Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 11 Utlönd Sígarettusmygl veldur klofningi meðal indíána Indíánar halda því fram að þeim sé frjálst að ferðast milli Bandaríkj- anna og Kanada með þann varning sem þeim þóknast. Agúst Hjörtur, DV, Ottawa: Tvö hundruö og flmmtíu kana- dískir Jögreglumenn geröu um miðjan október skyndiárás á Ak- wefafne, annaö af friðlöndum mo- hawk-indíána. Vel vopnaöir geröu þeir húsleit í tugum húsa og fyrir- tækja. Sjö indíánar voru hand- teknir og smyglaðar sígarettur aö verömæti átta milljónir króna voru gerðar upptækar auk vopna af ýmsu tagi. Akwefafne friðlandið hggur á mörkum Kanada og Bandaríkj- anna, rétt hjá Comwall í Ontario, og fer öh umferð þar á milh í gegn- um friðlandið. Sama dag og skyn- diárásin var gerð hertóku „stríðs- menn“ mohawk-indíánanna brúna, sem tengir löndin tvö og kanadísku tohgæslustöðina, í mót- mælaskyni. Þetta atvik er ekki ein- stakt, aðeins nýjustu átökin í langri baráttu mohawk-indíána fyrir við- urkenningu á sérstöðu og sérrétt- indum sínum sem ekki sér enn fyr- ir endann á. Innbyrðis klofningur Indíánarnir halda því fram að þeim sé frjálst að ferðast milli Kanada og Bandaríkjanna að vild með þann varning sem þeim þókn- ast. A það fellst Kanadastjórn ekki og síðan í maí 1987 hefur lögreglan gert upptækar smyglaðar sígarett- ur aö verðmæti 120 mihjónir króna. Starfsemi þeirra indíána sem standa í umfangsmiklum sígarettu- innflutningi hefur einnig valdið innbyrðis klofningi meðal mohaw- kindíánanna sjálfra. Leiðtogi þeirra, Mike Mitcheh, er mjög and- vígur smyghnu og þeirri harðhnu- stefnu sem „stríðsmennirnir" vilja fylgja í samskiptum sínum við kanadísk stjórnvöld. En allt frá því í sumar, er stríðs- mennirnir hertóku í tvo daga hrað- brautina sem hggur frá Bandaríkj- unum til Montreal, hefur hann átt undir högg að sækja. Honum hefur verið hótað dauða og í síðustu viku var skotið með haglabyssu á bifreið hans. Vonbrigði og vonleysi Þessi róttæki hópur stríðsmanna nýtur vaxandi stuðnings meðal hinna sjö þúsund mohawk-indíána. Sérstaklega meðal yngra fólksins sem er í miklum meirihluta, ein- faldlega vegna þess hve meðalaldur indíána er lágur. Meðal unga fólks- ins ríkir vaxandi óánægja, von- brigði og vonleysi varðandi hag indíána yfirleitt. Efnahagslega og félagslega eru þeir verst setti þjóð- félagshópurinn í Kanada. í vaxandi mæli er þetta unga fölk farið að spyrja sig „hverju höfum við að tapa?“ „Kanada hefur ýtt okkur út í horn,“ sagði einn þess- ara ungu mohawk-indíána nýverið í blaðaviðtali. „Við erum komin á það stig að við verðum að standa upp og berjast fyrir því sem eftir er af menningu okkar.“ Aukinn stuðningur Stuðningur almennings við mál- stað indíána hefur farið vaxandi í Kanada undanfarin ár. En þrátt fyrir að umtalsverðum fjármunum sé árlega eytt í svokölluð indíána- málefni hefur hagur þeirra ekki batnað. Kanadískir stjórnmála- menn koma þvi til með að þurfa í auknum mæli að leita raunhæfra lausna á hinum ýmsu vandamálum indíána ef takast á að koma í veg fyrir enn þá alvarlegri átök. Stríðsmenn mohawk-indíánanna hafa sagt að næst þegar gert verði áhlaup á friðlandið þá verði þeir tilbúnir og ekki verr vopnum búnir en lögreglan. Kvennalisti i Færeyjum Sumarliöi ísleifeson, DV, Árósum: Færeyskar konur hafa ákveðiö á að minnsta kosti tveimur stöðum í Færeyjum, Sörvogi og Vestmanna, að bjóða fram til næstu byggðaráðs- kosninga. Formaður í húsmæðrafélaginu í Sörvogi hefur unnið árum saman að því að fá barnaheimili í sveitarfélagið en án árangurs. Ásamt tveimur öðr- um konum var hún á lista th næstu byggðaraðskosninga í Sörvogi. En vegna vonbrigða