Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 33 DV Lífsstíll Leyndardómar alþjódaviðskipta - fataval og holl ráð til „bisnessfólks" Að ferðast um heiminn er viss lífsst- íll sem margur bisnessmaðurinn og -konan þarf að tileinka sér vegna vinnu sinnar. Margt þetta fólk eyðir orðið jafnmiklum tíma í loftinu sem á jörðu niðri. Passinn hjá því er ekki síðun mikilvægur en spegillinn í handtöskunni. Ef bisnessmaöur er spurður að þvi hver séu mestu vand- kvæðin við svona feröir þá er svarið ekki að þurfa borða með útlendum viðskiptavinum eða hótel án æfihga- sala, heldur fötin. Þeir sem til þekkja segja það verstu tilfinninguna þegar komið er upp á hótel og taskan opnuö að í ljós kemur að fatnaðurinn, sem er meðferðis, er annaðhvort of fínn eða of látlaus. Eða að fötin eiga alls ekki við veðráttuna sem er á þessum árstíma í því landi sem maðurinn er staddur í. Eða að fötin eru óviöeigandi og gætu einfald- lega eyðilagt viðskiptin. Það er mjög mikilvægt að vera rétt klæddur í alþjóöaviðskiptum og ekki síður bera virðingu fyrir menningu hvers viðskiptalands. Einnig segja þeir sem til þekkja að þægilegur klæðnaður sé afar mikilvægur. Þá sé vert að huga að því áður en lagt er í hann hversu mikill tími fer í göngur og hvað mikil tími verður afgangs fyrir einkaerindin. Undirstöðuatriði um ferðaföt Hér á eftir eru nokkrar undirstöðu- reglur um hvað sé best að hafa í huga áður en lagt er í viðskiptaferð. Hugsið um þær þegar þið pakkið nið- ur, þá sparið þið ykkur tíma, orku og höfuðverk. 1. Skipulagning. Það er atriöi sem ber að hafa efst í huga og er leyndardóm- ur þægilegra og velklæddra ferða- manna. Föt eins og ullarvesti, bóm- ullarpeysur og létt utanyfirflík geta auðveldlega gert gæfumuninn ef kalt verður í veðri. En þykk ullarpeysa getur í sjálfu sér verið góð fyrir kannski einn hluta ferðarinnar en liggur svo niðri í tösku alla hina dag- ana. Fáar og þunnar flíkur taka allt- af minna pláss en ein þykk og stór. 2. Fötin verða að hæfa ýmsum að- stæðum. Þið skuluð aldrei pakka nið- ur fötum sem þið getið ekki notað oftar en einu sinni. Það sem skiptir máli er að þau séu í náttúrulegum htum, með ekki of litríku munstri og að þau séu einföld í sniðum. Fyrir karlmenn skipta jakka- og buxna- samsetningar mestu máli. Þar er númer eitt að hægt sé að raða saman buxum og jökkum á víxl þannig að hægt sé að fá út ólíkar samsetningar. Og miklu skiptir að hafa mörg bindi meðferðis því þau eru bæði fyrirferð- arlítil og skipta mjög miklu máh. 3. Minna er í rauninni meira. Of mik- ið af fötum eru alþjóðleg mistök biss- nessfólks. Ef þú ert í vafa um hvort þú átt að taka með aukamokkasínur þá gerðu það ekki. Hin gullna regla fyrir hvem sem stundar alþjóðleg viðskipti er einn alfatnaður fyrir hverja tvo daga. Önnur gullin regla er að taka ekki föt með sem maður notar aldrei heima hjá sér. Maður notar þau heldur ekki erlendis. 4. Náttúruleg efni ekki endilega nauðsynleg. Þótt náttúruleg efni, eins og bómull og ull, séu tahn heppi- legust í daglegum fatnaði þarf svo ekki endilega að vera á ferðalögum. Það er fremur að svo sé ekki. Blönd- uð efni, náttúruleg og gerviefni, í fatnaði eru ofast betri á löngum ferðalögum. Það eru efni sem krump- ast ekki né verða leiðigjörn eins og mörg náttúruleg efni vilja verða. Það borgar sig ekki að snobba fyrir nátt- úrulegum efnum á löngum ferðalög- um. 5. Náttúrulegir litir. Öðru máh gegn- ir um náttúrulega hti því lykillinn að góðum fatasamsetningum eru lit- irnir. Dökkblár, ljósgrár, ljósbrúnn, dökkgrænn og svartur em bestu lit- irnir á fatnaði á ferðalagi. Flestir sem velja sér þessa hti standa frammi fyrir því þegar líða tekur á ferðina að þeim fínnst eins og þeir hafi tekið mun meiri fatnað með sér en þeir ætluðu. Hvítar skyrtur eru heppheg- astar. Þær er hægt að hfga upp á meö bindum. 6. Því rýmri því betri. Aðeins of stór föt fremur en þröng henta mun betur á ferðalögum vegna þess að bissness- fólk þarf oft að ferðast mikið, sitja langtimum saman í flugvélum, lest- um eða bílum. Rúmir jakkar eru mun þægilegri þegar htið er th þess að þeir em kaldari í miklum hita og hlýrri í kulda. 