Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 4" Fréttir Jón Bjarman. Ólafur Skúlason. Heimir Steinsson. Pétur Sigurgeirsson. Sigurður Sigurðarson. Margir kallaðir en einn útvalinn í biskupskosningum: Við erum félagar og bræður Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson. tilkynnti á 19. kirkju- þingi sem var slitið í Bústaðakirkju fyrir viku að hann hygðist láta af störfum á miðju næsta ári, nánar til- tekið á prestastefnu í júní. Við sama tækifæri lýsti hann þvi yfir að eðli- legt væri að gengið yrði frá kjöri nýs biskups á þeirri prestastefnu. Þar með var undirbúningur fyrir bisk- upskosningar kominn í fullan gang og hafa fjórir prestar verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Péturs Sigurgeirssonar. Tímasetning og framkvæmd kosn- inganna er í höndum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Formleg tilkynning biskups um að hann láti af störfum næsta sumar hefur ekki borist ráðunejdinu og því hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær kosningarnar verða. Hallast menn að því að þær verði í febrúar eða mars. Ólafur Skúlason Ólafur Skúlason, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi og vígslu- biskup, hefur lengi verið orðaður við biskupsembættið. Stóð valið milli hans og Péturs í annarri umferð biskupskosninganna 1981 þar sem Pétur sigraöi með eins atkvæðis mun. Voru menn ekki á eitt sáttir um lyktir þeirra kosninga þar sem þrjú atkvæði bárust of seint og voru því ógild. Enginn veit hvorum þau atkvæði voru ætluð. Þó vildu sumir meina að hefðu atkvæðin borist tímanlega hefði Ólafur Skúlason orö- ið biskup. Ólafur er elstur fjórmenn- inganna, 59 ára. Hann var vígður til prests 1955 og hefur meðal annars starfað í Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum, í Keflavíkurprestakalli og Bústaðaprestakalli. Ólafur varð fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóökirkj- unnar árið 1960 og formaður æsku- lýðsnefndar í þrjú ár. Hann hefur setið í stjórn Prestafélags íslands og var formaður þess um árabil. Dóm- prófastur varð Ólafur 1976 og vígslu- biskup 1983. Hann er formaður Pró- fastafélagsins. Heimir Steinsson Heimir Steinsson, prestur á Þing- völlum og þjóðgarðsvörður, hafði sig ekki í frammi í síöustu biskupskosn- ingum en fékk 10 atkvæði í fyrri umferð. Heimir var vígður til prests 1966.1968-1972 var hann við kennslu í lýðháskólum á Norðurlöndum. 1972 stofnaði hann Lýðháskólann í Skál- holti og var rektor hans í 10 ár til 1982. Þá fór hann til Þingvalla þar sem hann hefur verið síðan. Því starfi fylgir einnig sú skylda aö vera þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Heimir hefur starfað í fjölda nefnda og ráöa innan kirkjunnar. Hann er 51 árs. Jón Bjarman Jón Bjarman er 55 ára. Hann var tók prestvígslu í Manitoba í Kanada 1958. Meðal mála, sem Jón hefur kynnt sér sérstaklega, er stórborgar- trúboð, æskulýðsmál, sálgæsla, störf fangapresta á Norðurlöndum, fé- lagsráðgjöf og alþjóðasamskipti. Hann var æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar í 4 ár. 1970 var Jón ráöinn fangaprestur en í dag starfar hann sem sjúkrahúsprestur á Landspíta- lanum. Jón hefur setiö í ótal nefnd- um á innlendum og alþjóðlegum vett- vangi. Sigurður Sigurðarson Sigurður Sigurðarson er yngstur fjórmenninganna, 44 ára aö aldri. Hann tók prestvígslu 1971 en sama ár var honum veitt Selfossprestakall. Þar hefur hann starfað sem prestur síðan. Sigurður hefur setið í stjórn Prestafélagsins síðastliðin ár og ver- ið formaður þess síðustu tvö árin. Hver er kjörgengur? Auk þessara fjögurra presta eru rúmlega 140 prestar og guðfræðingar í kjöri til biskups. Þar sem kosningar eru ekki fyrr en á næsta ári geta fleiri komið