Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER. 1988. Spurningin Heldurðu að Jón Páll myndi vinna Mike Tyson? Hjörtur Guðmundsson: Nei. Theodór Söebech: Ég held að hann geti það ef hann kemst nálægt hon- um og nær góðu taki. örnólfur Lárusson: Já, alveg örugg- lega. Linda Aðalbjörnsdóttir: Já, hann er miklu sterkari. Símon A. Haraldsson: Já, það held égi Hjalti „Úrsus“ Árnason: Já, ef það yrðu engar reglur. Lesendur DV Fiskvinnsla og fasteignir: Verðhrun í sjávarplássum? Þórdis Sigurðardóttir hringdi: Það er sífellt verið að tala um af- komumöguleika okkar landsmanna i einu eða öðru samhengi. Þó finnst mér þess gæta upp á síðkastið að meira sé farið aö tengja aíkomu- möguleikana við hinar og þessar at- vinnugreinar en ekki fólkið sjálft. Þannig er mikið rætt um afkomu fiskvinnslunnar, stundum í einum pakka (þ.e. fiskvinnslunnar), stund- um í pörtum, eins og t.d. afkomu frystingarinnar, saltfiskvinnslunn- ar, loðnubræðslunnar, ferskfisksöl- unnar, o.s.frv. - Og nú á að tengja lélega afkomu fiskvinnslunnar í svjávarplássum því hvort sanngjarnt verð fáist fyrir húseignir þar eða ekki. Þannig las ég í frétt í DV hinn 18. ágúst um verðhrun á fasteignum í sjávarplássunum - ef afkoma hinnar margumtöluðu fiskvinnslu yrði ekki bætt verulega. Viðmælandi í frétt- inni lét þau orð falla að ef fiskvinnsl- an yrði skilin eftir í tapi núna, og fyrirtækin færu á hausinn, þá hlyti verð á eignum fyrirtækjanna og öll- um fasteignum í viðkomandi byggð- arlagi að hrapa niður og þær yrðu óseljanlegar. - Einu eignirnar sem hægt yrði að selja væru skipin, húsin yrðu einskis virði! Þetta finnst mér kyndugt. í fyrsta lagi veit ég ekki annað en að hús í sjávarplássum og á landsbyggðinni yfirleitt hafi veriö verðlítil og það breyti því ekki miklu hvort afkoma fiskvinnslunnar verður bætt eða ekki. Hús í þessum plássum seljast yfirleitt ekki, þótt boðin séu til sölu. Að vísu eru undantekningar eins og í sumum stærstu bæjunum, t.d. Vest- mannaeyjum og álíka stöðum. Ann- að er að skipin eru jafnlítils viröi og húsin ef afkoma fiskvinnslunnar batnar ekki, þannig að þau seljast ekkert frekar en húsin ef út í það er farið. Eða hver ætti að kaupa skipin? Það er því engra verulegra breytinga að vænta í sjávarplássunum hvort sem úr rætist með frekari aðstoö við fiskvinnsluna eða ekki. Annað hvort ber hún sig eða ekki. Verðhrun á húsum í þessum plássum getur ekki orðið meira en þegar er orðið. Veröhrun á húsum í sjávarplássum getur varla orðiö meira en þegar er orðið, segir hér. - Undantekningar eru í stærri bæjum eins og Vestmanna- eyjum. Mömmusulta blönduð E 11 og E 330? Neytandi skrifar: Rabarbarasultan hefur löngum verið gómsæt og eftirsótt á mínu heimili. Seinnihluta ársins 1984 keypti ég plastfótu með þessari sultu og hugðist gera glaðan pönnuköku- dag. Einhvern veginn æxlaðist svo til að þessi sulta var ekki notuð meira, þótti einum of sæt eða kannski fremur beisk. Þessi fata varð því eftir í hillu í geymslunni, sem ekki er köld. Þegar, nú um 4 árum síðar, lokið er tekið af þessari plastfótu, áleit ég að sultan væri orðin mygluð eins og eðlilegt væri. En viti menn.engin mygla til, fremur en sultan í fötunni hefði ver- iö djúpfryst! Segir þessi saga matvælaeftirlitinu eitthvað? Hvernig er með notkun á E 11 og E 330? Var slumpað á skammt- inn í sultuna, eða var hún ef til vill óæt í upphafi vegna þessara efna? Þetta dæmi er e.t.v. lýsandi um notkun eiturefna í matvælum hér á landi, þar sem hver og einn getur slumpað á skammtinn, sýnist honum svo. Það er hrikalegt, ef rétt er, að allt of stór skammtur af þessu eitri sé settur í matvæli til þess að þau geymist lengur í hillum verslana. Vonandi eru eiturefni af þessu tagi eða líku, ekki notuð í mjólkurvörur. Ég hef veitt því athygli að mjólk súrnar ekki fyrr en eftir langan tíma, en fær óbragð af öðru tagi. Óskað er svars við þessu frá forráðamönnum matvælaeftirlitsins og Mjólkursam- sölunnar. Lesendasíða DV hafði samband við Hollustuvernd ríkisins og ræddi við Jón Gíslason deildarráðunaut. Hann segir m.a. í svari sínu: „Aukefni sem notuð eru í matvælum eru ekki eitur- efni og þess má geta að aukefni sem auðkennd eru með númerum, hafa verið metin með tilliti