með undirtektir ákváðu hún og fleiri konur að koma á fót kvennahsta. Er það varð ljóst varð uppi fótur og fit í sveitarstjórninni og lofað var að taka barnaheimiiismálið til af- greiðslu. En það var of seint, konurn- ar eru ákveðnar í að halda fast í framboðið. Segjast þær búast við að hafa fullskipaðan hsta innan skamms. Hvati aö framboði í Vestmanna er af svipuðum rótum. Þar hefur engin kona setið í byggðaráðinu síðan kjör- tímabilið 1976 til 1980. Dagvistarmál fyrir börn eru þar einnig ofarlega á baugi en konurnar segjast einnig ætla að taka fyrir önnur félagsmál og málefni vinnumarkaðarins. Á uppstillingarfundi hjá konunum í síðustu viku voru yfir hundrað manns. Eru margir meðmælenda með listanum karlmenn. OPIÐ HÚS í SVFR Fyrsta opna hús vetrarins föstudaginn 11. nóvemb- er. Húsið opnað kl. 20.30. Dagskrá 1. Hugleiðingar um rýmkun veiðitímans. Frummæl- andi: Rafn Hafnfjörð. 2. Frjálsar umræður. Fulltrúar veiðimálastjóra mæta. 3. Kynning á myndböndum um 4 íslenskar Laxár. 4. Glæsilegt happdrætti. Félagar, mætið vel og takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd SVFR SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 HEILSUEFNI - AUKINN LÍFSKRAFTUR OG ÞREK ERTU KVEFSÆKINN í SKAMMDEGINU? POLLEN BLÓMAFRJÓKORN OG BLÓMAFRÆFUR BÆTT MEO: KALCIUM, KIESEL OG MAGNESIUM. INNIHELDUR EINNIG SOD EFNAKLJÚFA SEM STYRKJA ÖNÆMIS- KERFIOíOFNÆMISPRÓFAD POLLENEFNI. KRÖFTUGT HEILSUEFNI. . 2—4 TÖFLUR DAGLEGA. „Siðan ég (ór að taka reglulega Bio-Selen Zink og Polbax-blómafrjókornin góðu hef ég ekki fengið kvefpestir. Stirðleiki í liðamótum hefur minnkað og húðin hefur lagast mikið." Þannig vitna ánægðir neytendur sem kaupa aftur og aftur þessi kröftugu heilsuefni. Það er ótrúlegt hvað 1 tala á dag af Bio-Seleni + Zink og 3-4 töflur af Polbax-blómafrjókornunum geta bætt heitsu þina. í Bio-heilsulinunni eru auk þess: Bio-Glandin-25, Bio-Chrom, Bio-Fiber og Bio-Carotene. Fæst i heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuóum. DREIFING: BIO-SELEN UMBOÐIÐ, SÍMI 76610 Organisk bundet Selen og Zink med vitaminer - det ideelle antioxidant-komplex Bio-Selcn +Zink + A-vitamin + C-vitamin + E-vitamin (da - E) + B6-vitamin TURB0 16K skáktölva frá fremsta tölvuframieiðanda i heimi. Kasparov heims- meistari mælir eindregiö með jressum tölv- um enda hafa þær upp á að bjðða allt það sem skáktölvur eiga að hafa. Okkar jóla- verð kr. 7.950,- PI-87, vinsælasti skemmtarinn frá CASI0, kennir þér að spila með Ijósum. Hefur innbyggða ýmsa takta og hljóma. Mikið úrval af lögum i kubbum. Okkar jólaverð kr. 6.505,- CPS-101 fimmáttundarhljómborð i fullri stærð og stereo með ásláttarnæmni. 10 hljómar og midi. Okkar jólaverð kr. 30.320,- SKTKO Seiko rafhlöðurakvél sem hægt er að nota hvar og hvenær sem er. Má nota i sturtu og með eða án raksápu. Okkar jólaverð kr. 2.200,- , Texas Instruments Góð reiknivél á góðu verði. Okkar jála- verð kr. 500,- mmm m mmm m SSI 99 99 99 mmm m mmm m ■■■ m Besta vasatölvan á mark- aðnum er með innbyggð 116 visindaleg forrit og minnisbanka þar sem auðvelt er að geyma lik- ingar. Hægt að nota lik- ingar úr minnishanka beint. Minnið er 8K, stækkanlegt i 40K. Tengj- anleg við allar stærri tölvur og viðtæki. Okkar jólaverð kr. 13.200,- Mixerar - útvarpsklukkur - vasaútvörp - hljómborð - rafmagnsgítarar - strimlavélar - reikni- vélar - handverkfæri - snúrur og tengi - Ijósasjóv - biltæki - hljóðnemar - heymartæki - skáktölvur og margt margt fleira. Sendum í póstkröfu - Sendum mynda- og verðlista - Eins árs ábyrgð á öllum vörum. miigttlegi Laugavegi 26 - simi 21615

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.