Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 37 Sviðsljós Skilnaðurmn reynist Spielberg dýr Hjónabandið er búið að vera. Steven Spielberg með konu sinni Amy Irving sem vill fá litlar 100 milljónir dollara i skilnaðarbætur. Steven Spielberg með leikkonunni Kate Capshaw en hún er aðaláhugamál hans um þessar mundir. Hjónabandi kvikmyndaframleið- andans Stevens Spielberg og leikkon- unnar Amy Irving er lokið. Þau búa ekki lengur saman og kunnugir segja að lögfræðingar Amy beijist nú fyrir því að hún fái 100 milljón dollara í skilnaðarbætur sem er nýtt met þar fyrir vestan. Fyrra met Johnnys Car- son er hlægilegt við hliðina á þessari upphæð en hann þurfti að greiða fyrrverandi konu sinni litlar 32 milij- ónir. Amy Irving og Spielberg hafa reynt í allt sumar að bjarga hjónabandinu en gáfust loks upp í lok september og fluttu hvort frá öðru. Þau eru búin að sætta sig við að hjónabandið getur ekki gengið. Spielberg finnst kona sín ganga fulllangt í kröfum sínum en þorir ekki að andmæla af ótta viö að það muni bitna á þriggja og hálfs árs syni þeirra, Max. Jafnvel þó að Spielberg sé það mjög á móti skapi að greiða konu sinni 100 millj- ónir er mjög líklegt að hann láti und- an bara til að geta haldið góðu sam- bandi við son sinn. Ekki hefur verið ákveðið hvernig greiðslurnar munu fara fram en lögfræðingar eru enn að vinna að þeim málum. Spielberg eyðir nú miklum tíma með leikkonunni Kate Capshaw sem lék í myndum hans um Indiana Jo- nes og Musteri óttans. Spielberg sagði við náinn vin sinn að þrátt fyr- ir mikinn kostnað við skiinaðinn þá skiptu peningarnir ekki máli ef hann fyndi hamingju eftir skilnaðinn. Hvað er á seyði? - í Stykkishólmi Róbett Jörgensen, DV, Stykkishólntí: Það var mikið að gera hjá fjölda manns þegar sjónvarpsþátturinn Hvað er á seyði? var tekinn upp í Stykkishólmi á dögunum. Kristín Björg Þorsteinsdóttir dagskrárgerð- armaður og Skúli Gautason, umsjón- armaöur þáttarins, spáðu í og skoð- uðu alla hugsanlega aðila sem komu til greina í þáttinn. Á Snæfellsnesi er af nógu að taka enda mikið menn- ingarlíf á svæðinu og árangurinn kom síðan í Ijós sl. sunnudag Upptaka á söng kórs Stykkishólmskirkju, stjórnandi Ronald Turner. DV-mynd Róbert Ungir og hressir listamenn i Stykkishólmi tóku sér fri frá störfum til aö sitja fyrir hjá Ijósmyndaranum. DV-mynd Róbert Það er leikur að læra Róbert Jöigensen, DV, Stykkishóliití: í Stykkishólmi er rekinn leikskóli, sem St. Franciskussystur reka ásamt Stykkishólmsbæ. Fréttaritari DV leit þar inn einn daginn og þar var sko líf og flör. Fyrir valinu varð 4-5 ára deildin. Þar eru 18 hressir krakkar ásamt tveimur starfsmönnum. Starfsgleðin var mikil og má mikið læra af því að fylgjast með svo ungu en lífsglöðu fólki. Foreldrar tala um að það hafist vart undan við að taka á móti og koma fyrir öllum þeim listaverkum sem þessir listamenn skapa. Vonandi helst þessi sköpunargleði áfrám fram á fullorðinsárin. Hellissandur: Falleg perla í náttúnmni Róbeit Jöigensen, DV, Stykkishólntí: Rétt við þjóðveginn, þegar ekið er inn í sveitarfélagið HelÚssand, er lít- ið landsvæði sem einstaklingur hef- ur ræktað upp og er nú oröið að fall- egri pérlu í náttúrunni. Þetta er landskiki, sem nefndur hefur verið „Tröð“ og er að mestu leyti verk eins manns, Kristjáns Jónssonar, sem kénndur var við Gil- bakka á Hellissandi. Þarna sannast rétt einu sinni hvað hægt er að gera ef hugur fylgir máh. Landskikinn Tröö. Ólyginn sagði. . . Gul Mohammad heitir minnsti maður í heimi, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Hann er 32 ára sælgætis- sali í konuleit. Kappinn er aðeins 60 sentímetra hár, en þrátt fyrir það segist hann þurfa konu af eðlilegri'stærð. Konan þarf jú að geta boriö hann með sér hvert sem hún fer, fætt hann og baöað. Mohammad, sem er frægur i heimaborg sinni Nýju Delhi á Indlandi, segir að það sé erfitt að vera dvergur. Hann borgar krökkum 15 krónur á dag fyrir aö bera sig um bæinn, þar sem hann er of lítill til að komast upp á reiðhjól. StevieWonder á í dálitlum vandræðum þessa dagana. Hann er trúlofaður tveimur stúlkum og getur ómögulega gert upp við sig hvora hann vill fá upp að altarinu með sér. Önnur stúlkan býr í Los Angeles og hin í New York og það var ekki fyrr en nýlega að þær komust að sannleikanum í mál- inu. Hvorug er tilbúin til að gefa sig fyrir hinni, en nánir vinir söngstjörnunnar segja að hann hallist nú frekar að Lencolu Sulli- van, fyrrum fegurðardrottningu frá Arkansas. Hver lokaákvörð- un Stevie verður er erfitt að geta sér til um. Eitt er víst: hann fær ekki að giftast nema annarri stúlkunni. Joan Collins hefur sett allt á annan endann í Hollywood með fyrstu skáldsög- unni sinni, Prime Time. Einkum er það þó Elísabet Taylor sem hefur mikinn áhuga á að komast að því hvort hugsast geti að hún sé fyrirmynd aðalsöguhetju Coll- ins. Hetjan er fræg leikkona sem muna má sinn fifil fegri. En kunnugir sjá ekki bara Taylor í persónum bókarinnar, heldur má þar þekkja Kate OMara sem leik- ur með Joan í Dynasty, að ógleymdri Lindu Evans. Svo er Jackie, systir Jónu og fræg skáld- kona, orðin afbrýðisöm yfir vel- gengni stóru systur á ritvellinum. I hefndarskyni ætlar hún að leika í Dallas, erkifjanda Dynasty.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.