Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 31 Lífsstm. Hreindýrakjötsmarkaður yfirfullur: Ólöglegt kjöt í umferð? Svo virðist sem mest af því hrein- dýrakjöti, sem á markaðnum er, sé af ólöglega veiddum dýrum. Sam- kvæmt upplýsingum frá aðilum á Austfjörðum, sem hafa leyfi ráðu- neytisins til hreindýraveiða, hefur gengið erfiðlega að losna við kjötið. Markaðurinn varð yfirfullur strax í haust þrátt fyrir að kvótinn væri skertur um helming. Ólöglega veidd hreindýr hafa ekki fengið neina skoðun heilbrigðisyfir- valda og neytandinn hefur því enga tryggingu fyrir því að kjötið hafi fengið rétta meðferð. Kaupmaður í stórri verslun í Reykjavík sagði í samtali við DV að kaupmönnum þætti hreindýrakjöt vera of dýrt. Verðið til verslana er um 1.200 krónur á kílóið. Margar verslanir eiga hreindýrakjöt frá fyrra ári og bíða því með frekari inn- kaup í von um að verðið lækki. Löglega fengið og meðhöndlað kjöt hefur stimpil dýralæknis og ættu kaupendur að ganga úr skugga um hvaða kjöt þeir kaupa. Að öðru leyti er erfitt að vita nákvæmlega hvaðan kjötið kemur. -JJ Þegar harðnar á dalnum leita hreindýrin oft í byggð. Hreindýrakjöt er herramannsmatur Rétt unnið hreindýrakjöt undir eftirhti dýralæknis er afar gott. Hins vegar verður að vara við því kjöti sem ekki hefur fengið rétta meðhöndlun því ómögulegt er að tryggja árangur við matreiðslu. Her á eftir fara nokkrar upp- skriftir að safaríkum hreindýra- steikum. Hreindýrakjötsoð 1.5 kg bein (af hálsi eða hrygg) 100 g gulrætur 100 g laukur 1 lárviðarlauf '/2 tsk. blóðberg (timian) steinselja og blaðlaukur (eftir smekk) 2.5 1 vatn Matur Hlutið beinin í smá-bita. Setjið beinin í ofnskúffuna og inn í 180” heitan ofn. Steikið beinin í 1—114 klukkustund. Meðan beinin brún- ast verður að snúa þeim af og til því þau þurfa að brúnast vel á öll- um hhðum. Þegar helmingurinn af tímanum er liðinn eru settir 3 dl af vatni í pönnuna til að vama þyí að beinin brenni við. Þegar beinin eru steikt eru þau sett í pott. Hellið vatninu yfir beinin, látið suðuna koma upp og íleytið ofan af. Skerið grænmetið í bita og setjið út í pottinn ásamt kryddinu. Látið sjóða við vægan hita í 3-A klukku- stundir. Fleytið ofan af öðru hveiju. Úr þessari uppskrift næst um 1 'A 1 af soði. Soðið má síðan frysta í mátulegum einingum og þíða síðan í súpur og sósur. Hreindýrapottréttur Ætlaður íjórum 1 kg hreindýrakjöt (háls eða bógur) salt og pipar smjör th steikingar 'A 1 soð 'A laukur 1 lárviðarlauf 'A tsk. blóðberg (timian) 1 msk. franskt sinnep 30 g hveiti 30 g mjólk 3 dl rjómi 250 g grænmeti'sblanda (gulrætiu-, seherí, sveppir o.fl. eftir smekk) Skerið kjötið í hæfilega bita (ca. 40 g hver). Kryddið kjötið og steikið það á öllum hhðum úr smjöri í potti. Setjið soðið saman við, lauk- inn í heilu, lárviðarlauf og blóð- berg. Látið sjóða við vægan hita þar til kjötið verður vel meyrt. Fjarlæg- ið laukinn og lárviðarlaufið. Hristið saman mjólkina og hveit- ið og jafnið soðið. Helhð ijómanum saman við og bragðbætið með sinn- epi. Setjið grænmetið saman við í þunnum strimlum og látið það hitna vel í gegn. Berið fram með rósakáh, soðnum kartöflum og títu- eða rifsbeija- sultu. Hreindýrslundir í púrtvíns- sósu 600 g hreindýrslundir salt og pipar smjör til steikingar 300 g sveppir Sósan: 4 dl soð 2 tsk. maísmjöl Hreindýrakássa með grænmeti. Rétt unnið hreindýrakjöt er herramannsmatur. 2 dl rjómi 60 g smjör 1 staup púrtvín Sjóðið soðið niður um 'A. Hrærið maismjöhð út í 1 msk. af vatni og jafniö soðið. Hrærið ijómann S£un- an við. Sjóðið nú grænmetið og kartöflumar sem bera á með. Hreinsið sveppina og skerið í frem- ur stóra hluta. Þar sem ekki tekur nema um tíu mínútur að steikja lundimar er það gert rétt áður en rétturinn er bor- inn fram. Skerið kjötið í sneiðar og kryddið. Bræðið smjörið á pönnu og steikið kjötið báðum megin. Kjötið á ekki að vera gegn- steikt. Takið kjötið af pönnunni og haldið heitu. Steikið sveppina á pönnunni í ca. 2 mínútur og hehið sósunni yfir. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur. Hrærið afgang- inum af smjörinu (60 g) saman við og bragðbætið sósuna með salti. Púrtvíninu er hrært saman við í lokin. Deihð grænmeti og kjöti á fjóra vel heita diska. Berið fram með soðnum kartöflum og sósu. Ávaxtamauk á vel við. Hreindýralundir eru sælkeramatur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.