Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Tippað á 12 Beinlínukerfið vek- ur mikla lukku með öllum upplýsingum um sölu getraunaseðla er í höfuðstöðv- um islenskra getrauna i Laugardalnum. Einar Ásgeirsson, aðalsölumaður Fylkis, og Sigurður Baldursson, handknattleiksdómari og starfsmaður ís- lenskra getrauna, virða skjáinn fyrir sér. Reyndar er Einar að kanna áheit til Fylkis. DV-mynd E.J. ^■TIPPAÐ , ATOLF Umsjón: Eiríkur Jónsson a > Q Mbl. Tíminn > o ‘O !a Dagur Bylgjan Ríkisútvé Stjarnan <N «© :0 (7) : LEIKVIKA NR.: 45 Charlton Everton 2 2 X 2 1 X 2 1 2 Coventry Luton 1 1 1 1 1 1 1 2 X Derby Manch.Utd 2 2 1 2 2 2 X X 2 Liverpool Millwall 1 1 X 1 1 1 1 1 X Middlesbro .... Q.P.R 1 1 2 X X 1 : X 2 1 Newcastle Arsenal 2 2 2 2 2 X 2 2 X Norwich Sheff.Wed 1 X 1 1 1 1 1 X 1 Southampton Aston Villa 1 1 1 1 X 1 X 1 X Tottenham Wimbledon 1 1 1 X 1 2 1 X 1 West Ham Nott.Forest 2 2 2 2 2 X 2 1 1 : Leeds W.B.A 1 1 X 1 X X i 1 X X Manch.City Watford 1 1 1 X '1 X 1 1 X 5 4 5 4 2 4 5 5 3 Hve margir réttir eftir 44 leikvikur: Vel tókst til meö fyrstu viku í getraununum og voru 233.113 raðir seldar fyrir 2.331.130 krón- ur. Þaö er góð byrjun, þrefalt betri en byrjun keppnistimabiis- ins 1987/88. Nýja beinlínusölu- kerfiö gekk sem best var á kosið og var tippað í sölukössum um alltland. Úrslit voru ekki mjög snúin þó svo að gildrur hafi verið víða. Einungis einn tippari náði öllum leikjunum réttum á eina röð. Þar var á ferðinni þrítugur Breið- hyltingur sem notaði útgangs- merkjakerfið Ú 6-0-30. Þegar það kerfi er notað þarf aö festa (setja eitt merki) á sex leiki en hinir sex leikirnir eru með þremur merkj - um. Á hvern þessara leikja með þremur merkjum þarf að setja eitt merki sem hefur forgang umfram önnur. Þegar fjögur þessara forgangsmerkja eru rétt eru 50% líkur á að ná tólf réttum en annars koma fram tvær raðir með ellefu réttum. Breiðhylting- urinn fékk því enga röð með ell- efu réttum á þetta kerfi. Fyrir tólfuna fékk hann 783.259 krónur. En hann var með annað út- gangsmerkjakerfi, Ú 6-0-161, með systkinum sínum og náði átta röðum með ellefu réttum á það kerfi. Fyrir ellefurnar hlutu systkinin 122.064 krónur. Alis komu á seðlana hans tvo 905.323 krónur. Alls komu fram 22 raöir með 11 réttar lausnir og fær hver röð 15.258 krónur. Nú hefur útborg- unarkerfi vinninga breyst. Um- boðsmenn sölukassanna borga vinninga upp að 12.000 krónum en aðra vinninga þarf að sækja til íslenskra getrauna. Flestir lægri vinningar eru borgaðir út strax næsta mánudag eftir leiki. Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 11 3 2 1 10-8 Norwich 5 0 0 10-3 26 10 2 1 1 8 -6 Arsenal 4 1 1 18 -8 20 10 4 1 0 11 -6 Millwall 1 3 1 9 -8 19 11 2 2 1 6 -3 Liverpool 3 1 2 10-5 18 11 3 1 2 10 -6 Southampton 2 2 1 7 -8 18 10 3 1 2 7-3 Derby 1 2 1 4 -3 15 10 1 2 2 7 -6 Coventry 3 1 1 6 -3 15 11 2 3 1 8-6 Aston Villa 1 3 1 8 -8 15 11 1 3 1 5-7 Nott.Forest 2 3 1 8 -7 15 11 4 0 1 10-6 Middlesbro 1 0 5 6-14 15 10 2 2 1 5-3 Manch.Utd 1 3 1 6 -5 14 11 3 0 2 8 -4 Q.P.R 1 2 3 4-6 14 9 3 1 1 6 -4 Sheff.Wed 1 1 2 4-6 14 11 1 3 2 8-13 Charlton 2 1 2 6 -7 13 10 2 2 1 10-5 Everton 1 1 3 4-7 12 11 1 3 1 4 -5 Luton 1 1 4 5 -8 10 10 1 1 4 4-11 Wimbledon 1 1 2 4-7 8 11 1 1 3 6-11 West Ham 1 1 4 3-10 8 11 1 1 3 5 -8 Newcastle 1 1 4 4-14 8 10 1 1 3 9-12 Tottenham 0 3 2 7-10 5 Enska 2. deildin » HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 15 5 1 2 17-7 Watford 4 1 