Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Lélegt var og lokið er Dauðastríð ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu Stöðvar 2 var eftirminnilegur og dæmigerður punktur aftan við harmsögu, sem kalla má „Þrír hanar á sama haug“. Sérstaklega er athyglisvert, að formennirnir skuh telja sér hag í að heyja þetta stríð á skjánum. Ríkisstjórnin, sem nú hefur sagt af sér, þjóðinni til nokkurs léttis, var alla tíð hálfgert leikhús. Þar tjáðu menn sig með miklum tilþrifum og stórum yfirlýsingum, en kunnu htt til hversdagslegra verka, svo sem að passa aurana, sem ríkið fékk til varðveizlu og ávöxtunar. Ágætur mæhr á nytsemi ríkisstjórnar er, hve lítið fer fyrir henni og hve sjaldan hún er í fréttum. Það eru tímar góðæris, þegar ahir keppast við að rækta garðinn sinn í friði. Á þessum mælikvarða fékk hin nýlátna ríkis- stjórn lægstu einkunn íslenzkrar stjórnmálasögu. Fjölmiðlar fengu ekki einu sinni að hafa sína gúrku- tíð í friði. Daglega var ríkisstjórnin í hehd eða einstakir ráðherrar uppi á leiksviði fréttanna. Sífellt voru þeir að eigin sögn að bjarga málum fyrir horn. Ævinlega var það með eins miklum hávaða og frekast var unnt. Ríkisstjórnin fór af stað með loforð um stöðugleika, sem margir höfðu lengi þráð. Aðferðir hennar dugðu ekki th að standa við loforðið, þrátt fyrir ágætan með- byr ytri aðstæðna. Um síðustu helgi var ráðherrunum orðið ljóst, að stjórnin hafði riðið sér rembihnút. Th þess að skhja þetta, þurfa kjósendur ekki annað en að horfa á leikræna tjáningu formannanna í sjón- varpi og spyrja sjálfa sig: „Mundi ég treysta einhverjum eða öllum þessara manna til að reka svínabú á Vatns- leysuströnd?" Svarið yrði auðvitað samhljóma „Nei.“ Ef þeir tækju við af Þorvaldi í Shd og fiski, kæmu þeir umsvifalaust fyrirtækinu í varanlegan og vaxandi yfirdrátt í bankanum. Þeir mundu ráða til sín hagfræð- ingagengi og taka upp hvers kyns bókfærslu og undan- færslu. Þeir færu að væla um háa vexti og há laun. Öhum má ljóst vera, að svínabúið færi fljótt fjandans th, enda gæti það ekki látið Seðlabankann prenta handa sér seðla og skyldað þjóðina til að kaupa afurðirnar á uppsettu verði. Formennirnir yrðu ekki ríkir menn, ef þeir þyrftu að vinna sig upp í atvinnuhfinu. Harmleikurinn er því miður fólginn í, að ráðherrarn- ir voru einmitt ötulastir við að reyna að reka atvinnuhf- ið í landinu. Þeir ímynduðu sér, með sjávarútvegsráð- herra í broddi fylkingar, að þeir gætu stjórnað atvinnu- hfinu. Þeir settu sjávarútveginn beint á höfuðið. Ef hægt er að gefa viðtakandi ríkisstjórn eitt ráð, byggt á reynslu hinnar fyrri, þá er það þetta. „Látið fólkið í friði. Rughð ekki athafnir þess með efnahagslegu skipulagi, svo sem gengi, vöxtum, bókfærslum, kvótum og skömmtun. Reynið heldur að passa ríkiskassann.“ Lélegt var og lokið er. Rýtingarnir hafa gengið í bak- ið á víxl. Opinberað hefur verið margslungið undirferh, sem ekki náði ætluðum árangri. Leikararnir þrír hafa tapað. Meira að segja hefur falhð á utanríkisráðherra, sem hingað til hefur haft teflon-húð eins og Reagan. Steingrími hefur enn ekki tekizt að mynda hræðslu- bandalag Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Borgara- flokks undir stjóm og stefnu Framsóknarflokks. Hinn dasaði Borgaraflokkur hefur ekki fahizt á að hlaupa í slíka stjóm til að koma í veg fyrir