Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 15 Kynnumst okkar fagra landi Þaö er margt sem kemur í hugann á þessum blíðu og fogru haust- dögum, sem fremur minna á milda vordaga, og þá ekki hvað síst minna allar samgöngur nú í önd- verðum nóvember fremur á vor og gróanda en hrímkalt haust. Ég, sem kominn er yfir miðjan aldur, minnist ekki svo mildra haustdaga frá mínum yngri árum. En það sem fyrir mér vakir með þessum skrif- um er að vekja athygli þeirra sem sí og æ eyða öllum sínum sumar- leyfum og frítímum í að veltast um á bökuðum ströndum suðrænna sólarlanda. Veðrið ekki aðalatriði Það vekur furðu mína hversu við íslendingar gerum htið að því að skoða og kynnast okkar ægifagra landi, en ég er í hópi þeirra sem starfa við ferðaþjónustu, nánar til- tekið við Hótel Framtíð á Djúpa- vogi. Nú á haustdögum, þegar hægjast fór um og minna var að starfa, fór ég til gamans yfir nýtingu hótelsins í sumar, eða frá 1/6-15/9, og kom þá í ljós að nýting þess á þessum tíma hafði verið 96%, þar af 76% erlendir ferðmenn. Af því er ljóst að hér gistu ekki margir landar eða aðeins 20% af þeim sem nýttu sér þá góðu þjónustu sem við reynum að veita öllum þeim sem hingað leggja leið sína. Eins og öllum er kunnugt var KjaHarinn Eggert B. Sigurðsson bryti sumarið afar vætusamt, a.m.k. hér á Austurlandi, nema hvað júní- mánuður var hér bjartur og þurr en fremur kaldur. Ég átti tal við marga af okkar erlendu gestum og var þá oft að reyna að afsaka hið leiðinlega veöur sem ríkjandi var. En mér til mikillar furðu kom í Ijós í þessum samtölum að allir voru hæstánægðir og sögðust hafa gert sér grein fyrir rysjóttu tíðarfari á íslandi áöur en upp var lagt. Og þrátt fyrir vætu og kulda róm- uðu þessir erlendu gestir sérstæða og fagra náttúru landsins okkar og fannst hún stórkostleg á að líta. Hér á Djúpavogi tekur Búlands- tindur (1064 m) með sérstæðri feg- urð sinni, sem hvað helst minnir á egypskan pýramída, á móti ferða- löngum. Greiður gangvegur er upp á þetta fagra fjall og er útsýni þar með eindæmum fagurt því við blas- ir sérlega fagur fjailahringur, nokkuð sem ég álít að tæpast eigi sér hliðstæðu, þótt víöa sé fagurt á landinu okkar góða. Hér er einnig rétt að láta þess getið að á Djúpa- vogi er mikið af sérstæðum og faU- egum steinum (kristalsteinar) fyrir „Og þrátt fyrir vætu og kulda rómuðu þessir erlendu gestir sérstæða og fagra náttúru landsins okkar og fannst hún stórkostleg á að líta.“ Frá Djúpavogi. - Búlandstindur í baksýn. þá sem yndi hafa af slíku. Byggðin hér í plássinu er afar sérstæð og vekur upp hjá manni sögur um álfabyggöir sem maður heillaðist af sem barn, því húsin standa all- flest undir háum klettum, falleg og vel hirt. Enda þótt hótelið okkar sé hvorki stórt né íburðarmikið hefir það orð á sér fyrir aö vera einkar vinalegt og hafa yfir sér þjóðlegan blæ þar sem leitast er við að veita sem besta þjónustu. Góðgistihús Það hefir vakið sérstaka athygli okkar hversu mjög hinir erlendu gestir heilluðust af sjávarrétta- hlaðborði okkar og þá ekki síður af hinni rómuðu Djúpavogs skel- fisksúpu. Auk þessa þykir gestum okkar mikið koma til þess að fá að borða hreindýrasteik því kjöt af þessari íslensku villibráð er ein- stakt lostæti. Enda þótt hótehð okkar hér á Djúpavogi sé eins og fyrr er sagt ekki stórt þá er boðið upp á falleg og vel búin herbergi ásamt fyrirmyndaraðstöðu til lík- amsræktar og sólbaða og vel búið og snyrtilegt gufubað. Vegna