Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 41 Lífestm Hér er Fordinn nánast fokheldur. Búið er að rífa allt úr honum. „og alveg kominn að því aö pakka saman og líta aldrei á þetta framar. En alltaf hefur maður haldið áfram.“ - Hvað veldur? „Alveg óþrjótandi della eða áhugi. Og kannski þrjóska að stórum hluta. Maður neitar að gefast upp, vill hvorki sýna það út á við né viður- kenna það fyrir sjálfum sér.“ Allt hefur þetta verið erfitt, en mis- erfitt þó. „Mesta vinnan var í undir- vagninum. Ég var búinn að eiga nokkra jeppa í gegnum tíðina, en aldrei farið út í neitt þessu líkt. Þegar bíllinn fór inn réðst maður í raun og veru í framkvæmdir sem maður vissi ekkert um. Útfærslan og hönnunin á því hvernig maður átti að fram- kvæma þetta var erfiðust. Allt sem gera þurfti varð maður bæði að hanna og smiða í leiðinni. Það var aldrei hægt að raðsmíða neitt." Brjóstvitið til bjargar - Leitaöirðu þér þá upplýsinga hjá mönnum sem höfðu staðiö í svipuð- um framkvæmdum, fórstu í bækur og tímarit, eða lagðistu bara undir feld og hugsaðir? „Já, það er í raun og veru það sem maður gerði. Bifreiðaeftirhtið gefur út reglugerð þar sem fram kemur hverju má breyta og hve miklu, og hún var í rauninni hið eina sem ég notaði til viðmiðunar. Eiginlega einu upplýsingamar sem ég aflaði mér voru í sambandi við upphækkunina, hvernig ætti að út- færa styrkingarnar á upphækkunar- settunum. Vélina setti ég heldur ekki saman sjálfur. Það var gert á verk- stæði. Ég þurfti þó að leita mér upp- lýsinga um hvað ég ætti að setja í véhna til að fá mestu orkuna á minnstum snúningi, þannig að ég þyrfti ekki mikla inngjöf til að yfir- stíga erfiðar brekkur, að hann gæti tekið þetta á „torkinu" eins og við segjum. Það eina sem ég skipti ekki um í véhnni eru stimplamir. Aht annað er sérpantað." Að öðru leyti lét Ingólfur bijóstvit- ið ráða í hönnun breytinganna á bíln- um. ífrumeindunum - En hvað er það nákvæmlega sem þú ert búinn að gera? „Það má segja að ég sé kominn langleiðina með að smíða heilan bíl. Bíllinn var nálægt því að vera í frum- eindum. Það eru þrjú atriði í bhnum sem ég hef ekki smíðað upp á nýtt og skipti ekki um, gírkassinn, mihi- kassinn og festingarnar fyrir þá, og bekkurinn frammi í stýrishúsinu. Afgangurinn er byggður upp frá grunni.“' - Hvað áttu þá eftir að gera? „Ég á eftir að raða á vélina því sem á hana fer, tengja vatnið og sprauta, sem er raunverulega stærsti höur- inn. Svo er eftir ýmis frágangur að innan.“ - Hvað gerist síðan þegar bhlinn verður tílbúinn eftír mánuö? „Þá pantar maður sér tíma í sér- skoðun uppi í Bifreiðaeftirhti tíl að athuga hvort þeir leggja blessun sína yfir framkvæmdirnar. Ég veit ekki núna hvort þeir gera það. En ég fylgdi reglugerðinni og samkvæmt henni ætti það að vera.“ Ég fer í fríið - En hvað svo? Hvað ætlarðu að gera þegar miðinn verður kominn i framrúðuna? Ætlarðu að aka um götur Reykjavíkur á ferlíkinu, eða geyma það inni í skúr? „Eigum viö ekki að segja að þá loksins sé maður orðinn sáttur við að taka sér langþráð frí og láta sig hverfa upp á hálendið." ast um í allt öðrum heimi en að sumri th. Þegar maður hefur reynt hvoru- tveggja, eru sumarferðirnar bara þæghegur ferðamáti.