til sem liklegir biskups- kandídatar en þeir fjórir sem þegar hafa verið nefndir. í lögum um bisk- upskosningu segir að kjörgengur sé til embættis biskups íslands „hver guðfræðikandídat, sem fullnægir skilyröum til þess aö vera skipaður prestur í þjóðkirkjunni“. Þannig geta um 150 prestar og guðfræðingar feng- ið atkvæði. Ef einn þeirra fær meiri- hluta atkvæða, yfir helming, verður sá hinn sami biskup yfir íslandi. Fái enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð og þá kosiö um þá þijá sem flest atkvæði hafa fengið í þeirri fyrri. Þá ræður einfaldur meirihluti. Kosningarétt í biskups- kjöri hafa allir þjónandi prestar í þjóðkirkjunni, þjónandi vígslubisk- upar, biskup, kennarar guðfræði- deildar í fóstum embættum eða störf- um, biskupsritari, aðrir prestvígðir menn og kjörnir leikmenn. Skal kosningin vera skrifleg og leynileg. Kosningar vondar í viðtölum við presta um komandi biskupskosningar hefur orðið vart viðkvæmni varöandi orðið kosning- ar og framboð. Þannig segjast ofan- nefndir biskupskandídatar ekki vera í framboði í eiginlegri merkingu þess orðs heldur hafi þeir gefið mönnum góðfúslegt leyfl til þess að nefna nöfn þeirra í sambandi við biskupskosn- ingarnar. Stuðningsmenn Jóns Bjar- man segjast kalla hann til embættis biskups „að lúterskum siö“. „Sumir virðast halda að biskups- tilnefning sé eins konar kosning. All- ar tilhneigingar í þá átt eru vondar. Þá er verið að fylkjast um menn frek- ar en málefni," sagöi einn viðmæl- enda DV. Fleiri tóku undir þessi orð og ítrekuðu að það væri verið að Kjósa um málefni en ekki menn. Mönnum hafi hrosið hugur við þeirri þróun sem prestkosningar voru komnar út í áður en þeim var hætt. Hafi menn í framboði til prests fariö í gegnum ströng próf þar sem per- sónuleiki þeirra og mannlegir eigin- leikar vógu þyngst á vogarskálunum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr munu biskupskosningar snúast um persónur „frambjóðenda" að ein- hveiju leyti. Ólafur Skúlason bætti því þannig við þegar hann var spurð- ur hvort hann gæfi kost á sér til bisk- ups að ekki yrði horft fram hjá þeirri staðreynd að hér væri um kosningar að ræða, með öllu því sem kosning- um tilheyrði. Kortlagning atkvæða Það er nokkur tregi meðal stuðn- ingsmaxma biskupskandídatanna til að láta hafa eitthvað eftir sér undir nafni eða fara ítarlega út í biskups- kosningamar. Er það aö þeirra sögn vegna þess að þeim sem stunda muni kosningabaráttu af einhveiju kappi verði þá í lófa lagt að „kortleggja“ þau 150 atkvæði sem greidd veröa, auk þess sem um viðkvæmt mál er að ræða þar sem ráðlegast er að fara sér hægt. Þetta eru reyndar leynileg- ar kosningar en í fámennum kjós- endahópi, þar sem menn þekkja nokkuð náiö hver til annars, er erfitt' að „fara huldu höföi". Samvinna í prestaköllum Að sögn þeirra presta er nefnt hafa Jón Bjarman mun hann hafa sig lítið í frammi og muni þeir sjá um að kynna hann. „Við styðjum Jón Bjarman til að fylgja eftir ákveðinni stefnu. Jón Bjarman hefur lagt fram tillögur um starfshætti og skipulag prestakalla þar sem áhersla er lögö á að prestar í prófastsdæmum ættu að vinna sam- Fréttaljós Haukur L. Hauksson an - hver hefði sína þjónustuskyldu en þeir ynnu saman aö sérverkefn- um eins og til dæmis æskulýðsstarfi. Eins var lagt til að í hveiju prófasts- dæmi yrði til dæmis 1-2 prestaköll- um færra eftir aðstæðum hveiju sinni en ekki einhver ákveðin tala. Þá myndi ekki skapast kurr eins nú þegar einstök prestaköll eru valin sem leggja á niður. Eftir umfiöllun á prestastefnum og kirkjuþingum féllu þessar hugmyndir út úr myndinni. í dag er að mörgu leyti verið að fara langt aftur í tímann þar sem tillögur prestakallanefndarinnar eru. Það þarf að taka