Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR'10: NÓVEMBER11988. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. ímyndanir eyða lýðræðinu Úrslit bandarísku forsetakosninganna eru alvarlegt áfall lýöræðinu þar í landi, af því að þjóðin lét sam- vizkulausa ímyndarfræðinga hafa sig að meira fifli en áður hefur þekkzt. Um leið eru þau áminning til allra lýðræðisþjóða um að láta ekki leika sig á sama hátt. Sem fjölmiðlaráðgjafi George Bush var Roger Ailes einn lykilmanna að sigri hans. Við munum eftir honum frá sigri Nixons fyrir tuttugu árum, þegar hann fram- leiddi kosningaauglýsingar forsetaefnisins. Þá var verk hans talið hafa ráðið úrslitum í tvísýnni baráttu. Fyrir tuttugu árum fólst vinna ímyndarfræðingsins í að pakka erfiðu forsetaefni inn í glansandi umbúðir, sem bandaríska þjóðin keypti, með afleiðingum, er þá voru ófyrirséðar. Nú felst starfið í grófari brögðum, einkum í rógi um andstæðinginn. En með sama árangri. Auðvitað er hægt að saka hinn nýkjörna forseta um að hafa valið siðleysingja sér til halds og trausts í kosn- ingabaráttunni. En fyrst og fremst er brýnt að benda á sekt bandarísku þjóðarinnar, sem er orðin svo rugluð í ríminu, að hún sér ekki það, sem allir geta séð. Öll kosningabarátta Bush byggðist á að reyna að leika á kjósendur. Sumt af því var ekki nýtt af nálinni. Á ís- landi könnumst við til dæmis við kosningaloforð, sem vita má, að ekki verða efnd. Skítkast höfum við líka séð, en ekkert, sem minnir á bandaríska ósómann. Svo virðist sem þjóðarsátt sé í Bandaríkjunum um, að þolanlegt sé, að kosningabarátta sé háð á forsendum ímyndarfræðinga á borð við áðurnefndan Roger Ailes, svo og kosningastjórana James Baker og Lee Atwater. Hæfni þeirra var jafnvel hrósaö í fjölmiðlum. Ekkert er nú því til fyrirstöðu, að ímyndarfræðingar færi sig upp á skaftið, þegar þeir hafa fengið staðfest- ingu þess í niðurstöðu bandarísku kosningabaráttunn- ar, að umgangast megi heila þjóð af fullkominni fyrir- htningu. Hvað ætli Roger Ailes finni næst upp? Svo virðist sem staðreyndir, sem ítrekaðar hafa verið á prenti í Bandaríkjunum, hafi engin áhrif á þjóðar- meirihluta, sem trúir á sjónvarpsskjáinn og ímyndirn- ar, sem koma fram í leikhúsi hans. Meirihlutinn hefur látið hinn borgaralega frumburðarrétt í trölla hendur. Unnt er að ímynda sér, að íslenzkir ímyndarfræðing- ar muni vilja læra af hinni bandarísku reynslu. Munu þeir sýna sjónvarpsmyndir, þar sem nafn og persóna andstæðingsins er tengd andliti og nafni landsþekkts nauðgara? Hvernig mundu kjósendur taka slíku? Ekki dugir að ganga ú.t og æla, þótt við höfum orðið vitni að því, að bandaríska þjóðin hefur dregið sjálfa sig niður í svaðið með því að hegna ekki hinum samvizku- lausu ímyndarfræðingum og frambjóðanda þeirra. Skynsamlegra er að meta, hvernig bregðast skuh við. Við verðum að gera okkur grein fyrir hættunni á, að innreið sjónvarpsins breyti taflborði lýðræðisins. Allt of margt fólk virðist hafa tilhneigingu til að ímynda sér, að hreyfanlegar myndir á skjá sýni meiri raun- veruleika en áður mátti lesa í táknum á pappír. Hér á landi hefur fréttaleikhúsið í sjónvarpinu náð því stigi, að ríkisstjórn hefur verið shtið í beinni útsend- ingu. í vaxandi mæli sjást gamalkunnir rauparar og kjaftaskar