Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 5 L. Lántökur opinberra aðila ] Á þessu línuriti má sjá hversu fjarri lagi áætlanir fjárlagafrumvarpa fyrir árin 1985 til 1988 um erlendar lántökur opinberra aöila hafa verið. t Lántökur hins opinbera: Standast aldrei neinar áætlanir Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Ól- afs Ragnars Grímssonar er gert ráð fyrir að lántökur opinberra aðila verði á næsta ári um 1,5 milljaröar króna. Eins og undanfarin ár er gert ráö fyrir að þar sem afborganir séu hærri en ný lán muni skuldastaða opinberra aðila batna á næsta ári. Þessar áætlanir hafa hins vegar án undantekningar brugðist. í síðustu fjórum fjárlögum fyrir árin 1985 til 1988 var gert ráð fyrir að opinberir aðilar tækju um 9,8 milljarða að láni erlendis. Reyndin varð allt önnur. Á þessum fjórum árum tóku opinberir aðilar um 20,5 milljarða að láni erlendis. í stað þess að skuldastaða opin- berra aðUa versnaði aðeins um 1,1 milljarð á þessum árum varð hún lakari sem nemur 11,3 milljörðum. í ljósi fenginnar reynslu af fjárlaga- frumvörpum undanfarinna ára er því erfitt að taka fyllilega mark á áætlunum nú um aðeins 1,5 milljarða í ný lán til opinberra aðila. Að meðal- tali hafa áætlanir undanfarinna ára skeikað um 180 prósent. Innstreymi nýrra lána til hins opinbera hefur orðið rúmlega helmingi meira en áætlað var. -gse Fiugvellir á Norðurlandi: Framkvæmdir fyrir 60-70 milljónir í ár Gyffi Kiistjáiisson, DV, Akureyri: „Framkvæmdir á flugvöllum á Norðurlandi á árinu eru fyrir 60-70 milljónir króna og það er nánast sama upphæð og var varið til fram- kvæmda á landinu öllu á síðasta ári,“ segir Rúnar Sigmundsson, um- dæmisstjóri Flugmálastjórnar á Norðurlandi, í samtali við DV. Unnið hefur verið við flugvallar- ■ mannvirki á fimm stöðum og í tveim- m- tilfellum er um að ræða nýjar flug- stöðvarbyggingar. Á Sauðárkróki er 240 fermetra flugstöð í byggingu, auk flugtums. Þeim framkvæmdum á að ljúka næsta vor og áætlað að taka stöðina í notkun í maí. Á Blönduósi er minni flugstöð í byggingu. Hún er um 75 fermetrar að stærð, auk 10 fermetra flugtums, og verður þetta mannvirki einnig tekiö í notkun í vor. Á tveimur stöðum hefur verið unn- ið að gerð öryggissvæða. Á Akureyri er jarðvegsvinna við það langt komin en um er að ræða 50 metra öryggis- svæði við hvora hlið brautarinnar. Þá hafa snúningssvæði við enda brautarinnar verið stækkuð og breikkuð og flugvélaplan við flug- stöðina var stækkað um 4500 fer- metra og það lagt bundnu slitlagi. Á Húsavík er vinnu nær lokið við gerð sams konar öryggissvæða og á Akureyri og eins og þar verður sáð í þessi svæði næsta vor. Segja má að ný flugbraut hafi verið byggð við Mývatn, við hlið gömlu brautarinnar. Hún er 920 metra löng en gamla brautin, sem var um 500 metra löng, nýtist að hluta sem ör- yggissvæöi. Nýja brautin verður lögð bundnu slitlagi næsta vor. Að sögn Rúnars Sigmundssonar byggist 10 ára framkvæmdaáætlun við flugvelli landsins að mestu á föst- um tekjuliðum sem em flugvallar- gjald og eldsneytisskattur. Útgeröarfélag Akureyringa hf.: Fyrstu togararnir bundnir í vikunni? Gyffi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Ég efast stórlega um að þau skip okkar, sem nú eru á veiðum, geti farið út aftur þegar þau hafa komið inn til löndunar og því er viðbúiö að við verðum að fara að binda skipin við bryggju strax í þessari viku,“ segir Gísli Konráðsson, fram- kvæmdasfjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. Togarar fyrirtækisins, sem eru 6 talsins, em að Ijúka við að veiða upp í kvóta sinn þessa dagana og að sögn Gísla hafa allar tilraunir til þess að fá keyptan kvóta verið árangurs- lausar. Því blasir