Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Fréttir 3 Ferðaskrifstofa ríkisins: Seld miðað við stórlækkað mat - einkaréttur á Edduhótelum í þrjú ár fylgdi meö í kaupunum Enn hefur samgönguráöherra, Steingrímur J. Sigfússon, ekki gefið út starfsleyíi til Ferðaskrifstofu ís- lands sem er hlutafélag er stofnað var við sölu Ferðaskrifstofu ríkisins. Samgönguráðherra hefur ekki enn gefið nein svör um það hvenær eða hvort leyfið verði veitt. Mun hann hafa krafist ítarlegrar úttektar á söl- unni eftir aö hann kom í ráðuneytið og mun hann á tímabili hafa hugleitt að rifta henni. Samkvæmt lagaákvæðum frá 1985 var Ferðaskrifstofa ríkisins seld og nutu starfsmenn forkaupsréttar. Það hefur hins vegar komið í ljós að ekki er tekið skýrt fram í lögunum hvern- ig tryggt er að starfsmenn einir standi að kaupunum. Segja menn að því hafi verið klúðrað í meðförum Alþingis. Vegna þessa hefur því verið haldið fram að Eimskipafélagið sé á leiðinni inn í fyrirtækið sem verður að teljast óeðhlegt. Starfsmenn fyrir- tækisins nýttu sér forkaupsrétt sinn og er samdóma álit manna, sem starfa í ferðamálum, að verðið hafl verið mjög gott. Starfsmenn skráðu sig fyrir hlutafé að verðmæti 14 millj- ónir króna en ríkið á þriðjung af 21 miUjón króna hlutafé. Þá þurfti fé- lagið að taka við skuldum upp á tæp- ar 10 milljónir. Var metið á 50 milljónir Matsverð á Ferðaskrifstofu ríkis- ins hefur mjög breyst í tímans rás. Fyrir tveim eða þrem árum var verð- mæti fyrirtækisins metið á 50 miUj- ónir króna og voru ýmsir aðUar til- búnir að kaupa á því verði. Á síðasta ári var fyrirtækið sett aftur í mat og sagði Hreinn Loftsson, aðstoðarmað- ur fyrrverandi samgöngumálaráð- herra og fuUtrúi ríkisins í stjórn Ferðaskrifstofu íslands, að eldra matsverðið heföi verið úrelt. Eftir að endurmat hafði komið til varð end- anleg tala 30,4 milljónir. Söluverð var byggt á því. Það þykir skjóta sköku við að mats- verö fyrirtækisins skyldi lækka á þessu tímabUi því mikU uppbygging hafði einmitt orðið á sama tíma. Var fyrirtækið t.d. tölvuvætt á þessum árum og vUja sumir meina að um leið og ljóst var að fyrirtækið yrði selt hafi það verið rekið með það í huga að lækka matsverð þess. Hvenær kom Eimskip inn í myndina? Ljóst er að Eimskipafélagið haföi mikinn áhuga á að ná tökum á félag- inu en mönnum þykir erfitt að tíma- setja þann áhuga. Það gerir það að verkum að mjög erfitt er að rökstyðja riftun á kaupunum enda mega starfs- menn selja hlutafé sitt á frjálsum markaði. Eimskip hafði reyndar mestan áhuga á að komast inn í samning við umboðsaðUa SmyrUs en snarræði Jónasar Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Austfars hf. á Seyðisfirði, kom í veg fyrir það. Viðskiptavild Ferðaskrifstofu rík- isins er mikil um allan heim enda gamalgróið fyrirtæki með ríkið að bakhjarli. Þessi viðskiptavUd mun hafa farið fyrir lítið í matsverði. Þá var kveðið á um það í samningnum að rekstur Edduhótelakeðjunnar yrði áfram hjá fyrirtækinu næstu þijú árin. Það er hlutur sem ber að meta töluvert. Þá mun skattalegt hagræði einnig vera verulegt af kaupunum þó erfitt sé á þessari stundu að meta það tU fjár. Ekki munu vera neinir samningar um að Ferðaskrifstofa íslands sjái um ferðalög á vegum hins opinbera en stofan nýtur þó enn tengslanna við stjórnarráðið og fær töluvert af ferðalögunum í sinn hlut. -SMJ Stórtónleikar í kvöld kl. 22 stundvíslega Aðgöngumiðaverð kr. 600,- Þingmenn Reykjaneskjördæmnis á fundi i gær. F.v.: Geir Gunnarsson, Karl Steinar Guðnason, Jóhann Einvarðsson, Ólafur G. Ejnarsson, Matthias Á. Mathiesen, Salóme Þorkelsdóttir, Júlíus Sólnes, Kristín Halldórsdóttir, Hreggviður Jónsson og Steingrímur Hermannsson. DV-mynd: LAE. Keflavíkurtogararmr: Steingrímur sendur á SÍS - einhugur meðal þingmanna Reykjaneskjördæmis í gær héldu þingmenn Reykjanes- kjördæmis meö sér fund vegna Keflavíkurtogaranna. Þar var ákveð- ið að forsætisráöherra, Steingrímur Hermannsson, gengi á fund Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands- ins, til að freista þess að fá ákvörðun Sambandsins um þessa togarahrók- un milli Keflavíkur og Sauðárkróks breytt. Matthías Á. Mathiesen, fyrsti þing- maður Reykjaneskjördæmis, sagði að lítið meira væri um málið að segja á þessu stigi, bíða yrði eftir niður- stöðu fundar forsætisráðherra og forstjóra Sambandsins áður en næsta skref yrði stigið. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður sagði aö enda þótt ekki væri séð á þessari stundu hvernig hægt væri að leysa málið á þann hátt að Suðurnesjamenn héldu togurunum væri allt annað en uppgjafartónn í mönnum. „Það er engin orusta töpuð meðan á henni stendur," sagði Karl. í sama streng tóku alþingismenn- irnir Jóhann Einvarðsson og Ólafur G. Einarsson. Þeir, eins og raunar aðrir þingmenn Reyknesinga, sögðu að hér væri um mikið teflt varðandi atvinnuástandið á Suðurnesjum. Karl Steinar benti á að málið snerti raunar alla Reyknesinga því að fisk- markaðurinn í Hafnarfirði heföi fengið fisk frá þessum togurum þegar þannig hefði staðið á. Sjá einnig bls. 29 -S.dór JL. VÖLUNDUR TEPPADEILD Jólateppin eru komin Florence er eitt af jólateppun- um okkar i ár Útlit: Uppúrklippt og lykkja Efni: 100% Polyamid - Óhrein- indavarið Nú er tækifærið að gera hörku-góð kaup og teppaleggja fyrir jól. Við erum komnir í jólaskapið og veitum hagstæð greiðslukjör. O TEPPADEILD JLVölundur HRINGBRAUT 120 - SÍMI 28600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.