Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 15 Undanfamar vikur hefur mikiö verið rætt um það af ýmsum aðil- um, t.d. forstjóranefndinni, að kjaraskerðing sé bráðnauðsynleg og óumflýjanleg á þessu ári. Þann vanda sem við blasi sé ekki hægt að leysa án stórfelldrar kjaraskerð- ingar. Sé miðað við stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir er ekkert sem bendir til þess að það sé verulegur samdráttur í aðsigi. Þvert á móti bendir allt til þess að staða þjóöar- búsins á þessu ári verði svipuð og í fyrra en þá framleiddi þjóðarbúið meira en nokkru sinni fyrr. Áfalliö 1983 og „Áfallið“ 1988 í töflu 1 og mynd 1 má sjá saman- burð á milh áranna 1983 og 1988 hvað varöar þjóðarframleiðslu, þjóðartekjur og verömæti útflutn- ingsframleiðslu og sjávarvöru- framleiðslu. Á árinu 1983 varð ein- mitt töluverð kjaraskerðing sem þá var að hluta rökstudd með því að þjóðarframleiðsla hefði dregist saman og því þyrftu launþegar að leggja á sig byrðar eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Á tölunum má glöggt sjá að ástandið árið 1983 var allt annað en nú og eins má sjá að það er alls ekki ástæða til stór- felldra kjaraskerðinga út frá áætl- aöri stöðu þjóðarbúsins. Tillögur í efnahagsmálum og kaupmáttur launa Eins og kunnugt er virðist niður- færsluleiðin vera komin út af borð- inu. Þaö þýðir hins vegar ekki að ríkisstjómin sé hætt að hugsa um kjaraskerðingar. í tillögum ríkis- stjómarflokkanna allra er gert ráð fyrir því að laun verði fryst fram yfir áramót. Forseti ASÍ hefur hins vegar lagt fram hugmyndir um lausn núver- andi vanda án þess aö hreyft sé viö launahækkunum. Hvaö þýða hinar mismunandi til- lögur fyrir kaupmátt launa á næstu mánuðum? Hér er sýnt hvað 3 mis- munandi útfærslur á launamálum, gengismálum og verðlagsaðhaldi þýða fyrir kaupmátt launa. Leið 1. er byggð á hugmyndum forseta ASÍ en leið 2 og 3 em mismunandi út- færslur á hugmyndum sem virðast vera uppi innan ríkisstjórnarinnar. Þrenns konar tillögur 1. Laun myndu hækka um 2,5% þann 1. október, 1,5% þann 1. des- ember og 1,25% þann 1. febrúar auk þess verði greidd 1% verðlags- uppbót 1. desember. Gengi verði fast og verðlagsaðhald verði enn- þá strangt. 2. Launahækkanir frystar, gengi Kjallaiiim Ari Skúlason hagfræðingur Alþýðusambands íslands stöðugt og töluvert verðlagsað- hald. 3. Launahækkanir frystar, gengi fellt um 3% fljótlega, slakað á verðlags- aðhaldi. Niðurstöður I töflu 2 má sjá hvað gerist í sam- bandi við verðbólgu, launahækkanir og kaupmátt fram í maí 1989. Verð- bólga verður svipuð í leiöum 1 og 2 en minnst í leið 3. Sé litið á kaup- máttinn kemur dæmi 3, sem að mestu er miðað við tillögur forseta ASÍ, langbest út. Á mynd 2 má sjá hvernig kaupmátturinn kemur til með að þróast miðað við þessar 3 til- lögur. Þar kemur greinilega í ljós hvað tillögur ríkisstjómarflokkanna þýða fyrir kaupmátt launa. Ari Skúlason Tafla 2. Breytingar frá sept. ’88 til apríl ’89. Leið 1 Leið 2 Leið 3 Verðbólga 6,7% 4,8% 6,7% Kauphækkanir 6,4% 0,0% 0,0% Kaupmáttarbreyting -0,3% -4,8% -6,7% Tafla 1. Breytingar mifli ára 1982-83 1987-88 Verg þjóðarframleiðsla -4,7 0,0 Vergar þjóðartekjur -3,3 -0,5 Útflutningsframleiðsla -3,3 2,0 Sj ávarvöruframleiðsla -9,5 1,5 ÁFALLIÐ 1983 OG ’ÁFALLIÐ* 1988 BREYTINGAR FRÁ FYRRA ÁRI 1982- 1987- 1983 1988 !■!•!•!•! •!•!•!•!! -10 - -191 þdÓÐAR- þdÓÐAR- FRAMLEIÐSLA TEKJUR VERÐMÆTI VERÐMÆTI ÚTFLUTNINGS- SJÁVARVÖRU- FRAMLEIÐSLU FRAMLEIÐSLU KAUPMÁTTARþRÓUN MIÐAÐ VIÐ 3 LEIÐIR SEPTEMBER 1988,TIL APRÍL 1989 LEIÐ 1 LEIÐ 2 LEIÐ 3 Enn um vísitölu Rikisstjórnarflokkarnir hafa hugsað meira um að skjóta flugeld- um og púðurkerlingum á hver ann- an þessa dagana en efnahagsmál þjóðarinnar. Þeir hafa kannski ætl- að að „hókuspókusa" allt í lag. En tíminn hefur hlaupið frá þeim sem og efnahagsmáhn. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem þorir að vaða í villu og svima. Framsóknarmenn ættu frekar að sækja fram í sparnaði og ráðdeild í sínum ráðuneytum en að sækja fram sem stjórnarliðar fyrir hádegi og sem stjórnarandstaða eftir há- degi og á kvöldin aðallega í fjöl- miðlum. Kratarnir ættu fremur að hugsa hlýlega til þeirrar alþýðu sem þeir kenna sig við, heldur en að leita stöðugt nýrra „skatta“ til íþyngingar henni. Launin eru lítill hluti Ríkisstjórnin skipar „forstjóra- nefnd“ sér til hjálpar í ráðleysi sínu. Forstjóranefndin finnur það helst til ráða að lækka beri laun fólksins sem ber hitann og þung- ann af framleiðslunni og verð- mætasköpuninni í landinu. Þeir kölluðu þennan óskapnað „niður- færsluleið." - Þessi aðgerð átti að bjarga öllu, en niðurfærsla þessi átti aðeins að virka á „laun“. Allt annað átti aö gerast af „sjálfu sér“. Staðreyndin er sú að launakostn- KjáUarinn Ari Gústafsson ritari atvinnu- og verkalýðs- nefndar Borgaraflokksins aður er hverfandi litill hluti þess vanda sem við er aö glíma. Aðal- vandinn er fjármagnskostnaður. Fjármagnskostnaður er það verð sem menn þurfa að greiða fyrir lánsfé. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjármagn á íslandi er hið dýrasta sem um getur í heimin- um. Þessi dýrtíð á fjármagnsmarkað- inum kemur í líki „lánskjaravísi- tölu“ sem er tengd hinum ýmsu þáttum í þjóðfélaginu, s.s. áfengis- verði, matvæla- og byggingar- kostnaði o.s.frv. Þessi tenging er þannig úr garði gerð aö hún hækk- ar „lánskjaravísitöluna" sjálfkrafa ef áfengi eða annar varningur hækkar. Þessi sjálfvirkni skrúfar upp af- borganir lána og verður þess vald- andi að greiðslubyrðar, jafnt ein- staklinga sem atvinnuvega, verða óbærilegar. Fleiri gjaldþrot Hvers vegna fremja vel rekin fyr- irtæki efnahagslegt sjálfsmorð við láutöku vegna breytinga á rekstri? Hreinlega vegna þess að allar for- sendur áætlana eru breytilegar frá degi til dags, þar af leiöir að allar áætlanir eru í lausu lofti og hæsta máta óáreiðanlegar. Sama máli gegnir um launþegann, sem tekur lán til íbúðarkaupa, hans áætlanir standast heldur ekki. Lánskjaravísitalan átti að mæla verðmæti, en ekki breyta þeim. Það þætti skrýtin lækning að stinga hitamæli í sjúkling og ætlast til að hann (mælirinn) lækni. Niður- færsla á launum eingöngu virðist vera aðgerð í þá átt að gera að engu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Þegar aðeins einn veigaminnsti þáttur efnahagsvandans er frystur, en allir hinir þættirnir fá að æða stjórnlaust upp. Fjármagnskostn- aður lækkar ekki þó laun í landinu verði lækkuð. Þetta endar aðeins á einn veg, í fleiri gjaldþrotum. Hverjir hagnast? Hverjir skyldu þá hagnast á slíkri „niðurfærslu"? Það eru fjármagns- eigendur, menn og stofnanir sem hafa komið einstaklingum og fyrir- tækjum í þá aöstööu að það er sama hvað mikiö er greitt, skuldin hækk- ar stöðugt, menn borga „aðeins vexti og verðtrygginguna”. Þetta er óskaaðferð okrarans, að setja „viðskiptavin“ sinn upp að vegg og mjólka síðan tóruna úr honum. Hvað gerist þegar þessir sömu fjármagnseigendur hafa sölsaö undir sig atvinnurekstur, eignir og aðrar fjárfestingar, sem gerast óarðbærar í þeirra eigu? Á ríkið að kaupa? og þá fyrir hvað? Það vantar alltaf peninga á þann bæ. Hvað gerist þegar íjármagnseig- endurnir fara sjálfir á hausinn vegna sinnar eigin græðgi? Er ekki betra að stokka spilin á ný áður en algert hrun verður? Borgaraflokkurinn vill afnema matarskattinn illræmda sem væri mikil búbót fyrir launafólk í landinu. Borgaraflokkurinn vill einnig af- nema með öllu þessa lánskjaravísi- tölu sem er að drepa niður allt at- hafnalíf í landinu. Atvinnuvegir sem og einstaklingar myndu rétta mjög úr kútnum ef lánskjaravísi- töluskrúfan stoppaði og öll sjálf- virkni til hækkana í peningamál- um væri úr sögunni. Við borgaraflokksfólk höfum lagt á það áherslu að ekkert þjóðfélag sé sterkara en undirstaða þess, þ.e. einstaklingurinn. Ef einstakling- arnir og fyrirtækin þeirra fá að halda eins miklu af sinu sjálfsaflafé og hægt er, myndast sterkur aöili sem getur með sjálfvahnni eyðslu skilað þjóðfélaginu því sem því ber. Borgaraflokkurinn vfll einfalda og efla hin mannlegu tengsl í þjóð- félaginu öllum til hagsbóta. Ari Gústafsson „Atvinnuvegir sem og einstaklingar myndu rétta mjög úr kútnum ef láns- kjaravísitöluskrufan stoppaði og öll sjálfvirkni til hækkana í peningamál- um væri úr sögunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.