7. Horfðu fram á við. Ef þú ert á ferða- lagi í vikutíma, hvemig ætlarðu þá að eyða kvöldunum? Hefur gestgjafi þinn gert einhverjar sérstakar ráð- stafanir? Hefur hótelið þitt upp á tennis eða golfvöll að bjóða? Muntu ferðast með bílum eða leigubílum mestallan tímann? Ef þessi vitneskja er fyrir hendi er engin ástæða til að koma iha undirbúinn og þurfa að eyöa fyrsta deginum til fatakaupa. TÍl dæmis er London sú borg sem flestir ferðamenn ganga þvera og endilanga. Þess vegna er hoht ráð að taka með sér góða gönguskó þegar komið er við þar. 8. Ferðahandbækur. Gott ferðakort og orðabók er nauðsynlegt að hafa meðferðis auk ferðahandbókar sem segir nokkurn veginn til um veðurfar hvers lands á hverjum árstíma. Notið það óspart. Það getur bjargaö ykkur frá því að skjálfa á götum Parísar um miðjan apríl - bara vegna þess að sólin skein á götum Parísar á myndum í ferðabæklingum. 9. Hótelþjónusta. Betri hótel víðast hvar í heiminum bjóða upp á fatnað- urinn sé þveginn fyrir gesti. Ef ferða- Lykillinn að góð- um fatasamsetn- ingum eru iitirnir. Dökkblár, Ijós- grár, Ijósbrúnn, dökkgrænn og svartur eru bestu litirnir á fatnaði á ferðalagi. Alltvelturáveðráttu Skynsamt fólk lætur tískuna víkja fyrir veðrinu því klæðnaður- inn verður að stjórnast af veðrátt- unni. Kaupsýslumaðurinn verður einnig að taka mið af veðráttunni. Það hefur ekki góð áhrif á menn, sem sinna mikilvægum viðskipt- um, að vera að drepast úr hita eða að frjósa úr kulda. VETUR Hlýjasti fatnaðurinn yfir hávet- urmn er dýrasjkinn, kasmírull og mohair. Næst kemur lambsull, bómuharflannel og kanínuull. Ein tegund ullar, sem neíhist merino- ull, er mjög hlý og þægileg og það fer htið fyrir henni. Tweedefni eru einnig mjög hlý en þau eru í öhu möguiegu: jökkum, frökkum, bux- um, vestum og jafnvel peysum. Eins og flestir vita er veturinn kaldur í Norður-Evrópu og Amer- íku og er þvi ekki úr vegi, ef farið er í ferðalag á þessa staði, að hafa meöferðis ullarvetthnga eða loð- fóöraöa leðurhanska og góða og þykka trefla. Hattar eru eitt af þvi sem erfitt er að ferðast með. Þess vegna er betra aö skilja hattinn eítir heima nema hann sé haföur á höföinu allan tímann. Betra er að taka með mjúkar húfur og regnhlífmni má ekki gleyma. SUMAR Ljós og léttur klæðnaður hentar best í heitu veðri. Hör, silki, bóm- uh og léttofin ull eru þægilegustu efnin í hita. Á eftir þeim koma létt uh og bómuh, léttofið reion og jogg- ing-bómuliarefhi. Staðreyndin er sú að náttúruleg efni henta mun betur í hita - það andar í gegnum þau. Hins vegar hleypir aðeins örhtið brot af gervi- efnáfatnaðinum lofti í gegn. Fatn- aður úr náttúrulegum efnum hefur þann ókost að hann krumpast frek- ar en hins vegar er hann meðfæri- legri í þvotti. VOR/HAUST Þegar hvorki er heitt né kalt í lofti getur breiddin í fatnaðinum verið ahra mest. Létt ull, silki og bómuh eru þá tilvalin efni í ferða- fatnaðinn. Eins og alltaf skiptir mestu að fatnaðurinn sé þægilegur. Bómuhar- eða ullarakrýlvesti henta þá vel innan undir jökkum og einnig er síður og léttur ryk- frakki fullkomin utanyfirflík á þessum árstíma. -GKr lokkar, eitt armband og kannski ein hugguleg perlufesti fyrir kvöldið ættu að duga. Undirstöðuskartgripir karlmanna eru armbandsúr. Góð armbandsúr eru orðin svo algeng nú á tímum að gamla svarta leðurólar- úrið er nánast horfið. Það sama á við úrið og fatnaðinn á okkar dögum að úrin eiga að vera sígild. Sagt er að vei unnið og fahegt úr sé orðinn mik- ilvægasti skartgripur karlmanna nú á tímum. -GKr langurinn er lengur en einn til tvo daga á hverju hóteli er nægur tími til að senda fatnað í þvott því það tekur venjulega innan við dag. Þaö sama ghdir um umhirðu á skóm og pressun á fötum. Með því að láta þvo fötin fyrir sig minnka líkurnar á að lenda í vandræðum. Því er um að gera að nýta sér alla þjónustu sem hótelin bjóða upp á. 10. Hafið aukahlutina einfalda. Biss- nesskonur hafið meðferðis fáa skart- gripi. Einfaldir silfur- eða gulleyrna- \ | f ** > ♦ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.