Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. íþróttir Eyjamenn auðveld bráð Víkinga - Víkingar sigruðu Eyjamenn, 29-19 „Þaö verður að segjast eins og er að við lékum þennan leik mjög illa. Víkingsliðið er sterkt enda eru í því fjórir leikmenn sem klæðst hafa landsliðspeysunni. Ég held að of mik- il bjartsýni leikmanna liðsins fyrir þennan leik hafi orðið því að falli í kjölfar sigursins gegn Gróttu á dög- unum. Við vitum raunar lítið um hvar liðið stendur en það sýndi mun betri leik gegn Gróttu í fyrsta leik mótsins. Það er hins vegar ljóst að við' eigum undir högg að sækja í deildinni í vetur," sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, í samtali við DV eftir ósigur liðs- ins gegn Vikingum, 29-19, á íslands- mótinu í handknattleik í gærkvöldi. Víkingar höfðu forystu í hálíleik, 13-9. Leikur Víkingsliðsins var allur annar og betri en í fyrsta leik móts- ins þegar það tapaði stórt á Akur- eyri. Á þessari braut geta Víkingar gert mun betri hluti en búist hafði verið við af þeim fyrir keppnistima- bilið. Hins vegar er ljóst að á bratt- ann verður að sækja fyrir Eyjamenn í vetur. Þeir eiga að geta gert miklu betur. Ekki var laust við að þeir bæru of mikla virðingu fyrir Vík- ingshðinu. Sigurður Gunnarsson er greinilega allt í öllu í leik hðsins. Sigurður átti til að mynda fjölmargar hnusendingar sem línumenn gripu ekki af óskiljanlegum ástæðum. Ástæðan gæti legið í því að leik- menn, sem alltaf hafa gott auga fyrir línuspili, kunna ekki ennþá inn á leikstíl Sigurðar. Víkingar höfðu ávallt forystu í leiknum og náðu Eyjamenn aldrei að ógna sem neinu næmi. Það var aðeins í fyrri hluta fyrri hálfleiks sem lítill munar var á liðunum en eftir þvi sem leið á hálfleikinn skhdi leiðir. Hið reynslumikla lið Víkings hafði leikinn í öruggum höndum. Þrátt fyrir að liðið hafi misst nokkra sterka leikmenn býr margt í því og geta lið sem tahn eru sterkari í deild- inni ekki bókað sigur gegn því. Vörn liðsins var sterk og Sigurður Jensson markvörður varði oft vel, er þar upp- rennandi sterkur markvörður. Sigmar Þröstur Óskarsson, mark- vörður Eyjamanna, varði 15 skot í leiknum og ef hans heföi ekki notið við hefðu Eyjamenn fengið stærri skell. Vörn Víkings haföi góðar gæt- ur á Sigurði Gunnarssyni og fyrir \ikið hafði hann sig ekki mikið í frammi. • Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson dæmdu leikinn ágætlega. Mörk Víkings: Árni Friðleifsson 9/1, Karl Þráinsson 7/3, Bjarki Sig- urðsson 6, Siggeir Magnússon 3, Guð- mundur Guðmundsson 2, Einar Jó- hannesson 1, Jóhann Samúelsson 1. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnarsson 7/3, Sigurbjörn Oskarsson 5/2, Óskar Freyr Brynjarsson 4, Sigurður Frið- riksson 2, Jóhann Pétursson 1. -JKS Góður sigur hjá Seltirningum - unnu UBK, 20-17, í Digranesi Grótta hreppti sín fyrstu stig á íslandsmótinu í handknattleik á þessu tímabili með óvæntum en dýrmætum sigri á Blikum í Kópa- vogi, 20-17. Seltimingar höfðu yfir í hléi, 11-10. Leikurinn var bráðfiörugur þótt handknattleikurinn væri ekki alltaf eins og best verður á kosið. Mikil barátta var í hði Gróttu frá upphafi og fór Stefán Arnarsson í fylkingarbrjósti. Hann skoraði sex mörk og var óstöðvandi í vörninni. Stal Stefán þar mörgum sendingum Blika þótt ekki tækist honum síðan allt- af vel upp í hraðaupphlaupunum, Ef á heildina er litiö var viður- eignin kaflaskipt en hún var í járnum framan af en síðan tóku Seltirningar ráðin og höfðu yfir fram aö hléi í upphafi síöari hálf- leiks gekk síöan flest miður hjá Gróttu og gerði hðið ekki mark í tæpar 9 mínútur. Á móti skoruðu Bhkar og fóru yfir. Höfðu þeir grænklæddu meira að segja góð fiæri á aö gera út um leikinn en Seltimingar léku um hríð 3 gegn fullskipuðu liði Blika. En allt kom fyrir ekki og er Grótta tefldi fram fúllskipuðu hði á ný fór hún aftur yfir og lét ekki forystuna af hendi. Bestir í liöi Gróttu voru Stefán og markvörðurinn Sigtryggur Albertsson sem varði með stór- merkjum á lokamínútunura. Þá var Sverrir Sverrisson skeinu- hættur í fyrri hálfleiknum. í liði Bhka varði Guðmundur Hrafnkelsson vel á köflum og Jón Þórir var frískur annað slagið en datt niður þess á milh. Mörk Breiðabliks: Hans Guðmundsson 8/3, Jón Þórir Jónsson 5/1, Kristj- án Halldórsson 2, Andrés Magn- ússon 1, Magnús Magnússon 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði 13 skot, 2 víti. Mörk Gróttu: Stefán Amarsson 6, Sverrir Sverrisson 5, Páll Björgvinsson 2, Willum Þórsson 2, Davíð Gíslason 2, Gunnar Gislason 1, Svavar Magnússon 1, Halldór Ingólfsson 1. Sigtryggur Alberteson varði 13 skot,2víti. -JÖG Kristján fór