Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Jarðarfarir Sigurbjörg Marteinsdóttir lést 31. október. Hún fæddist á Búðum í Fá- skrúðsfirði 7. nóvember 1913, dóttir hjónanna Marteins Þorsteinssonar og konu hans, Rósu. Sigurhjörg gift- ist Sigursteini Guðjónssyni en hann lést árið 1980. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útfor Sigurbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Einar S. Bergþórsson lést 2. nóvem- ber. Hann fæddist í Reykjavík hinn 4. mars 1920, sonur hjónanna Berg- þórs Vigfússonar og Ólafíu G. Ein- arsdóttur. Einar lærði skipasmíðar ungur að árum. Seinna lærði hann húsasmíði og vann við smíðar alla tíð á ýmsum stöðum hér í borg og úti á landsbyggðinni. Eftirlifandi eig- inkona hans er Inga Guðrún Árna- dóttir. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Útfór Einars verður gerð frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30.' Halldór Bjarnason, áður bóndi í króki i Gaulverjabæjarhreppi, sem lést 1. nóvember, verður jarðsunginn í Villingaholti laugardaginn 12. nóv- ember. Athöfnin hefst kl. 14. Útför Borghildar Tómasdóttur, Brekku, Þykkvabæ, fer fram frá Há- bæjarkirkju laugardaginn 12. hóv- ember kl. 13, Útfór Ólafs Norðfjörð Kárdal. Rauða- gerði 12, fer fram frá Bústaðakirkju fóstudaginn ll. nóvember kl. 13.30. (ekki kl. 15 eins og áður var auglýst). Oddný Jónasdóttir, Þrúðvangi 10. Hellu, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju fóstudaginn 11. nóvemb- er kl. 15. Ingigerður Guðnadóttir, Álfaskeiði 34, Hafnarfirði, verður jarðsungin fóstudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Arthur Emils Aanes vélstjóri, Efsta- sundi 12, verður jarðsunginn fóstu- daginn 11. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Andrés Árnason húsasmíðameistari, Kirkjugerði 14, Vogum, frá Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju ffestudaginn 11. nóv- ember kl. 15. Andlát Þórdís Aðalbjörnsdóttir andaðist þriðjudaginn 8. nóvember. Hannibal G. Einarsson frá ísafírði, Einigrund 34, Akranesi, lést 8..nóv- ember. Þórarinn B. Nilsen, fyrrv. bankafull- trúi, lést á Hrafnistu að morgni 9. nóvember. Tónleikar „Minni Steinþórs“ I kvöld kl. 21.30 verða haldnir tónleikar í Tunglingu í minningu Steinþórs Stef- ánssonar tónlistarmanns sem lést af slys- förum fyrr á þessu ári. Steinþór spilaði með ýmsum merkum nýbylgjurokksveit- um á árunum 1978-1988. Tónleikamir bera yflrskriftina „Minni Steinþórs" og á þeim koma fram ýmsir samstarfsmenn og vinir hans í tónlistinni. Þetta kvöld munu m.a. koma fram hljómsveitimar: Sniglabandið, Október, Langi Seli og Skuggamir, Q4U, Fræbblamir, Kamar- orghestar, Lost og Daprinsip. Basarar Basar þjónustu- íbúða aldraðra Árlegur basar þjónustuibúða aldraðra að Dalbraut 27, Reykjavík, verður haldinn laugardaginn 12. nóvember kl. 14. Að vanda er úrval eigulegra og góðra muna, m.a. ofnar mottur og dúkar, silkislæður og silkikort, peysur, skartgripir og munir úr tré. Allt á góðu verði. Rádstefnur Ráðstefna um byggingu íþróttahúsa Ráðstefna um byggingu íþróttahúsa verður haldin á Hótel Loftieiðum, fóstu- daginn 11. nóvember, þar sem fjórtán fyrirlesarar munu Qalla um hönnun, byggingu,' loftræstingu, lýsingu, hljóm- burð og rekstur fjöinota iþróttahúsa svo og nýjar leiðir í Qármögnun þeirra. Ráð- stefnustjóri