Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 37 LífsstQl Dönsk-íslensk nemendaskipti: Allir mjög áhugsamir „Þrqtt fyrir aö þetta þróist út frá dönskukennslu hafa þessi samskipti ekki bara jákvæö áhrif á tungumála- kunnáttu barnanna," sagöi Stella Guðmundsdóttir, skólastjóri Hjalla- skóla. „Þessi nemendaskipti hafa mikiö félagslegt gildi fyrir krakkana. Þau víkka sjóndeildarhringinn og samheldnin hefur aukist eftir feröina til Danmerkur.“ Stella hefur haft veg og vanda af þessum nemendasamskiptum. „Þetta á sér langan aödraganda. Á sínum tíma, þegar ég kenndi í Æf- ingaskólanum, stóðum viö í bréfa- skiptum við danska jafnaldra, en aidrei varö úr að hópur þar færi út. Árið 1981 kenndi ég dönsku í Digra- nesskóla og þá voru bekkir með bréfasknftir við krakka í Óöinsvé- um, en Óöinsvé eru vinarbær Kópa- vogs.“ Hjallaskóli er nýr skóli og elstu nemendurnir eru nú í 8. bekk. „Þegar núverandi 8. bekkingar voru í 5. bekk hófum viö bréfaskrift- ir viö danska jafnaldra þeirra. í sum- ar kom svo fyrsti hópurinn frá Dan- mörku í júní og annar núna í septem- ber. Fyrsti íslenski hópurinn fór út í ágúst. Dönsku krakkarnir sem hingaö koma eru nemar í 6. bekk en íslensku krakkamir eru tveimur árum eldri þegar þau fara út. „Við erum þeirrar skoðunar að þau hafi meira gagn af ferðinni þegar þau eru orðin eldri og þroskaöri." Aö sögn Stellu hafa krakkarnir verið virkilega dugleg að safna fyrir feröinni. Þau hafa haidið kökubasar, flóamarkað, bingó og selt rækjur og sveppi. „Þau leggja hart að sér og foreldrar eru einnig mjög jákvæðir. Við höfum fengiö styrk frá Fondet for dansk- islandsk samarbejde sem er danskur sjóður ætlaður til að styrkja sam- skiptin milli landanna. Og því má bæta við að alls staðar í Danmörku var vel tekið á móti okkur og Danir eru mjög jákvæðir gagnvart þessum samskiptum." -JJ Dönsku strákarnir eru auðsjáanlega vanir því að spila handbolta i frimínútum. „Það er alveg frábært aö vera í svona ferðalagi. Við höfum aldrei prófað svona fyrirkomulag að vera komiö fyrir á heimilum. Fólkið héma er svo gestrisið, það gerir allt fyrir okkur - dekrar við okkur. Svo er svo mikið að gerast að við höfum ekki tíma til að sakna okkar fólks heima í Danmörku." Maria og Susanne sögðust vera yfir sig hrifnar af landi og þjóð þá tíu daga sem þær voru búnar að dvelja á íslandi. „Svo er eitt sem viö höfum tekiö sérstaklega eftir,“ sagði Maria. Hér er allt svo hreint. Maður getur séð óralangt í burtu. Loftið er allt öðru- vísi en við höfum séð annars stað- ar.“ „Við vildum gjarna vera héma áfram,“ bætti Susanne við. - Hvemig gengur að umgangast jafnaldra ykkar? „Það gengur ágætlega en tungu- máhö er alveg svakalegt. Annars ef íslenska er töluð hægt, þá er hægt að skilja ýmis orð. íslensku krakk- arnir geta ekki vel skilið okkur þótt þau séu eitthvaö byijuð á aö læra dönsku. Viö tölum bara ensku sam- an. Annars finnst okkur við eiga margt sameiginlegt með íslending- um þótt landið sé allt öðruvísi en við héldum áður en við komum hingað.