æfa sig á innantómum blekkingum, sem vísa th sömu áttar og við höfum séð í Bandaríkjunum. Ef hinar nýju leikreglur bandarísku kosningabar- áttunnar breiðast út á Vesturlöndum, er öruggt, að lýð- ræði mun hða undir lok sem þjóðskipulag. Jónas Kristjánsson „Aðstöðu má veita á Reyðarfirði fyrir umskipunarhöfn milli iðnaðarsvæða Evrópu og austurstrandar Banda- ríkjanna", segir m.a. í greininni. - Frá Reyðarfirði. Framleiðniaukning umfrarn allt Þau atriði sem koma helst til greina til þess að stuðla að fram- leiöniaukningu á íslandi eru ekki mjög mörg. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum þeirra. Viðskiptasamningur við Banda- ríkin um niðurgreiðslu tolla vegna hernaðaraðstöðu þeirra hér. Nú er víst að bæði vinstri menn og hægri reka upp ramakvein en réttara væri að hyggja að. EBE er dálítið sérstakt með það að það mun ekki gera við okkur fríverslunarsamning ef við höfum slíkan við Bandaríkin, en greiðslur vegna varnarmála eru hins vegar ekki mál þess. Okkur er nauðsyn á framleiðni- aukningu á íslandi ef gera á slíka samninga við bæði Bandaríkin og EBE. Frystihúsin flytji út á sjó og vél- menni vinni aflann í meira mæh. Fiskvinnsla og landbúnaður Framleiðniaukning í flskvinnslu í landi er vinnsla í neytendaum- búðir, í sjávarréttum sérstaklega. Til þess geta frystihús víöa um land nýst. Verðaukning á fiski fer fram við að afgreiða ferskan fisk á markað. Til þess þarf hraðskreiða tvíkjöl- unga sem geta fariö eina ferö til Bretlands og aðra til meginlands- ins í hverri viku. Aðstöðu má veita á Reyðarfirði fyrir umskipunarhöfn milli iðnað- arsvæða Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada annars vegar og iðnaðarsvæðis Austur- Asíu hins vegar. Virkja má Fljóts- dalsvirkjun til að aíla raforku til að framleiða natríum og klór. Vinnslu á loðnu verði komið í betra framleiðsluhorf með því að láta framleiöa gufuþurrkara og/eða loftþurrkara t.d. í Kína eftir þekkt- um, góöum teikningum. Þessum afurðum verði síðan smám saman breytt í verðmætari afurðir í fiski- rækt. Þéttbýhssveitarfélög og al- mannasamtök kaupi jarðir fullu verði úr ábúð, þær jarðir sem eig- endur vilja bregða búi á, en haldi viö húsum og vegum af öryggisá- stæöum. Verður þá landbúnaður lífvænlegur fyrir þá sem eftir eru á betri jörðunum. Iðnaður og verðbréf Iðnaður noti sér framleiðslu á ís- lensk-hönnuðum framleiðsluvör- um á svæðum þar sem tilkostnaður er lægri en noti verslunar- og markaössetningu, sem meira er út úr að hafa, sem framlegð á íslandi í ríkara mæli en nú er. Starfsemi verðbréfamarkaðar verði sett í eina kauphöh þar sem bæði má versla meö erlend og inn- lend bréf og fá þekkta verðbréfa- höndlara erlenda til þess að koma á svipuöu siöferði og skipulagi og erlendis tíðkast. Aðeins með samn- ingi um shkan markaö getum við treyst því að póhtísk ævintýra- KjaUarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri mennska með verðbréfaviðskipti hætti. í framhaldi af því verði Lands- virkjun og Póstur og sími gerð að almenningshlutafélögum sem þá ætti að tryggja eðhlegt verð til ís- lenska ríkisins fyrir þessar eignir. Aðrar eignir verði einnig seldar í hlutafélagaformi og ríkisbankarnir sérstaklega. Sveitarfélög selji út- gerðum kvóta-sem þá fá hann eftir hefð og