verður Jón Hjaltalín Magn- ússon verkfræðingur. Þátttaka í þessari ráðstefnu er heimil öllum áhugaaðilum um byggingu og rekstur íþróttahúsa og tilkynnist vinsamlegast til skrifstofu JHM verkefrtastjómunar í s. 72777 eða 680822. Rannsóknir í Læknadeild Háskóla íslands Dagana 11. og 12. nóvember verður hald- in fjórða ráðstefnan um rannsóknir í Læknadeild Háskóla íslands. Slíkar ráð- stefnur hafa verið haldnar áður á tveggja til þriggja ára fresti frá 1981. Ráðstefnan verður haldin í Odda, húsi hugvísinda- deildar, og hefst kl. 13 á föstudag 11. nóv. og kl. 9 f.h. laugardaginn 12. nóv. Alls verða flutt 45 erindi og 36 veggspjöld sýnd sem öll varða rannsóknir á hinum ýmsu og fjölbreytilegu rannsóknarsviðum starfsmanna læknadeildarinnar. Sér- stakur gestur ráðstefnunnar verður Dr. Karl Tryggvason, prófessor í lífefnafræði við háskólann í Oulu í Finnlandi. Karl mun flytja erindi um rannsóknarvinnu sina og samstarfshóps sins á föstudag og fjafla í þvi um beitingu erfðatækni við rannsóknir á bandvef og krabbameins- fmrnum. Ráðstefnunni lýkur með um- ræðum um eflingu vísindastárfsemi í heilbrigðisvísindum á íslandi. Þátttaka er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 600. Ráðstefna um æskulýðs- mál og félagsstarf Menntamálaráðuneytið og Samband ísl. sveitarfélaga gangast fyrir ráðstefnu um æskulýðsmál og félagsstarf undir yfir- skriftinni „Tfl framtiðar" föstudaginn 11. nóv. nk. í Borgartúni 6, kl. 13.15. Ráð- stefnan er opin öllum þeim sem hafa áhuga á þátttöku í félagsstarfi æskufólks. Allar nánari upplýsingar fást hjá Samb. ísl. sveitarfélaga og menntamálaráðu- neytinu, íþrótta- og æskulýðsdefld, sími 91-25000. Námskeid Námskeið í silkimálun Stutt námskeið í silkimálun fyrir byrj- endur, verður haldiö laugardaginn 12. nóvember. Upplýsingar í síma 54851 í dag og á morgun. Fundir Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14ftjáls spflamennska. Kl. 19.30 félags- vist hálft kort. Kl. 21 dansað. Blindrabókasafn íslands og Blindrafélagið efna til norræns fundar viðvíkjandi blindraletri og tölvutækni dagana 10. og 11. nóvember í Hamrahlíð 17. Tilgangur fundarins er að skiptast á þekkingu og skoðunum og kanna möguleika á sam- starfi á þessu sviði. Fundinn sækja 9 gest- ir frá Danmörku, Firtnlandi, Noregi og Sviþjóð og eru þeir sérfróðir um tölvu- vædda framleiðslu á blindraletri. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norræns samstarfsfundar um þetta efni. Fyrirlestur Ljf- fræðifélags íslands Fimmtudaginn 10. nóvembver heldur dr. Ami Einarsson fyrirlestur um sögu li- fríkis í Syðriflóa í Mývatni á vegum Líf- fræðifélags íslands. í fyrirlestrinum fjafl- ar Ámi um rannsóknir sínar á borkjama sem tekinn var í janúar 1985 úr botnseti Mývatns. Höfuðmarkmið rannsóknanna var að fá yfirlit yfir lífríki Syðriflóa þegar hann var dýpri en nú. Með því móti er taflð að vitneskja fáist um áhrif dýpkunar af völdum kísilgúrtöku. Fyrirlesturinn verður í Lögbergi, stofu 101, þanr, 10. nóvember og hefst kl. 20.30. Hann er öfl- um opinn. Hreinlætis- tækjahreinsun Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma 985-28152. Hreinsir hf. Merming___________________dv Náttból við Ofanleiti Nemendur Verslunarskólans i Náttbólinu eftir Maxim Gorki. Leikfélagið, Allt milli himins og jarðar, sýnir: NÁTTBÓLIÐ Höfundur: Maxím Gorki Sviðsmynd: Guömundur Bjarni Jóseps- son Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason í húsnæði Nemendafélags Versl- unarskólans hefur greinilega verið tekið til höndum. Grófgerðir rúm- bálkar eru þar með veggjum og á ósléttu plankagólfi standa reikul borð og bekkir. Lifandi kertaljós- um er komið fyrir á rúmstólpum og borðum og áhorfendur sitja nán- ast innan veggja hjá íbúum óhrjá- lega leiguhjallsins sem er vettvang- ur leikrits kvöldsins. Sviðsmynd Guðmundar Bjarna Jósepssonar er hin ágætasta og Guðjón Sigvaldason leikstjóri nýtir hana vel við sviðsetninguna. Sýn- ingin er lííleg og framganga leik- enda vaskleg. Náttból Mctxíms Gorkí er þó varla allra fyrsta verkefnið sem mönnum dettur í hug þegar leitað er heppi- legra viðfangsefna fyrir áhugas- ama framhaldsskólanemendur sem vilja spreyta sig á fjölunum, sjálfum sér og öðrum til ánægju og þroska. Verkið er margslungið og boð- skapurinn víða settur fram í löngu máli sem varla er á færi nema þjálf- aðra leikara að flytja. Eitthvað fórst hka óreyndum leikhstarunn- endum það misjafnlega, sem von- legt var. Helsti galhnn á sýningunni var einmitt framsögn leikenda, sem var æði misjöfn og skrykkjótt. Einn megintilgangurinn með allri þeirri vinnu, sem nemendur leggja á sig í kringum svona sýningu, er að leiðsögn og handleiðsla skih þátt- takendum nokkuð fram á veginn. Þarna fannst mér að hefði mátt leiðbeina þeim betur og munurinn Leiklist Auður Eydai var mikill á einstökum leikendum. Maðurinn, rúinn öllu, heilsu, von og veraldlegum eigum, er viðfangs- efni Gorkís í Náttbóhnu, og við þær vonlausu aðstæður, sem öreigar hans búa við, skerpast andstæð- urnar í mannlegu samfélagi, yfír- þyrmandi harðneskja annars veg- ar, hjálpsemi og mildi hins vegar. Leikritið var frumsýnt í Moskvu árið 1902 og hér á landi minnast margir sýningar Þjóðleikhússins á verkinu, ekki hvað síst fyrir frá- bæra sviðsmynd sem unnin var af rússneskum leikmyndateiknara. Og leikfélagið í Versló, með þetta líka langa nafn, Allt milli himins og jarðar, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og leggur til atlögu við verkefnið af fullri ein- urð. í leiguhjalli þeirra Kostilovs og Vassílísu býr skrautlegur söfnuð- ur, sumir mundu segja botnfallið í mannlegu samfélagi. Of langt mál yrði að telja upp alla sem koma við sögu en af einstökum leikendum má nefna þá Ingimund K. Guð- mundsson og Börk Gunnarsson, sem vöktu athygli fyrir gott vald á túlkun þeirra Satíns og leikarans, sem báðir urðu sannfærcmdi per- sónur í meðfórum þeirra. Þórhildur Þöll Pétursdóttir, sem er orðin töluvert sviðsvön, lék skassið Vassíhsu og Rannveig Sig- urðardóttir túlkaði hina mildu Lúku ljómandi vel. Þá var Karítas Kristjánsdóttir agæt Búbnóva. Fyr- ir utan þaö sem áður var sagt um framsögnina, en hana hefði mátt pússa mun betur, var þetta sýning, sem mikil vinna hefur verið lögð í og sýnir metnað og dugnað þeirra sem að henni standa. Límlög og hristingur - um sýningu Amar Karlssonar í gaUeríinu Undir pilsfaldinum í heimsstyrjöldinni fyrri tók að grassera gálgahúmor og einskonar heilagur óvitaskapur meðal skálda og listamanna í Evrópu. Þar eru helst taldar til uppsprettulinda borgarinn- ar Zúrich og Berhn. í Zúrich heilluö- Myndlist Ólafur Engilbertsson ust hstamenn af gestgjöfum