Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Ffskverð lágt erlendis Aö undanfömu hefur fiskverð er- lendis verið lágt og má telja að það hafi verið meðal annars af of miklu framboði. Bv. Gullver seldi afla sinn 31.10. alls 155 lestir fyrir 10,8 millj. kr., meðaiverð 69,70 kr. kg. Bv. Sléttanes seldi í Hull alls 220 lestir fyrir 14,9 millj. kr„ meðalverð 67,80 kr. kg. Bv. Sigurey seldi í Grimsby 4.11. aUs 137 lestir fyrir 8,14 milij. kr„ meðalverð var 61,46 kr. kg. Bv. Þórhallur Daníelsson seldi í Hull alls 117 lestir 4.11., meðalverð 63,35 kr. kg, alls séldist fyrir 7,4 millj. kr. Meðalverð á þorski á þessu tímabili var 65 kr. kg og ýsu 81,51 kr. kg. Grálúða 92,12 kr. kg, koli 62,87 kr. kg, karfi 44 kr. kg, ufsi 40,34 kr. kg. Á sama tíma var alls seldur fiskur úr gámum 1.403 lestir fyrir 97,244 millj. kr„ meðalverð svipað og hjá skipunum, þó aðeins hærra. Bv. Sunnutindur seldi afla sinn 7.11. í Hull alls 146 lestir fyrir 9,3 millj. kr„ meðalverð 63,47 kr. kg. Bv. Óskar Halldórsson seldi í Eng- landi 8.11. alls 88 lestir fyrir 4,8 milij. kr„ meðcilverð kr. 54,92 kr. kg. Þýskaland Bv. Ögri seldi í Bremerhaven alls 167 lestir fyrir 10 millj. kr„ meðal- verð kr. 59,66. Bv. Happasæll seldi í Cuxhaven alls 99 lestir fyrir 3,9 millj.kr., meðalverð kr. 40,37 og bendir það verö til þess að allur fiskur hafi farið á lágmarks- verði. Bv. Engey seldi í Bremerhaven alls 232 lestir fyrir 15,658 millj. kr„ meðal- verð kr. 67,31 kg. Bv. Víðir seldi í Bremerhaven 7.11. alls 210 lestir fyrir 14,656 millj. kr„ meðalverð 69,62 kr. kg. Menn telja erfitt að spá um verð í Þýskalandi, kaupendur eru mjög óráðnir með fiskikaup og erfitt að gerast spámað- ur í verðlagsmálum á þýska mark- aðnum. Þorskur verðminni íLondon London: Á Billingsgate markaðn- um var heldur lélegur fiskmarkaður fyrstu daga mánaðarins. Veðrið var fremur kalt þó stillt væri en nú hefur aftur hlýnað svo ekki er óhugsandi F iskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson að verð á algengustu tegundum nái sér aftur. Islensk þorskflök hafa gengið á 12-14 £ stonið. Á þessu ári hefur verðmæti þorsks verið 13% minna en á síðasta ári. Verðmæti ýsu hefur minnkað um 8%. Búist er við hækkandi verði á rækju og talið er að Royal Grænland og íslenskir framleiðendur hafi feng- ið aðeins betra verð að undanförnu.. Búist er við að það kunni að hækka nú fyrir jólin. Villibráð og súpur í Mílanó Mílanó: Fyrsta vikan í nóvember hefur einkennst af helgidögum og hafa af þeim sökum margir átt frí. Fyrst er það allra heilagra dagur (Tutti i Santi). Síðan kemur dagur látinna (I Morti). Svo er það Sipra- messan og er þá mikið um dýrðir og fá börnin þá gjafir ekki síðri en á jólum. Síðan er það sem mestu ræður um neyslu manna um þetta leyti, en það er að nú borða menn villibráð og súpur en minna af fiski. Þó er þokkalegt verð á ýmsum tegundum: Haföminn á Akranesi til sölu: Margir hafa sýnt áhuga á kaupunum - en hika vegna slæmrar stöðu fiskvinnslunnar Frystihúsið Haförn hf. á Akra- nesi á, eins og fleiri fiskvinnslufyr- irtæki, í miklum rekstrarerfiðleik- um. Guömundur Pálmason, aða- leigandi þess, sagði í samtali við DV fyrir skömmu að hann væri oröinn þreyttur á baslinu og myndi selja fyrirtækið ef viðunandi tilboð fengist. Margir aðilar hafa áhuga á að eignast fyrirtækið sem er nýupp- gert og ákaflega fullkomið frysti- hús. En staða fiskvinnslunnar um þessar mundir veldur kjarkleysi raanna til að ráðast í kaupin. Forráðamenn Kirkjusands hf. 1 Reykjavík hafa verið í sarabandi við Guðmund Pálmason og stað- festi Ríkharður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kirkjusands, að hann hefði skoðað málið en ekkert meira og að allar líkur væru á að ekkert framhald yrði á því Sam- kvæmt öðrum heimildum DV voru viðræður milli þessara aðila komn- ar vel á veg en lokatilboö kom aldr- ei frá Kirkjusandi og er þess raunar beðið enn. Eigendur Haraldar Böðvarssonar & Co á Akranesi hafa líka áhuga. Sturlaugur Sturlaugsson, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækis- ins, sagöi að hægt yrði að koma við ýmiss konar hagræðingu ef HB & Co eignaðist Haförninn. Aftur á móti væru þeir tímar um þessar mundir að ekki væri fýsilegt að ráöast í slíka fjárfestingu sem kaupin á Haferninum væru Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, er stjórnarformaöur Síldar og fiskinýölsverksmiöju Akraness en það fyrirtæki er í tengslum við