til eiturefna- fræðilegra þátta. Aukefnum eru þannig gefin E-númer, þegar sér- fræðinefnd á vegum Evrópubanda- lagsins (EB) hefur viðurkennt efnin til notkunar í matvælum. - Bókstaf- urinn E er því fyrsti stafurinn í heiti bandalags Evrópuþjóða, en ekki fyrsti bókstafurinn í íslenska orðinu „eiturefni". Með númerinu E 11 mun bréfritari eiga við natríumsalt af rotvarnar- efni, sem ber heitiö bensónsýra (E 211). Efni þetta er notað til að rot- veija sultur, en algengara er að nota kalíumsalt af rotvamarefni, sem ber heitið sorbínsýra (E 202) til aö koma í veg fyrir myglu. - Ekki er heldur óalgengt að bæði efnin séu notuð í sömu vörutegund. Rotvarnarefnin E 202 og E 211 má nota í sultur í ákveðnu magni. Eftirlit með efnainnihaldi er hins vegar ekki fullnægjandi, þar sem fjármagn og aðstöðu skortir hjá eftir- litsaðilum. Sultur innihalda mikinn sykur og auk þess í mörgum tilvikum rotvarnarefni. Vörurnar hafa því langt geymsluþol í óopnuðum um- búðum. - Aukaefnið E 330 er sítrónu- sýra sem notuð er í sultur til að koma í veg fyrir litarbreytingar í vörunni og hafa áhrif á sýrustig hennar. Sítr- ónusýra er ekki skaðleg heilbrigði og það sama gildir um rotvamarefn- in í því magni sem leyft er til notkun- ar. Rotvarnarefnin geta hins vegar valdið ofnæmi eða óþoli hjá vissum einstaklingum. - Að lokum má geta þess að ekki er heimilt að nota auk- efni eða önnur efni við framleiðslu á mjólk og neytendur þurfa ekki að óttast að það sé gert. Saga af símamálum Martial Nardeau hringdi: Ég var á ferð um bæinn eins og gengur og var staddur 'nálægt nýja pósthúsinu við Rauðarárstíg. Þá mundi ég allt i einu eftir að ég þurfti aö nota síma og fór því inn á pósthús- ið til að hringja. Þegar til kom reyndist almennings- síminn þar bilaður. Ég var búinn að reyna og missti þann lausa pening sem ég var með á mér. Ég fór því til næstu afgreiðslustúlku og ræddi viö hana og sagði henni frá þessu. Hún ráðlagði mér að reyna aftur sem ég og gerði. Allt í allt reyndi ég þrisvar, en án árangurs. Þá fór ég enn til stúlkunnar og bað um leyfi til að fá að hringja úr síma sem var innan við afgreiðsluborðið. Hún svaraði og sagði: „Það get ég ekki leyft því þú mátt ekki fara inn fyrir borðið.“ - Þetta fannst mér klaufaleg þjónusta, ekki síst á þeirri stofnun, sem hvað mest tengist sam- göngu- og símamálum, sjálfum Pósti og síma. Sjónvarpsfréttum hjá RÚV hrakar Ámi Björnsson hringdi: varpsins og þjónustu þess við slíkt í RÚV. Aðeins léleg íslensk Fréttaflutningur ríkissjónvarps- landsbyggðina! En þótt fréttunum kvikmynd og endursýnd (áður á ins er ekki svipur hjá sjón þjá þvi í sjónvarpi RÚV hafi hrakað, höf- dagskrá 1986), ekkert annað en eit- sem hann áður var. Þetta kemur um við sem betur fer val á öðrum urlyf, uppvask, uppáferðir og fyl- fram í ýmsum myndum, bæði upp- fréttum, þ.e. á Stöð 2. lerí, eins og tíðast í íslenskum tökum, klippingum og lestri frét- Þeir sem ekki hafa myndlykil myndum. tanna sjálfra. hafa hins vegar ekki aögang að Varla geta umræðuþættir verið Laugardagskvöldiö 10. þ.m. var td. nema takmörkuðu efhi á þeirri stöö dýrt sjónvarpsefni, en mun áhuga- klippt á viötal tveggja manna (ann- og veröa aö sætta sig við RÚV og verðara en nokkur „tilbúinn" ar var Sverrir Hermannsson bank- það sem þar er fram borið. En satt skemmti-eða leikþáttur sem ku astj.) og það var svo óhönduglega að segja er dagskráin orðin svo rýr kosta morð fjár. Enda engin ástæða gert, að mennirnir voru í miðri að það er ekki þess virði að binda til aö eyða fé í þá. Sjónvarpiö verð- setningu eða nýbyijaöir á henni. - sigyfirhenni.Þaöeruengirliíandi ur að taka sig á í þessum efhum, Þegar svona er gert verður manni umræðuþættir lengur, rabb um áður en almenn krafa kemur fram alltaf á að hugsa; hvað var þaö sem dægurmál eöa þess háttar. um að því verði lokað að fullu eða maðurinn mátti ekki segja? Á miðvikudagskvöldiö var Stöð 2 bjóði myndlykla og fólk geti þá Eg held aö þetta sama kvöld hafi með umræöuþátt undir stjórn valið hvað það vill horfa á. svo uppistaðan í fréttiun sjón- Hannesar Hólmsteins. Þetta var aö varpsins verið um ágæti ríkissjón- sjálfsögöu lokuö dagskrá. Ekkert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.