Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Iþróttir Kreditkort hf. Eigum engan þátt í samn- ingnum „Þaö er rétt aö viö kostum ákveðna íþróttaþætti stöðvar 2 en viö erum ekki aðilar aö þessum samningi sem hefur verið gerður milli Stöðvar 2 og félags fyrstu deildar liða í handknattleik. Ef innlendur handboiti er hins veg- ar í þeim þáttum sem við styrkj- um þá styrkjum við handknatt- leikinn með óbeinum hætti. Við skrifuðum hins vegar alls ekki undir þetta samkomulag." Þetta sagði Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf„ í samtali við DV í gærkvöldi. Var það þá borið undir Gunnar hvort fyrirtæki það sem hann starfaði fyrir hefði á einhvern hátt átt hlut að samkomulagi Stöðvar 2 og samtaka 1. deildar liða en Kreditkort hf. hafa kostað íþróttaefni að hluta á Stöð 2 um nokkum tíma. „Samningur okkar við Stöð 2 um þetta er algert trúnaðarmál okkar á milli,“ sagði Gunnar í samtalinu. „Ef þetta er eitthvað ólöglegt þá verður það bara að koma fram annars staöar en við þekkjum ekki útvarpslögin hvað þetta varðar.“ - Nú beitir ríkissjónvarpið ekki þessari aðferð. Telurður að þess- ar stöðvar sitji þannig við sama borð? „Þeir hjá ríkissjónvarpinu geta beitt þessu en vilja ekki. Þaö má annars benda á það varðandi þennan sérstaka samning og einkaréttinn sem honum fylgir að-'ríkisútvarpið einokaði sjón- varpsefni frá síöustu ólympíu- leikum. Ég minnist þess ekki að þeir á sjónvarpinu hafi þá hamp- að einokun sinni mikið,“ sagði Gunnar við DV. -JÖG Kom ekki til greina að hafna boðinu „Viö tókum einfaldlega þann kostinn sem gaf okkur mestar tekjur. Handknattleiksdeildimar leggja mikið undir og era með sínar eignir í veði þannig að ekki kom annað til greina en að taka besta boðinu,“ sagði Sigurður Baidursson, stjómarmaöur í samtökum fyrstu deildar liða. Fram kom í máli stjómarmanna á blaðamannafundi í gær að á síðasta tímabili hefði hlutur fé- laganna verið 30 þúsund, sam- kvæmt samningi Rikisútvarpsins við HSÍ. Þess má geta í sambandi við samninginn að Ríkisútvarpið hefur heimild til aö sýna 3 minút- ur frá hveijum leik. Þær útsend- ingar era bundnar við fréttatíma. -VS Útvarpsstjóri um bréf menntamálaráðherra: Litið er á merkin sem auglýsingar - „óheimilt að blanda þeim saman við dagskrárefih“ „Þetta bréf sem barst frá mennta- málaráðherranum í dag er svar við erindi ríkisútvarpsins frá 2. maí,“ sagði Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri í samtali við DV í gær- kvöldi. Var útvarpsstjóri þá spurður hver hefði verið úrskurður ráðherra varðandi fyrispum Ríkisútvarpsins um lögmæti á birtingu vöru- eða vörumerkja samhliða dagskrárefni í sjónvarpi. „í erindinu bað ég um úrskurð í því efni hvort heimilt væri að blanda saman dagskrárefni og auglýsingum þegar vörumerki eða merki fyrir- tækja væru sett inn a útsenda mynd frá íþróttaviðburðum eins og þá hafði gerst á Stöð 2,“ hélt Markús Öm áfram. „Það segir í reglugerð að aug- lýsingar eigi að vera aðgreindar frá dagskrárefni og að þær eigi að birt- ast í sérstökum auglýsingatímum. Við hjá Rikisútvarpinu töldum að þessi aðferð bryti í bága við þessa reglugerð. Því beindum við þessari fyrirspurn til ráðherra. Við báðum um úrskurð í málinu meðal annars í ljósi þess að ef framhald yrði á þess- ari aðferð þá hefði það áhrif á samn- ingsstöðu Ríkissjónvarpsins við kaup á réttindum til að sýna frá íþróttaviðburðum. Við ítrekuðum þetta erindi síðan um mitt sumar og svo aftur nú fyrir nokkrum vikum og svarið barst í dag. í því segir að litið sé á þessi merki sem auglýsingar