Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÖJUÐAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Útiönd Uppreisnarmenn úr flugher Burma sem gengu í liö með mótmælendum í síðustu viku Simamynd Reuter Engar friðar- viðræður Fulltrúar stjórnarinnar í Nic- aragua og kontraskæruliða hittust í gær í fyrsta sinn síðan í júní. Þeim tókst hins vegar ekki að komast að samkomulagi um hvernig eða hven- ær ætti að taka upp viðræður að nýju til að binda enda á stríðið sem staðið hefur yfir í sjö ár. Varautanríkisráðherra landsins, Victor Hugo Tinoco, sem er aðal- samningamaður stjórnarinnar, sagði þó fundinn í gær ekki hafa verið með öllu árangurslausan. Sandinistar segjast vilja að samn- ingaviðræðurnar fari fram í Mana- gua, höfuðborg landsins, en kontra- skæruliðar vilja hins vegar funda síðar í þessum mánuði í Costa Rica, Guatemala City eða Dóminiska lýð- veldinu. Kontraskæruliðar slitu friðarvið- ræðunum í júní á þeim forsendum að stjórnin hefði ekki áhuga á að binda enda á stríðið. í gær sögðu þeir að stjómin ætti að sýna góðan vilja sinn og sleppa þrjátíu og níu föngum sem handteknir voru í júlí er efnt var til mótmælaaðgerða gegn stjórninni. Einnig krefjast kontra- skæruliðar að allri ritskoðun verði aflétt. Reuter Fímm hundruð sagðir fallnir Saw Maung, leiðtogi herforingjanna sautján sem tekið hafa völdin í Burma. Símamynd Reuter Skotdrunur heyrðust öðru hveiju í Rangoon í Burma í morgun en að öðru leyti var allt með kyrrum kjör- um. Hermenn höfðu þá skotiö til bana nær fimm hundruð mótmæl- endur, að sögn vestrænna stjórnar- erindreka. Skotið var á óvopnaða mótmælend- ur sem rifu niður vegatálma her- manna og hóp þrettán til fjórtán ára skólastúlkna sem gengu um og mót- mæltu valdaráninu. Lík saklausra fómarlamþa liggja á víð og dreif um þorgir landsins. Sérfræðingar í Rangoon eru þeirr- ar skoðunar að Ne Win, stofnandi sósíahstaflokksins, standi á bak við hið „falska" valdarán hersins á sunnudaginn. Ne Win dró sig til baka sem leiðtogi flokksins í júlí en er þó enn hæstráðandi, að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Eftir að herinn tók völdin var sett á útgöngubann, samkomur fleiri en fimm voru bannaðar og fólki skipað að snúa aftur til vinnu sinnar. Verk- fóll höfðu staðið yfir í mánuð á með- an fólk krafðist afsagnar stjórnar- innar. Fregnir herma að stúdentar hafi verið skotnir til bana nálægt háskól- anum í Rangoon í morgun. Háskól- inn hefur verið vígi stjómarandstæð- inga undanfarna mánuði. Herinn viðurkenndi í ríkisútvarp- inu í gærkvöldi að hafa orðið fimm- tíu og sjö manns að bana þegar reynt var aö koma á lögum og reglu en stjórnarerindrekar fullyrða að nokk- ur hundruð hafi látið lífið. Flestir voru myrtir á sunnudagskvöld og á mánudagsnóttina þegar herinn lét til skarar skríða víðs vegar um landið. Reuter ■ Hjól ... svartir sílsar, álfelgur, sumar/vetrardekk, flækjur, útistandandi hreyfanlegir speglar, aflbremsur, veltistýri o.fl. o.fl.. ” smAauglvsingar SÍMI 27022 Símamynd Reuter Beðið fyrir keisaranum. Japanskeisari alvaiiega veikur Hirohito Japanskeisari er sagður alvarlega veikur og í morgun komu starfsmenn Rauða krossins í annað skipti á einum sólarhring með blóð til keisarahallarinnar. Embættismenn í höllinni neituðu að verða við svörum um ástand keis- arans en japönsk fréttastofa hafði það eftir heimOdarmönnum stjórn- arinnar að hann væri í lífshættu. Hirohito, sem er 87 ára gamall, kastaði upp blóði í gærkvöldi og starfsmenn hallarinnar segja hann hafa fengið blóðgjöf snemma í morg- un. Keisarinn hefur verið með hita í nokkra daga. Almenningur safnaðist fyrir utan höllina í morgun til að biðja fyrir keisaranum og fregnir af slæmu heilsufari hans urðu til þess að óró- leiki gerði vart við sig á verðbréfa- markaðinum, skuldabréf féllu í verði en hlutabréf hækkuðu. Reuter Danskur kvenna- flokkurí uppsiglingu Gizur Helgascm, DV, Reersnæs: Danskur kvennaflokkur er nú í undirbúningi. Fjöldi málsmetandi kvenna hefur á undanförnum mán- uðum unnið ötullega að því að stofna flokkinn og nú eru þær að vona að erfiðið skili árangri. Charlotte Meldal blaðamaður segir í viðtali við Berlingske Tidende: „Við viljum gjarnan að konur hafi meiri áhrif á stjómmálalífið. Við ætlum ekki að keyra kvennastefnu en vilj- um sem konur innleiða mannlega stefnu og þess vegna erum við hvorki vinstri né hægri sinnaðar.“ Hún undirstrikar að konurnar æth sér ekki eingöngu að leggja áherslu á kvennamál, eins og þarfir barna og dagvistunarheimili, heldur og að leggja fram íjármála- og utanríkis- málaáætlun. Charlotte Meldal álítur að margar af þeim konum sem sitja á þjóðþing- inu vinni frábært starf. „En það eru svo mörg göt og síur á hinum hefð- bundnu flokkum að skoðanir kvenna komast ekki nægilega vel til skila.“ Konurnar vonast til þess að geta hafið söfnun undirskrifta eftir eitt ár til þess að flokkurinn geti boðið fram við næstu kosningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.