, Egilsstöðum, þingl. eig. Dagur Kristmundsson, kl. 13.50. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólfs- son hdl. M/b Guðmundur Kristinn SU404, þingl. eig. Pólarsíld hf., kl. 14.10. Upp- boðsbeiðandi er innheimta ríkissjóðs. Háaleiti, Djúpavogi, þingl, eig. Eðvald Smári Ragnarsson, kl. 14.20. Uppboðs- beiðendi er innheimta ríkissjóðs. Hraðfiystihús á Djúpavogi, þingl. eig. Búlandstindur hf., kl. 14.30. Uppboðs- beiðandi er innheimta ríkissjóðs. Steypustöðvarhús Vallá í Þverham- arslandi, Breiðdalsvík, þingl. eig. Elís P. Sigurðsson, kl. 15.00. Uppboðs- beiðendur eru innheimta ríkissjoðs og Iðnlánasjóður. Sæberg 13, Breiðdalsvík, þingl. eig. Guðmundur Björgólfsson, kl. 16.10. Uppboðsbeiðendi er innheimta ríkis- sjóðs. Sætún, Djúpavogi, þingl. eig. Bygg- ingarfélag verkamanna, Djúpavogi, tahnn eig. Ásgeir Hjálmarsson, kl. 15.20. Uppboðsbeiðendur eru inn- heimta nkissjóðs og Guðríður Guð- mundsdóttir hdl. Sævarendi 2, Stöðvarfirði, þingl. eig. Hraðfiystihús Stöðfirðinga hf„ kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er innheimta ríkissjóðs. Nauðungaruppboð annað og siðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, 26. september 1988 á neðangreindum tíma. Steinholtsvegur 2, Eskifirði, þingl. eig. Bjami Björgvinsson, kl. 13.00. Upp- boðsbeiðandi er Ámi Halldórsson hrl. Furuvellir 13, Egilsstöðum, þingl. eig. Heimir Ólason, kl. 13.10. Uppboðs- beiðendur eru Jón Sveinsson hdl., Kristján Ólaisson hdl. og Byggingar- sjóður ríkisins. Heiðmörk 13, Stöðvarfirði, þingl. eig. Andrés Óskarsson, kl. 13.20. Uppboðs- beiðandi er Tryggingastofhtm ríkis- ins. Hólaland 22, Stöðvarfirði, þingl. eig. Sigríður Sigfmnsdóttir o.fl., kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofn- un ríkisins. Álfabrekka 2, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Búðahreppur, kl. 13.40. Uppboðsbeið- andi er Arni Halldórsson hrl. Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Eskifirði. ÖL yvto yv\jsév'UitAot&rí í kjölfar aukinnar velmegunar hefur fjöldi sumarbústaða aukist mjög. Ekkert virðist benda til að um sam- drátt í byggingu þeirra sé að ræða. Þeir munu vera orðnir talsvert á sjötta þúsund á landinu öllu. í Lífsstíl á morgun verður fjallað um skipulagsmál sumarbústaðalanda. Á heimilissíðum munum við einn- ig fjalla um rafdrifna áleggshnífa og kanna hvort það borgar sig að kaupa óniðursneidd brauð og áleggtil heimilisins. Fastur liður í tilveru íslendinga á haustin eru réttir þótt umsvif þeirra hafi minnkað á síðustu árum. Stafar það að sjálfsögðu vegna samdráttar í fjárbúskap sem kemur meðal annars til vegna breytinga á mataræði íslendinga. Réttireru samt vinsælar bæði hjá börnum í sveitinni og svo borgarbörnum sem ekki fá mörg tækifæri til að kynnast lömbunum. DV heimsótti tvær réttir í Kjósar- sýslu og segirfrá þeirri ferð í Tíðar- anda á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.