Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Útlönd John Mitchell látinn John Mitchell fyrrum dómsmála- ráðherra Bandarikjanna lést af hjartaslagi í Washington í gær. Mitc- hell, sem var dómsmálaráðherra í tíð Richards Nixon í Hvita húsinu og sat í fangeisi fyrir aöild sína að Water- gate málinu, lést skömmu eftir að komíð var með hann á sjúkrahús. Mitchell var sjötiu og fimm ára. Hann var dómsmálaráðherra frá 1969-72. Hann sagði af sér tveimur vikum eftir að komst upp um inn- brotiö i Watergate bygginguna og var síðar dæmdur í fangelsi fyrir hlut sinn í því máli. Var hann æðsti emb- ættismaðurinn sem fékk dóm íyrir hlut að því máli. Síöustu árin starfaði Mitchell hjá John Mitchell, dómsmálaráðherra fyrirtæki sem stundar ráðgjöf í al- Nixons, lést af völdum hjartaslags þjóðaviðskiptum. i gær. Símamynt! Reuter Fjöldamótmæli á Sri Lanka Marxískir uppreisnarmenn hafa ráðgert fjöldamótmæli á Sri Lanka í dag, þrátt fyrir að gefin haíi verið út skipun til lögreglu og hers um að skjóta þá á færi. Krefjast þeir tafarlausrar afsagnar Juniusar Jayeward- ene forseta landsins og ríkisstjórnar hans. Þúsundir ferðamanna voru í gær og 1 morgun í óða önn að reyna að forða sér frá eynni samkvæmt ráðleggingum ferðamálaráös ríkisins. Uppreisnarmennirnir ætla að reyna að loka öllum fyrirtækjum í landinu, stöðva allar samgöngur og halda fjölmenna mótmælafundi. Hafa uppreisnarmenn hótað ofbeldi gagnvart þeim sem ekki taka þátt í mótmælaaðgerðunum í dag. Hnífjöfn barátta íhaldsflokkurinn, sem er við stjóm í Kanada, og Frjálslyndi flokkurinn, sem er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, virðast nú vera í mjög jafnri baráttu aðeins tveimur vikum fyrir þingkosningar i landinu, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gærkvöldi. Samkvæmt henni fengju frjálslyndir, undir stjórn Johns Tumer, þijá- tiu og sjö prósent atkvæða. íhaldsmenn, undir stjórn Brian Mulroney, fengju þtjátíu og fimm prósent en nýir demókratar reka lestina með tutt- ugu og fjögur prósent. Níu prósent aðspuröra em óákveönir. Þessar niðurstööur benda til þess að kosningarnar verði mun jafnari en áöur var taliö. Gallup-könnun, sem birt var á mánudaginn, sýndi tóif prósenta forskot ftjálslyndra. Mulroney forsæösráðherra dró niðurstöður Gallup-könnunarinnar mjög í efa. Mikið er í húfi því að um fríverslunarsamning Bandaríkjanna og Kanada er aö ræða. íhaldsmenn era þeir einu sem styðja þann samning og öl að hann fáist staöfestur í þinginu þurfa þeir hreinan meirihluta. Níu hundrað látnir Jarðskjálftinn í Yunnan í Kína hefur orðlð níu hundruð manns að bana og gert um eitt hundrað þúsund manns heimilislausa. Þessar iitiu stelp- ur voru í gær að leita að skólabókunum sinum í rústum húss i Lancang i Yunnan héraði. Símamynd Reuter Verðfall á hlutabréfum Stemunn Eöövaisdóttír, DV, Waahingtan: Gengi Bandaríkjadollars lækkaði í verði í gær í kjölfar sigurs Georges Bush, frambjóðanda repúblikana í forsetakosningunum. Dollarinn var skráöur á 1,7895 vestur-þýsk mörk á þriðjudag en 1,7593 í gær. Dollarinn hefur ekki verið lægra skráður gagnvart v-þýska markinu í þrjá mánuði. Á þriðjudag fengust 125,7 japönsk yen fyrir dollarann en 124 þegar viö- skiptadeginum lauk í gær. Kaupsýslumenn kváðust þó ekki óttast vaxta- hækkun í kjölfar þessarar lækkunar dollars. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði á fjármálamörkuðum í gær. Dow Jo- nes verðbréfavísitalan féll um 9,25 sög og var skráö á 2118,24 þegar kaup- Köllinni í Wali Street var lokað. Vísitalan náði sér á strik rétt fyrir Iokun veröbréfamarkaða 1 gær eílir að hafa fallið um 20 stig síðari hluta dags. Á þriðjudag hækkaði vísitalan nm 2,85 sög. Flesör höfðu búist við aö verðbréf myndu hækka í veröi ynni Bush sigur í þessum kosningum. Bandarískir kaupsýslumenn kváðust telja að lækkun veröbréfavísitölunnar í gær væri frekar viðbrögð viö komandi rikisstjórnarskiptum en úrslitura kosninganna. Geymt en ekki gleymt Þjóðverjar minntust þess í gær að fimmtíu ár voru liðin frá kristals- nóttinni þegar lýðurinn, æstur upp af nasistum, hundelti gyðinga og drap níutíu og einn. Það var að kvöldi 9. nóvember 1938 sem upphafið að þjóðarmorði gyð- inga er markað. Síðar áttu milljónir eftir að týna tölunni í útrýmingar- búðum nasista. í gær var þessara atburða minnst í Þýskalandi. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, var illyrmislega minnt- ur á að þessir atburðir eru síður en svo gleymdir í hugum þýskra gyð- inga. Við minningarathöfn í Bonn var meðal annarra forseti Vestur- Þýskalands, Richard von Weizsaec- ker, og fulltrúi Austur-Þýskalands. Kohl hélt þar ræðu og hrópuðu fimm ungir gyðingar að honum ókvæðis- orð og kölluðu hann lygara. Þegar kanslarinn lauk ræðu sinni bauluðu sumir. í Vín var þagnarstund í austur- ríska þinginu öl minningar um hörmungarnar fyrir fimmöu áram. Franz Vranitzky, kanslari Austur- Helmut Kohl varð fyrir aðhrópunum frá gyðingum er hann hélt minningar- ræðu um kristalsnóttina í gær. Símamynd Reuter Fulltrúar verkalýðsfélaga í löndum sem voru undir yfirráðum nasista leggja blómsveigi við vegg Dachau útrýmingarbúðanna til minningar um atburðina tyrir fimmtíu árum. Símamynd Reuter ríkis, flutö minningarávarp í hinu eina bænahúsi gyðinga sem stóð uppi eför þessa örlagaríku nótt 1938. Hainz Galinski, leiðtogi gyðinga í Vestur-Þýskalandi, sagði í gær að bæði þýsku ríkin bæra jafna ábyrgð á gyðingaofsóknum í Þýskalandi í foröð. Sagði hann að gyðingahatur væri enn við lýði í báðum ríkjunum. Minningarathöfnum lýkur í dag þegar vestur-þýska þingið minnist kristalsnæturinnar. Það virðist þó sem engin huggunar- eða sáttaorð geö haft róandi áhrif á þá sem lifðu af gyðingaofsóknirnar og dauðabúðirnar. Galinski hefur sagt í ræðum sínum að aldrei megi hleypa hörmungum alræðishyggjunnar aftur til valda. Af orðum hans má hins vegar ráða að hann telji nokkra hættu á því. Reuter Verkfallsmenn gáfust upp Verkfallstilraunir róttækra ungra verkamanna í tveimur skipasmíða- stöðvum í Gdansk runnu út í sandinn í gær og Lech Walesa sagði að hann myndi bíða til vors með að setja af stað ný mótmæli gegn kommúnista- stjóminni í Póllandi. Um það bil eitt hundrað ungir menn gengu út úr Wisla skipasmíða- stöðinni og slippnum í Gdansk aðeins sólarhring eför að þeir höfðu hafiö verkfall upp á eigið eindæmi eför að Walesa hafði hætt við að boða verk- fóll um allt land öl að mótmæla lok- un Lenín skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk. „Að halda áfram hefði verið eins og að berjast við skriðdreka,“ sagði Wojciech Buczynski, leiðtogi verk- faUsmanna, er hann gekk á undan hópi vonsvikinna verkfaUsmanna frá sUppstöðinni í gær. Alls höfðu fimm hundrað ungir baráttumenn hafið mótmæhn á þriðjudag. „Við treystum á að aðrir myndu taka þátt í þessu með okkur, en það gerði enginn," sagði átján ára gamaU verkamaður sem var að taka niöur fána Samstöðu við skipasmíðastöö- ina og rúUa þeim upp. Fyrr í gær höföu um þrjátíu verka- menn komið út úr Wisla stöðinni eft- ir að hafa staðið við verkfaUsvörslu yftr nóttina. Kröfur mannanna vora þær að Samstaöa yrði gerð lögleg á nýjan leik og að hætt yrði við að loka Len- ín skipasmíðastöðinni. Samstaða varð öl í Lenín stöðinni og hefur stjórnvöld héldu fast við þá ákvörðun að loka Lenín skipasmíðastöðinni stöðin mikið gUdi sem tákn um and- 1 Gdansk. simamynd Reuter stöðuna við stjorn kommumsta. Walesa sagði á blaðamannafundi í gær að Samstaða myndi berjast gegn lokun Lenín stöðvarinnar. Ríkis- stjómin segir að ákvörðunin um lok- un sé óafturkallanleg og fyrsta skref- ið í að auka hagkvæmni í pólskum iðnaði. „Ef engar lausnir verða komnar fyrir vorið munum við fara í stór- sókn,“ sagði Walesa. „Við munum berjast fyrir skipasmíðastööinni og fyrr eða síðar fáum viö hana aftur." Reuter Lech Walesa leiðtogi Samstöðu hótaði í gær stórsókn samtakanna í vor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.