2 9-7 29 15 4 2 2 11 -8 W.B.A 3 3 1 11 -7 26 15 4 1 2 14 -7 Chelsea 3 3 2 11 -9 25 14 4 1 1 14-8 Blackburn 3 2 3 11 -11 24 15 4 2 1 14 -7 Portsmouth 2 4 2 9-11 24 15 4 1 3 11 -8 Ipswich 3 1 3 9 -8 23 15 3 3 1 11 -9 Manch.City 3 2 3 7 -6 23 15 4 2 1 11 -6 Barnsley 2 3 3 9-13 23 15 4 4 0 14-6 Sunderland 1 3 3 7-10 22 14 4 3 1 13 -7 Crystal Pal 1 3 2 8 -9 21 15 3 3 1 9 -6 Stoke 2 3 3 6-11 21 15 3 4 1 8-5 Hull 2 1 4 10-12 20 15 3 3 2 7 -5 Bradford 2 2 3 9-11 20 15 4 3 1 18 -9 Oldham 1 1 5 9-15 19 15 3 3 0 10 -4 Swindon 1 4 4 9-18 19 15 3 4 1 10 -7 Leicester 1 3 3 8-14 19 13 4 2 1 14-6 Plymouth 1 1 4 5-15 18 14 3 1 2 4 -3 Bournemouth 2 2 4 7 -11 18 16 3 3 2 16 -14 Oxford 1 2 5 8-14 17 14 2 3 2 7 -7 Leeds 1 3 3 4-9 15 15 2 3 2 11 -6 Walsall 0 5 3 7-14 14 14 1 3 3 7-11 Shrewsbury 1 3 3 4 -9 12 14 3 1 4 11 -11 Brighton 0 1 5 4-12 11 13 1 1 5 9-16 Birmingham 1 0 5 2-15 7 Munið að merkja í félagsnúmeradálkinn Flestum íþróttafélögum á landinu hefur veriö úthlutaö númeri vegna áheita. Um 55% raða voru merktar íþróttafélög- um en betur má ef duga skal. Þau 45% sem ekki voru merkt renna í hlutfalli við sölu til þeirra íþróttafélaga sem fengu merkt við sig. Það er því ástæða til aö hvetja tippara til að merkja vel í félags- númeradálkana og styðja við sitt félag. Fram seldi flestar raðir nú, 21.499 raðir, sem gera 9,2%. Framarar fá uppfært hlutfallið og fá því 17,63% af sölu allra seðla. KR seldi 12.362 raðir, 5,03%, uppfært 10,14%. Fylkir seldi 11.1170 raðir, 4,8% eöa 9,2% upp- fært. í A seldi 5.522 raðir, 4.8% eða 4.5% uppfært. Selfoss seldi 4.859 raðir, 2,1% eða 4,0% uppfært. Allar upplýsingar sjást á skjánum í höfuðstöðvum íslenskra get- rauna í Laugardalnum er sér- stakur tölvuskjár með upplýsing- um um alla þá hluti sem snerta sölu seðlanna. Upplýsingar um sölu koma fram á skjánum eins og skot, sama hvar seðillinn var seldur. Upplýsingar af skjánum benda til að um 33% seldra raöa hafi veriö valdar af tölvunni sjálfri. Um 8% seldra raða voru einstakar raðir, 76% raða komu á opin kerfi, 6% á sparnaðarkerfi og9,2% á útgangsmerkjakerfi. Það vekur athygh hve spamaðar- kerfin og útgangsmerkjakerfin em vinsæl. Bráölega kemur út bæklingur með upplýsingum um þau 9 sparnaðarkerfi og 9 út- gangsmerkjakerfi sem era á seðl- inum. -ej Fagnar Hrói höttur á Upton Patk? 1 Charlton - Everton 2 Everton með allar sínar stjömur hefur ekki náð að sýna fram á árangur enn sem komið er. Þrátt fyiir liflegt spil hefur liðið ekki náð að skora sem skyldi. Þó grunar mig að þess sé ekki langt að bíða að ástandið breytist þax á bæ. Charl- ton hefur gert ótrúlega hluti í vetur. Það kemur að því að liðið misstígi sig. 2 Coventry - Luton 1 Bæði þessi lið hafa verið í lægð undanfaiið því hvorugt lið- anna hefur unnið í siðustu §órum deildarleikjum. Luton er reyndar óhemju slakt á útivelli en hefur þó tekist að mexja einn sigur í sex leikjum. Coventry byrjaði keppnistÉnabilið vel og lofaði góðu, er með ágætan mannskap. 3 Derby - Manch. UtdL 2 Manchester United spilar áferðaxfallega knattspymu en ár- angurinn hefur verið rýr undaníarið, §ögur jafntefii og eitt tap í síðustu leikjum. Derby hefur á sama tíma blómstrað. Liðið skoraði ijögur mörk í fyrstu átta leikjum sinum en hefur skorað sjö í tveimur síðustu leikjunum. Þrátt fyrir það er United of stór biti til að kyngja. 