kosningar. Útht er því fyrir væna stjórnarkreppu og kosningar, svo að kjósendur með of htinn stjórnmálaþroska fái færi á að kjósa yfir sig nýja leiksýningu af sama tagi. Jónas Kristjánsson Verðfall á at- vmnuhúsnæði Söluverð atvinnuhúsnæðis hefur lækkað mikið að raunvirði á síð- ustu mánuðum. Það er nú hið lægsta í hálfan áratug. Leiga hefur á hinn bóginn fylgt almennum verðhækkunum. Miðað við verð á atvinnuhúsnæði er leiguverð nú með því hæsta í áratugi. Þetta ástand má að einhverju leyti rekja til ríkjandi vaxtastefnu og opin- berra aðgerða. Mikiðframboð Undanfarið hálft annað ár hefur söluverð atvinnuhúsnæðis lækkað um 25% til 30% reiknað á fostu verðlagi. Söluverö margra gerða atvinnuhúsnæðis er nú svipað og fyrir einu ári. Óvanalega mikið framboð hefur verið á atvinnuhús- næði undanfarin misseri. Því valda ýmsir þættir. Fyrir fáum árum breyttust reglur Reykjavíkurborg- ar um greiðslu gatnagerðargjalda af nýbyggingum á eignarlóðum. Þær höfðu áður verið undanþegnar gatnagerðargjöldum. Borgaryfir- völd ákváðu hins vegar að breyta því og gáfu nokkurn aðlögunar- tíma. Afleiðingin varð að eigendur flýttu sér að hefja byggingarfram- kvæmdir eða selja lóðirnar öðrum sem hafist gátu handa áður en greiöa þurfti fuli byggingargjöld. Umsvif opinberra aðila hafa haft áhrif á framboð atvinnuhúsnæðis. Mikið hefur verið byggt af húsnæði í eigu opinberra aðila. Þegar það er tekið í notkun losnar annað hús- næði sem boðið er til kaups á fast- eignamarkaði. Söluverð atvinnu- húsnæðis var allhátt fyrir fáum árum. Það hefur vafahtið hvatt byggingaraðila til að byggja hús- næði til sölu á fijálsum markaði. Þá hafa nokkur umsvifamikil fyrir- tæki byggt yfir starfsemi sína. Miklar kröfur um ávöxtun Undanfarna áratugi hefur fast- eignamarkaðurinn verið hinn raunverulegi fjármagnsmarkaður hér á landi. Menn, sem vildu ávaxta fé sitt, festu það í atvinnuhúsnæði. Um árabil skilaöi atvinnuhúsnæði fjármagnseigendum verðtryggingu af eign sinni og vægum raunvöxt- um að auki. Á sama tíma vora inn- lánsvextir banka lægri en verð- bólgan. Fasteignasalar telja að ár- legar leigutekjur (brúttó) af versl- unar- og skrifstofuhúsnæði hafi lengst af verið um 10% af söluverði þess. Það svarar til að eigendur hafi haft 0,5% til 2,5% raunvexti af eign sinni. Verðbréfamarkaður- inn hefur nú tekið við því hlutverki fasteignamarkaðarins að ávaxta fé eignamanna. Fjármagn, sem lagt KjaUariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur er í fasteignir, ávaxtast lakar en ef keypt eru skuldabréf. Undanfarin ár hefur atvinnuhúsnæði, sem leigt er út, skilað eigendum sínum 4% til 8% arði fyrir skattlagningu. Það er minni ávöxtun en unnt er að fá með auðveldum hætti á verðbréfa- markaði. Af þessum sökum hefur borið á því að einstaklingar og fyr- irtæki reyni aö losa fjármagm sem bundið er í fasteignum. Fjárfesting í atvinnuhúsnæði er að þeirra mati ekki lengur nógu arðbær. Tekjur af leigu atvinnuhúsnæðis eru auk þess skattlagðar. Þeir sem eiga fé í verðbréfum þurfa á hinn bóginn ekki að greiða skatta af vaxtatekj- um sínum. Þegar skattar hafa verið greiddir kemur i ljós að nettótekjur af leigu atvinnuhúsnæðis eru ekki meira en fjórði hluti af þeim arði sem hafa má af skuldabréfum. Þetta misræmi í skattlagningu veldur því að fasteignir eru ekki eins álitlegur kostur sem flárfest- ing