þessa finnst mér hálf- dapurlegt aö ekki skuli fleiri ís- lendingar eyða sumarleyfum sín- um í að skoða landið okkar. Ekki er lengur hægt aö bera við að veg- irnir séu svo illfærir því hingað austur er hægt að aka á 6-7 tímum, en auðvitað er skynsamlegra að fara yfir landið meö hægö og skoða allt hið fagra og sérstæða sem nátt- úran hefir upp á að bjóða allt í kringum landiö. Eftir að hafa verið búsettur erlendis um árabil fluttist ég hingað fyrir tveim árum. Áður en ég fluttist úr landi haföi ég lítið sem ekkert ferðast um til þess að skoða ægifegurð íslenskrar náttúru og þvi miður þykist ég vita að svo sé um margan landann. En nú, þegar ég hefi sest að hér á Djúpavogi, er engu líkara en augu mín hafi opnast og ég lært að meta þetta fagra land sem skaparainn hefir gefið okkur. Ég vil því eindregið hvetja alla íslendinga til þess að verja fríum sínum í ríkara mæli til ferðalaga um eigið land. Hótel Framtíð á Djúpavogi býður alla velkomna til lengri eða skemmri dvalar ásamt öðrum fyrirmyndargistihúsum um allar byggðir landsins. Hvarvetna veit ég að hin rómaöa gestrisni okkar íslendinga stendur öllum til boöa og þá ekki hvað síst þeim sem kynnast vilja leyndardómsfullri fegurð lands okkar. Þar er svo sannarlega eitthvað fyrir alla. Eggert Böðvars Sigurðsson Skrítna fólkið og við hin Það hefur í áraraðir verið hefð að tala um „svoleiöis fólk“. Yfirleitt heimfærum við alla neikvæða eig- inleika mannskepnunnar upp á „svoleiðis fólk“ í samræðum okk- ar. Þetta hefur gengið svona í aldir og enn hefur samfélagið „skrítið fólk“ að háði og spotti eða sem fólk sem auðvelt er að aumka sig yfir. Nú er það svo að tímamir eru mikið breyttir hvað þekkingu varð- ar á mannskepnunni og hafa mörg voldug vígi fordóma falhð illa síð- ustu aldir. Fordómar Einn sjúkdómur er enn undir sama hæl samfélagsins og „skrítna fólkið", þ.e. geðsjúkdómar, og víst er það svo að margir hafa þarna samasemmerki á milh. Þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði í læknisfræði veldur það nokkurri furðu að þeir læknar, sem fást við þessi mál og ættu að vera mjög upplýstir um þau, gera htið opin- berlega til þess að eyða fordómum sem snerta geðsjúkdóma. Þeir sem kynnast geðsjúkdómum átta sig á því að það fólk, sem veik- ist, á oft erfitt með að tjá sig um veikindi sín og hrýs oft hugur við þeim fordómum sem ríkja og vill helst fara sem laumulegast með sitt ástand, einmitt þetta virðist oft vera einkenni á geðsjúkhngum. Það er því ekki svo auðvelt fyrir þá að koma fram í dagsljósið svo að fordómum yrði smátt og smátt eytt. Þess vegna er nauðsyn á sameig- inlegu átaki lækna, sálfræðinga og sjúklinga til þess að hrinda um koh enn einu vígi fordóma. Fólk, sem á í andlegum erfiðleikum, þarf að fá aðstoð sérfræðinga til þess að koma fram í dagsljósið með þessi mál, til þess að þessi feluleikur hætti. Alkóhóhstar hafa komið fram í KjaHarinn Magnús Einarsson nemi dagsljósið og hafa sterk samtök, AA, sér til stuðnings enda er greini- legt aö það hefur borið árangur og fordómar gegn drykkjusýki hafa hörfað. Það þarf einnig átak í mál- efnum geðsjúkra. „Það er ieið út“ Sú staðreynd að ekkert sést utan á geðsjúkum manni veldur erfiðum spurningum, en það er ekki þar með sagt að við þurfum að grípa til fordóma þegar einhver fer að hegða sér sérkennilega og oft að ástæðulausu að því er virðist. Það er óþarfi að velta sér upp úr því að um einhvers konar uppgerð sé að ræða, það leika sér fáir að því