Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 21 einsson skoða átökin með stóískum svip, Jakob Sigurðsson annað en ánægðan, DV-mynd Eiríkur A-sigur sekúndunnl í Hafharfirði liðanna í Firðinum. KA-liðið sýndi í þessum leik að það er til alls líklegt í 1. deildinni í vetur. Sterkur varnarleikur virðist vera aðall liðsins og FH-ingar áttu í miklum erfið- • leikum gegn vörn liðsins. Erlingur Kristjánsson átti mjög góðan leik og skoraði 8 mörk fyrir KA. Þeir Friðjón Jónsson og Jakob Sigurðsson komust einnig mjög vel frá sínu og Axel Stefáns- son varði vel á mikilvægum stundum. Lið FH var mjög dapurt lengst af. Héðni var haldið niðri franián af en náði sér þokkalega á strik í síðari hálf- leik. Sóknarleikur liðsins hefur sjaldan eða aldrei verið eins daufur og varnar- menn KA áttu stundum mjög auðvelt með að stoppa sóknir Hafnfirðinga. FH-ingar verða allavega að leika miklu betur ef þeir ætla að eiga möguleika í íslandsmeistaratitilinn. Þess má geta að 17 ára nýhði, Knútur Sigurðsson, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH og skoraði tvö faheg mörk og er þar á ferðinni mjög efnilegur leikmaður. Dómarar voru eins og áður sagði Gunnlaugur Hjálmarsson og Kjartan Steinbach og dæmdu þeir ágætlega í heildina. Mörk FH: Héðinn 6, Guðjón 5, Óskar Á. 4(3v), Þorgils 3, Gunnar 2, Knútur 2, Óskar H. 2. Mörk KA: Erlingur 8(4v), Friðjón 4, Jakob 3, Pétur 2, Haraldur 2, Guðmund- ur 1. -RR íjcirfs i 3a umferð lelk. Hoddle fór á kostum með Monaco Partizan Belgrad, 2-0, og komust þar um tíma í leik Dunajska Streda og meö áfram í UEFA-bikamum þrátt fyr- Bayem Munchen. Hann kom inn á sem ir2-4tapísöguiegumfyrrileikliðanna varamaður á 8. mínútu, fékk gula í Belgrad á dögunum. Manfredonia var spjaldiö skömmu síðar og það rauða á rekinn af leikvelli í byrjun síðari hálf- 35. mínútu! Bayem bætti við 3-1 for- leiks en samt náöi Giuseppe Giannini skot sitt úr fyrri leiknum með tveimur að skora markið sem á skorti seint í mörkum frá Olaf Thon og vann örugg- leiknura. lega. • Barcelona þurfti vítaspymu- • Glasgow Rangers var óheppið að keppni til aö sigrast á Lech Poznan í vinna ekki Köln í Glasgow. Jaifhtefli Póllandi. Liðin skildu öðm sinni jöfh, varð í leiknum, 1-1, og átti Rangers 1-1, en heimamenn skutu í þverslá í meðal annars tvö stangarskot. Ran- síðustu spyrau sinni í vítaspyrnu- gers var slegið út úr UEFA keppninni keppni. því Köln vann fyrri leikinn, 2-0. • Tékkneski varamaöurinn Tibor -VS/JKS/SB Szaban kom mikið viö sögu á skömm- fþróttir Valur afgreiddi Fram á 9 mínútum Það tók Valsmenn níu mínútur að afgreiða Framara á Hlíðarenda í gærkvöldi. Þá höfðu þeir kvittað sex sinnum fyrir fyrsta mark Fram og eftir þaö var engin spenna fyrir hendi, einungis spuming hve mun- urinn yrði mikill. Hann var orðinn ellefu mörk fyrir hlé, 18-7, og hélst 12 til 15 mörk allan seinni hálfleik. Lokatölur urðu 35-20. Valsmenn voru óhemju skæðir í hraðaupphlaupum sem mörg hver voru mjög fallega útfærð. Jón Kristj- ánsson nýtti sér vel þá athygli sem Sigurður Sveinsson og Júlíus Jónas- son drógu að sér og skoraði grimmt fyrir utan og með gegnumbrotum. Sigurður var rólegur lengi vel og ein- beitti sér að því að leika fyrir liðið en skemmti áhorfendum með nokkr- um af sínum frægu þrumufleygum í seinni hálfleiknum. Það var hvergi veikur hlekkur í liðinu og Einar Þor-» varðarson hafði varið 14 skot, þar af tvö vítaköst, þegar hann vék úr markinu snemma í seinni hálfleikn- um. Framarar eiga mjög erfiðan vetur fyrir höndum en þeir hafa nú leikið gegn tveimur af sterkustu liðunum, KR og Val, þannig að eiginleg staða þeirra í deildinni á enn eftir að koma í ljós. Þeirra besti maður var Her- mann Bjömsson sem skoraði lagleg mörk úr vinstra horninu. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 9/1, Sigurður Sveinsson 7/2, Valdimar Grímsson 6, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðsson 4, Geir Sveinsson 2, Gísli Óskarsson 1, Theodór Guðfinnsson 1, Sigurður Sævarsson 1. Mörk Fram: Hermann Björnsson 5/1, Birgir Sigurðsson 3, Agnar Sig- urðsson 3, Egill Jóhannesson 2, Sig- urður Rúnarsson 2, Jason Ólafsson 1, Tryggvi Tryggvason 1, Júlíus Gunnarsson 1, Gunnar Andrésson 1, Ólafur Vilhjálmsson 1. Ólafur Haraldsson og Stefán Arn- aldsson dæmdu leikinn af öryggi og þurftu aldrei að vísa neinum af leik- velh, enda prúðmennskan í fyrir- rúmi á báða bóga. -VS Valsmenn eru skrautlegir á bekkjunum og fara þar ekki síður á kostum en kapparnir á vellinum. DV-mynd Eiríkur Snóker á Suðurnesjum Opna Suðurnesjamótið í snóker verður haldið í Knattborðsstofu Suður- nesja um næstu helgi, laugardag og sunnudag. Úrslitaleikurinn fer fram í beinni útsendingu ríkissjónvarpsins sunnudaginn 19. nóvember í Ballskák í Reykjavík. Reiknað er með að flestir bestu spilarar landsins mæti en um útsláttarkeppni er að ræða. Sigurvegarinn fær 50 þúsund í sinn hlut en fjór- ir efstu eru verðlaunaðir og aö auki sá sem nær hæstu skori. Það eru Knatt- borðsstofa Suðurnesja og Gleraugnaverslun Keflavíkur sem standa fyrir mótinu. -ÆMK • Eins og glöggt sést á myndinni var hvergi gefið eftír í viðureign FH og KA í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þegar upp var staðið stóð KA uppi með óvæntan en sætan sigur. DV-mynd EJ Naumur sigur FH á Víkingi Islandsmótið í 1. deild kvenna hófst í gærkveldi með leik FH og Víkings í Hafnarfirði og sigraði FH naumlega með einu marki, 15-14. í Laugardals- hölhnni hóf Fram titilvörn sína með sigri á Stjörnunni, 19-13. Mikh kaflaskipti voru í leiknum, FH átti fyrri hálfleikinn en Víkingur þann seinni. FH var yfir í hálfleik, 10-4, en ekkert gekk upp hjá liðinu í síðari hálfleik og gengu Víkings- stúlkur á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. • Mörk FH: Rut Baldursdóttir, 5/1, Eva Baldursdóttir, 4/1, Heiða Einars- dóttir og Kristín Pétursdóttir, 2 hvor, og Arndís Aradóttir, eitt mark. • Mörk Víkings:,Inga Lára Þóris- dóttir, 8/3, Valdís Birgisdóttir og Svava Baldvinsdóttir, 2 hvor, Heiða Erlingsdóttir og Halla Helgadóttir, eitt mark hvor. • Fram-liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum á Stjörnunni og það var ekki fyrr en undir lok leiksins aö það náði að hrista hana af sér. Munurinn var yfirleitt ekki meiri en tvö mörk og varð sigurinn of stór miðað við gang leiksins. Staðan í hálfleik var 8-5 Fram í vil. Stjarnan spilaði vöm- ina framarlega í síðari hálfleik og náði að brjóta niður sóknarleik Fram. • Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir og Arna Steinsen, 4 mörk hvor, Björg Bergsteinsdóttir, 4/1, Ingunn Bernódusdóttir og Jóhanna Hah- dórsdóttir, 2 hvor, Guðrún Gunnars- dóttir, Ósk Víöisdóttir og Margrét Blöndal, eitt mark hver. • Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephensen, 5, Herdís Sigurbergs- dóttir, 4, Drífa Gunnarsdóttir, 2, Ingi- björg Andrésdóttir, 1, Erla Rafns- dóttir, 1/1, AS/EL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.