ekki annað við en að binda verði skipin við bryggju ef ekki rætist úr. „Við höfum veikar vonir um að einhvers staðar liggi kvóti sem menn geti ekki nýtt sér og við gætum náð þar í eitthvað en þetta em því miður veikar vonir. Þá erum við einnig að vona að hægt verði að kaupa afla af öðrum til vinnslu hér. Það hefur ver- ið nokkuð um það að okkur hafi ver- ið boðinn fiskur til vinnslu en við höfum ekki getaö sinnt því til þessa vegna þess að okkar skip hafa verið að veiðum. Þettaer allt afskaplega óljóst í dag. Einn möguleikinn er t.d. sá aö ein- hverjir eigi kvóta en ekki skip til að ná í hann og við gætum veitt fyrir þá. En það er engin leið að fullyröa neitt í þessum efnum í dag,“ sagði Gísli. Fréttir Mannskæð umferð 1 Ámessýslu: Fjörutíu og sex lát- ist í umferðarslys- um á 15 árum - um 1500 teknir fyrir hraðakstur 1 sýslunni á þessu ári 46 manns hafa látist í 35 um- ferðarslysum á tæpum 15 árum í Árnessýslu. í ár hafa fjórir látist í umferðarslysum í sýslunni, allir í einu slysi í september. Aðeins í Reykjavík hafa orðið fleiri dauða- slys á þessum tíma. Fram til 4. nóvember í ár hafa 1523 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur í Árnessýslu og 213 grunaðir um ölvun við akstur. Allt árið í fyrra voru 214 teknir fyrir ölvunarakstur í sýslunni. Þessar upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Selfossi sem þykir þessar tölur að vonum ógnvænleg- ar. „Við verðum að taka með inn í myndina að banaslys eru aðeins toppurinn á öðrum slysum, það er að segja að mun íleiri hafa slasast meira eða minna í enn fleiri slys- um. Það er alveg hræðilegt að hugsa út í þetta. Við eigum í stöð- ugri baráttu við þann hugsunar- hátt ökumanna að allt í lagi sé að aka bíl eftir að hafa drukkið og að aka of hratt. Hraðaksturinn er or- sök margra slysa. Þar teljum við okkur þó hafa áorkaö einhveiju með hraöamælingum en betur má ef duga skal,“ sagði lögreglan á Selfossi í samtali við DV. Mikill umferðarþungi Að í Árnessýslu sé hæsta slysa- tíðni utan Reykjavíkur þykir lög- reglunni á Selfossi ekki óeðlilegt ef tekið er mið af umferðarþungan- um í sýslunni sem er sá mesti utan höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan telur að hraðamælingar hafi dregið úr hraðanum á vegunum í kringum Selfoss og hafa menn haft á orði að hann sé ekki meiri en annars staðar á landinu. Þó séu mjög ugg- vænlegir toppar eins og síðastlið- inn föstudag þegar maður var tek- inn á 130 kílómetra hraða á snjó- blautum veginum í Grímsnesi. „Nú er í gangi herferð hjá okkur þar sem við skrifum niður áminn- ingar við öll brot, hversu smá sem þau eru, og höldum þeim upplýs- ingum til haga. Ef menn láta ekki segjast og brjóta sífellt af sér kemur það illa niður á þeim þegar upp er staðið. Annaðhvort fara menn eftir umferðarreglunum eins og þær leggja sig eða ekki. Undanfari stórra slysa er einmitt þegar fólk fer að láta ýmsar, að þess mati „minni háttar", reglur lönd og HEFUR ÞÚ AUGU í HNAKKANUM? Hefur þú ekki oft óskaö þess aö þú hefðir augu í hnakkanum? Eftiriitsmaöurinn frá Sony gerir þér kleyft aö fylgjast meö tveimur stöðum samtímis. Þú getur sparað stórlega meö því aö hafa augun á réttum staö. Sony HNS-16a • Ljósnæm myndavél (5 lux) • Innbyggöur hljóönemi • 4 tommu skjár meö hátalara • Heyrnartólstengi • Video og hljóö úttak • Rörsjá til aö sjá í gegnum hi • Vegg- og borðfestingar • 30 metra tengisnúra Vegna sérstakra samninga viö Sony getum viö boðið takmarkað magn af þessu undratæki á ótrúlegu tilboðsverði. Rétt verð kr. 45.200. Tilboðsverð kr. 21.500 stgr. JAPISS • BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN • • AKUREYRI ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.