Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 5 dv Viðtalið Natn: Guömundur Á. Sigurðsson Aldur: 42 ára Staða: Yiirviðskiptafræðingur Verð- lagsstofnunar „Ég hef mjög gaman af aö búa til góðan mat, borða hann og renna niður með góðum vínum. Ég er lifsnautnamaður. Þó að ég sé þéttur á velli þá er ég í ágætu formi. Ég fer út að skokka eða synda í hverju hádegi og svo fer ég í karlaleikfimi tvisvar til þrisv- ar í viku. Á veturna nota ég hvert tækifæri til að fara í skíðagöngu og fer þá einn eða meö kon- unni,“ segir Guðmundur Á. Sig- urðsson, yfirviðskiptafræðingur Verðlagsstofnunar, en hann hef- ur yfirumsjón með verðgæslu stofnunarinnar í verðstöövun- inni. Er enginn dellukarl „Ég hef ekki nein sérstök áhugamál sem eiga hug minn all- an. Eg er enginn dellukarl. Ég les slatta af bókum, bæði innlendar og útlendar skáldsögur. Góður reyfari er ágætur þegar ég er mjög stresSaður. Einnig les ég góðar fagbókmenntir. Þar fyrir utan fer ég stundum i bíó. í fríum fer ég gjarnan í sumarbústað sem viö systkinin eigum í Borgarfirði. Ég hef áhuga á feröalögum er- lendis og reyni því að fara.til ut- landa einu sinni til tvisvar á ári. í starfi mínu hjá Verðlagsstofnun hef ég veriö með erlendar verð- kannanir og er með í starfshópi norrænna verðlagsyfirvalda. Það er sérfræðingahópur sem hittist tvisvar á ári svo eitthvað er um ferðalög í starfmu.“ Borinn og barnfæddur Reykvikingur Guðmundur er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Hann fæddist við Lindargötuna og fluttist síöan inn í Bústaöahverfi. Foreldrar hans eru Sigurður Sig- urðsson og Gunnhildur Guð- mundsdóttir. Guðmundur erelst- ur 6 systkina. Eiginkona hans er Elísabet Halldórsdóttir bóka- safnsfræðingur og eiga þau einn son, Ragnar. Rekstrarráðgjöf Guðmundur varð stúdent frá MR 1967 og viöskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1972. Eftir námið fór hann aö starfa hjá Kjartani Jóhannssyni þingmanni sem þá rak ráðgjafarþjónustu. Þar var hann til áramótanna 77/78 þegar hann hóf störf hjá Hagvangi hf. þar sem hann haföi rekstrarráðgjöf með höndum. Síðasta árið sitt h)á Hagvangi var Guðmundur með rekstrarráögjöf fyrir Verölagsstofnun og fór svo að verölagsstjóri óskaöi eftir hon- um til vinnu við stofnunina. Þar hóf Guömundur störf snemma árs 1981 og hefur verið þar síðan. -hlh Fréttir Meinað að flytja hundinn með sér frá Grænlandi: Flytur til Danmerkur eftir áramót „Ég er búinn að ganga frá því að ég flyt til Danmerkur eftir áramót. Það geri ég aðeins vegna þess að mér hefur verið meinað að hafa hundinn minn með mér frá Grænlandi. Þar hef ég búið .undanfarin ár. Ég gefst hreinlega upp á að kljást við yfir- dýralækni og landbúnaðarráðuneyti í þessu máli en hef þó hugsaö mér að halda málinu áfram frá Dan- mörku eftir að ég hef fengiö hundinn til mín þangað,“ sagði Bjarni Pálsson viö DV. DV skýrði frá máli Bjarna í sumar þar sem hann fékk ekki að flytja hundinn sinn með sér inn í landið frá Grænlandi. Bauðst hann til að setja upp sóttkvi með hjálp dýralæknis á Egilsstöðum og sýndi fullnægjandi heilbrigðisvottoð frá dýralækni i Grænlandi en var synjað að hafa hundinn með sér þar sem óttast var aö hundurinn gæti verið með hunda- æði. Sagöi Bjarni þann ótta ekki eiga við rök að styöjast. Bjarni sagði að á sama tíma þyrftu erlendir sendiráðs- menn einungis að skrifa upp á loforð þes efnis að þeir heföu hundana sína aðeins í garðinum. Væri ekkert eftir- lit með því -hvort þau loforð væru haldin af hálfu sendiráðsmanna. „Á hundasýningunni á dögunum voru sendiráösmenn meö hundana sína á undanþágu. Þessir hundar hafa aldrei verið í sóttkví. Hvernig stendur á því aö engin sýkingarhætta er af sendiráðshundi en bara af öðr- um hundum? Þarna er óþolandi tví- skinnungur á ferðinni sem hefur or- sakað það að ég verð að setjast aö í Danmörku þar til breyting verður á hjá yfirdýralækni." -hlh F^alakötturinn: Húsið hannað að nýju „Nú er verið að hanna að nýju teikningarnar að húsinu sem á að rísa á lóð Fjalakattarins. Þær verða aðlagaðar óskum félagsmálaráð- herra. Síðan verður að gefa út nýtt byggingarleyfi. Þá er loks hægt að halda verkinu áfram. Það verður þó varla fyrr en eftir hálfan mánuð.