og að það sé óheimilt að blanda þeim saman við dagskrárefni með þeim hætti sem gert er,“ sagði útvarps- stjóri. -JÖG Þarf að kanna þetta lögfræðilega Jón Hjaltalín: Ég er „Ég er ánægður með að nú er loksins um alvöru upphæðir að ræöa í samningum um útsend- ingar frá íslenskum handknatt- leik,“ sagði Jón Hjaltalfn Magn- ússon á blaðamannafundi sem haldinn var í gær er samningur samtaka fyrstu deildar liða og Stöövar 2 var kynntur. „HSÍ hefúr staðfest samninginn fyrir sitt leyti, nema hvað eftir er aö ganga endanlega frá bikar- keppninni," sagöi Jón Hjaltalín, formaður HSÍ. Óbreytt hjá IR Theodór Guðmundsson veröur áfram þjálfari ÍR-inga i knatt- spymunni. Að sögn Björns Gunnarssonar hjá ÍR hefur ekki verið skrifað undir samning en þaö verður gert um áramóL -VS - segir bármálastjóri Stöðvar 2 „Við munum að sjálfsögðu fara að lögum en ég er nú ekki búinn að sjá þetta bréf ráðherrans enn,“ sagði Ólafur H. Jónsson, fjármálastjóri Stöðvar 2, í samtali við DV í gær- kvöldi. „Ég þarf að kanna þetta lögfræði- lega því að það er teygjanlegt hugtak hvað er truflandi og hvað ekki í þessu sambandi. Það er ljóst að kostun er alþekkt fyrirbrigði í heiminum," hélt Ólafur áfram, „og við gerum okkur enda grein fyrir þvi að við þurfum að fá íslensk fyrirtæki til að taka þátt í vinnslu á íslensku menningar- efni og þar á meðal íþróttum. Ég vil að ríkissjónvarpið sitji við sama borð og við í.þessum efnum, fari á þennan sama markað. Þá vil ég að fyrirtækin fái skattaivilnanir svo að sjónvarps- stöðvamar geti framleitt sem mest af innlendu efni með þessum hætti. Ég held að það sé mikill akkur í því að fá fyrirtækin með okkur i fram- leiðslu á innlendu menningarefni, hvort sem það er kvikmyndalist, bókmenntir eða íþróttir." „Ég vil taka það skýrt fram varð- andi þessa samninga við 1. deildar félögin að kostun hafði ekkert að segja varðandi það samkomulag. Samningar okkar við Kreditkort hf, um kostnaðarstuðning við íþrótta- fréttir í dagskránni hjá okkur, era þannig algerlega óháðir þessum samningi við handknattleiksfélögin. Ég vil einnig taka það fram að ég tel aö loksins hafi verið greitt sann- gjarnt verð fyrir þetta sjónvarps- efni,“ sagði Ólafur í samtalinu, „ég tel mig vera að leiðrétta hér 10 til 15 ára skekkju." -JÖG Stuttgart komst áfram í Evrópukeppni i gær, hér má sjá Klinsmann hafa betur í skallaeinvígi. Símamynd Reuter Fylkir knattspyrnudeild aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 16. nóv. nk. kl. 20-30- Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Fylkisfólk! Mætum öll. Staðan n j Valur-Fram....r.......35-20 Víkingur-ÍBV..........29-19 UBK-Grótta............17-20 FH-KA.................24-25 Valur.... ...2 2 0 0 62-43 4 KA ...2 2 0 0 55-44 4 Víkingur .2 1 0 1 49-49 2 IBV ...2 1 0 1 44-47 2 KR ...1 1 0 0 30-18 2 FH ...2 1 0 1 46-46 2 Grótta... ...2 1 0 1 3642 2 Stjaman.,1 0 0 1 22-23 0 UBK ...2 0 0 2 40-47 0 Fram.... ...2 0 0 2 38-65 0 I kvöld leika KR og Stjaman í Laugardalshöllinni kl. 20.15. Urslitin í Evrópu Úrslit leikja á Evrópumótunum í knattspymu í gærkvöldi. Þetta voru síðari viðureignir liðanna í 2. umferð: Evrópukeppni meistaraliða: Galatasaray (Tyrklandi) - Neuchatex Xamax (Sviss)............5-0 (1-0 Ugur, 2-0 Cuneyt, 3-0 Ugur, 4-0 Tanju, 5-0 Tanju - Galatasaray áfram, 5-3 samanlagt) Gautaborg (Svíþjóö) - Nendori Tirana (Albaniu)...............1-0 (1-0 Forsberg - Gautaborg áfram, 4-0 samanlagt) Monaco (Frakklandi) - Club Brögge (Belgíu)...................5-1 (1-0 Fofana, 2-0 Sonor, 3-0 Toure, 4-0 Fofana, 5-0 Toure, 5-1 Audoon, 6-1 Fofana - Monaco áfram, 6-2 samanlagt) Porto (Portúgal) -PSV Eindhoven (Hoilandi)...................2-0 (1-0 Aguas, 2-0 Domingos - PSV áfram 5-2 samanlagt) Rauða Stjarnan (Júgósl.) - AC Milano (Ítalíu)...............