Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 36
$ í 36 í ----- FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Fólk í fréttum Jón Sveinsson Jón Sveinsson lögfræðingur hefur verið skipaður aðstoðarmaður for- sætisráðherra. Jón Sigurlaugur er fæddur 7. júlí 1950 í Rvík og lauk lögfræðipróíi frá HÍ1976. Hann var dómarafulltrúi hjá bæjarfulltrúan- um á Akranesi 1976-1980 og hefur síðan rekið eigin lögfræðiskrifstofu á Akranesi. Jón var í stjórn Verð- andi, félags vinstri manna í HÍ. 1971-1972 og Stúdentaráðs HÍ1973- 1974. Hann var formaður stjórnar Kjördæmissambands Framsóknar- flokksins í Vesturlandskjördæmi 1978-1979 og í miðstjóm Framsókn- arflokksins frá 1978. Jón var í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar 1979-1987. Hann var fyrsti vara- þingmaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi 1979-1987. Jón var í bæjarstjórn Akraness 1978-1986 og formaður Lánasjóðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1987. Jón kvæntist 30. október 1971 Guð- rúnu Sigríði Magnúsdóttur, f. 23. mai 1949. kennara. Foreldrar henn- ar em Magnús E. Baldvinsson, af Arnardalsætt og Ormsætt, úrsmið- ur í Rvík, og kona hans, Unnur, systir myndlistarmannanna Jóns og Guðmundar Benediktssona, hús- gagnasmiðs í Rvik, Ólafssonar, ætt- aðs úr Húnavatnssýslunni og Mýr- dalnum. Börn Jóns og Guðrúnar em Unnur Ýr, f. 19. febrúar 1970, Ingvar Ýmir, f. 21. september 1975, Kristín Ösp, f. 30. ágúst 1977, og Hildur Hlín, f. 4. október 1983. Systir Jóns er Anna, f. 19. september 1946, kennari í Garðabæ, gift Birni Olsen þjóni, nú starfsmanni hjá Reykjavíkur- borg. Foreldrar Jóns em Sveinn Jóns- son, verslunarmaður í Rvík, og kona hans, Kristín Ingvarsdóttir. Sveinn er sonur Jóns, trésmiðs i Rvík, Hall- dórssonar. b. á Stóra-Grindli í Fljót- um. Guðmundssonar, b. á Kjarvals- stöðum, Einarssonar. Móðir Hall- dórs var Kristin, systir Margrétar, langömmu Kristínar Jónsdóttur listmálara. Margrét var einnig amma Einars, langafa Jórunnar Viðar tónskálds og Þuríðar Páls- dóttur óperusöngkonu. Kristín var dóttir Gísla, konrektors á Hólum, Jónssonar, biskups á Hólum, Teits- sonar. Móðir Gísla var Margrét Finnsdóttir, biskups í Skálholti, Jónssonar, ættföður Finsenættar- innar. Móðir Kristínar var Ingiríður Halldórsdóttir, konrektors á Hólum, Hjálmarssonar. Móðir Halldórs var Filippía Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis. Móðir Jóns var Kristín Filippusdóttir, b. á Illugastöðum, Einarssonar, ogkonu hans, Önnu Jónsdóttur, systur Guðrúnar, ömmu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Sveins var Sigurlaug Rögn- valdsdóttir, b. á Lambanesreykjum í Fljótum, Rögnvaldssonar. Móðir Rögnvaldar var Ósk Þorleifsdóttir, b. í Mörk í Laxárdal, Þorleifssonar, og konu hans, Ingibjargar Jóns- dóttur, b. á Skriðulandi, Þorláks- sonar, b. i Ásgeirsbrekku, Jónsson- ar, ættföður Ásgeirsbrekkuættar- innar, föður Halldóm, langömmu Péturs, langafa Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra, fóður Steingríms forsætisráðherra. Þor- lákur var einnig faðir Ásgríms, langafa Áslaugar, langömmu Frið- riks Sophussonar. Móðir Sigurlaug- ar var Guðrún Jónsdóttir, móðir Kristínar, langömmu Margeirs Pét- urssonar stórmeistara. Guðrún var systir Sæmundar, langafa Önnu, móður Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar. Kristin er dóttir Ingvars, b. í Lyng- holti í Melasveit, bróður Bjarna, föð- ur söngkvennanna HaUbjargar og Steinunnar. Ingvar var sonur HaU- steins, b. í Skorholti í Melasveit, Ólafssonar, bróður HaUdórs, lang- afa Höskuldar Þráinssonar prófess- ors. Móðir Ingvars var Steinunn Eiríksdóttir, b. á Eystra-MiðfeUi á