Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 9
______l Útlönd PRH)JUÍ)ÁCUR ÍÖ. SEPTETilÖER 19^. Pólska stjórnin fallin Pólska þingiö samþykkti í gær van- traust á ríkisstjórnina vegna efna- hagsóreiðu og óróa á vinnumarkaöi sem leiddi til þess að leiðtogar kommúnistaflokksins urðu að taka upp samskipti við Samstööu, hin bönnuðu verkalýðssamtök, að nýju. Þingið samþykkti vantraust á rík- isstjórn Zbigniew Messners með þrjú hundruð fimmtíu og níu atkvæðum á móti einu en sautján sátu hjá. Stjórnin var hins vegar beöin um að sitja sem starfsstjórn þar til ný stjórn verður mynduð í næsta mánuði. Messner, sem verið hefur forsætis- ráðherra síðan 1985, var sakaöur um að hafa framfylgt stefnu kommún- istaflokksins í efnahagsmálum. Þeg- ar hann bauð fram afsögn sína, áður en gangið var til atkvæöa um van- traust í gær, minnti hann þingmenn á að það myndi ekki leysa vandamál landsins að skella skuldinni á hann. Þingmenn sökuðu ríkisstjórn Messners um getuleysi í baráttunni við verðbólguna, sem hefur rokið upp á þessu ári, og sögðu að stjórn- inni hefði mistekist að halda trausti almennings og þess vegna hefðu verkföllin á vegum Samstöðu orðið í síðasta mánuði. Verkfóllin eru ein helsta ástæða þess aö stjórnvöld leituðu til Lech Walesa og félaga hans og viku þar meö frá sjö ára gamalli stefnu þar sem neitað hefur verið að semja við hin ólöglegu vefkalýðssamtök. Talið er líklegt aö í kjölfar van- traustsins á ríkisstjórnina muni miö- stjórn kommúnistaflokksins koma saman til fundar í næstu viku og skipta út mönnum í háum stöðum innan flokksins. Mikil andstaða er innan kommún- istaflokksins við þá ákvörðun æðstu manna að hefja viöræður við Sam- stöðu. Taliö er að andstaðan sé mikil inn- an hersins og lögreglunnar en lög- reglan hefur eytt megninu af þessum áratug í að reyna aö klekkja á sam- stöðu. Þaö er talið mögulegt að í nýju stjórninni verði fleiri fulltrúar ann- arra en kommúnistaflokksins en verið hafa hingað til en það er Jaruz- elski, hershöfðingi og leiðtogi komm- únistaflokksins, sem tilnefnir nýian forsætisráðherra. Líklegast er talið að fyrir valinu verði Wladyslaw Baka, meðlimur framkvæmdastjórnar pólska komm- únistaflokksins og fyrrverandi seðla- bankastjóri, og að hann taki við sem forsætisráðherra í næsta mánuði. Eftir sem áður verður það komm- únistaflokkurinn sem stjórnar. Bandariski teiknarinn Lurie sér stöðuna i Póllandi fyrir sér á þann hátt að Samstaóa sé að rísa úr gröfinni, yfirvöldum til mikillar hrellingar. ísraelar skjóta upp gervihnetti ísraelar uröu í gær fyrsta ríkið í Mið-Austurlöndum til að skjóta gervihnetti út í himingeiminn. Hyggjast þeir nota hann til að efla varnir sínar og viðskipti. Hnettinum var skotiö upp ein- hvers staðar við Miðjaröarhafs- strönd landsins en þess var gætt að engir blaðamenn vissu ná- kvæmlega hvar. Þessi gervihnöttur er sendur á loft í tilraunaskyni og er áætlað að hann sveimi sextán sinnum á dag umhverfis jörðu þar til hann brennur upp í næsta mánuði. Fregnir í Mið-Austurlöndum Fyrsta gervihnetti israela skotið herma að í kjölfar þessa hnattar upp snemma i gærmorgun. Hann fylgi fleiri og að ísraelar viiji veröa mun senda upplýsingar til jarðar Sjálfstæðari um varnir sínar og i um þaö bil einn mánuð, áður en upplýsingaöflun en hingað til hefur hann brennur upp. Hnötturinn veg- verið, en þeir hafa þurft að reiða ur 156 kg. sig mjög á Bandaríkjamenn. Að sögn geimferðastofnunar Kína, Frakkland, Indland, Italía, Bandaríkjanna eru þaö aöeins Japan og nú ísrael 'sem talið er að Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland, geti sent upp gervihnetti. Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, greiðir hér atkvæði gegn stjórninni sem hann setti til valda fyrir þremur árum. í 29 ár Hressingarleikfimi kvenna og karla Haustnámskeið hefjast mánudaginn 26. sept. STJÓRNMÁLASLITIN OG STJ ORNMALAVIÐHORFIÐ Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til almenns félagsfundar í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 20. september kl. 20.30. Frummælendur eru: for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra, og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, FriðrikSophus- son iðnaðarráðherra. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.