“ - Finnst ykkur landið ekkert kulda- legt? „Nei, nei, það er ekkert svo kuldalegt þótt við höfum ekki séð mikið af trjám. Samt kom það svolítið á óvart. En það var gaman að snerta og ganga á jöklinum sem við skoðuðum í Skaftafelli." -ÓTT. „Okkur finnst viö eiga margt sameiginlegt með islenskum krökkum þótt landiö sé allt öðruvisi en við höfðum ímyndað okkur.“ Stúlkurnar heita Maria Larsen og Susanne Andersen. DV-mynd BG „ísland er allt öðruvisi en við héldum,“ sögðu Jesper og Bjarke. „Það eru svo margir bílar á hverju heimili. Fólkið hér hefur það betra að meðaltali en Danir.“ íslendingar eru ríkari en Danir Þeir félagar Jesper Nielsen og Bjarke Ahlstrand voru örhtið gáttað- ir á því hvernig lifnaðarháttum ís- lendinga er háttað. „Ég held að ís- lendingar séu ríkari en Danir,“ sagði Jesper grafalvarlegur á svipinn og bætti við: „Svona að meðaltali, já ég held það,“ - Hvers vegna? „Þeir eiga svo marga bíla og búa í svo flottum húsum.“ Bjarke bætti við: „Þaö eru þrír bílar á heimilinu þar sem ég bý. En annars er þetta víst af því aö hér þarf fólk að ferðast svo langar vegalengdir á milh staða. Það er eins og þá þurfi allir aö eiga bíl. Annars eru svo fáir strætisvagn- ar hérna.“ - En haldið þið aö hér sé lengra á milli staða en í Kaupmannahöfn þar sem þið búið? „Já það er alveg örugglega lengra á milli staða hér.“ Strákarnir voru spurðir aö því hvort þeir tækju eftir því að á íslandi væri ein samgöngu- leið ekki til sem aigeng er í Dan- mörku. Þeir voru lengi að hugsa sig um. Kennari þeirra hjálpaði þeim örlítið. „Jú, það eru lestarnar." Nú fengu þeir nóg að hugsa um - þeir virtust ekki alveg gera sér grein fyr- ir þessu „skrýtna“ fyrirkomulagi. „Landið er ahavega aht öðruvísi en við héldum áður en við komum hing- að. Allt miklu stærra og finna.“ -ÓTT. Höfum aldrei séð fossa áður „Veðr-iö hér á íslandi kemur ekkert á óvart. Hér er svipaö veöur og í Danmörku nema kannski er aðeins kaldara," sagöi Frans Sorensen einn úr hópi danskra krakka sem eru í heimsókn hjá pennavinum í Hjalla- skóla. Krakkarnir sögðust vera á íslandi í fyrsta skipti. Þau hafa áöur farið til útlanda með foreldrum sínum en ekki í hópi eins og núna. Þannig hafa mörg þeirra farið til Svíþjóöar enda Tíðarandi ekki langt að fara. Krakkarnir búa í Kaupmannahöfn - þaðan sést meira að segja yfir til Svíþjóðar yfir Eyrar- sund. Juri Carelius, félagi Frans, var yfir sig undrandi eftir að hafa skoðað náttúru íslands. „Mér fannst skrýtiö aö keyra í bíl yfir sanda, svarta sanda meira aö segja, og sjá ekkert annað í langan tíma. Þarna var allt autt og bara eins og eyðiland. Svo sáum við fossa. Ég hef aldrei séð svoleiðis áð- ur. Ekki nema í sjónvarpinu. Við skoðuðum Svartafoss hka. Þar eru þessir fallegu steinar (stuðla- berg) sem eru sexkantaðir. Þeir voru mjög fallegir. Svo sáum viö Uka Skógafoss." Þegar ljósmyndari mundaði tæki sín sagði Juri ákafur: „Nu bhver vi beromte." Strákunum fannst spenn- andi að fá þessa athygli. Eflaust gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að á íslandi búa ekki milljónir manna þó svo aö landið sé stærra en þeir héldu. -ÓTT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.