af skarið í þessum mál- um innan skamms en biskup hefur einmitt fylgni til þess,“ sagði prestur einn meðal annars við blaðamann. Hin stríðandi kirkja „Kirkjan og samfélagið í þessu landi standa á nokkrum krossgötum. Fyrir nokkrum áratugum voru mjög vígreif andkirkjuleg öfl er börðust í nafni raunvísinda, efnishyggju, framfaradrauma og jafnvel stjóm- mála. Þessi öfl hafa meira og minna gengið sér til húðar. í staðinn höfum viö fengiö tómarúm þar sem ákaflega margt er á kreiki - alls konar tilboð þar sem er markaðstorg hugmynda í trúarefnum, siðgæðisefnum og ýmsum viðmiðunum. Almenningur er tiltölulega ráðlaus og leitandi og ég álít þvi að við þessar aðstæður þurfi kirkjan að gerast það sem ég hef leyft mér aö kalla hin stríðandi kirkja - ekki í stríði viö sjálfa sig eða þjóðina, heldur þann óskýranleika sem fylgir í kjölfar hruns hugmynda- kerfanna sem ég nefndi, í stríði við hin fiölmörgu ókristnu tilboð sem í boöi eru. Kirkjan þarf að takast á við öll þessi tilboð, sem á floti eru, með því að bera fram sín eigin tilboð miklu skilmerkilegar en við höfum hingaö til gert. Kirkjan þarf að vera kristniboðskirkja í eigin landi,“ sagði Heimir Steinsson meöal annars að- spurður hvað hann bæri helst fyrir bijósti. Hann sagði að í ljósi þessa þyrfti aö fiölga prestum í fiölbýli eins og lagt hefur verið til. Prestur þyrfti að ná persónulegu sambandi við sóknarböm sín, hvaöa titil sem hann kynni að hafa. Væri frumvarp um prestaköll áfangasigur í því sam- bandi. í stijálbýli þyrfti kirkjan að halda uppi vömum svo þjónustan rýmaði ekki og hafa þyrfti fullt sam- ráð við heimamenn þar að lútandi. „Varðandi skilgreiningu og skörun verkefna presta, sem hafa vígslu, alt- ari og prédikunarstól sem sameigin- legan grundvöll í starfi sínu, er ýmis- legt óútrætt. Samkvæmt mínum skilningi er það meginverkefni bisk- ups að verða forystumaður þessarar stríðandi kirkju á krossgötum. Til þess þarf hann að fylkja liði og hafa mikið samband við presta, guðfræð- inga og leikmenn um land allt. Þar ofan á bætist að biskupi ber að sýna prestum og heimafólki umhyggju og vera prestur prestanna, sálnahirðir og vinur þeirra, samanber gamalt hugtak um prestana sem „fiöl- skyldu" biskups." Kirkjan sjálfstæður veruleiki „Manni er það ljósara en ella þegar biskupskosningar standa fyrir dyr- um aö það er miklu hægara fyrir okkur að kjósa þijá biskupa í stað eins. Ég hef áhuga á því að betur verði skilgreind samskipti og sam- band ríkis og kirkju á íslandi. Dæmi um það hvar þessi mál eru óskýr eru til dæmis eignamál kirkjunnar. í þeim verður aö vinna af ábyrgð og samviskusemi á næstu árum. Einn þeirra þátta í biskupsstarfinu, sem þarf að vera meira áberandi en verið hefur, er að biskup beiti sér meira fyrir að vera leiðtogi í helgihaldi inn- an kirkjunnar og styrki það sem mest 1 söfnuðunum. Taka þarf til endurskoðunar stöðu kirkjunnar í samfélaginu því til að kirkjan verði trúverðug þaif hún að hafa þá burði að hún geti talist sjálfstæður félags- legur veruleiki eða stofnun. Hún verði þá ekki aðeins ríkisstofnun heldur sjáflstætt samfélag í landinu sem geti tekiö ákvarðanir sjálf um þau mál sem mikilvæg eru. Við vilj- um að kirkjan byggi aftur upp sínar stofnanir og sjóði. Það yrði bæði kirkju og ríki til góðs í staö þessa óljósa samsulls sem er í dag. Hug- myndir sem þessar eru meðal annars að gerjast í okkur,“ sagöi Sigurður Sigurðarson á Selfossi. Olafur Skúlason fræddi blaðamann um hlutverk biskups þar sem bisk- upinn er foringi í kirkju íslands. Hann stýrir biskupsstofu, kveður prófasta og presta til sín á hveiju ári og er í forsæti þegar þeir ræða sín mál, boðar til fundar á prestastefnu og á síðastliðnum árum hefur komið fram leikmannastefna