að bregðast sjálfum sér og öðrum. Hins vegar er sjálfsagt að hjálpa viðkomandi að hjálpa sjálfum sér að skhja sínar eigin tilfinningar og á því sviði þarf mjög aukna að- stöðu. Við erum félagsverur og þurfum á hvert öðru að halda og það er nauðsynlegt fyrir fólk, sem á við andlega erfiðleika að etja að tala saman og styrkja hvað annað. Það er oft sem félagsleg útskúfun er afleiðing t.d. þunglyndis, þ.e. viðkomandi fer í felur með sjálfan sig og skammast sín fyrir aö vera veikur og getur ekki sýnt fram á raunveruleg veikindi og er því oft í einmanalegum feluleik. Það ætti ekki að þurfa .að vera hlutskipti fólks með andlega erfiðleika að fara einförum. En í okkar samfélagi er því þannig háttað aö það þykir niö- urlægjandi að vera andlega veikur, svo að það eru fáir sem þora aö koma fram í dagsljósið með veik- indi sín. Þetta þarf að breytast. Nýlega var þáttur í sjónvarpinu um andlega erfiðleika sem hét „Það er leið út!“. Þessi þáttur markaöi þáttaskh í umfjöllun á geðsjúk- dómum og ég vona að sjónvarpið haldi áfram á sömu braut. Þaö er mjög mikilvægt að því fólki, sem er andlega veikt, sé gefið tækifæri til að opna sig og segja frá lífs- reynslu sinni, þannig getum við eytt fordómum í garð geðsjúkra. Það er einnig mikilvægt að þeir sem komast upp úr svona erfiðleik- um segi öðrum frá og gefi hinum sem enn eru veikir von um bata. Mér fannst þáttur sjónvarpsins gera þetta vel. Andlega veikt fólk upphfir oft að það hefur þurft að einangra sig. Það er nauðsynlegt að sigrast á þeim þáttum í samfélaginu sem eru vald- ir að þessu, s.s. fordómum, að- stöðuleysi og samstöðuleysi. Það þarf að efla samstöðu meðal þeirra sem eru veikir, efla samtök eins og Geðvernd og þar þurfa sérfræðing- ar að ganga á undan og beina sjúkl- ingum sínum þangað. Það þarf að efla dagdehdir sjúkrahúsanna og gera fólki kleift að fara í meðferð og endurhæfingu með styrkjum. Og síðan þarf að vera virk hreyf- ing, lík AA-samtökunum, þar sem fólk hittist og hjálpast að. Eflum umræðu Samfélagið notar fordóma stund- um sem hvata eða sem víti til varn- aðar og það er oft nauðsynlegt að sparka í sjálfan sig og taka sér tak og þá eru fordómar oft sparkið. Það þekkja allir máltækið: „Guð hjálp- ar þeim sem hjálpar sér sjálfur." Það er því erfitt fyrir geðsjúkling að gera grein fyrir sjálfum sér og réttlæta eigin vanmátt. Margur virðist enn í dag halda að geðsjúkl- ingur hjálpi sér ekki sjálfur. Sá sem var andlega veikur fyrir nokkrum árum var oft álitinn yfirgefinn af guði. í nútíma samfélagi samsvarar það því aö vera yfirgefinn af sjálf- um sér og ósjálfbjarga og öðurm baggi. Margir sem lenda í andleg- um erfiðleikum velja þess vegna sjálfsmorð. Verðum við ekki að breyta þessu, viö höfum öll okkar takmörk og saman myndum við fjölskrúðugt samfélag. Ég er sannfærður um að það mætti efla hlýju með aukinni þekk- ingu fólks og minnka fordóma. Ég er sannfærður um að það myndi hjálpa. Þegar á aht er litið hjálpa hlýja og skhningur svo miklu betur en fordómar og hræðsla. Eflum umræðu um þessi mál, það leiðir til aukins skilnings. Magnús Einarsson „Það þarf að efla samstöðu þeirra sem eru veikir, efla samtök eins og Geðvernd, og þar þurfa sérfræðingar að ganga á undan“, segir hér m.a. „Viö erum félagsverur og þurfum á hvert öðru að halda og það er nauðsyn- legt fyrir fólk, sem á við andlega erfið- leika að etja, að tala saman og styrkja hvað annað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.