Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 28
36 Ólympíu- leikur DV - dregið í fyrsta sinn í gær Nú er komiö aö áttundu umferðinni í ólympíuleik DV í samvinnu við Fjarkann, Bylgjuna og Flugleiðir. Leikurinn byggist á því að safna fjórum fjörkum með nafni sama handboltamanns eða stórmeistara í skák og senda til DV. Alls verða leiknar ellefu umferðir á þennan hátt og geta allir tekið þátt í hverri umferð. Leikurinn fer þannig fram að á hverjum degi birtist mynd af handboltamanni eða stórmeistara í DV ásamt seðli fyrir nafn þátt- takanda. Þennan seðil þarf að senda inn til DV ásamt fjórum fjörkum með nafni sama manns. Bæði úrklippan úr DV og fjarkarnir fjórir þurfa að vera með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess sem sendir. Glæsilegir ferðavinningar Þeir sem verða svo heppnir að fá sinn fjarka dreginn úr pottinum hljóta að launum helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow að eigin vali. Alls verða það því ellefu heppnir þátttakendur sem hljóta slíka ferð í þessum leik. Bónusferð til New York Þegar dregið hefur verið úr fjörkunum er úrklippumyndirini haldið til haga og að loknum umferðunum ellefu verður dregið sérstaklega úr þessum innsendu seðlum og sá heppni hlýtur að launum helgar- ferö með Flugleiöum til New York. Dregið í beinni útsendingu á Bylgjunni Nöfn þeirra heppnu verða dregin út daglega í beinni útsendingu á Bylgjunni og síðan birt næsta dag í DV. Til að allir eigi jafna möguleika á þátttöku veröur viku frestur til að senda fjarkana og úrklippuna hingað til DV þannig að dregið verð- ur úr seðlum og fjörkum frá þriöjudeginum 20. september í beinni útsendingu á Bylgjunni viku seinna og nafn þess heppna birtist síðan í DV daginn eftir. Margfaldur möguleiki Þeir sem taka þátt í þessum ólympíuleik í samvinnu DV, Fjarkans og Bylgjunnar eiga margfalda möguleika á því að komast í helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow því að ef þeir taka þátt í öll- um umferðunum ellefu eiga þeir alls 44 möguleika á því að þeirra nafn verði dregið úr pottinum. Til viðbótar er svo jafn möguleiki allra til að hljóta bónusvinninginn, helgarferð til New York meö Flugleiðum. Fyrsti vinningshafinn á Akranesi I gær var dregið í beinni útsendingu í þætti Þorsteins Ásgeirssonar á Bylgjunni. Upp úr vænni hrúgu af fjörkum kom einn slikur sem sendur var inn af fjölskyldunni á Bjarkargrund 4 á Akranesi. Náðist strax samband við þau og var að vonum mikil ánægja með að hljóta þennan veglega vinning. Nokkuð hefur boriö á því að þátttakendur hafi gleymt að rita nöfn sín og símanúmer aftan á fjarkana sjálfa. Þetta hefur orsakað meiri vinnu við flokkun seðla og fjarka því dregið er sérstaklega úr fjörkun- um fyrst en bónusvinningurinn er dreginn úr seðlunum úr DV í lokin. Páll Ólafsson Áttundi í röðinni er handknattleiksmaðurinn Páll Ólafsson sem í vet- ur leikur með KR eftir að hafa leikið í V-Þýskalandi. í dag byijar slag- urinn hjá honum og félögum hans í ólympíuliði íslands þegar þeir mæta Bandaríkjamönnum. Nú er bara að safna fjórum fjörkum með nafni hans og senda til DV, merkt: „Ólympíuleikur DV“, og senda bæði fjarkana og seðilinn með nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Nafn:........................................................... Heimili:......................................................... Sími:........................................................... I Smáauglýsingar ■ Húsgögn 7 tegundir af innskotsborðum komnar. Einnig ýmiss konar gerðir af smáborð- um og sófaborðum. Seljum útsaum á rókókóstóla og borð. Verið velkomin. Opið kl. 