þar sem bisk- up hefur lagt línumar. Biskup er for- seti kirkjuþings og kirkjuráðs sem kalla má ríkissfióm kirkjunnar. Þar sifia auk biskups tveir prestar og tveir leikmenn. Biskup er oddviti framkvæmda kirkjunnar hverju sinni. Prestur prestanna „Biskup mótar stefnu kirkjunnar, er andlit hennar út á við og síðast en ekki síst prestur prestanna. Prest- amir þurfa ekki einungis að ræða við biskup sinn um þau mál sem brenna á þeim sem oddvitum safnaö- anna heldur líka einstaklingum sem gegna því vandasama starfi að vera sálusorgari. Prestamir þurfa svo sannarlega á sálsusorgara að halda. Biskup þarf sem hinn skilningsríki faðir aö hafa víðtæka reynslu af kirkjulegum málefnum sem sóknar- prestur og sem oddviti verkefna sem hvíla enn þyngra á biskupi. Hlutverk biskups er nfiög víðtækt og þetta er gríðarlega mikið embætti. Ég var á skrifstofunni hjá Sigurbirni biskupi og kynntist mjög náið því sem biskup fæst við. Það var óhemjumikill skóli. Ég er prestur í stórum söfnuði, hef verið formaður Prestafélags íslands um árabil, er nú formaður Prófasta- félagsins og hef síðast en ekki síst veriö dómprófastur síðan 1976. Ég hef komið nálægt nær öllum hliðum í kirkjulegu starfi, komið víða við. Því get ég þakkað þann víötæka stuðning sem mér hefur verið veitt- ur,“ sagði Ólafur. Straumhvörf „Það hefur verið stefnumál kirkj- unnar árum saman aö biskupar kirkjunnar skuli vera þrír. Það var yfirlýst stefna þar til í haust. Þá gekk nefnd, sem ráðherra skipaöi, inn á hugmyndir þar sem hann lagöi að- aláherslu á að biskupsdæminu yrði ekki skipt en vigslubiskupar yrðu eins konar aðstoðarbiskupar sem væri létt af sóknarprestsstörfum. Þeir væru staðgenglar biskups og hefðu ákveðna þjónustuskyldu að eigin frumkvæði. Þaö voru straum- hvörf í stefnumörkun kirkjunar þeg- ar kirkjuþing gekk inn á þessa tillögu nefndar sem ráðherra skipaði. Starfsmannafrumvarp og presta- kallafrumvarp var að mestu lagt í eitt og sem verður lagt fram sem stjómarfrumvarp. Einmitt biskupa- spumingin hefur staöið í ráherrum fyrri ára. Nú var loks höggvið á hnút- inn.“ Of ungur eða gamall Það em ekki aðeins málefnin sem tekið er tillit til þegar biskupsefni em kosin. Talað hefur verið um að bisk- up megi ekki vera of ungur þar sem starfið væri afar erfitt og krefiandi og ekki hægt fyrir einn mann að sinna því af krafti í langan tíma. Með þessa röksemdafærslu í huga virðist Sigurður Siguröarson ekki eiga mikla möguleika á.að sefiast að á Suðurgötu 22. „Hann getur setið í embætti í aldarfiórðung," sagði einn viðmælandi. Er þaö einnig nefnt að gott sé að endumýja biskup meö nokkurra ára millibili. Til gamans má geta þess að ef Heimir Steinsson verður biskup mun hann sifia í 19 ár, Jón Bjarman í 15 ár en Ólafur Skúlason ekki nema í 11 ár. Ólafur Skúlason stendur þama vel að vígi. Þegar litið er til reynslu hans, og þeirrar staðreyndar að hann tapaði með einu atkvæði síðast, þykir heim- ildarmönnum DV ekki ólíklegt að hann verði næsti biskup. „Hann fer allavega ekki að tapa aftur með eins atkvæðis mun,“ var sagt. Það má velta möguleikum þessara fiögurra kandídata endalaust fyrir sér á ólík- um forsendum og hafa verður í huga að allir em í kjöri. Kosningabaráttan getur orðiö hörö og margt látið fiúka þar sem heimildarmenn blaðsins telja að að minnsta kosti tveir hinna nefndu sæki það fast að verða biskup yfir íslandi. Einn hinna 150 kandíd- ata hafði á orði: „Við erum félagar og bræöur. Við erum alls ekki að berast á neinum spjótum haturs eða úlfúðar. Það em ákveðnir hópar sem leitaö hafa til okkar. .Viö erum ekki í striði hver við annan og allir bera hag kirlfiunnar fyrst og fremst fyrir bijósti.“ -hlh 'J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.