knæpu einnar sem hét því háðulega nafni Cabaret Voltaire. Gestgjafarnir voru heiðurshjónin Hugo Ball, rithöfund- ur, skemmtikraftur og dulspekingur, og Emmy Hennings söngkona. Þau geröu óspart gys að samtíð sinni í skemmtidagskrám á meðan ná- grannahéruðin voru rjúkandi rústir og siðmenningin orðin að ösku. í þessu rafmagnaða andrúmslofti fór rúmenska skáldið Tristan Tzara að yrkja ljóð með því að klippa orð af handahófi úr dagblaðagreinum, setja þau í hatt og hrista vel. Þá töfraði hann fram ljóöið með því að fiska upp orðin og líma þau niður. Lím öðlaðist feikna vinsældir á þessum árum. Þarna var ekki einugnis leit- ast við að hrista upp í talmáli og bókmenntum heldur ekki síöur í myndiistinni. Berhnarbúinn Kurt Schwitters safnaði alls kyns rusli; sporvagnamiðum, rukkunum og umbúðum og bjó til úr þessu hsta- verk. Nokkru síðar fór annar Þjóð- veiji, Max Ernst, að búa til límlags- myndir (collage). Þessir lím- og hrist- ingselskandi listamenn kölluðu sig dadaista og eru afurðir þeirra mörg- um listamönnum sem lostætur mat- seöill enn í dag, enda er háðið sígilt; jafnvel á „friðartímum“. í galleríinu Undir pilsfaldinum við Vesturgötu stendur nú yfir sýning Arnar Karlssonar á límlagsmyndum, öðru nafni klippimyndum. Örn hefur um árabil verið gestgjafi á Búðum undir Jökli, haldiö þar klippimynda- sýningar og skreytt matseðla. Síðan mun hafa komið í hann „Suðurlands- skjálfti“ og hingað er hann kominn með myndir af ólíklegasta rush. í stíl gömlu dadaistanna notar Örn t.d. reikninga, rútumiða og umbúðir í verk sín og kveðst hann hafa á sínum snærum ruslasafnara vítt og breitt um jarðarkringluna. Þessa sér stað t.d. í verkum nr. 1 og 2 sem hafa thai- lenskt yfirbragð. Örn gerir verkum sínum ákaflega misjöfn skil og hefðu sum verkin örugglega mátt hggja ögn lengur í bleyti. Fjölbreytnin í efnis- tökunum er hinsvegar helsta tromp Arnar. Þama em t.d. verk gerð úr heimatilbúnum pappír, eins og Án tillits (nr. 6) og áferðarfallegt vegg- fóður í bland við súkkulaðiumbúðir (nr. 11; Gullskjaldbökur). Annarstað- ar, eins og í Mótor (nr. 12) og í Blandi (nr. 20), bregður fyrir skemmtilegum tilþrifum í myndbyggingu. Þess utan er til sölu á sýningunni nýstárleg bók eftir Öm með límlögum og samhrist- um íslenskum átjándu aldar texta og heimsstyrjaldardadaisma. Tii að kóróna herlegheitin verða uppákom- ur á staðnum tvö næstkomandi sunnudagskvöld. Sýningunni lýkur 20. nóvember. -ÓE Tapað fimdið Skjalataska tapaðist Aðfaranótt sunnudagsins 30. október glataðist svört skjalataska með náms- bókum og fleiru í. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn um að hafa samband við í síma 21649 á mifli kl. 9-18 eða 40346 eftir kl. 19. Leikhús Skjaldbakan kemst þangað líka Dagana 9.-16. nóvember verður gesta- leikur á Litla sviði Þjóðleikhússins. Þá mun Leikfélag Akm-eyrar sýna rómaða uppfærslu sína á „Skjaldbakan kemst þangað líka“, eftir Árna Ibsen í leikstjóm Viðars Eggertssonar. Vakin er athygli á því að sýningamar verða aðeins 6 tals- ins, en litla sviðið tekur um 100 manns í sæti. Sýningar verða í dag 10. nóv., föstud. 11. nóv., laugardag 12. nóv., sunnud. 13. nóv„ og miðvikud. 16. nóv. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala i miöasölu Þjóðleikhússins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.