10-19. Nýja bólsturgerðin, Garðshorni, sími 16541. ■ Bílar til sölu Þessi bifreið, Mercedes Benz 280 SE, árg. ’84, er til sölu, ekin aðeins 65 þús. km, litur dökkblár (metallic), leð- ursæti, centrallæsingar, ABS bremsu- kerfi, sjálfv. hleðslujöfhun o.fl., sum- ar- og vetrardekk á felgum. Innflutt af Ræsi hf. og reglulega yfirfarin þar (þjónustubók). Mjög glæsileg og vel með farin bifreið í sérflokki. Verð kr. 1.500.000,- (sam- bærileg bifreið kostar ný ca kr. 3.300.000). Uppl. í síma 666631 og í síma 27611. Wagoneer Limited ’87, ekinn 43 þús. km. söluverð 1650 þús., litur gulur, með brúnu viðarlíki, leðursæti, sjálf- skiptur, 4ra lítra vél, rafmagn í öllu (sæti, rúður, speglar), cruise control, útvarp og kassettutæki. Góður stað- greiðsluafsláttur. Uppl. í síma 91- 688999 og 91-53682. Toyota LandCruiser disil '86 til sölu, ÁB upphækkun, 35" dekk, lægri drif, 4,88 og 100% loftlæsingar á báðum hásingum. Uppl. í síma 25780 á daginn og 41086 á kvöldin. Til sölu M. Benz 2228 ’82, selst með eða án kassa. Uppl. í símum 91-84708, Jói, og 96-41510. Benz 1113 steypudælubíll til sölu, ný- yfirfarinn, í toppstandi, góður stað- greiðsluafsláttur, tek bíl upp í og skuldabréf. Uppl. í síma 73676 eftir kl. 18. Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. "j Fréttir Með geislabaug á mynd Allsérkennilegur ljósdepill mynd- aðist í kringum höfuö ungrar stúlku sem fest var á filmu á Brennistöðum í Borgarfirði fyrir skömmu. Hann minnir óneitanlega á geislabaug og það sem meira er, myndin kom svona beint af skepnunni. Hafa foreldrar stúlkunnar velt vöngum yfir því hvað þarna er á ferð, að minnsta kosti er það ekki sólar- ljósið sem er svona sérkennilegt. Við nánari skoðun kom í ljós að þessi blettur er einnig á filmunni. Og skýr- ingin felst sennilega í því að fram- köllunarvökvinn hafi gert þetta að verkum. Engu að síður er það óneit- anlega sérkennileg tilviljun að þessi blettur skuli vera sá eini á 24 mynd- um sem komu úr framkölluninni. Stúlkan með geislabauginn heitir Þórey Helena Guðbrandsdóttir og systir hennar, sem liggur í grasinu, heitir Dagný Ásta. Móöir stúlkunnar tók þessa mynd og heitir hún Valdís Andersen. -GKr Eyjakvöldin eru haldin nú fimmta árið í röð og eru orðin fastur liður í skemmtanalífi Eyjamanna á haustin. DV-mynd Ómar Garðarsson „Ég veit þú kemur“ Ómar Garöaxsson, DV, Vestmannaeyjunu Eyjakvöldin 1988 með yfirskrift- inni „Ég veit þú kemur“ hófust síð- astliðið laugardagskvöld í Hallar- lundi þar sem þau verða í haust. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og söngvaramir Helga Möller og Eyjólfur Kristjánsson sáu um fjörið á þessu fyrsta kvöldi. Það var ekki annað að sjá og heyra en aö fólk skemmti sér vel. Gestir tóku undir fjöldasönginn af lífi og sál. Eyjakvöldin, sem nú eru haldin- fimmta árið í röð, eru orðin fastur hður í skemmtanalífi Eyjanna á haustin. Þessi kvöld verða öllum þeim sem þau sækja ógleymanleg kvöldstund í góðra vina hópi. Nissan Patrol dísil '84 til sölu, ekinn 113 þús. Uppl. í síma 985-25562 á dag- inn og 96-24122 á kvöldin. Blazer CST, árg. 72, óryðgaður, bíll í góðu standi, verð 350 þús. Uppl. í síma 91-651576. Toyota Corolia 1300 ’87, ekinn 33 þús. km, söluverð 475 þús., litur silfurgrár, 3ja dyra, góður staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í síma 91-688999 og 91-53682. Izuzu Gimini ’82 til sölu, verð 350 þús. Uppl. í síma 94-2166. Tll sölu AMC Javelln ’71, 8 cyl., 327, turbo, 400 skipting, splittað drif, ný- upptekin vél, skipti koma til greina. Uppl. í síma 93-13336 eftir kl. 18. P

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.