4 Liverpool - Millwall 1 Það hefur oft verið sagt í gamni jafat sem alvöru að þau lið sem eru nýkomin upp í 1. deild hafi ekki kynnst 1. deild- inni fyrr en þau hafa spilað á Anfield í Liverpool. Nýliðam- ir Millwall, sem hafa staðið sig ótrúlega vel í vetur, lenda í endurbættu LiverpooUiði. Ian Rush hefur reirnað markas- kóna og er til alls vís. 5 Middlesbro - Q.P.R. 1 Middlesbro hefur vaxið með leik hveijum og er tekið mjög alvarlega í Englandi. Liðið hefur skorað að meðaltali tvö mörk í hverjum heimaleikja sinna og unnið fjóra af fimm. Árangur O.P.R. á útivelli er frekar slakur, einn sigur og tvö jafiitefli úr sex leikjum. Liðið hefur einungis skorað ijögur mörk í þessum sex leikjum. 6 Newcastle - Arsenal 2 Þessi fomfrægu lið era við sinn hvom enda deildarinnar. Arsenal er næstefst en Newcastle næstneðst. Arsenal er með skemmtilegt lið um þessar mundir og skorar mikið af mörkum. Liðið hefur skorað 26 mörk í tíu leikjum sem er geysilega mikið í Englandi. Newcastle hefur bæði átt í erfið- leikum með að gera mörk og verjast sóknum andstæðing- anna. 7 Norwich - Sheff. Wed. 1 Norwich er enn með sex stiga forystu og lætur engan bilb- ug á sér finna. Liðið hefur einungis tapað einum leik á heima- velli en unnið alla fimm útileiki sína. Drengimir frá hnifa- borginni Sheffield hafa ekki af mörgum sigram að státa þetta keppnistímabil en þó vann liðið Southampton á úti- velli nýlega. 8 Southampton - Aston Villa I Southampton treystir sem fyrr á heimavöll sinn, The Dell, og tekur mörg lið í kennslustund þar. Aston Villa er með jafiian árangur á útivelli, einn sigur, þrjú jafntefli og eitt tap. Reyndar er liðið frægt fyrir árangur á útivöllum undanfarin ár í 2. deildinni. Southampton er með jafnan mannskap sem berst út allan lefldnn og nær árangri. 9 Tottenham - Wimbledon I Þrátt fyrir leikmannakaup fyrir fimm milljónir í sumar er gengi Tottenham slæmt. Leflcmenn hafa skorað að minnsta kosti eitt maxk í hverjum leik en gestrisni vamarinnar hefur borið þá ofurliði. Wimbledon hefur verið að dala í vetur eftir ágætan árangur undanfarin tvö ár. Sá árangur hefur yfirleitt byggst á vfllimannaknattspymu. Nú er liðið undir smásjá flestallra knattspymusérfræðinga á Englandi. SLOct tekur á taugamar. 10 West Ham - Nott. For. 2 West Ham mun eiga í erfiðleikum í vetur, það er naasta víst. Liðið er meðal neðstu liða enda hefur því einungis tek- ist að sigra í tveimur leikjum. Skíriskógarpiltamir ungu hafa stáltaugar enda hafa þeir ekki tapað nema einum leik á útivelli í vetur. Einn ákaíasti stuðningsmaður liðsins, Hrói höttur, mætir á Upton Park og hvetur þá til sigurs. 11 Leeds - W.B.A. 1 Leeds er að ná sér á strik eftir ákaflega slæma byxjun. Lið- ið er með nýjan framkvæmdastjóra, Howard Wilkinson, og hefur ekki tapað fimm síðustu defldarleikjum sínum. W.BJA., sem einnig er með nýjan framkvæmdastjóra, Brian Talbot, hefur gert enn betur og unnið alla fimm síðustu lefld sína. Nú er komið að endalokum hjá Talbot og félögum. 12 Manch. City - Watford 1 Baráttan í 2. deild verður óvenjuhörð í vetur því mörg lið virðast Ifldeg til að komast upp í 1. deild. Tvö þessara liða eru Manchester City og Watford. Watford er reyndar efst sem stendur en tapar öðru hverju mfldlvægum leikjum, Það sem skflur á mflli þessara liða er fersklefldnn sem fylgir hinu unga Manchesterliöi. Leikmennirnir era sprækir og fjöragir og geta hlaupið endalaust. Heimavallarárangur liðs- ins er góður, þrír sigrar en eitt tap í sjö leikjum. EJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.