Hvalíjarðarströnd, bróður Halldórs, langafa Helga, föður Guðrúnar, for- seta sameinaðs þings. Systir Eiríks var Hildur, langamma Margrétar Guðnadóttur prófessors. Eiríkur var sonur Sveins, b. í Reynivalla- Vesturkoti í Kjós, Erlingssonar, bróður ErUngs, langafa Þórmundar, föður Jónatans prófessors. Erlingur var einnig langafi Ásmundar, föður Guðrúnar leikkonu. Móðir Steinunnar var Ingiríður Einarsdóttir, systif Guðrúnar, langömmu Sigmundar Guðbjama- Jón Sveinsson sonar rektors. Móðir Kristínar var Anna Þórðardóttir, b. á Æsustöðum í MosfeUssveit, Jónssonar, b. á Varmá, Ámasonar. Móðir Jóns var Málfríður Magnúsdóttir, b. í Hvammi, Runólfssonar, ogkonu hans, Aldísar Guðmundsdóttur, systur Þorsteins, langafa Bjama Jónssonar vígslubiskups, afa Guð- rúnarÁgústsdóttur, aðstoðar- manns menntamálaráðherra. Afmæli Guðbjörg Sigurðardóttir Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir, til heimUis aö Einholti 16G, Akur- eyri, er fimmtug í dag. Guðbjörg fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp á vetmm en var í sveit hjá afa sínum og ömmu á sum- rum að Hvammi í Dýrafirði. Hún stundaði almennt gmnnskólanám á Patreksfirði, tók gagnfræðapróf frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýra- firði 1955 og var á Húsmæðraskólan- um áð Varmalandi 1958-59 en vann ýmis störf á milli skólaára, s.s. á sjúkrahúsi Patreksfjarðar og í VerslunÁsmundar Olsen. Guðbjörg stundaði félagslíf af kappi á þessum ámm en hún var m.a. skáti og starf- aði í leikfélagi og söngkórum. Guðbjörg flutti til Ólafsfjarðar 1%2 þar sem hún bjó i átján ár. Hún stofnaði þar dagheimUi fyrir börn og rak það í nokkur ár en vann síð- an á Læknastofu Ólafsfjarðar. Guðbjörg var formaður Kirkju- kórs Ólafsfjarðarkirkju í tólf ár og sat í nefndum fyrir bæjarfélagið, s.s. barnaverndamefnd, tónskólanefnd og sóknarnefnd. Guðbjörg flutti síðan tU Akur- eyrar 1980 þar sem hún hefur starf- að í Akureyrarapóteki. Hún söng í kirkjukór Akureyrarkirkju tU árs- ins 1986 og hefur setið í trúnaðar- mannaráði Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Eiginmaður Guðbjargar er Krist- inn Gunnar Jóhannsson, skólastjóri og myndlistarmaður, f. 21.12.1936, sonur Jóhanns Sigurðssonar, húsa- smiðameistara frá Göngustöðum í Svarfaðardal, og Brynhildar Krist- insdóttur, húsmóður frá Húsavík. Börn Guðbjargar og Kristins eru: Sigurður Kristinsson, f. 24.11.1963, stundar nám í rekstrarhagfræði við Embry Biddel Aeronautical í Bandaríkjunum, kvæntur Sigríði Bjarkadóttur, f. 24.11.1966, en hún stundar nám í feröamálafræðum í Daytona Beach Community College í Bandaríkjunum; Brynhildur Krist- insdóttir, f. 1.12.1965, stundar nám í Myndlista- og handiöaskóla ís- lands, og Gunnar Kristinsson, f. 14.3.1967, starfsmaður við vistheim- ilið Sólborg á Akureyri Systkini Guðbjargar eru: Hilmar Sigurðsson, verkfræöingur í Reykjavík, f. 7.3.1936, kvæntur Ragnhildi Steinback tækniteiknara en þau eiga þrjú börn; Birgir Sig- urðsson, bátsmaður á togaranum Kaldbak á Akureyri, f. 11.11.1942, en sambýliskona hans er Ólöf Bjömsdóttir og eiga þau þijá syni. Hálfsystir Guðbjargar, samfeðra, er Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir, uppeldisfræðingur og kennari, f. 16.12.1953, en sambýlismaður henn- ar er Sigmar Hannesson, fyrrv. b. að Hólabrekku á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu, en þau eiga þijú böm og eru nú búsett í Sandgerði. Foreldrar Guðbjargar vom Sig- Guðbjörg Sigurðardóttir urður Jónsson vélvirkjameistari, f. 28.7.1904, d. 10.4.1984, og fyrri kona hans, Guðrún Sveina Lárasdóttir húsmóðir, f. 21.9.1908, d. 23.3.1944. Foreldrar Guðbjargar voru báðir fæddir að Hvammi í Dýrafirði. Móð- urforeldrar