og skuldabréfakaup. Hátt leiguverð Þrátt fyrir lækkun á raunvirði atvinnuhúsnæðis á síðasta ári hef- ur leiguverö haldist lítið breytt, reiknað á fostu verðlagi. Undanfar- inn áratug hefur leiga atvinnuhús- næöis hækkað meira en almennt verðlag. Hún hefur einnig hækkað mun meira en söluverð atvinnu- húsnæðis. Hækkun raunvaxta og opinber skattlagning hafa án efa valdiö miklu um þessa þróun. Eig- endur atvinnuhúsnæðis gera sífellt meiri kröfur um að eignirnar skili arði. Þeir vísa til þess að fjármagn á lánamarkaði skilar enn hærri vöxtum en húsaleigan. Aðgerðir stjórnvalda hafa auk þess valdið hækkun húsaleigu. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði, sem fyrst var settur á 1978, olli hækkun húsaleigu. Þessi skattur leggst enn á verslunar- og skrifstofuhúsnæöi og veldur senni- lega 10% til 15% hækkun á húsa- leigu. Húsaleiga hækkar með sjálf- virkum hætti. Leigusamningar eru verðtryggðir og gerðir til nokkurra ára. Leiguverð hækkar af þeim sökum sjálfkrafa til jafns viö al- mennar. verðhækkanir. Söluverð lýtur hins vegar lögmálum fram- boðs og eftirspurnar. Á síöasta ari hefur húsaleiga af þeim sökum hækkað 20%-30% umfram verð- mæti húsnæðisins sem leigt er. í sumum viðskiptahverfum er leigu- verð nú komið úr öllu eðlilegu sam- hengi við markaðsverð eignanna. Margháttaðir erfjðleikar Lækkun á söluverði atvinnuhús- næöis hefur margháttaða erfiö- leika í for með sér. Byggingafyrir- tæki eiga í erfiðleikum með aö fá nægilega hátt verð fyrir eignirnar til að það nægi fyrir kostnaði. Þau þurfa að hafa eignirnar lengi í sölu áður en þolanleg tilboð fást. At- vinnuhúsnæði er byggt fyrir láns- fé. Byggingaraðili, sem ekki getur selt nýbyggða eign áður en fram- kvæmdum lýkur eða fljótlega eftir það, verður fyrir miklum vaxta- kostnaði. Algengt er að fyrirtæki noti allt of stórt húsnæði undir starfsemi sína. Ef þau eiga í erfið- leikum vegna skorts á rekstrarfé getur það reynst dýrkeypt. Mörg þeirra reyna nú að losa fiármagn með því að selja húsnæði og finna annað ódýrara. Fyrirtæki, sem eiga i fiárhagserf- iðleikum, neyðast til að afla rekstr- arfiár með því að selja fasteignir. Þau hafa síðustu mánuði þurft að selja eignir sínar á lægra verði en fengist hefur í hálfan áratug. Þessir aðilar tapa stórfé á því ástandi sem nú er á atvinnuhúsamarkaði. Lánastofnanir finna einnig fyrir verðlækkuninni. Veðmöt eru ófull- komin hér á landi. Reynslan sýnir að þegar söluverö fasteigna fellur jafnmikið og nú hefur gerst tapa lánastofnanir. Þegar ganga þarf að veðsettum eignum vegna vanskila kemur ósjaldan í ljós að söluverð þeirra nægir ekki fyrir skuldum. Sérstak- lega á það við um aðila sem miða fiárhæð lána við opinberar mats- fiárhæðir til dæmis fasteignamat eöa brunabótamat. Þeim sem styöj- ast við fullkomnari og faglegri veö- möt er minna hætt. Fyrirtæki, sem leigja dýrt húsnæði, þurfa að bera óhóflega háan leigukostnað. Versl- anir finna sérstaklega fyrir því. Ekki er ósennilegt að há húsaleiga valdi 2% til 3% hækkun verðlags í ákveðnum greinum verslunar. Stefán Ingólfsson „Fyrirtæki, sem leigja dýrt húsnæði, þurfa að bera óhóflega háan leigu- kostnað. Verslanir finna sérstaklega fyrir því. Ekki er ósennilegt að há húsa- leiga valdi 2% til 3% hækkun verðlags í ákveðnum greinum verslunar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.