“ Þetta sagði Óskar Valdimarsson, forstjóri Byggðaverks hf., sem byggir á lóð Fjalakattarins. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra fór, sem kunnugt er, fram á að fram- kvæmdir á lóðinni yrðu stöðvaöar og að teikningum yrði breytt. Er nú veriö að vinna að þessu. Óskar sagði að talsverður kostnað- arauki hefði orðið vegna þessa. Að hluta til væri hann vegna breytinga á hönnun og byggingu. Ekki væri komið á hreint hversu mikill þessi kostnaður yrði né hver ætti að greiða hann. „En Byggðaverk gerir þaö í öllu falli ekki,“ sagði Óskar. -JSS Vöruskiptajöfhuöur í mai: Óhagstæður um 171 milljón í maímánuði voru fluttar út vör- ur fyrir 5.292 milljónir króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 5.463 millj- ónir. Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður um 171 milljón. Á sama tímabili í fyrra var vöru- skiptajöfnuöurinn hagstæður um 278 milljónir á fóstu gengi. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 21.694 milljónir en inn fyrir 22.242 millj- ónir. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum tíma var því óhagstæður um 548 milljónir. Á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 1.225 milljónir. Sjávarafurðir voru um 75% alls útflutningsins fyrstu fimm mánuði þessa árs. Voru þær um 2% minni að verömæti nú en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 11% meiri og útflutningur kísiljárns 5% minni en á sama tíma í fyrra. -JSS Maraþondansinn: Jólaleikrit LR sýnt í Broadway Eftir að skemma Bæjarútgerðar- innar á Grandanum var rifm hafði Leikfélagið engan stað fyrir fjöl- mennar sýningar. Nú er að rætast úr þessu. Jólaleikritið, Maraþon- dansinn, verður trúlega sýnt í húsi þar sem engin fisklykt úr fortíðinni loðir við veggi, sumsé í Broadway i Breiðholtinu. Þátttakendur í söngleiknum verða hátt á þriðja tug og til að flytja tón- listina verður stofnuð sérstök hljóm- sveit, 5-6 manns, sem Jóhann G. Jó- hannsson stjórnar. Æfingar hefjast upp úr miöjum október. -ihh Umferöarslys í Borgamesi: Þyrla sótti mikið slasaðan mann . Ungur ökumaður slasaöist alvar- lega er hann missti stjórn á bíl sín- um í Borgarnesi á föstudagskvöld. Maðurinn var að koma inn í bæinn er hann missti stjórn á bílnum og lenti á grjótgarði. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti manninn til Akraness og fór með hann til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir frekari læknisaðgerð. -sme Harður árekstur varð á mótum Hverfisgötu og Barónstigs aófaranótt sunnu- dagsins. Lítill sendibill og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að sendibíllinn valt. Tvennt var flutt á slysadeild en meiðsl voru ekki talin alvar- leg. Bilarnir voru mikið skemmdir. -ELA/DV-mynd S. EGILL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 M. Benz 280E, árg. ’80, sjálfsk., Escort XR3, árg. ’81, rauður. topplúga, fallegur bill. Corolla Twin Cam, árg. '86, ekinn 56.000. 2já dyra Range Rover, árg. Sapporo, árg. ’82 nagladekk á felgum, litið ekinn. Volvo 244 GL árg. ’82, sjálfsk. AMC Eagle 4x4 stw., árg. ’82. BÍLAR Til sölu notaðar bifreiðar í eigu umbóðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.