Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 13
HABER G “ SKEIFUNNI 5A SÍMI 91 8 47 88 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. Fréttir „Verkfræðilegur glæpur“ Síur i urvali Andrúmsloft glæps Höfundur: Juan Benet Þýðandi: Guöbergur Bergsson Útgefandi: Aimenna bókafélagiö. „Á sjóðheitum morgni fannst lík af manni á torginu í Bocentellas." Þannig hefst Andrúmsloftið hans Juan Benets. Litlu síðar segir: „Líkið fannst á þorpstorginu, sat á jörðinni, höfuðið seigt niður á bringu með stráhatt, og hallaði bakinu að undir- stöðu drykkjarbrunnsins, fótleggirn- ir teygðir fram og fæturnir berir, glenntir sundur eins og klukkan væri tvö, iljarnar svartar... ,Á miöj- um hálsinum, beint fyrir neðan hök- una, var svart gat eftir byssukúlu sem haíði farið út um hnakkann, gegnum annað miklu smærra.“ Þarmeð er tónninn geíinn: Við höf- um glæp, lík og ráögátu. Við setjum okkur í stellingar og bíðum eftir spæjaranum, hinum dapurlega ein- fara með röntgenaugun og tölvuheil- ann, og glímu hans við yfirmennina, kerfið, glæponana - og konur. Við flettum og flettum en þessi maður lætur heldur betur á sér standa. Við lesum bókina til enda og komumst að því að sjálfur spæjarinn hefur allsekki ratað inní þessa sögu. Hins- vegar kynnumst við manni sem nefndur er Medína höfuðsmaður og Á daginn ritstýrir Benet fljótum Spánar. Bókmenntir FI4AM Juan Benet: Nokkrar atburðarásir i gangi í einu. hefur reyndar til að bera nokkra af eiginleikum hins dæmigerða spæj- ara: hann er einfari og ber hlýjan hug til kvenna. Og hann er þaraðauki á höttunum eftir misindismönnum en hið merkilega er að þeir koma þessu líki á torginu bara ekkert við að þ'ví er virðist. Lesandinn spæjar Við erum leidd fram og aftur um sögusviðið og kynnt fyrir ótal per- sónum sem jafnvel eiga það til að ganga undir fleiri nöfnum en einu og hver atburðurinn rekur annan. Þannig eru í raun nokkrar atburða- rásir í gangi í einu og lesandinn er á köflum þreyttur einsog lax á króki veiöimanns, með ýmsum hliðarspor- um í frásögninni og svo virðist á stundum að líkið, sem kemur fyrir í fyrstu setningu sögunnar, sé með öllu gleymt. En þegar örvilnun les- andans er umþaðbil að nálgast há- markið fara þessir ósamstæöu at- burðir aö renna saman í eina mynd og lesandinn verður fyrir því, sem Skandinavar, frændur og vinir okkar Guðbergs, kalla Aha-opplevelse - í nánast annarri hverri málsgrein. Lesandinn er alltíeinu orðinn leyni- löggan og hlotnast að lokum heiður- Kjartan Arnason inn aö lausn gátunnar. Hvort málið komst nokkurntíma í hendur „réttra“ yfirvalda liggur algjörlega á milli hluta og skiptir engu. En það sem meira er um vert: hérumbil al- veg í lokin er framið annað morð svo óvænt og fyrirvaralaust að lesandinn gapir og glennir augu og les aftur og aftur en fær engu breytt; sagan flarar út einsog ekkert hafi í skorist og les- arinn situr uppi með nýja þraut. Brúagerð og bókmenntir Það er greinilega ekki lakara að vera verkfræðingur þegar setja á saman bók; hvort það er skilyrði er svo aftur annað mál. Juan Benet hefur lengi fengist við að hanna virkjanir, vegi og hafnir í sínu heimalandi, Spáni, og er allnokkur spámaður á því sviði þar. T.d. mun hann hafa átt við sköpunarverkið með eftirminnilegum hætti þegar hann tengdi saman stórfljótin Tagus og Segúra og bætti þannig úr órétt- látri dreifingu náttúrunnar á vatni, einsog Guðbergur segir í eftirmála. Benet fæddist í Madríd fyrir 61 ári en rekur rætur sínar til Baskalands. Juan Benet skrifar eftir vinnu þeg- ar hann kemur heim í kofann sinn eftir að hafa ritstýrt náttúrunni lið- langan daginn. Hann hefur skrifað um tíu skáldverk og árið 1980 hlaut hann ein helstu bókmenntaverðlaun Spánar fyrir Andrúmsloft glæps. Guðbergur þýðir með ágætum, stundum fékk ég þó á tilfinninguna að honum hafi legið fullmikið á en umfram annað er þýðingin liðug og kemur andrúmslofti glæpsins vel til skila. Hátíöatónleikar í kvöld: 30 ára afmæli Pólýfónkórsins Fjöldi manns tekur þátt í afmælis- hijómleikum Pólýfónkórsins í ,Há- skólabíói í kvöld. í kórnum eru nú um 100 meðlimir. Þar viö bætist Sin- fóníuhljómsveitin og loks sjö ein- söngvarar. Tveir þeirra, þau Sigríður Ella Magnúsdóttir og Gunnar Guð- björnsson, koma frá útlöndum til aö vera með. Efnisskráin nær yfir 400 ára tímabil sem hefst á Monteverdi og lýkur með Carl Orff. Tónleikarnir áttu að vera í vor en þá veiktist stjórnandinn, Ingólfur Guðbrandsson, skyndilega. Það var hann sem stofnaði kórinn upphaf- lega og stjórnar afmælistónleikunum í kvöld. PurolatOE KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR m Hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi. Kópavogskaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvamms- landi. Um er að ræða almenna keppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafé- lags íslands. s ssvæðið. Keppnissvæðið er dalur, Fífuhvammsland, sem afmarkast af Reykjanesbraut, fyrir- huguðum Arnarnesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkurog Kópavogs. Keppnislýsin Keppnislýsing er ókeypis, en önnur gögn fást afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar gegn 5.000 króna skilatiyggingu. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar 1989 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Verðlaun. Heildarupphæð verðlauna er 6 milljónir króna. Veitt verða þrenn verðlaun þar sem 1. verðlaun eru að minnsta kosti 3 milljónir króna. Auk þess hefur dómnefnd heimild til að kaupa tillögur til viðbótar fyrir samtals 1 milljón króna., Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Trúnaðarmaður. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjón- ustunnar, Hallveigarstíg 1, pósthólf 1191,121 Reykjavík, sími 29266. Heimasími 39036. Dómnefnd. Dómnefnd skipa: Tilnefnd af Kópavogsbæ: Kristinn Ó. Magnússon, verkfræðingur, Ólöf Þorvaldsdóttir, skipulagsnefndarmaður og Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi. Tilnefnd af Arkitektafélagi Islands: Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Hróbjartur Hró- bjartsson, arkitekt. Ritari dómnefndarer Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur. Bæjarstjóri. -ihh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.