hennar voru Láras Ein- arsson, b. að Mið-Hvammi, og Guð- rún Helga Kristjánsdóttir húsmóðir en föðurforeldrar Guðbjargar vora Jón Friörik Arason, skipstjóri og b. aö Hæsta-Hvammi, og Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir þar. Seinni kona Sigurðar heitir Júl- íana Ólafsdóttir frá Lambadal í Dýrafirði, f. 4.3.1918, en hún er bú- sett á Patreksfirði. Eignuðust þau Sigurður tvær dætur en sú eldri lést nokkurra daga gömul. Guðbjörg verður að heiman á af- mælisdaginn. Jóhannes Ólafsson Jóhannes Ólafsson, b. að Ásum í Stafholtstungnahreppi, er sjötugur ídag. Jóhannes fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldrahúsum. Hann flutti suður með sjó með foreldrum sínum 1928 en síðan aftur til Reykja- víkur 1934. Jóhannes stundaði bygginga- vinnu og sjómennsku fyrstu starfs- árin en gekk síðan í götulögregluna í Reykjavík og starfaði í henni á stríðsárunum. Hann var síöan á síldveiðum hér við Faxaflóa þegar Hvalfjarðarsíldin fræga kom 1946. Árið 1948 hóf Jóhannes búskap í Víðinesi á Kjalarnesi og var þar til 1950 en síðan á Borg á Mýram til 1956. Þá hóf Jóhannes búskap að Efranesi í Stafholtstungum og bjó þar til 1959 er hann keypti jörðina Ása í Stafholtstungum þar sem hann hefur búið síðan. Jóhannes æfði og keppti í glímu hjá Glímufélaginu Ármanni í fjölda ára en hann varð glímusnillingur árið 1942. Kona Jóhannesar er Jóna, f. 9.8. 1915, dóttir Kristjáns Þorkelssonar, b. á Álfsnesi á Kjalamesi, og Sigríð- ar Þorláksdóttur en þau era bæði látin. Jóhannes og Jóna eiga fimm böm. Þau era: Kristján, kennari í Vest- mannaeyjum, f. 1945, kvæntur Vig- dísi Guðjónsdóttur en þau eiga þijú böm; Bjöm, stýrimaður á varðskip- inu Tý, f. 1946; Jóhannes, b. á Staf- holtsreykjum, f. 1949, kvæntur Kristinu Möller en þau eiga einn son; Sigríður, hjúkranarfræðingur í Reykjavík, f. 1950, gift Skúla Guð- mundssyni, og Ólafur, iðntækni- fræöingur í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Sigurðardóttur en þau eiga einn son. Jóhannes er yngstur sex systkina en tveir elstu bræður hans era látn- ir. Systkini hans: Sveinbjöm, verka- maður í Reykjavík, er látinn; Sig- urður, múrari í Reykjavík, er einnig látinn; Ásta, lengi starfsmaður á Keflavíkurflugvelli, nú búsett í Reykjavík; Páll Melsted, múrara- meistari í Reykjavík, og Hubert, lengi múrari í Reykjavík, nú búsett- uríBorgarnesi. Foreldrar Jóhannesar: Ólafur Jens, sjómaður í Reykjavík, f. á Rauðsstöðum í Arnarfirði, sonur Sigurðar, b. í Stapadal, og Ástu Marsibil Pétursdóttur, og Ingibjörg, ættuð af Mýram, dóttir Sveinbjam- ar, b. á KothóU á Álftanesi, Sigurðs- sonar og Þórdísar Guðmundsdóttur. Jóhannes verður í Vestmannaeyj- um á afmæUsdaginn. 80 ára 60 ára Ragnheiður Rósa Jónsdóttir, Steiná I, Bólstaöarhlíðarhreppi. Bjöm Ingi Stefánsson, Kvisthaga 9, Reykjavík. Einar Siguijónsson, Fit I, Vestur-EyjafjöUum. Guðmundur S. Jónsson, Tjamarstíg 8, Seltjarnarnesi. Ólafía Jónsdóttir, Víkurtúni 7, Hólmavík. Elsa Kristín Jönsdóttir, Bjarmastig 4, Akureyri. Sigurbjörn Brynjólfsson, Hlöðum, Fellahreppi. 75 ára 50 ára Ólafur Pétursson, Sundabúð 2, Vopnafiröi. Laufey Aida Ólafsdóttir, Leirubakka 6, Seyðisfirði. Helgi Garðarsson, 70 ára Bakkastíg 1, Eskifirði. Valdís K.M. Valgeirsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 3, Reykjavík. Guðrún Snorradóttir, Norðurgarði 21, Keflavík. Jónas Ingimundarson, Suöurgötu 52, Keflavik. SmárahUð 12D, Akureyri. Inga V. Einarsdóttir, Hábergi 5, Reykjavfk. Áraý Anna Guðmundsdóttir, Braeðraborgarstíg 22, Reykjavík. 40 ára Örn Kærnested, Laugabakka, Mosfellsbæ. Ólafur H. Einarsson, Víðiteigi 6C, Mosfellsbæ. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.