Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Lífsstíll Safaríkar formkökur + Nokkur góð ráð við formkökubakstur Formkökur þurfa ekki endilega aö vera þessar venjulegu, aflöngu eða kringlóttu kökur sem bakaðar eru án fyllingar og glassúrs - stundum kallaðar þu'rrkökur. Formkökur eru allar þær kökur sem bakaðar eru í formum og síðan skreyttar eða fyllt- ar með alls kyns bragðefnum. Nú fást í búðum form sem hafa alls kon- ar lögun - skeljar, hjörtu, fiskar og alls lags aðrar fígúrur. Því má marm- arakakan ekki hafa lögun fisks til tilbreytingar? Að baka formkökur er frekar ein- fold matargerð en svo baksturinn heppnist sem best er nauðsynlegt að hafa nokkur atriði í huga. í fyrsta lagi verður að lesa upp- skriftina vel yfir og hafa allt tfitækt sem í kökuna á að fara. Byijiö verk- ið á því að undirbúa og smyrja form- ’ in sem kökurnar bakast í. Hráefnum blandað saman Hveitið á helst að sigta út í skálina, þá verður kakan létt og loftmikil. Blandið lyftiduftinu saman við hveit- ið og sigtið þaö með. Kökur með lyfti- dufti á að setja í ofninn eins fljótt og hægt er því lyftiduftið tapar eigin- leikum sínum ef það bíður of lengi. Eggíbakstureigaaðveraviðstofu- hita og þarf því að taka þau úr kæli- skáp að minnsta kosti einni klukku- stund fyrir notkun. Hvítur sykur er mest notaður við bakstur. Reglan er sú að sykurinn á að leysast vel upp þegar hann er. hrærður saman við smjörlíki eða egg. Ef sykurinn hefur kögglast vegna raka er nauösynlegt að sigta hann áður en hann er hrærður út. Formin á að smyrja vel Bökunarformin eru smurð vel að innan með feiti. Penslið formin með bræddu smjörlíki þvi með penslinum er auðveldara að fitubera allar rauf- ar. Feitin er látin kólna_aðeins og síðan er brauömylsnu stráð vel inn- an í formin. Bankið í formið og þá losnar öll laus brauðmylsna burtu. Hafiö formin tfibúin áöur en deigið er hrært. Setjið ekki meira deig í for- mið en sem nemur V, af stærð þess. Til að prófa hvort kakan er bökuð í gegn skuluð þið nota prjón til að stinga í kökuna. Ef hann kemur hreinn úr kökunni er kakan fullbök- uð. Eftir bakstur er kakan látin kólna um stund í forminu. Hvolfið kökunni síðan á rist og látið kólna alveg í gegn. Ef setja á flórsykurbráð (glass- úr) á kökuna á hún að vera vel köld. -JJ Berið bráðið smjörlíki innan á formin með penslisvo feitin berist jafntum formið, sérstak- legaefformin eru með raufum. Stráið brauð- mylsnu eða hveiti í formið. Hristið formið til að losna við aila umframbrauðmylsnu. DV-myndir Brynjar Gauti Safarík döðlu- og fíkjukaka Döðlumar og gráfíkjurnar gera þessa köku sérstaka. Hún er bragð- góð og safarík og full af alls kyns góðgæti. 175 g hveiti salt (framan á hnífsoddi) 100 g smjör/smjörlíki 2 msk. sykur 1 eggjarauða ca. 3 msk. ískalt vatn Fyllingin: 120 mjúkt smjör -*» 200 g sykur 4 egg rifinn börkur af 1 sítrónu Á tsk. múskathneta (mace) 2 tsk. negull 125 g malaðar heslihnetur 100 g hveiti 'Á tsk. lyftiduft 100 g hakkaðar valhnetur ^ 100 g hakkaðar gráfíkjur 100 g hakkaðar döðlur Sigtið hveiti og salt í stóra skál. Kalt smjörið er brytjað niður og hnoðað saman við hveitiö. Hnoðið saman við sykri, eggjarauðu og ís- köldu vatni. Pakkið deiginu inn í plast og geymið í kæli í 'Á klukku- stund. Fletjið deigið út og klæðið djúpt form að innan (22 cm í þver- mál). Hrærið smjör og sykur létt og ljóst. Setjið eggjarauðu, sítrónubörkinn, kryddiö og heslihnetumar saman við og hrærið. Stífþeytið eggjahvítumar , og hrærið þær varlega saman við hrærana. Blandið saman hveiti, val- hnetum, döðlum og gráfíkjum og hrærið síðan saman við hið fyrr- talda. Jafnið hræruna í deigklætt formiö og bakið viö 175° í 1-1 'á tíma. Kælið á rist. -JJ Einföld s itronukaka Sítróna sem bragðefni í kökur gefur gott og frískandi bragð. 150 g smjörlíki/smjör 300 g sykur 3 egg rifið hýöi af einni sítrónu safi úr 'á sítrónu Vá dl mjólk 300 g hveiti 2 tsk. lyftiduft Hrærið smjör og sykur létt og Ijóst. Setjið eggin saman við eitt í einu og hræriö á milli. Sigtið þurrefhin saman \1ð og hellið síðan mjólk og sítrónusafa saman við til skiptis. Bakið við 170° í 1 klukkustund. Prófið með prjóni hvort kakan er fullbökuð. Stráið fiórsykri yfir kökuna þeg- ar hún er orðin köld eða hrærið sítrónusafa saman við flórsykur og gerið glassúr. -JJ Gamaldags súkkulaðikaka Hráefnið í þessa köku er fremur dýrt en hún er að sama skapi mjög góð. Hún geymist vel en sjaldan reynir virkfiega á þaö. Glassúrinn er bragðbættur með kaffi ef vill. 150 g suðusúkkulaði 1 'á dl mjólk 50 g púðursykur 1 tsk. vanfilusykur 100 g smjör 1 'Á dl sykur 3 egg 150 g (2Á dl) hveiti 1 tsk. lyftiduft Flórsykurbráð: 1Á dl flórsykur 3 msk smjör 1 tsk. vanillusykur 1 'Á msk. sterkt, kalt kaffi ristaöar möndluflögur Bræðið suðusúkkulaðið saman við mjólkina, sykurinn og vanillusykur- inn í potti við vægan hita. Látið kólna. Hrærið smjör og sykur vel saman. Setjið eggin saman við eitt og eitt í einu og hrærið vel á mflli. Sigtið hveiti og lyftiduft út í tfi skiptis við súkkulaðihrærana. Helliö hræranni í vel smurt, hveiti- stráð mót (22 cm). Bakið við 175° í 40-50 mínútur og kælið á rist. Sigtið flórsykurinn í skál og hrærið smjörið vel saman við. Bragðbætið með vanillusykri og kaffi. Smyrjið Möndluflögumar eru bakaðar í ofni glassúrnum á kalda kökuna og stráið við 200° í nokkrar mínútur eöa þar ristuðum möndluflögum yfir. tfl þær fá lit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.