Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 32
ÞEIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1088. m LífsstíU „Það kitlar mann að taka annany/ - segir Ingóifur Vilheimsson sem senn lýkur endursmíði eins stærsta og dýrasta jeppa landsins Það er vist eins gott að festa startarann svo tryllitækið komist i gang. „Þetta byijar á því að maður fer að hanna eitthvaö til aö setja á göt- una. Eitthvað sem ekkert stoppar, til að komast það sem maður hefur virkilegan áhuga á að komast, upp á hálendið yfir vetrartímann og jökl- ana.“ Ingólfur Vilhelmsson er 27 ára hár- skeri með ólæknandi dellu. Undan- farna níu mánuði hefur hann haldið suður í Kópavog aö aflokunum vinnudegi, skipt á rakarafótunum og kámugum vinnugalla, og lokað sig inni með gömlum Ford F-250, árgerð 1974, sem hann er að hækka og breyta á alla kanta. Hvern einasta dag og allar helgar líka, að undan- skildum þremur eða fjórum, þegar hann leyföi sér þann munað að taka sér frí og fara í feröalag. 44tommu dekk Ingólfur reiknar með að bíllinn verði kominn á götuna eftir um þaö bil einn mánuð, og miðáð við þá vinnu sem hann hefur þegar lagt í hann, áætlar hann að breytingarnar hafi tekið hann 1100 klukkustundir. Það gerir rúmar 27 vinnuvikur. Árangurinn af erfiðinu er líka fár- inn að koma í ljós. Það sem áður var bara ósköp „lágreistur“ og venjuleg- ur 0 órhj óladrifsbíll frá Flugbjörgun- arsveitinni, er nú óðum aö breytast í ferlíki eitt ógurlegt, sem verður máiað í felulitum. Ingólfur hefur sett í bílinn 300-400 hestafla vél úr Lincoln 1973,7,5 lítra, 460 kúbikk. Bensíntankamir eru tveir, annar 250 lítra, hinn 80 lítra. Undir tryllitækinu eru 44 tommu dekk (110 cm) á 15 sinnum 14 tommu felgum, það stærsta sem Bifreiðaeft- irlitiö leyfir. Til að koma öllu þessu gúmmíi undir þurfti náttúrlega aö hækka bílinn og það ekki lítið. Núna er hann 38 cm undir kúlu, en upp að sílsum er hvorki meira né minna en einn metri. Og fyrir þá sem vilja vita eitthvað meira um tæknilegu útfærsluna, þá eru „no-spin“ læsing- ar á fram- og afturdrifum, og drif- hlutfallið er 5,38. Trukkurinn er 6 metra langur stuðara á milli og 2,35 metrar á breidd. Þyngdin er heldur ekkert smáræði, 3,2 tonn. En þetta eru ekki einu breytingarn- ar. Utan um bíhnn hefur verið smíö- að sérstakt veltibúr, sem um leið gegnir hlutverki toppgrindar. Sú grind er alls rúmir 2,5 fermetrar. Aftan í bílnum hefur verið komið fyrir gasofni, eldavél, vaski og ísskáp og áður en yfir lýkur verða þar bekk- ir og borð sem hægt veröur að breyta í svefnaðstöðu. Appelsínugulur og Ijótur Tvö ár eru nú liðin síðan Ingólfur keypti bílinn. „Þá var hann bara appelsínugulur og rauður og ljótur, alveg óupphækkaður og óbreyttur,“ segir hann. Þannig ferðaðist hann um landiö á bílnum í eitt ár, eyddi m.a. hluta af jólum inni í Þórsmörk. „Stefnan var alltaf að ráðast í ein- hverjar framkvæmdir þessu líkar. Síðastliðið haust missti ég svo undan honum framhjólið bílstjóramegin. Ég var búinn að fara þvert yfir hálendið þegar ég missti hann út af rétt fyrir ofan Sigöldu. Það var eiginlega hvat- inn að því að fá sér húsnæði og fara inn með bílinn.“ Upphaflega ætlaði Ingólfur ekki að verða jafnstórtækur í breytingunum og raunin er orðin. En vélin sem var í honum var farin að hrekkja hann svolítið og það ýtti líka á eftir því að hafist væri handa. Fokheldur bíll „Þegar bíllinn var kominn hingað inn byijaði ég á því að rífa úr honum vélina, kúplingshúsið og allt, þannig að hann stóð bara ber ofan í húddi, frá gírkassa og fram. Gírkassinn og millikassinn voru reyndar það eina sem ekki var rifið í burtu. Síðan varð að hanna allar upphækkanir þannig að þær stæðust allar kröfur, bæði upp á burð og annað, því við verðum að fylgja reglugerð frá Bifreiðaeftir- litinu. Loks reif ég allt innan úr hon- um, þannig að hann var bara fok- heldur. Ekkert undir honum og ekk- ert inni í honum. Þannig er þetta búið að ganga, og maður er búinn að smíða upp hvern einasta hlut í öllum bílnum." - Þú segist hafa hannað allar breyt- ingar á bílnum en ekki smíðaðiröu sjálfur það sem þú þurftir? „Ég fékk mann til að smíða fyrir mig og vinna alla rafsuðuvinnu, þar sem mikið álag er á bílinn. Ég bý svo vel að frændi minn er verkstjóri í Stálveri og ég gat því gengið að góð- um manni. Bíllinn fór inn í fyrstu vikunni í desember í fyrra og síðan hefur þetta verið þrotlaus vinna. Ef ég hefði getað fengið upphækkunar- sett sem ég heföi getað raðaö saman, hefði þetta ekki tekið svona langan tíma. Það er hægt að kaupa svona sett i nýrri bílana, en ekki í bíl af þessari árgerð.“ Að því kominn að pakka saman Ingólfur viðurkennir að verkiö geti verið þreytandi. „Stundum er ég al- veg rosalega þreyttur," segir hann, Ingólfur Vilhelmsson uppi á jeppanum sem hann er búinn að vera að breyta undanfarna 9 mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.