Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 40
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Sigurvonin náðist af strandstað Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Vélbáturinn Sigurvon ST 54 náöist á flot kl. 16 í gær. Sigurvon strandaði rétt sunnan innsiglingarinnar hérna í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Um tíma var óttast aö olíuleki mundi geta valið tug- eöa jafnvel hundraöa milljóna króna tjóni á laxeldi ísnós í Klettsvíkinni. Strax í gærmorgun var hafist handa við að reyna aö ná Sigurvon á flot en aðstæður voru nokkuð erfiö- ar þar sem báturinn lá í stórgrýttri fjörunni. Eftir nokkrar misheppnað- ar tilraunir tókst Lóðsinum og varð- skipinu Tý að draga Sigurvon á flot og reyndist báturinn htið skemmdur við fyrstu athugun. Hann er nú kom- inn í slipp þar sem skemmdir verða kannaðar nánar. Rannsókn strandsins fór fram hjá lögreglu í gær en þar sem skipstjór- inn, Sigurbjörn Hilmarsson, lenti á sjúkrahúsi vegna höfuðhöggs, sem hann fékk við strandið, var ekki hægt að yfirheyra hann en það verð- ur væntanlega gert í dag og þá ættu ástæður strandsins að koma í ljós. x Alþýðusambandið: Ásmundur áfram Búist er við að á miðstjórnarfundi Alþýðusambands íslands, sem hald- inn verður í dag, muni Ásmundur Stefánsson, forseti þess, lýsa því yfir að hann gefi kost á sér áfram sem forseti Alþýðusambandsins á þingi þess sem hefst 21. nóvember. „Ég mun ekki fara fram á móti Ásmundi Stefánssyni," sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestíjarða, í samtali við DV. Lagt hefur verið hart að Pétri að gefa kost á sér við forsetakjör á þinginu. Talið er líklegt, fyrst Ásmundur gefur kost á sér áfram, að Karl Stein- ar Guðnason veröi annar varaforset- anna en leitað er að konu í hitt sæt- ið. Lagt hefur verið að Þóru Hjalta- dóttur frá Akureyri að gefa kost á sér en hún mun vera treg til þess af persónulegum ástæðum. -S.dór Bílstjórarnir aðstoða SZJlDIBíLHSTÖÐin LOKI Ræður Steingrímur ekkertvið SÍS lengur? Fundur Kaupmannasamtakaima 1 gærkvöldi: 800 milljónir tapast í gjaldþrotum verslana hver heMverslun tapaði að jafnaði tveimur miILjónum Júh'us Ólafsson, forstjóri Krislj- áns Ó. Skagflörð, upplýsti á fundi Kaupmannasamtakanna aö 800 milljónir króna hefðu tapast vegna gjaldþrota smásöluverslana það sem af er þessu ári. „Þaö þýðir að hver heildverslun í landinu hefur tapað að jafnaði 2 railljónum króna vegna gjaldþrota smásöluversl- ana.“ Hörkuumræður voru á fundin- um. Ólafur Ragnar Grímsson flár- raálaráðherra sagði að fyrirtæki í landinu skulduðu ura 3 milljarða króna í söluskatt, þar af skuldaði smásöluversiunin tæpar 1.300 milljónir króna. ,JÞað veröur tekin um það ákvörðun á næstu dögum hvernig raegi innheimta þessar söluskatts- skuidir. En eflaust er hluti þeirra tapaður." Sigurður E. Haraldsson, kaup- maður í Elfu, sagði í sinni framsögu að kostnaður smásöluverslana vegna kreditkorta næmi hundruö- um milljóna króna á ári og næmi orðið sömu upphæð og kostnaður verslunarinnar vegna húsaleigu. Guðjón B. Ólafsson, -forstjóri Sambandsins, sagði í sinni fram- sögu að verslunum þyrfti að fækka í landinu. „Vandamáliö er aö vext- ir, offjárfesting og útlán í verslun eru of raikil,‘' sagði Guöjón. Pétur Blöndal, forstjóri Kaup- þings, sagði að bættar samgöngur væru að drepa verslun uti á landi. Það væri orðið lítið inál að skjótast til Reykjavíkur norðan úr landi í verslunarleiðangur. „í kjölfar þeirrar hreinsunar sem atvinnureksturinn í landinu er núna að ganga i gegnum heid ég að fyrirtæki verði framvegis aö gera miklu meiri kröfur ura kredit- upplýsingar, upplýsingar um skuldastöðu þeirra sem fá lánað,“ sagði Pétur. -JGH Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, gefur Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra ískalt vatn á fundi Kaupmannasamtakanna í gærkvöldi. Til vinstri við þá situr Júlíus Ólafsson, forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð. Fundur- urinn var um erfiðleika í verslun og þau gjaldþrot sem skella nú yfir. DV mynd-KAE Veðriö á morgun: Snjóar á Vest- fjörðum Á morgun lítur út fyrir noröan- og norðvestanátt á landinu og kóln- andi veður. Víðast kaldi eða stinn- ingskaldi. Snjókoma verður á Vest- fjöröum, él á Norðurlandi en létt- skýjað á Suður- og Suðausturlandi. Hitinn verður á bilinu -1-4 stig. Keflavíkurtogaramir: Engin önnur leið fær - segir Guðjón B. Ólafsson „Við Ólafur Jónsson gerðum Stein- grími Hermannssyni forsætisráð- herra grein fyrir okkar rökum varð- andi sölu og skipti á Keflavíkurtog- urunum til Sauðárkróks og Drangey til Keflavíkur. Við sjáum enga aðra leið færa en að framkvæma þetta svona eins og staðan er í dag,“ sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri Sam- bandsins, í samtali við DV í morgun. Guðjón og Ólafur Jónsson áttu fund með forsætisráðherra í gær vegna Keflavíkurtogaramálsins. Guðjón sagði að sambandið væri búið að leggja mikiö fé í Hraðfrysti- hús Keflavíkur og eins og málum væri nú komið væri það tapað. En með því að láta Bergvík og Aöalvík til Sauðárkróks en fá í staöinn frysti- togarann Drangey væri einhver von til að bjarga þessum fjármunum. Hann sagðist telja að eins og staðan væri í dag á Suðurnesjum væri það til einskis að veita einhverjum þar lán til að kaupa Keflavíkurtogarana. Þeir hinir sömu myndu lenda í þroti innan skamms. Auk þess sem slík sala á togurunum leysti ekki vanda Sambandsins. Það sem þeir Sam- bandsmenn væru að gera væri ein- göngu að tryggja það að Sambandið tapaði ekki stórfé. -S.dór - sjá einnig bls. 3 og 29 Þjóövlljinn: Mörður endurráðinn? Á fundi stjórnar útgáfufélags Þjóð- viljans, sem haldinn verður í kvöld, verður tekin ákvörðun um hvort ráðningarsamningur Marðar Árna- sonar ritstjóra verður endurnýjaður. Stjórnin átti fund með ritstjórn blaðsins fyrr í vikunni. Niöurstöður þess fundar túlka ritstjórnarmenn á þann veg að ráðningarsamningur Marðar verði endurnýjaður. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.