hann verði seldur innan- sveitar. Þetta er eina ráðið til þess að stöðva þá oftjárfestingu og svipt- ingar sem nú tíökast, pólitíska mis- notkun eins og norðursvæði og suðursvæöi og annaö eftir því. Þaö tryggir einnig að fiárfesting- ar, sem þegar eru fyrir hendi, verði nýttar áfram og beinir nýju fiár- magni í aðra starfsemi í stað þess að miklu fiármagni sé beitt til að bítast um alltof fáa fiska. Menntun og arðsemi Framleiöni og framlegðarfræði verði kennd í grunnskóla og fram- haldsskólum. Foreldrum verði úthlutað fé til að mennta böm sín. Kennarar veiti þá þjónustu sem fyrirtæki og verk- takar en leigi skóla af sveitarfélög- um. Kennslan verði eins fyrir alla í sama sveitarfélagi eða þá sem saman eru um skóla. Þannig verð- ur hvorki kennaraskortur né of- framboð heldur ræður markaður og hvíitning til framlegðar sem aft- ur verður tekin út af öömm verk- tökum sem við köhum prófdómara. Verkalýösfélög hætti að virka sem tryggingaraðili gmnnstæröa í handstýrðu efnahagslífi og veiti þjónustu til handa starfsmannafé- lögum sem gera samninga á vinnu- stöðum. Það má t.d. minna á það að lög um bann við kauphækkunum eru aðeins framkvæmanleg vegna víö- tækra samninga verkalýðsfélaga. Sett verði lög um arðsemisút- reikningaskil fyrir hverja einustu ríkisstofnun og stofnanir sveitarfé- laga og gerð úttekt á hvemig arður er reiknaður. Spítah, sem sýnir arð, sinnir miklum verkefnum á tímaeiningu t.d. Þessir arösemisút- reikningar komi fram í ársskýrsl- um. Þetta yrði gert til þess að koma á sjálfvirku boðkerfi aðhalds um ráðstöfun fiármuna. Án skattahækkana Sett verði lög um aö ekki skuh fiölga hjá hinu opinbera í nokkur ár og þingmönnum gert skylt við umbótafrumvörp að hagræða svo þau verði framkvæmanleg að því er varðar starfsmenn. Ríkissjóður verði ekki rekinn með meiri halla en nemur al- mennri, erlendri verðbólgu. Með því að losna við greiðslur til land- búnaðar og með sölu eigna er þetta framkvæmanlegt án skattahækk- ana. Starfsemi Ríkisútvarpsins verði með þeim hætti að ríkið sýni ein- ungis innlent efni og fréttir en leigi dreifikerfi þess á milh en haldi gamla hljóðvarpinu með samning- um um engin verkföll af öryggisá- stæðum. Það er sýnilegt aö sam- keppnin er því um megn nú um stundir og það á að hætta henni og tryggja menningarverðmæti okkar eingöngu. Það geta aörir verið í hasarmyndum og léttvægu efni. Þetta er gert til þess að hægt sé að meta arðsemina í menningar- verðmætum og til þess að þynna ekki út innlenda dagskrárgerð með samkeppni. Menning gefur hka arð á þjóðarplani. Tekin verði upp grunneignar- stefna i húsnæðismálum. Hún kemur í veg fyrir fiölda félagslegra vandamála sem annars þarf að borga og lélega, þjóðhagslega fram- legð uppboða og hundeltun á venjulegu fólki sem hefur lent í einu eða öðru kerfi. Rökin eru mörg og hér er þeim sleppt að mestu. Hins vegar er ljóst að allt sem miður fer er vegna þess að menn eyða tíma í að kroppa hver í annan í stað þess að skilja það að best er fyrir alla að hefia framleiðnisókn. Þorsteinn Hákonarson „Verkalýösfélög hætti áð virka sem tryggingaraöili grunnstærða í hand- stýröu efnahagslífi og veiti þjónustu til handa starfsmannafélögum sem gera samninga á vinnustöðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.