“ - En er þessi heimur þess viröi að eyða í hann svo til hveiju einasta kvöldi og helgi í tæpt ár? „Já, hann er það,“ segir Ingólfur án þess aö hugsa sig lengi um. Ekkert annað gert Fyrsta jeppann sinn eignaöist Ing- ólfur þegar hann var 18 ára og siðan þá hefur hann verið með ólæknandi jeppadellu. Jeppaeignin hefur hins vegar ekki verið alveg óshtin. Fyrsti jeppinn sem hann keypti sér var Bronco, og síðan hafa þeir stækkað jafnt og þétt. Svóna bíh verður ekki til af áhug- anum einum saman, heldur er smíö- in rándýr. „Einn sagði við mig, að þetta væri líklega orðinn dýrasti sér- smíöaöi jeppinn á íslandi, af þessum gömlu. Kaupverðið er ekki nema brot af því sem allt er búið að kosta,“ segir Ingólfur. Þegar upp verður staöið, hefur hann væntanlega eytt um einni millj- ón króna í breytingarnar einar. Kaupverðið var 220 þúsund. Ingólfur hefur fjármagnað þetta ahj sjálfur, og hann hefur ekki nema kaupið sitt upp á að hlaupa. „Það' má eiginlega segja að ég hafi ekki gert neitt nema þetta. Það hefur verið þess viröi, því það gefur manni heilmikið að vinna í þessu.“ Einn litri á hundrað kiló Þar með er ekkiöll sagan sögö, því svona bíh hlýtur að kosta sitt í rekstri, jafnvel þótt Ingólfur ætli ekki _ að keyra hann nema um fjögur þús- und kílómetra á ári. Hvað ætli svona bíll eyði miklu bensíni? Aftan i bilnum verða margs koitar þægindi, isskápur og eldavél, að ógleymdri svefnaðstöðunni. DV-myndir KAE „Bhhnn verður um 3,2 tonn og í langkeyrslu, þar sem maöur er nett- ur á bensíngjöfinni, heldur sér mihi 70 og 80 kílómetra hraða, eyöir hann einum bensínlítra fyrir hver eitt hundrað kíló. Yfir vetrartímann er eyðslan reiknuð í htrum á klukku- tíma. Það þýðir ekkert að vera að líta á kílómetramælinn. En ef við tölum um bæjarsnatt, gæti eyðslan verið um 40 lítrar á hundraði." - En ætlaröu aö ráðast í að smíða annan þegar þessum verður lokið? „Þetta er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér. Ég væri ekki sjálfum mér samkvæmur ef ég svaraöi neit- andi. Þaö er þó ekki ákveðið ennþá, en þaö kitlar að taka annan. Hann yröi ekki stærri og meiri en þessi, en trúlega öðruvísi útfærður á allan máta.“ Frjálsir og óþvingaðir Þeir eru margir sem hrista haus- inn, þegar þeir heyra af bauki Ing- ólfs, og hann segist skilja það. Þó ekki nema upp að vissu marki. Og ekki gerir hann heldur miklar til- raunir til að sannfæra fólk um að þetta sé þaö eina sem hægt sé aö gera við frítímann. „Ef ég sé að það er hægt að fá fólk til aö sjá einhveija jákvæða hlið, þá reyni ég aö útskýra þetta. En ég held að í raun og veru geti enginn útskýrt neitt sport þannig að aðrir skilji. Sumir halda því fram að það sé svo stutt í villimanninn á okkur jeppa- mönnum, að viö séum meiri frum- menn, og þess vegna séum við á þess- um þvæhngi út um allt. Viö erum ahavega mjög frjálsir og óþvingaðir og okkur hður alveg geysilega yel,“ segir Ingólfur Vhhelmsson, jeppa- smiður og hárskeri. -gb - Eru hálendisferðir þá'takmarkið með þessu öllu, eða er smíðin sjálf kannski takmarkið? Dægradvöl „Eflaust er smíðin viss metnaöur, en takmarkið er hálendið að vetri til. Vetrarferðirnar eru það sem mgð- ur stefnir að, því þá er maður að ferð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.