Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingiii FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Hvað er ást? Guðmunda Einarsdóttir nemi: Það er til margs konar ást - hún er eitt- hvað sem tengir tvær persónur. Jóhanna Jónsdóttir nemi: Það er bara - eitthvað æðislegt. Geir Sveinsson matreiðslunemi: Ást er hamingja - einhver tilfmning sem þú veist ekkert hvað er. Þorfinnur Þorfinnsson matreiðslu- nemi: Ég veit ekkert hvað ást er. Ragnheiður Jónsdóttir húsmóðir: Ást er það fullkomnasta sem til er - ef hún er ekta. Ketill Larsen leikari: Ástin er eitt- hvað fallegt - skyld blómailmi og sólskini og vori sem er að vakna til lífsins. Lesendur Fjórflokkamir sýna samstöðu: Saumað að Kvenna- lista og Borgaraflokki Kristján Kristjánsson skrifar: Það hefur lengi verið vitað að hinir tveir flokkar, sem hafa haslað sér völl nýlega í íslenskum stjórn- málum, þ.e. Kvennalisti og Borgar- flokkur, hafa verið miklir þyrnar í augum hinna hefðbundnu fjór- flokka, sem svo eru stundum kall- aðir, og hafa verið einráðir í stjórn- málalífi hér á landi og skipst á um að vera í ríkisstjórn. Nú er svo komið eina ferðina enn i margflokka ríkisstjórn að erfitt er að koma fram málum á þingi vegna tæprar stöðu um meirihluta í báðum deildum þings. Raunar útséð um að málum verði fram komið nema „huldumenn" úr öðr- um flokkum finnist eða annar eða aðrir flokkar veiti núverandi ríkis- stjórn stuðning. Þar sem erfiðara hefur reynst en ætlað var að særa fram „huldu- mann“ í liði stjómarandstöðu og mikið liggur við einmitt nú að fara að taka til hendinni við mál í salti, svo sem bráðabirgðalög og ekki síð- ur fjárlagafrumvarp, hefur orðið að ráöi að nota tækifærið og byrja að sauma að þeim tveimur flokkum sem helst standa i vegi fyrir gamla kerfinu og vekja sífellda tortryggni þegar dregur að kosningum, vegna hugsanlegra tilfærslna atkvæða. - Og til þess er nú beitt ýtrasta hug- viti og nákvæmni. Tökum atlöguna að Kvennahsta fyrst. Á landsfundi samtakanna að Lýsuhóh er svo um hnútana búið að þar reifi einn aðili, sem mark er tekið á, hve hugsjónahreyfing sé lítils virði án formlegra valda og áhrifa. Sem sé, þótt Kvennahst- inn ljái ekki máls á því að fara í ríkisstjórn Steingríms sé ekki úr vegi að styðja a.m.k. eitthvað af frumvörpum ríkisstjómarinnar. Þetta er að sjálfsögðu borið fram að imdirlagi Alþýðubandalagsins og á síðan eftir að efna til ófriðar og riðla þeirri samstöðu sem Kvennahstinn hefur þó verið þekktm- fyrir. Ásamt því atriði sem svo snýr að útskiptingu þing- manna, sem er umdeilt mál, er nú fyrirsjáanlegur brestur í Kvenna- hstanum, að undirlagi allra fjór- flokkanna sem fá Alþýðubandalag- ið tíl að hafa á hendi framkvæmd- ina. Að því er varðar Borgaraflokkinn er beitt annarri aðferð og komið beint að efninu með því hreinlega að bjóða formanni flokksins veg- tyhu og freista hans með gylhboð- um um góða daga í ellinni. - Auð- vitað er þama verið að egna fyrir formanninn, sem ætlað er að ganga í gfldmna strax og þá er eftirleikur- inn auðveldur með því að fá ein- hvern þingmann flokksins (og einn mun sennhega thbúinn) th að greiða atkvæði með stjórnarfrum- vörpum. - Að þessu loknu eru komnir þeir brestir í flokkinn að hann stendur ekki lengur undir nafni. Leiknum er þá lokið og báðir flokkamir fyrir bí, - eins og ávaht hafa orðið endalok nýrra flokka og flokksbrota. Fjórflokkarnir hafa ahtaf getað höfðað th hégómagirni einhverra talsmanna hinna nýju flokka og fahð þeim sjálfum að greiða eigin flokki náðarhöggið. Eru flokkarnir tveir, Kvennalisti og Borgaraflokkur, að móta grafskrift sína fyrir tilstilli fjórflokkanna? - Til vinstri: Kvennalistinn á landsfundi. „Hugsjónahreyfing litils virði án formlegra valda og áhrifa". - Til hægri: Forysta Borgaraflokksins á fundi. „Einn af yður mun svíkja mig“, var einu sinni sagt. íbúi við Möðrufeh hringdi: og ekki síður ef í leiðinni er.svo Það tíðkast nú aö næturhrafnar skihö við viðkomandi bifreið meira fari um borgina á bhum sinum, eða minna laskaöa eftir atganginn stundum stómm jeppum sem frek- við að ná upp bensíndropunum. ar era ætlaðir th torfæraakstiu’s Ég vh koma þessu á framfæri þar en innanbæjar ogleggi drekum sín- sem ég er einn þeirra sem hef átt urn á afviknum stöðum og fari svo í útistöðum við nokkra nætur- á stúfana th að næla