(1-0) (Hætt vegna þoku, ieikiö aftur i dag) Real Madrid (Spáni) - Gornik Zabrze (Póllandi).................. () Spartak Moskva (Sovét.) - Steaua (Rúmeníu)...................1-2 <0-1 Lakatus, 1-1 Tsjerenkov, 1-2 Balint - Steaua áfram, 5-1 samanlagt) Werder Bremen (V.Þýsk.) - Glasgow Celtic (Skotlandi).........0-0 (Bremen áfram, 1-0 samanlagt) Evrópukeppni bikarhafa: AGF Aarhus (Danmörku) - Cardiíf City (Wales).................4-0 (1-0 Pingel, 2-0 Andersen, 3-0, Andersen, 4-0 Stampe - AGF áfram, 6-1 samanlagt) Anderlecht (Belgíu)-KV Mechelen (Belgiu).....................0-2 (0-1 Kœman, 0-2 Ohana - Mechelen áfram, 3-0 samanlagt) Dinamo Búkarest (Rúmeniu) - Dundee United (Skotlandi) ......1-1 (0-1 Bramaont, 1-1 Mateut - Dinamo áfram, 2-1 samanlagt) Kharkov (Sovét.) - Roda Kerkrade (Hollandi)..................0-0 (Roda áfram, 1-0 samanlagt) Lech Poznan (PóUandi) - Barcelona (Spáni)....................1-1 (1-0 Kruszczynski, l-l Femandez - jafiit 2-2, Barcelona vann vítasp. Panathinaikos (Grikklandi) - CSKA Sofia (Búlgaríu)...........0-1 (0-1 Penev - CSKA áfram, 3-0 samanlagt) Sakaryaspor (Tyrklandi) - Frankfurt (V.Þýskalandi)...........0-3 (0-1 Sieveirs, 0-2 Binz, 0-3 Sieverrs - Frankfurt áfram, 6-1 samaniagt) Sampdoria (Ítalíu) - Carl Zeiss Jena (A.Þýsk.)...............3-1 (1-0 Vierchowod, 2-0 Cerezo, 3-0 Vialli, 3-1 Raab - Sampdoria áfram, 4-2 samanlagt) UEFA-bikarinn: AS Roma (Ítalíu) - Partizan Belgrad (J úgósl.)...............2-0 (1-0 Völler, 2-0 Giannini - Roma áfram á útimörkum, 4-4 samanlagt) Atletico Bilbao (Spáni) - Juventus (ítaliu)..................3-2 (0-1 Laudrup, 1-1 Uralde, 2-1 Andrinua, 3-1 Andrinua, 3-2 Gallia - Juventus áfram, 7-4 samanlagt) Austria Wien (Austurríki) - Hearts (Skotlandi)...............0-1 (0-1 Galloway - Hearts áfram, 1-0 samanlagt) Benfica (Portúgal) - Liege (Belgíu)..........................1-1 (0-1 Malbasa, 1-1 Lima - Liege áfram samanlagt 3-2) Bordeaux (Frakklandi) - Ujpest Dozsa (Ungverjal.)............1-0 (1-0 Ferreri - Bordeaux áfram, 2-0 samanlagt) Dunajska Streda (Tékk.) - Bayem Múnchen (V.Þýsk)............0-2 (0-1 Thon, 0-2 Thon - Bayem áfram, 5-1 samanlagt) Glasgow Rangers (Skotlandi) - Köln (V.Þýsk.).................1-1 (1-0 Drinkell, 1-1 Janssen - Köln áfram, 3-1 samanlagt) Inter Milano (ítaliu) - Malmö (S viþjóð).....................l-l (1-0 Diaz, 1-1 NUsson) Napoli (Ítalíu) - Lokomotiv Leipzig (A.Þýsk.)...............2-0 (1-0 Francini, 2-0 De Napoli - Napoli áfram, 3-1 samanlagt) Real Sociedad (Spáni)-SportingLissabon (Port.)...............0-0 (Real áfram, 2-1 samanlagt) Servette (Sviss) - Groningen (Hollandi)......................1-1 (1-0 SchaeUibaum, 1-1 Meijer - Groníngen áfram, 3-1 samanlagt) Stuttgart (V.Þýsk.) - Dinamo Zagreb (Júgóslaviu).............l-l (0-1 Mihajlovic, 1-1 Walter - Stuttgart áfram, 4-2 samanlagt) Turun Pallaseura (Finnlandi) - Foto Net Wien (Austurríki)....1-0 (1-0 Sulonen - Turun áfram á útimörkum, jafnt 2-2) Waregem (Belgiu) - Dynamo Dresden (A.Þýsk.)..................2-1 (1-0 Niederbacher, 2-0 Van Baekel, 2-1 Pilz - Ðresden áfram, 5-3 sam. Belenenses (Portúgal) - Velez Mostar (Júgóslavíu)........í kvöld V iktoria Búkarest (Rúmeniu) - Dy namo Minsk (Sovét).....i k völd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.