Heimaskaga hf. Sam- kvæmt heimildum DV hefur viö- skiptabanki Hafarnarins hf. lagt að Sfldarverksraiðjunni að kaupa fyr- irtækið. Gísli vildi ekki viðurkenna að bankinn hefði eitthvaö lagt til málanna en viðurkenndi að kaup á Haferninum hf. hefðu verið skoö- uð. Hann sagði þó að ýmislegt þyrfti að gerast áður en alvara kæmi í raáliö. Gísli sagði aö auðvitað heíðu menn áhyggjur af atvinnuástand- inu á Akranesi og vildu allt gera til að efla það. í ijósi þess yrðu menn að líta á þaö að stjóm Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hefði veriö aö skoða málið. -S.dór Þlngsályktunartillaga: Bann á fóstureyðingarpillur Ásgeir Hannes Eiríksson, vara- þingmaður Borgaraflokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að banna innflutning og dreifingu á fóstureyðingarpillum. „Sjálfur er ég á móti félagslegum fóstureyðingum en mér finnst að þær fóstureyðingar sem eru framkvæmd- ar í dag hljóti að vera geröar undir læknishendi. Þessar pillur setja af stað þróun sem maður sér ekki fyrir endann á. Þá er þetta endanlega komið úr böndunum og hvert leiðir þessi þróun? Leiðir hún kannski til þess að það verði fóstureyðingar- sjálfsalar í kjöllurum bamaskól- anna?“ -SMJ Ögri seldi í Þýskalandi á dögunum 167 tonn af karfa á 10 milljónir króna. Meðalverð var tæpar 60 krónur. Danskar rækjur, pillaðar, 437 til 1017 kr. kg. Skötuselshalar 700 kr. kg og rauðsprettuflök 350-420 kr. kg. Noregur Norsk saltfiskfyrirtæki hafa nýlega keypt 2000 tonn af saltfiski frá Kanada. Veröið er talið vera 25 norskar kr. kg eða nálægt 175 kr. ísl. kg. Aöallega er hér um stóran fisk að ræða og þarf ekki leyfi fyrir fisk- kaupum eins og þessum. New York Að undanförnu hefur verið mikið framboð af laxi á Fulton markaðn- um. Veröið hefur verið í lægri kant- inum og nokkuð hefur safnast fyrir. Sjávarfiskur hefur aftur á móti verið á góðu verði, gæftir hafa verið slæm- ar og litlir farmar borist og verðið hækkað í takt við eftirspumina. Búist er við að það taki 2-3 vikur að verðið á laxinum batni. Verð á laxi hefur verið frá 415-567 kr. kílóið. Eldislax frá Kanada hefur verið á svipuðu verði en stærðin ræður því. Stærsti fiskurinn er alltaf á hæsta verðinu. Frosnar, pillaðar rækjur, 250 til 350 stk. í kílói, 435 kr. kg. Rækjan frá Oregon kostar svipað eða aðeins minna, en grænlensk rækja, 125-175 stk. í kflói, kostar 588 kr. kg út af markaðnum. Kínverskur fiskur í Taiwan Taiwan: Kínverskur fiskur er seld- ur á markaönum á Taiwan. Stöðug löndun skipa frá Kína er orðin þriðj- ungur af þeim afla, sem landað er daglega í Taipei, en þar er landað 150.000 til 200.000 kg af alls konar fiskifangi daglega. Fyrir afurðirnar fæst gott verð og stundum fimmfalt og allt upp í tífalt verð. Lögreglan sér gegnum fingur sér með þennan ólög- lega innflutning. Kínverjamir vilja gjarnan fá annað en peninga fyrir aílann og era það helst alls konar rafmagnstæki sem þeir vilja í stað peninga. Mikil ásókn er í þessi viðskipti og vaxa þau viku- lega. íslendingar hafa átt góð við- skipti við Taiwan og þekkja til verð- lags þar. Kannski verður næst farið að versla við Hong Kong en þangað er selt mikið af söltuðum fiski. Endursagt úr FNI. Fallandi verð á suremi í Bandaríkjunum Á þessu ári er búist við að fram- leiðsla á hoki suremi aukist úr 5000 lestum í 25000 lestir. í Chile hafa ver- ið notuð til framleiðslu á suremi 900 tonn af hestamakríl. Thailendingar veiöa „threading bream“ og hafa á þessu ári flutt til Japan 16000 tonn af suremi úr þessum fiski. Fleiri teg- undir af fiski hafa reynst vel til sur- emiframleiðslu. Á meðan japanski markaðurinn stendur vel er ört fallandi verð á suremi á markaðnum í Bandaríkjun- um og er lb. nú á um 1 $. Árið 1987 framleiddu Bandaríkjamenn 18000 tonn af suremi en í ár er gert ráð fyrir að framleidd veröi 60-70 þúsund tonn. Á miðju sumri voru birgðir tvöfalt meiri en þær voru á síðasta ári, eða 4000 tonn. Ástæða fyrir vinsældum suremi er að gyðingar mega ekki eta skelfisk en þeim er ekki bannaö að borða gervikrabba og eru neytendur taldir vera 10 milljónir. LOFTPRESSUR LOFTVERKFÆRI 'OTTATÆKI RYKSUGUR MARGS KONAR SUÐUTÆKI HLEÐSLUTÆKI SMERGLAR, SLIPIROKKAR VATNSDÆLUR VERKFÆRAKASSAR VERKFÆRIN HENTA VIÐAST HVAR. VIÐ SJÁVARSÍÐUNA, IÐNAÐINN, LANDBÚNAÐINN OG HJÁ TÓMSTUNDA FÓLKI CHARCÍ SKELJUNGUR H/F SMÁVÖRUDEILD SKELJUNGS BÚÐIN SIÐUMULA 33 S: 681722 - 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.