sér í bensín. hrafria sem vora hklegir og tilbún- Hafa þeir þá með sér plastdunka ir tíl verka hér fyrir utan eina nótt- mikla og leita uppi bíla sem auð- ina. Ég gat hins vegar forðað bflum velt er að komast að og ná af bens- hússins frá frekari ániðslu í það ínlokinu og tappa síðan af það sinnið. En það er ástæða til að vera bensín sem eftir er á þeim geymin- vel á verði og gæta allrar varúðar um. í sambandi við bha sína er skhið Þetta er hvímleiður verknaður er við þá fyrir nóttina. Ráöherrar hinna minni máttar? Roggnir í ræðustóli Skattar á happdrættismiða: Eitt af því Hulda hringdi: Ég tók eftir því í umræðunum frá Alþingi, sem sjónvarpað var þaðan beint, að ráðherrarnir, sem komu í ræöustól og eiga nú að teljast ráð- herrar vinstri stjómar, og era þar með talsmenn hinna minni máttar, verkuðu alltof roggnir, og eins og nú væra þeir mennirnir sem réðu ferð- inni. Þetta er kannski bara mitt sjón- armið, en fróðlegt væri að heyra frá fleirum um þetta áht mitt. Ég tók sérstaklega eftir því er fjár- málaráðherra flutti tölu sína að hann notaði hina sjúku í líkingamáli sínu um síðustu ríkisstjóm. Það er mér ekki að skapi og skyldi enginn gera og alls ekki á þann hátt sem ráð- herrann gerði. áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins Nákvæm ummæh hans voru þessi: „Síðustu ríkisstjómir hafa á engan hátt ráðið við vandann. Þær hafa ár eftir ár skotið sér hjá erfiöum ákvöröunum, verið haldnar hugar- fari sjúkhngsins sem finnur dag frá degi aö honum þverr þróttur en hef- ur ekki kjark til aö horfast í augu við veruleikann." Þeir sem hafa átt viö langvarandi veikindi að stríða eða legiö ósjálf- bjarga vegna sjúkdóma eða annarra orsaka þekkja þetta viðhorf að vísu. - En þaö er ákaflega ósanngjarnt að líkja ástandi einhverra ríkisstjórna við sjúklinga sem ekki mega sín mik- ils og eru þá oftast ósjálfbjarga þegar svo er komið fyrir þeim að þeir „þora ekki að horfast í augu við veruleik- ann“. Fjármálaráðherra er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem tekur sjúklinga og sjúkdóma og notar í hk- ingamál til að skreyta ræður sínar. Alþekkt er dæmið um „sjúklinginn og sprautuna" sem tekið er sem dæmi þegar verið er að ræða „sjúkt efnahagslíf'. - Blessaðir, hættið þessu, þið hafið úr nógu öðru að moða. - Lítið í eigin barm og takið dæmi úr kjördæmum ykkar, hver fyrir sig, þar er nóg af „sjúku“ at- vinnulífi sem þarf aö fá sprautu. Út- vegiö því þau lyf sem duga. Þórður Guðmundsson skrifar: Það er mikið fjargviðrast út af því að nú eigi að skattleggja happdrættin og starfsemi þeirra. Það var löngu kominn tími til að taka þá starfsemi til athugunar, svo lengi sem hún hefur átölulaust fengið undanþágu frá skattlagningu á þeirri forsendu að j)ar sé um góðgerðarmál að ræða. Eg get ekki séð að ekki sé hægt að leggja 12% skatt ofan á happdrættis- miðaverð þótt búið sé aö ákveða miöaverðiö fyrir næsta ár eða aug- lýsingar. Hér hafa átt sér stað verð- hækkanir á hverri vörategundinni á eftir annarri og ahtaf hefur Verðlags- stofnunin séð í gegnum fingur sér og lagt blessun sína yfir þær. Auðvitað getur vel verið að hækk- un happdrættismiða hafi áhrif á söl- una. Það gerir bara ekkert til, happ- drættin eru engin nauðsyn í þessu þjóðfélagi og þeir sem á annað borð spila af áfergju í þessum happdrætt- raunhæfa um munu ekki láta 12% skatt stöðva sig í vinningsvoninni. Ég var að lesa hugleiðingu um þetta mál í Tímanum eftir „OÓ“ og er sam- mála þeim hugmyndum sem þar koma fram. - Auðvitað á að greiða skatt af öhum vörategundum, starf- semi og tekjum. Eða hvers vegna skyldi bara eiga að greiða skatt af sumum tekjum en ekki öðrum? Er réttlætanlegra að leggja skatt á lífs- nauðsypjar eins og matvörur fremur en happdrætti? Aht er þetta mál um skatt eða ekki skatt á happdrættin ein leikflétta um hvernig eigi að ná sem mestum fiármunum af hinum almenna borgara. Þess vegna væri eitt stórt og mynd- arlegt ríkishappdrætti þjóðhoh hug- mynd og gæti leyst margan efnahags- vanda hér, t.d. lækka beina skatta verulega, en spilafífhn myndu greiða hæstu skattana með bros á vör. - Góð hugmynd hjá „OÓ“ í Tímanum „Er réttlætanlegra að leggja skatt á matvörur fremur en happdrætti?" spyr bréfritari. Hringíð í síma 27022 milli M. 10 og 12 eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.