í markið Kristján Sigmundsson, sem verður aðstoðarmaður Páls Björgvinssonar við þjálfunina hjá Víkingum í vetur, brá undir sér betri fætinum í leiknum gegn Eyjamönnum í gærkvöldi og skellti sér í markið. Kristján hafði sem kunn- ugt er ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil. Kristján fór í markið í gærkvöldi til að veija vítakast en hafði ekki erindi sem erfiði. Engu að síður var gaman að sjá Kristján á nýjan leik í markinu. -JKS Valsmenn héldu sýningu að Hlíðarenda í gærkvöldi en mótherjar þeirra voru Framarar. Á myndinni má líta Sigurð Sv Birgi Sigurðsson í valnum og þá Geir Sveinsson, Agnar Sigurðsson og Egil Jóhannesson. Ovæntur K - KA-menn unnu FH-inga, 25-24, á síðustu „Þetta var spennandi og skemmtileg- ur leikur og ég er mjög ánægður með sigurinn. Lið mitt lék af 100% krafti allan tímann og ég held að við höfum uppskorið eftir því. Þetta hefur byrjað vel hjá okkur og ég held að við getum unnið hvaða lið sem er með svona áframhaldi,“ sagði Ivan Duranec, þjálf- ari KA, eftir að hð hans haföi unnið óvæntan sigur á FH, 25-24, í Hafnar- firði í gærkvöldi. Þaö stefndi lengi í að leiknum yröi frestað vegna deilumáls milh dómara og Viggós Sigurðssonar, þjálfara FH, en á síðustu stundu var ákveðið að þeir Kjartan Steinbach og Gunnlaugur Hjálmarsson mundu dæma leikinn sem þeir og gerðu. Var þeim ákaft fagnað þegar þeir gengu inn á völlinn fyrir leikinn. KA-menn komu svo sannarlega á óvart með góðum og baráttumiklum leik og sýndu strax í byrjun að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur. KA komst í 4-2 eftir 6 mínútur og FH-ingar áttu í miklum erfiðleikum gegn sterkri vörn Nprðanmanna. Héðinn Gilsson og Óskar Ármannsson voru nánast klippt- ir út úr leiknum og viö það riðlaðist leikur FH-inga og KA-menn gengu á lagið. KA-menn komust í 11-7 og höfðu síðan yfir 12-8 í leikhléi. FH-ingar komu tvíefldir til leiks í síð- ari hálfleik og með bættum sóknarleik tókst þeim aö saxa á forskot gestanna. Áhorfendur, sem fyhtu íþróttahús Hafnarfjarðar, tóku loks við sér þegar Héðinn Gilsson reif sig lausan og jafn- aði, 17-17, og svo virtist sem KA-menn væru að missa leikinn úr höndum sér. FH-ingar komust yfir, 22-21, þegar rúmlega 4 mínútur voru eftir en KA- menn gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 24-22. Aftur náðu FH-ingar að jafna þegar Þorgils Óttar skoraði af línunni en á síðustu sekúndu leiksins fiskuðu KA-menn vítakast og Erhngur Kristjánsson skor- aðí af öryggi og tryggði Norðanmönn- um kærkominn sigur. KA-menn fögn- uðu gífurlega í leikslok enda sennilega fáir reiknað með sigri þeirra í Hafnar- firði. KA-menn hafa reyndar unnið FH tvívegis í síðustu þremur viðureignum Greiður aðgangur Stutb Asgelr Sigurvinsson lék að nýju með liðinu og átti góðan Asgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Stuttgart komust án teljandi erfiö- leika 13. umferð Evrópukeppni félags- liða. Stuttgart lék gegn Ðinamo Zagreb á heimavelh sínum, Neckar Stadion, og varð jafntefli í leiknum, 1-1. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Júgóslav- íu, vann Stuttgart, 1-3. Ðinamo Zagreb komst yfir í leiknum í síðari hálfleik en Fritz Walter jafnaöi skömmu síðar. Stuttgart óð í marktækifærum en tókst ekki að bæta viö fleiri mörkum. Ásgeir Sigurvinsson lék aö nýju með Stutt- gart efhr meiðsli og var með betri leik- mönnum hðsins í leiknum. 15 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum og í þeim hópi voru 5 þúsund júgóslavn- eskir larandverkamenn. • Frakklandsmeistarar Monaco, sem lentu í sem mestum vandræðum meö Val í 1. umferð Evrópukeppni meistarahöa, fóru á kostum á heima- velh sínum í gærkvöldi. Þeir fengu Club Brugge í heimsókn og þurftu að vinna upp 0-1 forystu belgísku meist- aranna en voru komnir í 5-0 eftir hálf- tíma og unnu 6-1! Glenn Hoddle átti stórkostlegan leik og lagði upp fimm markanna, þijú þeirra fyrir framheijann eldfljóta frá Fílabeinsströndinni. Mark Hateley lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og hafði greinilega góð áhrif á sóknarleik Monaco. • Gífurleg fagnaðarlæti brutust út um gjörvallt Tyrkland í gær þegar meistaralið landsins, Galatasaray, gjörsigraöi svissnesku meistarana Ne- uchatel Xamax, 8-0, og tryggði sér sæti í 8 liða úrshtum. Xaraax hafði unnið fyrri leikinn, 3-0, en Tyrkirnir skoruðu þrjú mörk á síðusta kortérinu og tryggöu sér glæstan sigur. Tvö síð- ustu mörkin skoraöi Tanju, sá hinn sami og lét Friðrik Friðriksson veija frá sér vítaspyrnu i landsleik Tyrk- lands og íslands á dögunum. • Tíu leikmenn Roma náöu að sigra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.